Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 23

Morgunblaðið - 14.03.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 23 Þrátt fyrir að veikindi Stefáns höfðu um nokkurn tíma vísað hvert horfði, varð það okkur, samstarfsfólki hans, óvæntur og djúpur sársauki, er lát hans spurðist. Stefán var góður starfsfélagi, glaðlyndur og tryggur og því vina- margur. Hann gaf sér tíma til persónulegra samskipta við vinnu- félagana, og gott var að eiga hann að. Stefán var í alla staði traustur og góður vinur. Af störfum hans fyrir Olíufélag- ið h.f., m.a. sem deildarstjóra birgðabók hands, deildarstjóra viðskiptabókhalds og aðalgjald- kera félagsins, má sjá að for- ráðamenn félagsins báru einnig fyllsta traust til Stefáns. Með þessum fátæklegu línum langar okkur að flytja Stefáni kærá þökk fyrir ánægjulegar minningar góðra samstarfsára. Það sendum við eiginkonu Stefáns, Aðalheiði Björnsdóttur, sonum hans, móður og öllu vensla- fólki hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsfóík í Olíufélaginu h.f. Þegar ég sest niður til að skrifa minningar og þakkarorð um látinn vin þá streyma fram í hugann ótal atvik frá liðnum árum, atvik sem hafa mótað manns eigin lífsbraut og þess sem maður er að kveðja. Ég segi þetta hér og nú vegna þess, að sá, sem hér er kvaddur, og ég, sem þessar línur rita, ólumst upp saman og höfum verið nánir vinir þar til nú að leiðir skilja um einhver ár, en enginn veit hvað góður maður í þess orðs besta skilningi. Hendrik kvæntist hálfsystur minni,. Ágústu M. Gísladóttur frá Eyrarbakka, 25/10.1925 og bjuggu þau fyrsta árið á Eyrarbakka, en síðan í Reykjavík. Mér var það vel kunnugt, að hann unni henni hugástum og taldi það sína mestu gæfu í lífinu að hafa eignast hana að lífsföru- naut. verða mörg nema sá sem öllu ræður. Ég sé fyrir mér dalinn okkar heima á björtum sumardegi um- girtan stórbrotnum og fögrum fjallahring, sem heldur verndar- hendi yfir sínu fólki. Ég sé lítinn dreng hlaupa um tún og engi ýmist við störf eða leik. Áin liðast eftir dalnum og veitir margar ánægju- stundir við veiðar og leiki. Ég heyri orð foreldra um að vera heiðarlegur, duglegur og traustur, fara vel með öll dýr og málleys- ingja. Allt þetta mótar ungan dreng og fylgir honum á lífsbraut- inni, verður sá stóri fjársjóður sem hann byggir framtíð sína á. Ég rek ekki ætt né uppruna Stefáns því það verður gert af öðrum, en ég vil með þessum línum tjá þakklæti mitt og minna fyrir liðnar samverustundir. Eins og áður sagði þá ólumst við upp saman. Ég var svo gæfusamur eftir að faðir minn dó (en Stefán bar nafn hans), að við móðir mín fluttumst á heimili foreldra Stefáns, en Guðbjörg móðir Stefáns var systir föður míns og voru þau mér alla tíð sem ég væri einn af þeirra börnum og fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Stefán var að eðlisfari sérlega ljúfur í umgengni, ævinlega hress og kátur svo manni fannst eins og ljúfur vorblær færi um þar sem hann var. Hann var samvisku- samur og traustur hvar sem hann fór eða starfaði, enda virtur og vinmargur. Það var mikill hamingjudagur í lífi hans 6. maí 1961. Þá giftist hann eftirlifandi konu sinni, Aðal- heiði Björnsdóttur úr Reykjavík sem reyndist honum í alla staði traustur og góður lífsförunautur og kom það best fram í hans löngu veikindum hvað hún annaðist hann af miklum dugnaði og nær- gætni, vakti