Morgunblaðið - 25.03.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979
Húsnæðismálastjórnarlán:
Full verðtrygging
og 1 og 3 % vextir?
Dr. Gnnir G. Sehram Jónas Biamaaon Geir Hallfrímsson
Ráðstefna um mótun
íslenzks þjóðfélags
Ung stúlka horfir í gegnum
eina af myndum Leifs Breið-
f jörðs úr steindu gleri.
Vetrarmynd
lýkur í kvöld
SÝNINGUNNI Vetrarmynd í
Norræna húsinu lýkur í kvöld, en
þar sýna 7 málarar verk sín, þeir
Jóhannes Geir, Þorbjörg
Höskuldsdóttir, Baltasar, Bragi
Hannesson, Leifur Breiðfjörð,
Hringur Jóhannesson, og Magnús
Tómasson. Sýningin hefur verið
fjölsótt og margar myndir hafa
selzt.
Nafn piltsins,
sem lézt í Hrís-
ey á fimmtudag
PILTURINN, sem lézt í Hrísey
síðastliðinn fimmtudag, hét
Vilhjálmur Kritinn Guðjónsson.
Hann var tæplega 14 ára gamall,
fæddur 15.5. 1965. Hann átti
heima á Sólvallagötu 3 í Hrísey.
Pilturinn var í fríi frá skóla á
fimmtudaginn og í vinnu í fisk-
vinnslustöð KEA í Hrísey er
fiskikassastæða hrundi ofan á
hann.
„Þungu skref-
in” ráðherrans
í hlaðvarpanum í Morgun-
blaðinu í gær birtust 9
ráðherravísur Brynhildar H.
Jóhannsdóttur sem hún flutti í
þingmannaveizlunni í síðustu
viku. í fyrstu vísu bálksins féll
niður eitt orð, „þungu" í vísunni
um Hjörleif Guttormsson.
Birtum við vísuna hér rétta:
Iðnaðar á brautum brðttum
blða Hjörleifs þungu skrefin.
Fyrirtækin fölna af sköttum,
fögur heit f rindinn gefin.
Það fðr alveg sem við sögðum
og séð var fyrir í þá veru
þðtt beitt sð luensku og kynjabrögðum
þá kviknar ekki á Hjörleifs peru.
Steinbarn
og aprílgabb
í GREIN minni í gær um apríl-
gabb stjórnar BSRB og tveggja
ríkisstjórna urðu tvær meinlegar
prentvillur. Raunar var villan
ein, fen hún mun hafa þótt svo góð
að þörf væri á að endurtaka hana.
Ég hafði ritað steinbarn, en það
varð sveinbarn. Er ég leit þetta í
blaðinu kom mér í hug vísa er
gamall félagi minn, Þorsteinn Ö.
Stephensen, kastaði eitt sinn
fram í gamni í samkvæmi:
Áður en ég til grafar geng
girnist ég að eiga
með þér vænan. vaskan dreng
og við honum gangast mega.
Ég vil ekki gangast við þessu
sveinbarni Morgunblaðsins. Það
er samt hægara pælt en kýlt
að lesa prófarkir.
Vona að lesendur hafi ráðið í
hið rétta orð: steinbarn. Einn
stafur getur skipt sköpum um
skilning.
Svo var t.d. í frásögn dagblaðs
er nefndi Þorgils skarða Þorgils
skaða. Það var skaði.
Aðalatriðið er samt að við:
Segjum nei við aprílgabbi BSRB
stjórnar og ríkisstjórnarinnar.
Pétur Pétursson þulur.
Innri-Njard-
víkursókn
INNRI-NJARÐVÍKUR*
KIRKJA.
—■'Sunnudagaskólinn verður í
safnaðarheimilinu kl. 13.30 í
dag og klassisk messa verður í
kirkjunni kl. 14 í dag.
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær
samband við Magnús H. Magnússon
félagsmáiaráðherra og innti hann
álits á hinum nýju lánakjörum
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og
hvort hann hygðist beita sér fyrir
breytingum á lánakjörum lána
Húsnæðismálastjórnar rfkisins.
