Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 15

Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 15 Myndin sýnir lóðirnar við Suðurgötu í Hafnarfirði. Lengst til hægri er gamla Sýslumannshúsið á lóð nr. 8, síðan eru lóðirnar nr. 10 og 12 (auðar) og lengst til vinstri er Ásmundarbakarí sem er á lóð nr. 14. Samkvæmt áliti skipulagsnefndar á að byggja á nr. 14 (Ásmundarbakarí) og 12, en bæjarráð telur ekki hægt að byggja nema á lóðunum nr. 10 og 12 (auðu lóðunum á myndinni) þar eð bærinn hafi ekki umráðarétt yfir nr. 14. troðið niður skrifstofubyggingu þarna á auðu lóðunum fylgir henni aukin umferð og því þarf að hugsa fyrir bílastæðum, nema að skattheimtan aukist svo mikið að menn verði að hætta að eiga bíla. Bílastæðin verða samt nauðsynleg því þessar stofnanir hafa ekki opið nema á þeim tímum sem allir eru að vinna þannig að eigi menn erindi við þær verða menn að stelast úr vinnu. Við sem búum þarna kringum Dvergshúsið höfum reynslu af svona báknum við hlið okkar og það veldur mjög miklum óþægindum og truflun- um þegar utanaðkomandi umferð og bílar þyrpast að þannig að ekki verður komist til síns heima eða þaðan. Ég held að athuga verði þetta mál miklu betur og finnst menn ófundvísir ef ekki er til annar staður fyrir þessar stofnanir, sagði Magnús að síðustu. Þurfa ekki að vera í sama húsinu Oliver Steimíf, Jóhannesson bóksali var einn þeirra er spurð- ur var álits á byggingarhug- myndum á auðu lóðunum við Suðurgötuna og sagði hann m.a.: — Hamarinn og umhverfi hans er vissulega viðkvæmt svæði og full ástæða er til að fara varlega í allar byggingar þar í kring og nauðsynlegt að vernda Hamarinn. Fyrir rúmum 30 árum lá við slysi í sambandi við skipulagsmál þarna þegar hugmynd var uppi um að reisa húsmæðraskóla uppi á Hamrin- um. Var eitthvað byrjað á jarð- raski en ekki varð af frekari framkvæmdum sem betur fer. — En Hamarinn þarf að vernda og það er sameiginlegt áhugamál allra Hafnfirðinga og Magnús Jónsson Deiltum umhuerfis- vernd og skipulags- mál vegna ngbgggingar bœjarfógeta og skattstofu í stað þess að kaupa Ásmundar- bakarí til að rífa það og byggja yfir embætti fógeta og skattstof- una ætti miklu fremur að kaupa Dvergshúsið og rífa þar sem það er illa staðsett með tilliti til umferðar um Lækjargötu og veldur hættu. — Að vísu mætti hugsa sér að hægt væri að hafa lágreist hús á þessum lóðum sjávarmegin við Suðurgötu t.d. fyrir annað em- bættið, því engan veginn er nauðsynlegt að þau séu bæði undir sama þaki. Og hvað mið- bæinn áhrærir þá er það rétt að bezt væri ef hægt yrði að hafa þessar stofnanir þar, því fólkið vill hafa miðbæ Hafnarfjarðar > sem andlit bæjarins og vonandi verður svo áfram þrátt fyrir að leyft hafi verið að stofna til verzlunarreksturs í þeim hverf- um sem upphaflega voru ætluð undir iðnað. Þess vegna þyrfti að finna embættunum heppilegan stað í miðbænum, sem er vel hugsanlegt, og réttara fyndist mér að byggja yfir þau við Fjarðargötu. Viljum borgarafund um málið — Ég er algjörlega hlynnt þeirri hugmynd sem fram kom í grein Einars Þ. Mathiesen að helzt væri að byggja fyrir em- bætti bæjarfógeta og skattstjóra Reykjaness við Fjarðargötu, sagði Erna Fríða Berg í samtali við Mbl. er hún var spurð álits á þessu