Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 19

Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 19 Friðrik Sophusson; Aðflutningsgjöld af að- f öngum iðnf yrirtæk ja í samkeppni við erlenda aðila verði felld niður „Aðflutningsgjöld falli endan- lega niður af aðföngum þeirra iðnfyrirtækja, sem stunda fram- leiðslu til útflutnings eða eiga í beinni samkeppni við vörur og þjónustu sem heimilt er að flytja til landsins, eða óbeinni samkeppni, þegar heimili er inn- flutningur, sem komið getur f stað innlendrar vöru eða þjón- ustu samkvæmt almennu mati notenda viðkomandi vöru.“ — Framangreind atriði eru megin- efni frumvarps til laga sem Friðrik Sophusson (S) hefur lagt fram á Alþingi. Meðflutnings- menn Friðriks eru þingmenn- irnir Arni Gunnarsson, Ingvar Gíslason og Kjartan Ólafsson, einn úr hverjum stjórnarflokkanna. Aðalefni tillögunnar er svohljó- andi, orðrétt: „Aðföng (hráefni, hjálparefni, rekstrarvörur, umbdðir, vélar, tæki, þ.m.t. flutningstæki til flutn- inga innan verksmiðjulóða, hlutar til véla og tækja, áhöld hvers konar og varahlutir) þeirra iðn- fyrirtækja, sem stunda fram- leiðslu til útflutnings eða eiga í beinni samkeppni við vörur og þjónustu (viðgerðir og verktöku), sem heimilt er að flytja til lands- ins, eða óbeinni samkeppni, þegar haimill er innflutningur, sem kom- ið getur í stað innlendrar vöru eða þjónustu skv. almennu mati not- enda viðkomandi vöru. Samkvæmt skilningi þessa töluliðar merkir orðið gjöld í tollskrá, toll, sölu- skatt, vörugjald og jöfnunargjald eftir því sem við á. Fjármálaráðuneytið setur nán- ari reglur um framkvæmd ákvæða þessa töluliðar að höfðu samráði við iðnaðarráðuneyti og samtök iðnaðarins." í ítarlegri greinargerð sem fylg- ir frumvarpinu er gerð grein fyrir efni þess, þar sem meðal annars er sagt, að nú sé fjármálaráðuneyt- inu heimilt að endurgreiða eða fella niður framangreind gjöld samkvæmt nánari reglum um framkvæmd er ráðuneytið setji. Flutningsmenn vilja að í stað þessara ákvæða flytjist þau í aðra grein og beri yfirskriftina „Toll- frjáls innflutningur" og verði þar sérstakur töluliður. I greinargerð frumvarpsins er einnig skýrt frá túlkun og fram- kvæmd núgildandi skipunar, og tekin dæmi um núverandi skipan. Þá er í tveimur köflum greinar- gerðarinnar sérstaklega fjallað um tæknivæðingu og lækkun vöru- verðs, og tekjutap ríkissjóðs: Þáttur í tæknivæðingu og lækkun vöruverðs Á siðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um nauðsyn framleiðni- aukningar á Islandi. Margir eru hræddir við notkun þessa orðs, þar sem þeir telja framleiðniaukningu hafa í för með sér ómannúðlega meðferð vinnuafls og framleiðslu, framleiðslunnar vegna. Hér er um mikinn misskilning að ræða, þar sem framleiðniaukning getur og á að hafa í för með sér aukin lífsgæði, hærri laun, og bætt vinnuskilyrði Eitt af þeim atriðum, sem hér á landi hafa staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni, eru háir tollar á tækjum til flutninga innan verksmiðja. Afleiðing þessa er sú, að vörur eru fluttar til með hand- afli eða á annan frumstæðan hátt, sem krefst verulegrar áreynslu af hálfu starfsmanna. Með nútíma flutningatækjum, svo sem lyftur- um, færiböndum og hlaupaköttum, má auðvelda þessa flutninga til muna. Afleiðingar þessar eru eft- irfarandi: 1. Bætt vinnuaðstaða vegna minnkaðs líkamlegs álags á starfs- menn. 2. Starfsmenn eyða meiri tíma við framleiðslu, en við það eykst fram- leiðnin. Friðrik Sophusson. 3. Sá tími, sem það tekur að fullgera hverja einingu af vörunni, styttist, þar sem varan kemst án tafar frá einni aðgerð til annarar. Við það, að framleiðslutíminn styttist, minnka birgðir ófullunn- inna vara, en verðgildi ófullunn- inna vara í iðnaði er um 30 milljarðar króna. 