Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
Erfid færd í Borgarfirði:
Jafnvel Sæmund-
ur sérleyfishafi
vard að snúa við
Hvanneyri, 13. marz.
NÚ að undanförnu hefur verið
slæm tíð hérna í Borgarfirði.
Bæði er að snjór er með mesta
móti, þannig að oft hefur verið
skafrenningur og mikil ófærð
og hefur það valdið truflun á
umferð um héraðið. Flutning-
ar á mjólk frá bændum og
vörum til þeirra hafa fallið
niður. Það telst til tíðinda að
áætlunarbifreið frá Borganesi
varð að snúa við í Leirársveit
8.1. fimmtudag þó að Sæmund-
ur sjálfur væri við stýrið.
Dýralæknirinn á Hvanneyri og
starfsmaður mjólkursamlags-
ins i Borgarnesi sátu í bflum
Brúðuleik-
húsvika
í Leik-
brúðulandi
Það er bæði hægt að sjá
leiksýningu og skoða brúður
sem hanga til sýnis að
Fríkirkjuvegi 11 á brúðuleik-
húsviku í Leikbrúðulandi
þessa dagana. Sýning á
„Gauksklukkunni" hefst kl. 5 í
dag.
sínum í 10 klukkustundir
þennan sama dag og komust
hvorki aftur á bak né áfram
vegna dimmviðris.
Ekki er mér kunnugt um
alvarleg óhöpp í umferðinni hér
um slóðir af völdum færðar eða
veðurs þessa síðustu daga utan
eitt. Jeppi af gerðinni Willys
Wagooner fór útaf þjóðveginum
við Ytri-Skeljabrekku og slas-
aðist ökumaður, en kona og
barn, sem voru í bílnum sluppu
ómeidd.
Ungmennafélag Reykdæla
frumsýndi leikrit fyrir stuttu en
sýningar hafa fallið niður til
þessa vegna veðurs og ófærðar.
Sýningar hefjast að nýju á
næstunni og er fyrirhugað að
sýna eftir því sem aðstæður
leyfa en miða þarf að panta í
Reykholti. Leikflokkurinn
„Sunnan Skarðsheiðar" hefur
sýnt Hart í bak ávalt fyrir fullu
húsi að undanförnu. Anton á
Ytra-Hólmi sagði mér í dag að
sýningum færi nú að fækka,
aðeins tvær væru eftir, n.k.
fimmtudags- og laugardags-
kvöld í Fannahlíð.
— Ófeigur.
bessi ugla er eitt af
dýrunum sem koma fram í
„Gauksklukkunni*. Leikstjóri
er Bríet Héðinsdóttir og tón-
list er eftir Atla Heimi
Sveinsson.
Utanríkisráð-
herra hætti
við utanför
Utanríkisráðherra Benedikt
Gröndal hefur hætt við för til
Luxemborgar, en hann ætlaði að
ræða við þarlenda ráðamenn um
samskipti íslands og Luxemburg-
ar í flugmálum.
Ráðherrann ætlaði utan í gær
en frestaði för sinni vegna stjórn-
málaástandsins hér innanlands.
íslenzkir embættismenn eru hins
vegar farnir utan og munu þeir
ræða um þessi mál við starfs-
bræður sína í Luxemburg, að því
er Mbl. var tjáð í gær í utanríkis-
ráðuneytinu.
Enginvettlingatök
Rauðu MAX VINYLglófarnir eru með grófri krumpáferð. Hún auðveldar
erfið störf og útilokar öll vettlingatök. Um endinguna vitna þeir sem nota þá.
MAX? Rauðu MAX VINYLglófarnir.
Heildsölubirgóir og dreifing David S. Jónsson og Co. hf. S 34333.
Léku knattspyrnu
í 32^ klukkustund
Eskifirði. 12.3.
SEX Austramenn settu í gær nýtt
Islandsmet í maraþonknatt-
spyrnu. Hófu þeir að leika um kl. 9
á laugardagsmorgun og léku
sleitulaust til kl. 17:30 á sunnudag.
Margt manna fylgdist með knatt-
spyrnumönnunum og voru þeir
hylltir með lófataki er þeir höfðu
lokið leiknum, sem stóð í 32'/í>
klst., og skoruð voru alls 4.443
mörk. Ævar
Nokkrir að-
ilar hafa
gert kaup-
tilboð í tog-
arann Font
NOKKRIR aðilar hafa sýnt
áhuga á því að kaupa togarann
Font bH, sem Ríkisábyrgðasjóð-
ur hefur auglýst til sölu, en
sjóðurinn eignaðist togarann á
nauðungaruppboði nýlega sem
kunnugt er.
Björn Ólafs framkvæmdastjóri
sjóðsins sagði í samtali við Mbl. í
gær að eftir væri að taka til
athugunar þau kauptilboð, sem
hafa komið í togarann.
Ríkisábyrgðasjóður hefur sett
upp 685 milljónir fyrir togarann,
en það er sú upphæð sem sjóður-
inn þarf að fá til þess að sleppa frá
málinu án fjárhagsskaða.
Ætla að selja spariskírteini
fyrir 1500 milljónir króna
SALA verðtryggðra spari-
skirteina rfkissjóðs í 1. fl.
