Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 16

Morgunblaðið - 25.03.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 IHotijti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 150 kr. eintakió. Fátt hefur vakið meiri athygli almennings að undanförnu en sú tvöfeldni fjölmargra forystumanna launþegasamtaka, sem birzt hefur í ýmsum mynd- um. Eins og menn muna háðu opinberir starfsmenn harðvítuga verkfallsbar- áttu haustið 1977 til þess að knýja fram kauphækkanir og aðrar kjarabætur. Ástæðulaust er að rifja þá baráttu upp nú, hún er mönnum í fersku minni. í fyrradag skrifuðu forystu- menn opinberra starfs- manna í þeirri baráttu hins vegar undir samninga við ríkisvaldið um að afsala sér kauphækkun, sem þeir náðu fram í verkfallinu mikla haustið 1977. Þeir afsöluðu sér og umbjóðendum sínum þessari launahækkun gegn breytingum á samnings- rétti. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að opinberir starfs- menn létu af hendi kaup- hækkun, sem þeir náðu fram haustið 1977 eða að þeir verzluðu með kaup- hækkun til þess að ná fram rýmkun samningsréttar. Hefur það ekki verið skoð- un Alþýðubandalagsins til dæmis, að opinberir starfs- menn ættu rétt á fullum samningsrétti og verkfalls- rétti á borð við aðra laun- þega? Hvernig getur það samrýmzt þeim sjónarmið- um Alþýðubandalagsins, að opinberir starfsmenn verði nú að kaupa þennan aukna rétt? Það væri fróðlegt að fá svör forsvarsmanna Al- þýðubandalagsins við því. Raunar hefur það einnig verið skoðun forsvars- manna BSRB, að opinberir starfsmenn ættu rétt á samnings- og verkfallsrétti á borð við aðra launþega. Hvernig getur það sam- rýmst þeim 'sjónarmiðum að kaupa þessi réttindi? Eitt er víst, að opinberir starfsmenn þurftu ekki að afsala sér kauphækkunum til þess að fá þann samn- ings- og verkfallsrétt, sem þeir fengu í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Tvöfeldnin blasir við og þarf ekki að hafa um hana mörg orð. Forystumenn verkalýðsfé- laga hafa líka verið á ferð- inni síðustu daga. Eins og menn muna hófu þeir heilagt stríð á hendur fyrr- verandi ríkisstjórn til þess að koma í veg fyrir, að nokkur skerðing á vísitölu yrði framkvæmd fyrir tólf mánuðum. Gífurleg orka var lögð í þá baráttu. Fjár- munum verkalýðsfélaganna var óspart beitt í þessari baráttu. Þessir verkalýðs- foringjar höfðu sitt fram í kosningunum. Að þeim loknum hófust svikin. Stjórnarflokkarnir hafa ekki sett samningana í gildi heldur hafa þeir haldið áfram skerðingu vísitöl- unnar. Þessa dagana sitja verkalýðsforingjar Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags á stöðugum fundum. Þeir eru að reyna að finna leið til þess að bjarga núverandi ríkisstjórn. Á þessum fund- um er ekki rætt um það, hvernig koma eigi í veg fyrir 6,6% skerðingu vísi- tölunnar hinn 1. júní n.k. Á þessum fundum er þvert á móti rætt um það, hvernig hægt sé að skerða þessa vísitölu án þess að það sé mjög áberandi. Menn taki eftir því, að þeir Guðmundur J. Guð- mundsson, Karl Steinar Guðnason, Benedikt Davíðsson, Snorri Jónsson og fleiri verkalýðsforingjar sitja ekki á fundum nú til þess að leggja á ráðin um það hvernig þeir eigi að „verja kjörin", þeir sitja á fundum um það hvernig þeir eigi að skerða kjörin. Fyrir nokkrum árum kröfðust opinberir starfs- menn frekari samningSrétt- ar og fengu hann ásamt verkfallsrétti. Þeir þurftu ekki að kaupa þann rétt með afsali launahækkunar. Þeir beittu þessum rétti haustið 1977 til þess að knýja fram kauphækkun. í fyrradag afsöluðu þeir sér hluta þessarar kauphækk- unar og urðu að kaupa frekari rétt af vinstri stjórninni. Þetta er sérstök tegund af tvöfeldni og hræsni. Fyrir einu ári sameinuð- ust verkalýðsforingjar Al- þýðubandalags