yfir honum nær dag og nótt uns yfir lauk. Þau byggðu sér fallegt heimili á Safamýri 29 og eignuðust þrjá drengi, Brynjar 18 ára, sem stund- ar nám í Verslunarskólanum, Ingvar 12 ára og Reyni 6 ára. Margar ánægjustundir höfum við hjónin átt á heimili þeirra sem við minnumst með söknuði og þakklæti. Við þökkum allar sam- verustundirnar i ferðalögum um landið, ánægjustundir við lax- og silungsveiðar. Manni finnst skuggar sem niðadimmir. Þannig er það þegar ungir menn eru kallaðir burt í blóma lífsins. En við sem lærðum að trúa á guð vitum að guð leiðir okkur út úr skugganum og aftur birtir. Minningin verður björt og fögur, innilegt þakklæti fyrir samfylgd- ina, sem mér finnst að hafi gert mig að betri manni. -ÍCunni hann mjög vel að meta hið smekklega og hlýlega heimili, er kona hans bjó honum og börn- um þeirra. Var Hendrik og mjög góður heimilisfaðir og ásamt eiginkonu sinni ól hann börn sín upp í guðsótta og góðum siðum. Hin ástríku og friðsælu fjölskyldubönd leiddu til þess, að heimilið varð honum hjartfólginn og heilagur griðarstaður, ekki síst eftir að heilsan fór að bila. Þau hjónin áttu því láni að fagna að öðlast nýjan trúarstyrk og afturhvarf til sannrar trúar er Hendrik var rúmlega fimmtugur. Gengu þau þá í Fíladelfíusöfnuð- inn og hafa verið í honum síðan. Töldu þau það hafa verið mikið heillaspor og orðið þeim til ómetanlegrar hamingju. Þegar litið er yfir farinn veg Hendriks, er öruggt að hann á góða heimkomu hinum megin grafar, því að til þess hefur hann unnið með framkomu sinni og trúarstyrk. Hin síðari ár hafði Hendrik átt við nokkurn heilsubrest að stríða, sem ágerðist heldur með tímanum og dró hann loks til dauða, enda var hann þá kominn á níræðis- aldur. Hjartað var farið að gefa sig upp á síðkastið og vár því stutt tímaspursmál hvenær yfir lyki. Ég þakka sérstaklega fyrir árin á Arnarnúp bæði við leiki og í starfi. Fyrir hönd móður minnar færi ég fram sérstakar þakkir fyrir mikla tryggð og vináttu alla tíð. Guggu frænku mína bið ég guð að styðja og veita styrk í sorg. Heiða mín, það er aðdáunarvert hvernig þú hefur staðið þig í þessum erfiðleikum. Þú átt fallega drengi og góðar minningar um góðan lífsförunaut, sem léttir þér biðina. Guð styðji ykkur á ókomnum árum. Markús Stefánsson. Við fráfall jafn góðs vinar og Stefáns Kristjánssonar, hljóta að leita á hugann ótal minningar frá liðinni tíð. Við kynntumst Stefáni fyrst, er við keyptum jarðhæðina í Safa- mýri 29. Sambýlið við hann og fjölskyldu hans þar í rúm 9 ár varð kveikjan að vináttu sem haldist hefur æ síðan. Stefán var snyrtimenni svo af bar og voru þau hjónin mjög samhent um að fegra heimili sitt og umhverfi. Óhætt er að segja að hann hafi verið driffjöðrin í flest- um framkvæmdum við húseignina og þar var ekki flanað að neinu. Allir möguleikar voru þaul- hugsaðir, þar til fundin var þezta lausnin. Hann var einnig ólatur að taka til höndunum og ávallt sat vandvirknin í fyrirrúmi. Við minnumst samverustunda heima og í sumarbústaðnum. Langra rökræðna yfir kaffibollum, þar sem víða var komið við, því fá voru þau mál, sem Stefán lét sig ekki einhverju skipta. Ævinlega var hann rökfastur, en tók þó alltaf fullt tillit til skoðana annarra. Stefán var umhyggjusamur Afmælis- o g minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góöum fyrirvara. Þannig verð- ur grein. sem birtast á í