máli. — Það verður að vernda gömlu húsin í miðbænum og leyfa þeim að njóta sín, en ekki byggj a yfir þau þessa steinkassa og þar höfum við dæmið um Dvergshúsið fyrir augunum, sem mér finnst vera slys. Mér finnst rétt að nota þessar lóðir til að reisa t.d. lágreista byggingu fyrir tónlistarskóla eða sýning- arsal og það yrði þá að vera hús í gömlum stfl. Þá finnst mér líka nauðsynlegt að mál þetta sé rætt meira opinberlega en verið hef- ur, því það er ekki nóg að 11 bæjarfulltrúar fjalli um svo mikið stórmál sem í rauninni snertir þá 11 þúsund íbúa sem búa í Hafnarfirði. Ástæða væri til að safna undirskriftum gegn þessum byggingarhugmyndum eða efna til borgarafundar. Það vinna 80 manns á mínum vinnu- stað og þar var vart um annað talað og flestir andsnúnir því að reist yrði þarna skrifstofubygg- ing og einhvern veginn virðist sem keyra eigi þetta mál í gegn í bæjarstjórn þannig að ekki er víst að tími vinnist til að mót- mæla þessu. En ég vil taka fram að ekki vil ég flæma burtu embætti skattstjóra, en mér finnst rétt að íhuga vel aðrar lausnir sem ræddar hafa verið. Má ekki stinga í stúf við umhverfið Við vinnu í Byggðasafninu voru þeir Magnús Jónsson kenn- ari og Gísli Sigurðsson lögreglu- þjónn, en Gísli gegnir nú starfi minjavarðar og Magnús hefur veitt honum aðstoð sína. — Við erum einmitt að safna hér saman myndum af sögu Hafnarfjarðar og á þeim má t.d. sjá hvar gamli barnaskólinn hefur staðið á þessari lóð sem þarna er til umræðu, sögðu þeir. Magnús og Gísli kváðust ekki hafa ýkja mikið til þessara mála að leggja, en nefndu að eins og umhverfi Hamarsins væri nú svo og Suðurgatan væri það í nokkuð góðu samræmi sem ekki Magnús Jónsson (t.v.) og Gísli Sigurðsson mætti skemma með vanhugsuð- um nýbyggingum. — Ég hefi svo sem ekkert vit á skipulagsmálum, sagði Gísli, en augað segir manni það að verði sett þarna niður stórt hús hljóti það að stinga í stúf við umhverfið og satt að segja er ég hissa á þeirri hugmynd manna að byggja þarna. Fólk þarf að segja sitt álit — Þegar um svo viðkvæmt mál er að ræða sem byggingar- hugmyndir kringum Hamarinn eru þarf að gefa fólki Jtost á að tjá sig um hugmyndirnar og bezt væri að smíðuð yrðu líkön af þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru til að fólk átti sig sem bezt, sagði Finnbogi Arndal. — Þarna við Hamarinn eru margir Hafnfirðingar aldir upp og okkur er ekki sama um hvern- ig ráðstafað er umhverfinu, en hitt er svo annað mál hversu lengi hugmyndir okkar sem sjá einhverja rómantík í Hamrinum eiga upp á pallborðið. Líka má nefna að ef menn eru ekki með nefið niðri í öllu sem stjórn- málamenn aðhafast getur komið fyrir að skipulagsleg mistök verði og víst hefði mér fundist að upplýsa hefði mátt meira um þetta mál sem virðist eiga að taka til ákvörðunar í næstu viku. — I þessu máli má segja að tvö sjónarmið rekist á þar sem eru umhverfissjónarmið og þau sjónarmið sem segja nauðsyn- legt að stofnanir þessar séu í eða sem næst miðbænum og það er verkefni skipulagsfráeðinga og arkitekta að samræma þessi sjónarmið og það virðist mér eiga eftir að gera hér, því hér þarf vissulega að leiða saman notagildi og fegurðarsjónarmið. Finnbogi Arndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.