„Mér finnast þessi lán verslunar-
manna mjög skynsamleg," sagði
ráðherrann, „og þetta er ekki ósvipað
og við höfum rætt um og stefnum að
í þessum málum, þ.e. full verðtrygg-
ing og 3% vextir annars vegar og
hins vegar full verðtrygging og 1%
vextir til þeirra sem hafa hingað til
SAMKVÆMT þeim nýju reglum
sem teknar hafa verið í gildi
varðandi bflanotkun og bflakaup
ráðherra geta þeir nú valið um
það að hafa bfl í rfkiseigu ein-
göngu til embættisstarfa eða eiga
bfl sem ríkið greiðir rekstrar-
kostnað af og við kaup á eigin bfl
geta ráðherrar fengið allt að 3
notið kjara verkamannabústaða og
annarra íbúða á þeim grundvelli. I
þessum lánum yrði útreiknuðum
vöxtum og borgunum deilt á tímann.
Varðandi þessi lán til verka-
mannabústaða erum við langt
komnir, má segja að allt sé tilbúið
nema fjáröflunin og hún er að vísu
mjög stór liður miðað við full lán
yfir alla línuna, eða um 15—20
milljarðar á ári, en þessum breyting-
um þarf að koma á í sambandi við
lífeyrissjóðakerfið.
Hins vegar held ég að lán
Húsnæðismálastjórnar í dag séu
svipuð og þessi nýju kjör hjá
verzlunarmönnum."
millj. kr. að láni hjá ríkissjóði á
venjulegum lánakjörum banka.
Þær reglur sem voru í gildi í
þessum efnum gerðu ráð fyrir að
ráðherrar gætu keypt bíl á þriggja
ára fresti þar sem aðflutningsgjöld
voru felld niður og var þetta í gildi í
eitt ár eftir að ráðherrar létu af
störfum.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur n.k.
laugardag 31. marz ráðstefnu um
framtíðarsýn og langtfma mark-
mið fyrir mótun íslenzks þjóð-
félags.
Ráðstefnan verður sett kl. 9 af
Geir Hallgrímssyni formanni
Sjálfstæðisflokksins og kl. 9:15
kynnir Jónas Bjarnason formaður
Akureyri 25. marz.
SIGTRYGGUR Júlíusson opnar
málverkasýningu í Gallerf Háhól
í dag kl. 15. betta er fyrsta
einkasýning Sigtryggs, en hann
hefur áður tekið þátt í samsýn-
ingum og er kunnur listmálari
starfshóps drög að markmiðum.
Gunnar G. Schram greinir frá
leiðbeiningum fyrir starfshópa, en
Gunnar er jafnframt ráðstefnu-
stjóri. Starfshópar munu síðan
starfa til kl. 14:30 og verða niður-
stöður þeirra þá kynntar og lýkur
ráðstefnunni með almennum um-
ræðum.
hér um slóðir.
Á sýningunni eru rúmlega 60
vatnslitamyndir og eru þær allar
til sölu. Sýningin verður opin til 1.
apríl kl. 15—22 um helgar og
20—22 virka daga.
3 milljón króna ráð-
herralán til bílakaupa
Sv.P.
Sé fram á 20% kjara-
rýmun hjá sjómönnum
á minni skuttogurum
- segir Matthías B jarnason alþingismaöur
„Mér ifzt illa á þessar ráðstafanir f heild,“ sagði Matthfas Bjarnason alþingismaður, er Mbl. spurði
hann f gær áiits á þeim aðgerðum til að takmarka heildarþorskaflann við 280 til 290 þúsund tonn, sem
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra skýrði frá f frétt f Mbl. f gær. „Sjávarútvegsráðherra óskaði
eftir þvf við stjórnmálaflokkana að þeir tilnefndu fulltrúa f samráðsnefnd til að móta sameiginlega
stefnu. Þessi nefnd hélt fjóra fundi, en ég var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins f nefndinni, Lúðvfk Jósepsson
var fyrir Alþýðubandalagið, Vilhjálmur Hjálmarsson fyrir Framsóknarflokkinn og ólafur Björnsson
fyrir Alþýðuflokkinn,“ sagði Matthfas.