10% stytting framleiðslutíma vegna bættra flutninga getur því sparað 3 milljarða í birgðum. Af þessu er ljóst að rétt er að hvetja fyrirtæki til að koma sér upp nútíma flutningskerfum, en það má gera með niðurfellingu tolla á slík tæki. Enn fremur má benda á, að tollaniðurfellingin hlýtur að lækka vöruverðið og kemur því neytendum til góða. Tekjutap ríkissjóðs Erfitt er að áætla hugsanlegt tap ríkissjóðs, ef frumvarpið nær fram að ganga. Talnalegar upplýs- ingar um innflutning eftir toll- skrárnúmerum eru fyrir hendi, en þau aðföng, sem hér um ræðir, falla undir tollskrárnúmer, sem að verulegu leyti innifela vörur til annara notenda en iðnfyrirtækja. Af þessum sökum er torvelt að fá upplýsingar um innflutt aðföng til iðnaðar í þessum tollskrárnúmer- um, en það talnaefni verður að liggja fyrir, ef unnt á að vera að reikna út beint tekjutap ríkissjóðs. Þegar litið er yfir þá vöruflokka, sem þetta frumvarp snertir, er ljóst að ríkissjóður missir ekki stóran spón úr aski sínum, þótt hann verði af þessum tekjum. Bæði er um tiltölulega fá toll- skrárnúmer að ræða og lítinn innflutning aðfanga til iðnaðar í hverju tilviki. Þessi aðflutnings- gjöld skipta ríkissjóð þannig óverulegu máli, en þar sem þau leggjast mjög ójafnt á iðnaðar- fyrirtæki geta þau bitnað illa á einstökum fyrirtækjum og iðn- greinum. Þá má ennfremur benda á að öflun þessara tekna hefur kostað ótaldar vinnustundir starfsmanna ráðuneyta og fyrir- tækja á s.l. árum. Lárus Jónsson: Samræm- ing og efl- ing út- flutnings- starfsemi LÁRUS Jónsson (S) mælti í fyrra- dag fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt Sverri Hermannssyni (S) um samræmingu og eflingu út- flutningsstarfsemi. Tillagan fel- ur í sér að gerð verði úttekt á skipulagi og aðstöðu útflutnings- verzlunar landsmanna og að leit- að verði leiða til þess að efla og samræma útflutningsstarfsemi fyrir fslenzkar framleiðsluvörur og þjónustu. Um úttekt þessa, samræmingu og eflingu útflutn- ingsstarfsemi skal hafa samráð við þá aðila sem nú annast út- flutning og markaðsstarfsemi. I þessu sambandi skal leggja áherzlu á eftirfarandi: 1. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að koma á fót sam- starfi allra aðila, sem vinna að útflutningsstarfsemi, m.a. í því skyni að stuðla að á skipulegan hátt almennri kynningu á ís- lenskum vörum og þjónustu erlendis og þjálfun starfsfólks, sem vinna mun að hvers konar útflutningsstarfsemi; 2. að marka enn frekar þá stefnu í skatta- og tollamálum, svo og annarri opinberri fyrirgreiðslu, sem auðveldar íglenskum út- flytjendum samkeppni á erlend- um mörkuðum; 3. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að samræma eða sameina starf utanríkis- og viðskiptaráðuneytis á sviði út- flutningsstarfsemi og efla starf utanríkisþjónustunnar í markaðsmálum. Gagnl<vœmt traust Sparilánakerfi Lands- bankans hefur frá byrjun áriö 1972, byggst á gagn- kvæmu trausti bankans og viðskiptavinarins. Ef þú temur þér reglu- semi í viðskiptum, sýnir Landsbankinn þér traust. Landsbankinn biður hvorki um ábyrgðarmenn né fasteignarveð. :inu skilyrðin eru reglu- lundinn sparnaður, eglusemi í vióskiptum, — og undirskrift þín og laka þíns. tiðjið Landsbankann im bæklinginn im sparilánakerfið. Sþarígársöfiiun tengd réttí til lán itixi Sparnaður Mánaðarleg þinn eftir innborgun Sparnaður í lok tímabils Landsbankínn Ráðstöfunarfé lánar þér þitt 1) Ménaðarleg endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum hámarksupphæö 12 mánuöi 18 mánuði 24 mánuöi 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600 000 300 000 675.000 1.200 000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á12 mánuðum á 27 mánuöum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlogðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKENN Sparilán-lryggmg í framtið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.