miðvikudagsblaöi, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Þau hjónin eignuðust fimm mannvænleg börn.sem öll eru á lífi, en þau eru: Katrín, ekkja Þorsteins Einars- sonar, veghefilstjóra og starfs- manns við trúboðsstarf, en hann lést af slysförum. Þau eignuðust 8 börn og eru 7 þeirra á lífi. Sigríður, sem gift er Ingimar Vigfússyni, verkamanni, en þau búa í Keflavík, ásamt 5 börnum sínum. Gísli, sem er kvæntur Rannveigu Albertsdóttur og eiga þau heima að Hallgeirshólum í Grímsnesi, barnlaus. Vilhjálmur, kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur, en þau búa í Reykja- vík, ásamt 2 dætrum sínum, Jenný , gift Guðjóni Jónassyni rakara, og búa þau í Reykjavík ásamt 3 börnum sínum. Ég kveð svo að lokum þennan gæfusama og góða dreng með þökkum fyrir ógleymanlegar sam- verustundir og þá ekki síst, er ég var óreyndur piltur og hann miðl- aði mér af svo óeigingjörnum huga af reynslu sinni, sem ég átti þá svo lítið af. Svo þakka ég honum síðast en ekki síst fyrir órofa vináttu og tryggð til hins síðasta. Að lokum bið ég góðan guð að hugga og styrkja mína ágætu systur við fráfall góðs eiginmanns. Ennfremur börn hans og barna- börn, sem honum var svo annt um. Þormóður Ögmundsson. faðir og ekki fóru börn nágrannanna varhluta af barn- gæzku hans. Eldri sonur okkar var tíður gestur á heimili Heiðu og Stefáns meðan við bjuggum í Safamýrinni og mætti þar alltaf ( hlýju viðmóti. Þá mun okkur seint gleymast, hvað yngri sonur okkar fagnaði honum alltaf innilega, þegar þeir hittust, og segir það sína sögu. Hjálpfús var Stefán með afbrigðum og þess nutum við í ríkum mæli, er við reistum okkur hús í Garðabæ. Þær voru ótaldar vinnustundirnar, sem hann átti þar og ekki þurfti að kvarta yfir handbragðinu. Þannig var Stefán, ávallt boðinn Þórey var fædd 3. október 1897 að Ánastaðakoti á Mýrum. Þaðan flyst hún með foreldrum sínum að Hömrum í sömu sveit og dvelst með þeim uns hún giftist 1919. Maður hennar var Jón Ólafsson frá Húsavík eystra, fæddur 18. apríl 1893. Hann lést 1944. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Guðbjörgu og Guðnýju, og þótt þær væru af barnsaldri við lát föður síns, þurfti þó að sjá heimilinu farborða. Af reisn og myndugleik gekk Þórey til móts við þau umskipti og nýtti allan þann styrk, sem hún hafði yfir að ráða, til umhyggju fyrir dætrum sínum og helgaði þeim alla sína krafta, eins og sönn móðir hlýtur ávallt að gera þegar heill og hamingja barna hennar er í veði. Hún vann því bæði utan og innan heimilisins af dugnaði og myndar- skap og skilaði þannig sínu hlut- verki með mikilli sæmd. Það létti þeim mæðgum mikið hinn þunga róður að nokkrum árum eftir fráfall Jóns, flyst bróðir hans, Berg Ingimann, á heimili þeirra og varð þeim mikil stoð og gleði. Að því kom að sjálfsögðu, að dætur Þóreyjar giftast og stofna sitt eigið heimili- Guðbjörg giftist Einari Eyjólfssyni, kaupmanni, og eiga þau 5 börn. Guðný giftist Gunnari Einarssyni, húsgagna- og innanhússhönnuði, og eiga þau 4 börn. Lífsferill Þóreyjar tekur nú aðra stefnu. í stað þess að vera dætrum sínum fyrirvinna flyst hún í skjól hjá þeim og tekur við ömmu-hluU verkinu, sem hún rækti af mikilli fegurð og umönnun. Það eru því fagrar og uppbyggjandi minningar sem öll þessi ungmenni eiga um þessa sómakonu, sem gældi við þau og leiðbeindi þeim. Árin liðu og Þórey tók erfiðan