Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 15 EBE-ríkin draga úr olíunotkuninni París, 13. marz. — AP. Reuter. TVEGGJA daga fundi leið- toga ríkja Efnahagsbanda- lags Evrópu, EBE, lauk í París í dag. Samþykktu leiðtogarnir að draga úr olíunotkun í öllum níu ríkj- um bandalagsins og minnka innflutninginn á þessu ári um alls 25 millj- ónir tonna, eða um 5%, frá því sem áætlað hafði verið. Verður heildarinnflutning- ur landanna níu þá um 500 milljónir tonna. Að fundinum loknum lýstu leið- togarnir einnig yfir ánægju með að hið nýja gjaldeyriskerfi banda- lagsins, sem nefnt er EMS, hefði nú formlega tekið gildi í öllum ríkjum bandalagsins nema Bret- landi, en í gær var tilkynnt að kerfi þetta kæmi til framkvæmdar í dag. Á kerfi þetta að tryggja jafnvægi í gjaldmiðlum aðildar- ríkjanna óháð bandaríska dollar- anum. Gildistaka EMS hafði engin áhrif á gengi dollars í dag, og segja Vilja banna Síldveiðar Ósló, 13. marz. — Frá fréttaritara Mbl. NORSKIR fiskifræðingar segja að ekki sé grundvöllur fyrir veiðum á sfld úr norsk-íslcnzka sfldarstofninum við strendur Noregs á þessu ári. Segja fiski- fræðingarnir að hrygningar- stofninn hafi minnkað um 40% við Norður-Noreg. Á árinu 1978 ráðlögðu fiskifræð- ingar einnig að síldveiðar yrðu bannaðar, en þá tóku norsk yfir- völd þá ákvörðun að heimila tak- 'markaðar veiðar. Dinesen látinn Kaupmannahöfn. 12. mara. AP. DANSKI rithöfundurinn, bóndinn og verkfræðingurinn Thomas Din- esen lézt á sunnudag, 86 ára að aldri. Dinesen var bróðir rithöfundar- ins Karen Blixen. Hann eyddi mörgum æviára sinna í Kenýa. Einnig barðist hann með Kanada- her í seinni heimsstyrjöldinni. Komst hann til metorða innan hersins og hlaut Viktoríukrossinn fyrir góða frammistöðu á vestur- vígstöðvunum. forsvarsmenn gjaldeyrismarkaða að tilkoma EMS hafi verið svo lengi á dagskrá, að ekki sé ástæða til að ætla að staða dollars breyt- ist að ráði. Auk minnkandi olíunotkunar á þessu ári, ákváðu leiðtogarnir að vinna að því að gera EBE óháðari innflutningi á olíu frá framleiðslu- ríkjunum í OPEC í framtíðinni. EBE-ríkin flytja nú inn um 54% þeirrar olíu, sem þar er notuð, en ætlunin er að minnka innflutning- inn niður í 50% á. næstu fimm árum. Leiðtogarnir voru sammála um að ríkjandi spenna á olíumarkað- inum væri hættuleg efnahagsþró- uninni í heiminum, og skoruðu á iðnríkin að draga úr eftirspurn- inni. Einnig hvöttu þeir OPEC-rík- in til að stuðla að bættri efnahags- þróun í heiminum með takmörk- unum á verðhækkunum og stöðug- leika í framleiðslu. Þá voru þeir sammála um að stuðla að rann- sóknum á öðrum orkugjöfum, svo sem jarðhita, sólarorku, kjarnorku og kolum. I sameiginlegri yfirlýsingu leið- toganna segir að enn verði að leggja mikla áherzlu á baráttuna gegn verðbólgu, og reyna að koma á betra jafnvægi í viðskiptum ríkjanna. Fulltrúar OPEC-ríkjanna koma saman til fundar í Genf mánudag- inn 26. þessa mánaðar, og létu fulltrúar á EBE-fundinum í ljós vonir um að ekki kæmi þá til frekari verðhækkana á olíu. Sam- kvæmt útreikningum EBE leiðir hækkun á verði olíufats frá OPEC um einn dollar til 3,6 milljarða dollara hækkunar á olíureikningi EBE-ríkjanna. Sú hækkun bætti einnig 0,3% við verðbólguna og lækkaði hagvöxtinn um 0,4%. Jimmy Carter forseti biðst fyrir í þjóðargrafreit Gyðinga á Herzl-fjalli í Jerúsalem og hjá honum standa tvær lögreglukonur. 1978 — ísraelsmenn gera inn- rás í Líbanon. 1977 — Misheppnað banatil- ræði við Sanjay, son Indiru Gandhi. 1974 — Stjórn Quebec ákveður að gera frönsku að opinberu tungumáli. 1965 — ísraelsstjórn ákveður að taka upp stjórnmálasamband við Vestur-Þýzkaland. 1945 — Bandaríski fáninn formlega dreginn að húni á Iwo Jima. 1917 — Bráðabirgðastjórn skipuð í Rússlandi — Undan- hald Þjóðverja til Hindenburg- línunnar hefst. 1915 — Þýzka beitiskipinu „Dresden" sökkt. 1912 — Taft forseti bannar vopnasendingar til Mexíkó. 