og Alþýðu- flokks í baráttunni fyrir „samningunum í gildi". Nú sameinast þessir sömu menn í baráttu fyrir því að samningarnir verði alls ekki settir í gildi, en vísi- töluskerðingu haldið áfram og eftir því sem þeir sjálfir segja í mun ríkara mæli en fyrir ári. Þetta er líka sér- stök tegund af tvöfeldni og hræsni. Dettur þeim í hug að fólkið í landinu sjái ekki í gegnum þessi ómerkilegu vinnubrögð? Tvöfeldni og hræsni verkalýðsforystu urbréf Laugardagur 24. marz Kerfis- karlarnir Á alræðishyggjutíma „stjórnar hinna vinnandi stétta" á fjórða ápatugnum, Rauðku, var sungið við miklar vinsældir: Alþýðusynirnir, öreigavinirnir eiga sér bræðralag. fullir af dáðum í fulltrúaráðum þeir fara stundum í slag. En „alþýðusynirnir" og „öreigavinirnir" eiga enn sitt „bræðralag". Það er draumurinn um völdin; að nota fínu skrif- stofurnar, „fulltrúaráðin" og fé launþega í valdabraski sínu. Island er vanþróað land hvað snertir launþegasamtök og hvernig pólitískir kerfiskarlar beita þeim í stjórnmálabaráttu sinni. Svonefndir forystumenn launþegasamtaka á Islandi eru ábyrgðarlausir leiguliðar stjórn- málaspekúlanta í Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki og höfum við að þessu leyti færzt mörg ár aftur í tímann, ef grannt er skoðað. Þegar siðasta ríkisstjórn var við völd, gerðu þeir allt, sem þeir gátu, fil að koma í veg fyrir, að stjórnin fengi starfsfrið til að vinna bug á verðbólgunni. Þó hafði henni tekizt að ná dýrtíðinni undir 28% á ári, þegar sólstöðusamningarnir yoru gerðir, en þá fór allt í hnút, eins og kunnugt er. Þó reyndi síðasta ríkisstjórn eins og henni var unnt, að tryggja hag láglauna- fólks, en það var svo sannarlega ekki vinsælt í raun og veru, ekki einu sinni af svonefndum forystu- mönnum launþega. Ef aðgerðir síðustu ríkisstjórnar hefðu fengið að ganga fram, er enginn vafi á því, að við værum nú búnir að ná nokkuð góðum tökum á verðbólg- unni og kaupmáttur launa væri a.m.k. jafn mikill og nú er. Umbúðir um kjaraskerð- ingu Við stefnum í áframhaldandi óðaverðbólgu og efnahagsfrum- varp Ólafs Jóhannessonar ræður ekki bót á því. Kjörorð hans er a.m.k. ekki: á skal að ósi stemma. Ýmsir hafa reiknað út, að frum- varpið jafngildi 6,6% kauplækkun miðað við 1. júní nk. og hafa forystumenn ASI jafnvel látið í það skína. Kaupmáttur lægstu launa er skertur verulega samkvæmt frumvarpinu. Samt segir Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkamannasam- bandsins, að ekkert sé nauðsynlegra en að vera „stilltur vel“ eins og hann komst nýlega að orði. Nú er við stjórnvölinnn ríkisstjórn, sem honum og félögum hans er þóknanleg. Þá er ekki aðalatriðið- að standa vörð um kaupgjald launþega, heldur hags- muni ríkisstjórnarinnar, svo að hún geti áfram verið við völd. Það er rétt, sem Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. sagði í útvarpsumræðum nú nýverið, að efnahagsfrumvarp forsætis- ráðherra væri umbúðir um kjara- skerðingu. Betur verður það ekki sagt. Samt eyddi Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra, mestöllum tíma sínum í að ávarpa félaga sína og kjósendur og reyna að fá þá til að makka rétt og kyngja því, að ráðherrar Alþýðuþandalagsins geri samkomulag um frumvarpið, þó að kjaraskerðingar fylgi. Nú er ekki lengur talað um kauprán. Og allir hafa gleymt vígorðinu góða: Samningana í gildi, einkum þeir sem voru ölvaðir af ágæti þess. Ef þessar pólitísku æfingar miðuðu nú að því að ráða bót á verðbólg- unni, væri kannski hægt að botna eitthvað í galskapnum. En svo er ekki. Gert er ráð fyrir allt að 35% verðbólgu á þessu ári miðað við frumvarp Ólafs Jóhannessonar, eins og það var flutt, eða að verðbólgan muni vaxa um þriðjung. Allir vita hvernig verzl- að hefur verið með 