1979, samtals að fjárhæð 1.500
milljónir króna hefst á morg-
un. Útgáfan er byggð á heim-
ild í fjárlögum og verður
lánsandvirðinu varið til opin-
berra framkvæmda á grund-
velli lánsfjáráætlunar ríkis-
stjórnarinnar fyrir þetta ár.
Kjör skírteinanna eru hin
sömu og undanfarinna flokka.
Höfuðstóll og vextir eru verð-
tryggðir miðað við þær breyt-
ingar sem kunna að verða á
vísitölu byggingarkostnaðar,
er tekur gildi 1. apríl n.k.
Skírteinin eru bundin fyrstu
fimm árin, en frá 25. febrúar
1984 eru þau innléysanleg
hvenær sem er næstu fimmtán
árin. Skírteinin eru framtals-
FLUGVÉL Landhelgisgæzl-
unnar fór í ískönnunarflug í
gær og kom þá í ljós að
hafísinn hefur færst ískyggi-
lega nálægt iandinu í norðan-
áttinni undanfarna daga. Nú
eru hins vegar líkur á veður-
breytingum, að sögn
Guðmundar Hafsteinssonar
og gæti farið svo að hafísinn
fjarlægðist landið aftur á
næstu dögum.
Allþéttur ís, 1/10—3/10 að
þéttleika, var í gær um 5
sjómílur norður af Horni, 20
mílur norður af Skagatá, 7
mílur norður af Rifstanga og 8
mílur norður af Langanesi.
Stakir jakar og smá spangir
voru á öllum siglingaleiðum út
af Norðurlandi frá Staumnesi
Kirkjuvikan
á Akureyri
í KVÖLD verður föstumessa, þar
sem sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi
prédikar, en sr. Birgir Snæbjörns-
son þjónar fyrir altari. Ingibjörg
Siglaugsdóttir flytur bæn og Sum-
arrós Garðarsdóttir les úr Píslar-
sögunni. Sungið verður úr Passíu-
sálmunum og Jakob Tryggvason
leikur á orgelið.
skyld og eru skattlögð eða
skattfrjáls á sama hátt og
bankainnstæður.
Skírteinin eru nú gefin út í
fjórum verðgildum 10.000,
vann
GUÐMUNDUR Sigurjónsson vann
Þjóðverjann Harlad Lieb auðveld-
lega og Friðrik Ólafsson gerði
jafntefli við Bretann Stean á alþjóð-
lega skákmótinu í Miinchen f
gærkvöldi.
Önnur úrslit urðu þau að
Balashov vann Pfleger, Dankert
vann Unzicker, Spassky og Anderson
gerðu jafntefli og sömuleiðis
Robatsch og Pachman.
að Langanesi og því þarf að
sigla þar um af varúð.
Samkvæmt upplýsingum
Guðmundar Hafsteinssonar
bárust fregniraf ís frá mörgum
veðurathugunarstöðvum í gær,
t.d. var hafís orðinn landfastur
við Grímsey austanverða.
50.000,100.000 og 500.000 krón-
um og skulu þau skráð á nafn.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar fást hjá söluaðilum, sem eru
bankar, sparisjóðir og nokkrir
verðbréfasalar í Reykjavík.
Lieb
Staðan í mótinu er þessi: Hubner 8
vinningar, Anderson 8, Spassky og
Balashov 7.5, Stean, Pachman,
Robatsch 6.5, Unzicker og Friðrik 6,
Pfleger og Guðmundur 5.5, Lau 4.5,
Lieb 4 og Dankert 2 vinninga.
Hubner og Lau sátu yfir í gær.
Guðmundur Slgurjónsson
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Morgunblaðsins í
gær af setningarræðu
Guðmundar H. Garðarssonar á
ráðstefnu SVS sl. laugardag
féll niður hluti tilvitnunar í
Bjarna Benediktsson. Kafli úr
ræðu Guðmundar með þessari
tilvitnun fer því hér á eftir á
ný. Morgunblaðið biður
velvirðingar á þessum
mistökum:
„Undir öruggri forustu
Bjarna Benediktssonar, þáver-
andi utanríkisráðherra,
sameinuðust lýðræðisflokkarnir
þrír, Alþýðuflokkurinn, Fram-
sóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn, um það á Al-,
þingi, 30. marz 1949, að ísland
skyldi gerast stofnaðili að
Atlantshafsbandalaginu.
Þegar umræður fóru fram um
þessi mál á Alþingi í marz 1949,
sýna ummæli Bjarna Benedikts-
sonar glöggt mikla framsýni og
djúpan skilning á framtíðar-
hagsmunum og öryggi íslenzku
þjóðarinnar í vályndum heimi,
þegar hann segir:
„Meginþorri íslendinga er
staðráðinn í að taka þátt í
þessum frjálsu samtökum
frjálsra þjóða. Með því auka
þeir öryggi landsins, styðja að
vaxandi velmegun og frelsi og
umfram allt gera sitt til að
friður megi haldast í
heiminum."
Þetta voru orð að sönnu.
Þá sem nú sameinast lýð-
ræðisflokkarnir þrír um þessa
stefnu í varnar- og öryggis-
málum.
Þessi ráðstefna er liður í því
að árétta þessa samstöðu, sem
skiptir sköpum fyrir frelsi og
sjálfstæði íslenzku þjóðarinn-
ar.“
Hafís á siglingaleið-
um útaf Norðurlandi
Guðmundur