sjúkdóm og varð að leggjast á sjúkrahús. og búinn og sístarfandi, meðan heilsan leyfði. Og svo sannarlega stóð hann sig eins og hetja í erfiðum veikindum, sem drógu hann til dauða langt fyrir aldur fram. Þá naut hann umhyggju eiginkonu sinnar og sona, sem stóðu við hlið hans, þar til yfir lauk. Það er mikil eftirsjá í slíkum manni, sem Stefán var, og víst er að Heiða og synirnir þrír sjá á bak góðum og ástríkum heimilisföður. Við viljum að lokum votta þeim, aldraðri móður og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúð og vonum að góður guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímamótum. Ninna og Haddi. Það urðu henni sex erfið ár að komast frá sjúkrahúsinu til graf- arinnar. Það varð dapurlegt sjónarspil dætrum hennar og öðrum ættmennum að svo tíguleg og tápmikil kona skyldi beygð undir svo mikið álag. Dætur hennar vitjuðu hennar dag hvern meðan báðar máttu, en hinn 25. janúar s.l. varð sú eldri að flytja að beði móður sinnar lát þeirrar yngri. Guðný varð bráðkvödd þann dag, langt um aldur fram. Það er naumast hægt að leiða hugann að því, hverjum sársauka slík fregn veldur aldurhniginni móður á banabeði. En nú er hún sjálf laus úr viðjum þessa dapur- leika. Við felum hana Guðdómin- um og biðjum allar góðar vættir að vísa þeim mæðgum veg til þeirrar fullkomnunar, þar sem Guð og menn mætast á sömu skör. Við flytjum þeim báðum þakkir fyrir það líf sem þeim auðnaðist að lifa hér meðal okkar. Minningin um það er hugljúf, vermir og lýsir, uns við sjálf höfum stigið hin sömu skref á sömu leið. Gunnar G. Einarsson. Fagna endurskipu- lagningu flokksstarfsins STEFÁN Snæbjörnsson var kjör- inn formaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýlega. Auk Stefáns voru kosin í stjórn þau Bergþór Úlf- arsson, Björn Pálsson, Einar Ólafsson og Margrét Thorlacius. Birgir Isl. Gunnarsson fyrrv. borgarstjóri flutti erindi á fundin- um um skipulag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum, sem var vel sóttur, urðu miklar umræður um flokksstarfið og þró- un stjórnmála siðustu mánuði. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir: Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps, haldinn 28. febr. 1979, fagnar þeirri endurskipulagningu flokks- starfsins, sem unnið hefur verið að og telur hana nauðsynlegan und- anfara þeirrar sóknar, sem nú er hafin til sigurs fyrir stefnumálum flokksins. Fundurinn telur, að sú efna- hagsstefna, sem flokkurinn hefur nýlega kynnt, feli í sér þá endur- reisn í anda frjálshyggju, sem stefna beri að. Fundurinn leggur áherslu á, að áfram verði unnið að markvissri stefnumótun á öllum helstu svið- um þjóðmála og undirbúningi lokið það fljótt að Landsfundur verði bær um að leggja síðustu hönd á stefnuskrá flokksins. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps fagnar framkomnu frumvarpi Ragnhildar Helgadóttur varðandi friðhelgi einkalífs og skorar á alþingismenn að samþykkja frum- varpið á þessu þingi. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps, haldinn 28.2 1979, beinir því til þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi að þeir taki kjördæmamálið sem fyrst upp á alþingi til að leiðrétta hið hróplega ranglæti, sem íbúar Reykjanes- kjördæmis mega búa við og setur þá skör lægra en aðra landsmenn. Þórey Jónsdóttir —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.