„Á einn fundinn var ég nú ekki
boðaður, sem sögð voru mistök og
hafa vafalaust verið það. Og á
síðasta fundinn mætti Vilhjálmur
Hjálmarsson ekki, en við Lúðvík
Jósepsson lýstum því yfir, að við
vildum taka upp veiðibönn með
skipuðum hætti og voru á síðast-
liðnu ári, en vildum þó þyngja þau
til muna. Sjávarútvegsráðherra
gaf okkur til kynna að það kæmi
ekki til greina. Þá voru uppi
hugmyndir um að setja togara í
150 daga veiðibann. Þær
hugmyndir er hægt að ræða nánar
siðan.
Það sem mér finnst einkenna
þessi mál er það ráðleysi, sem
hefur verið. Vetrarvertíðin er
langt komin. Þorskaflinn hefur
farið fyrstu tvo mánuðina um
20.000 tonn framyfir það sem
hann var í fyrra og margt bendir
til þess, þótt ég geti ekkert um það
fullyrt fyrr en skýrslur liggja
fyrir, að þessi afli verði jafnvel um
35.000 tonnum meiri fyrstu þrjá
mánuði ársins en sömu mánuði í
fyrra. Að því er sjávarútvegs-
ráðherra segir sjálfur er það
ætlun hans að minnka veiðina
miðað við fyrra ár niður í 280 til
290 þúsund lestir. Ef við tökum
meðaltalið þarna og höldum okkur
við 285 þúsund lestir, þá er um að
ræða samdrátt, sem nemur 35.000
tonnum. Það þýðir að níu mánuði
ársins á að minnka þorskveiðina
um 70.000 lestir miðað við árið
1978. Það sér það hver heilvita
maður, hversu alvarlegar
afleiðingar það hefur fyrir
ákveðna landshluta þar sem fólkið
byggir líf sitt og afkomu á togara-
útgerð einni saman. Það er ekki
mikið í aðrar veiðar að fara og það
er sjáanlegt, að ef sjávarútvets-
ráðherra heldur sig við þetta, eftir
að hafa setið aðgerðarlaus í
næstum þrjá mánuði, þá verður að
grípa til enn frekari ráðstafana á
haustmánuðum. Hvar verður
atvinnulíf landsmanna þá?
Ég vek líka athygli á því að það
er einnig látið í veðri vaka að
skattleggja eigi þorskveiðarnar.
Fyrst á að draga þær verulega
saman og síðan á að skattleggja
þær. Mér virtist það koma fram í
sjónvarpsþætti í gærkvöldi, að
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna sættir sig við þessar
aðgerðir, en mér sýnist á L.Í.Ú.,
eða þeir sem þar ráða ríkjum, sýni
ekki öllum meðlimum sínum sömu
sanngirni.
Það fer ekkert á milli mála að
undanfarið hafa verið gerðar
miklar ráðstafanir til að draga úr
sókn í þorskinn og beina mönnum
í aðra fiskstofna. Það var ekki lítið
átak að koma sumarloðnuveiðun-
um á, koma skipum þar úr þorsk-
veiðum, og mikið hefur verið gert
til að glæða áhuga manna á
kolmunnaveiðum. Allt er þetta
gert til að draga úr sókninni í
þorskinn og skapa aukin verkefni
á öðrum sviðum. Þannig verðum
við auðvitað að halda áfram, en
það sem þjóðin hlýtur að gera
kröfu til er að aðgerðirnar komi
nokkurn veginn jafnt niður á
öllum, sem hlut eiga að máli. Ég sé
fram á það, að hér sé um eða yfir
20% kjararýrnun að ræða hjá til
dæmis sjómöhnum á minni skut-
togurun, sem mest og aðallega
hafa stundað þorskveiðar. Ég er
hræddur um að það myndi
eitthvað syngja í öðrum, ef þeir
ættu að taka slíka kjaraskerðingu
á sig. Og þegar fiskverð hækkaði
síðast, sem var nú ekki að meðal-
tali nema um 1,9%, þá var verð á
þeim fisktegundum, sem sjávarút-
vegsráðherra hvetur nú til auk-
innar sóknar í, látið standa í stað,
eins og verð á karfa og grálúðu.