3% áfanga- hækkun opinberra starfsmanna 1. apríl n.k. Hvað er einn flugvöllur milli vina? En þá eru samningarnir við Alþýðubandalagsmennina eftir. Engum dettur í hug, að frum- varpið geri í endanlegri mynd ráð fyrir minna en yfir 40% verðbólgu á þessu ári. Hvað er þá unnið? má spyrja. Til hvers eru þá forystu- menn launþegasamtakanna að opinbera sig sem pólitíska aftaníossa með þeim hætti, sem þeir hafa gert, ef allt puð þeirra yrði nú ekki einu sinni til þess að minnka verðbólguna verulega? Pöntud misnotkun launþega- samtaka Lítum á tvö dæmi um það, hvernig svonefndir forystumenn launþegasamtaka misnota þau í pójitískri baráttu sinni: í ályktun þings Alþýðu- sambands Vesturlands er m.a. játað, að launþegasamtökin undir stjórn krata og kommúnista séu þrýstihópur eða hvað merkja þessi orð annað í fyrrnefndri ályktun: „Þingið minnir á, að ríkisstjórnin var mynduð vegna þrýstings og samstöðu launþega sl. sumar ...“ Hitt er svo alrangt, að hún hafi verið mynduð vegna „samstöðu launþega" því að allir vita, að stór hópur launþega fylgir Sjálfstæðis- flokknum. Margir beztu forystumenn launþega, þeir sem a.m.k. hafa sýnt mesta ábyrgðar- tilfinningu og vinna faglegar að sínum málum og ekki eins pólitískt og launþegabroddar komma og krata, eru sjálfstæðis- menn. Og vert er að hafa í huga, að verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins er sóknmikið afl í flokknum ‘og hefur innan sinna vébanda marga beztu og heilsteyptustu for- ystumenn launþega, eins og kunnugt er. Það eru því helber ósannindi, þegar talað er um í ályktun þings Alþýðusambands Vesturlands, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hafi verið mynduð vegna „samstöðu launþega í landinu", auk þess sem allir vita að niðurstöður kosninganna voru yfirlýsing um það, að Framsókn ætli að taka sér frí frá stjórnar- störfum. En til þess máttu komm- ar og kratar ekki hugsa. Síðan er talað um það í fyrrnefndri ályktun að stjórnarslit nú séu „gróf svik“ við launþega- hreyfinguna, sem er náttúrlega merkingarleysa, en orðalagið sýnir þó, ef það merkir þá eitthvað, tilburði til pólitískrar misnotkun- ar á launþegasamtökunum. Síðan segir enn í ályktuninni, að það hljóti „að vera hægt að ná sam- komulagi" um verðbætur á laun, enda þótt allir viti, að slíkt verður ekki úr því sem komið er gert nema með kjaraskerðingu — en hvað kemur þessum herrum kjara- skerðing við, þegar pólitískir hags- munir þeirra eru annars vegar? Enn segir í þessari dæmalausu yfirlýsingu, að þá sé „til vinnandi fyrir launþega að taka tímabundið á sig einhverjar byrðar". Hvað skyldi vera langt síðan slíkt orðalag hefur verið samþykkt fyrir hönd launþega í landinu? Loks er klykkt út með því, að þingið skori á Verkamannasamband íslands „að beita áhrifum sínum til lausn- ar þessari deilu", eins og komizt er að orði. Sem sagt: Verkamanna- sambandið á að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast lögfestingar á yfir 40% verðbólgu, jafnframt því sem það á að kyngja kaupgjalds- og kaupmáttarskerðingu. Hitt dæmið er ályktun formannaráðstefnu Alþýðu- sambands Austurlands, sem nýlega sá dagsins ljós án þess svonefndir forystumenn launþega bliknuðu, svo vitað sé. I þessari ályktun er m.a. skorað á núverandi stjórnarflokka að leysa ágreining sinn vegna þess, að ríkisstjórnin hafi verið „mynduð vegna sam- stöðu launþega", og eru þannig þessi stöðluðu ósannindi endur- tekin og fara nú eins óg eldur í sinu landshorna á milli. Augljóst er, að þau eiga rætur að rekja til einhverrar sérstakrar miðstýrðrar áróðursmiðstöðvar, sem vafalaust er rekin /yrir fé íslenzkra launþega á fínni skrifstofu kerfis- karla í Reykjavík. Enn segir í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.