1848 — Píus páfi IX kunngerir stjórnarskrá í Róm. 1794 — Eli Whitney fær einka- leyfi á spunavélinni. 1757 — Byng aðmíráll líflátinn fyrir vanrækslu sem olli missi Minorca. 1689 — Þing kemur saman í Skotiandi og Vilhjálmur og María lýst konungur og drottn- ing Englands. 1647 — Frakkar og Svíar und- irrita Ulm-samninginn við Bæj- ara. 1558 — Ferdinand I tekur sér keisaranafnbót án krýningar páfa. Afmæli: Albert Einstein, þýzk- ættaður vísindamaður (1879—1955) — Johann Strauss eldri, austurrískt tónskáld (1804-1849) - Viktor Emmanúel Italíukonungur (1820-1878) - Maxim Gorki, rússneskur rithöfundur (1868-1936). Andlát: Friedrich Klopstock, skáld, 1803 - Karl Marx, stjórnmálaheimspekingur, 1884 — George Eastman, brautryðj- andi í ljósmyndun, 1932 — Aristoteles Onassis, skipakóng- ur, 1975. Innlent: Brezk herskip og togar- ar hverfa úr íslenzkri landhelgi 1960 — Ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar skipað 1950 — Amerískur varðmaður skýtur íslending til bana 1942 — Viður- eign við pólska sjómenn í Reykjavík 1941 — Hermann Jónasson forsætisráðherra neit- ar að leyfa flug Lufthansa til íslands 1939 — Verkamannafé- lag Akureyrar setur verkbann á „Nova“ 1933 — Kristján Jónsson verður ráðherra 1911 — „Goða- foss“-smyglið 1962. Orð dagsins: Vondur friður er verri en alls enginn friður — David Lloyd-George, velskætt-* aður stjórnskörungur (1863-1945). Fyrir réttum ellefu árum kom Per Hækkerup til fslands og sótti þá Pressubali Blaðamannafélags íslands að Hótel Sögu. Var mynd þessi tekin við það tækifæri. Hækkerup situr hægra megin og raeðir við dr. Kristinn Guðmundsson fyrrum utanríkis- ráðherra og sendiherra. Hækkerup látinn Kaupmannahöfn, 13. marz. — AP. PER Hækkerup efnahagsmála- ráðherra Danmerkur og fyrr- um utanríkisráðherra andaðist snemma á þriðjudagsmorgun eftir langvarandi veikindi. Hækkerup var litríkur og valdamikill maður í stjórnmál- um í heimalandi sínu undan- farna tvo áratugi, og þekktur fyrir starfsorku og lipurð, en einnig fyrir skopskyn og óvenjulcga einlægni í samskipt- um við aðrar þjóðir meðan hann gegndi embætti utanrikis- ráðherra á árunum 1962—66. Ein af kenningum Hækkerups í utanríkismálum var þessi: „Stórveldin eru einráð á valda- sviðinu, en þau þurfa ekki að hafa neinn einkarétt á góðum hugmyndum." Hækkerup átti sæti á Þjóð- ' þinginu danska frá árinu 1950 og var ráðherra í fimm ríkis- Per Hækkerup. stjórnum jafnaðarmanna, og fékk orð fyrir gífurleg vinnuaf- köst. í fyrra gekkst hann undir lungnauppskurð, og náði sér aldrei eftir það. Ekkja Hækkerups er Grete Hækkerup, sem lengi hefur átt sæti á Þjóðþinginu, auk þess sem hún var um skeið varafor- seti þingsins. Þau eignuðust þrjá sonu. Veður víða um heim Akureyri +5 skýjaó Amsterdam 7 skýjaó Apena 20 bjart Berlín 7 skýjað BrUssel 11 skýjaó Chicago 2 bjart Frankfurt 13 skýjað Genf 15 skýjaó Helainlci +1 skýjaó Hong Kong 22 skýjaö Jóhannesarb. 25 bjart Kaupmannahöfn 5 skýjaó Lissabon 1S bjart London 11 rigníng Los Angeles 22 skýjaö Madrid 22 bjart Miami 22 skýjaó Moskva 2 skýjað Nýja Delhi 26 bjart New York 5 skýjaó Osló 1 bjart París 12 rigning Reykjavík 43 léttskýjaó Rómaborg 15 skýjaó San Francisco 22 bjart Stokkhólmur 3 skýjaó Sydney 26 bjart Tókfó 8 rigning Toronto 410 skýjaó Vancouver 10 bjart Vínarbora 12 rianina Olivia Newton-John. Olivia fékk orðu London 13. marz. AP. OLIVIA Newton-John, ensk-ástr- alska Grease-stjarnan, var í dag sæmd Orðu brezka heimsveldisins (OBE) og þá hún orðuna af Elísa- betu Bretadrottningu. Það var forsætisráðherra Ástralíu, Mal- colm Fraser, sem tilnefndi Oliviu til þessa. „Ég var öldungis hlessa yfir þessu og þegar mér var sagt frá því fyrst að þetta stæði fyrir dyrum, hélt ég það væri grín,“ sagði Olivia og bætti við að henni fyndist gleðilegt að hljóta þessa sæmd aðeins þrítug að aldri. I hópi þeirra sem Elísabet drottning sæmdi og orðu í dag var Gordon Jackson, leikari í „Húsbændum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.