Ég tek undir þau orð formanns
L.Í.U. í sjónvarpsþætti í gær-
kvöldi, að það er þjóðfélagslegt
vandamál, hvernig fram úr þess-
um málum er ráðið. Ég sé þó enga
ástæðu til þess að byrja á því að
skera niður þorskveiðarnar, og
síðan skattleggja þær til að halda
uppi öðrum veiðum. Mér finnst
nokkuð annað viðhorf ríkja gagn-
vart landbúnaðinum. Menn tala
þar um að reyna að koma til móts
við erfiðleika bænda, sem ég tel
sjálfsagt, en gagnvart sjávarút;
veginum ráða allt önnur viðhorf. í
efnahagsmálafrumvarpi Ólafs
Jóhannessonar er gert ráð fyrir
því að taka upp nokkurs konar
skatt á veiðar í fiskstofna, sem eru
fullnýttir eða ofnýttir. Slíkt hlýt-
ur að leiða algert hrun yfir útgerð-
ina og sjómennina. Ég skil hreint
ekki, hvað þeir eru að fara þarna.
Ég hefði talið það skynsamlegra
fyrir sjávarútvegsráðherra að
leita samstarfs við aðra þing-
flokka en að hafa menn uppi á
móti þessum aðgerðum.
Ég tel að þegar í upphafi árs
hafi átt að draga verulega úr
Matthías Bjarnason
netaveiðinni, en ekki bæta við
hana. Við verðum líka að hugsa
um það, að sá fiskur, sem kemur á
land, sé unninn með þeim hætti,
að sem mestur afrakstur verði.
Það hefur ekki verið gert. Það eru
í fjölmörgum verstöðvum miklir
erfiðleikar á því að vinna þennan
mikla afla, sem kemur á land, og
úr honum verður ekki annað en
verðminni framleiðsla.
í öðru lagi tel ég að aðgerðir
hefðu átt að koma jafnt niður á
bátaflota sem togaraflota. Ég
hefði getað hugsað mér það, að
30-daga stoppið sem sett var á
togara í fyrra, væri nú lengt um
50% og ekki hefði verið tekið sem
hlé frá veiðum, ef togarar eða
önnur fiskiskip, sigla með aflann.
Þessi mikli samdráttur sem
verður á þorskveiðunum meðan
ekkert liggur fyrir um það hvernig
eigi að verðbæta þann fisk, sem nú
er ekki fullnýttur, þá liggur það
fyrir að svo mikill samdráttur
verður á vinnu í landi, að þegar til
dæmis skólafólkið kemur á vinnu-
maflcaðinn, þá kemur það ekki til
með að fá vinnu, eins og það hefur
haft. Það er auðvitað fáránlegt að
hugsa sér að það sé hægt að fiska
eftir því, hvað mikið er hægt að
vinna frá klukkan 8 til 5, eins og
kom fram hjá fiskifræðingnum í
sjónvarpsþættinum í gærkvöldi.
Eiga þá sjómenn á línubátunum
að kasta fiskinum aftur í sjóinn?
Eða eiga þeir að hætta að draga
línuna og geyma hanna þar til
næsta dag? Eiga togarasjómenn,
ef þeir komast í fisk, að hætta
veiðum, þegar aflinn er orðinn
einhver ákveðinn fjöldi af kössum
méð fisk um borð? Þetta er ekki
eins og einhver birgðageymsla við
iðnað í landi. Það er alveg merki-
legt hversu margir menn eru
glámskyggnir í þessum efnum.
Þeir skilja hreint ekki gang fisk-
veiða.
Ég er hræddur um að fólk eigi
eftir að fá að finna fyrir afleiðing-
um þessara aðgerða. Ég er hins
vegar ekki búinn að sjá það, að
ráðherrar, alþingismenn eða
embættismenn sætti sig við yfir
20% lækkun á tekjum, eins og
sjómönnum er bersýnilega ætlað
að gera með þessum aðgerðum,"
sagði Matthías Bjarnason.
Málverkasýning á Akureyri