Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 Myndin er frá borginni Súez meðan eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna voru þar. Goida Meir var forsætisráðherra ísraels þegar Egyptar gerðu leifturárás sína í október 1973. Hún vitjar hér slasaðs hermanns á sjúkrahúsi í Tel Aviv. Sér loks fyrir endann á 30 ára stríði ísraela og Egypta — Hinn 14. maí 1948 lýstu Gyðingar í Palestínu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. ísrael var orðið að veruleika. Fagnað var ákaft um allt landið. Skip lagðist að með fyrstu löglegu innflytjendurna til landsins, Tel Aviv úði og grúði af dansandi og fagnandi fólki. Daginn eftir flugu egypskar orrustuvélar lágflug yfir Tel Aviv og vörpuðu niður sprengjum. Fóik flúði af götunum í ofboði, en gnýr vélanna og sú eyðilegging sem þær færðu með sér megnaði ekki að rjúfa gleði þessara daga í ísrael. En veruleikinn lá fyrir allra augum: styrjaldarástand milli Egypta og ísraela sem átti svo eftir að standa í þrjátíu ár og enn betur var skollið á. Egyptar sýndu þar með ótvírætt að þeir skipuðu sér í fylkingarbrjóst þeirra sem útrýma vildu ísrael. Næstu þrjá áratugina var ófriðvænlegt milli þessara tveggja þjóða, tugir þúsunda féllu í átökum og mikill f jöldi særðist. Og þessu hélt svo áfram þar til leiðtogar þeirra hittust í Jerúsalem í nóvember 1977 og yfirlýsingin var gefin: „aldrei framar stríð á milli þjóða okkar.“ í ljósi atburðarásarinnar í þrjátfu ár var þetta stórkostleg yfirlýsing. Sfðan hefur verið unnið — með nokkrum hléum að vísu — að því að draga upp samning sem bæði ísraelar og Egyptar gætu unað við. Þar hafa ótrúlegir erfiðleikar vissulega verið á veginum, en nú er sýnt að samningur verður undirritaður enda þótt ekki hafi allt það, sem átt hefur þátt f að gera samskipti á stundum stirð, verið útkljáð enn. Hér á eftir verður stiklað f stóru á samskiptum milli þessara grannþjóða f þr játfu ár. 1948: Þegar Bretar hurfu frá Palestínu voru búsettir sex hundruð þúsund Gyðingar í landinu. Er ákveðið hafði verið að lýsa yfir sjálfstæði gerðu ýmsir sér grein fyrir að Israelum væri eins gott að búast til bardaga. Fáir munu þó hafa búizt við því í alvöru að Egyptar létu svo snarlega til skarar skríða. Eftir að Egyptar höfðu gert loft- árás á Tel Aviv gerðu þeir einnig tilraun til að kljúfa Negev-eyðimörk- ina í tvo hluta. Hersveitir frá Jórdan, Sýrlandi, Irak og Líbanon tóku þátt í atlögunni gegn ísrael. Eftir geysilega hatramma vörn Israela tókst að stöðva framsókn Egypta við Ashdod, 30 kílómetra fyrir sunnan Tel Aviv. Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir að komið yrði á fjögurra vikna vopnahléi. ísraelar notuðu þennan tíma til að hervæðast af fítanskrafti. Þegar bardagar hófust á ný í júlí tókst ísraelum að reka egypsku sveitirnar úr Negev-eyðimörkinni. Israelar sóttu fram í Sinaí síðla árs 194’8, en Bretar beittu miklum þrýst- ingi á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna til að Israelar næmu staðar og lyktir urðu þær að ísraelar hurfu á ný til fyrri landamerkja. 1949: Sex vikna friðarsamninga- viðræður á eynni Rhodos enduðu með vopnahléi milli Egypta og ísra- ela. Var því heitið af hálfu stríðs- aðila að þeir skyldu stefna að varan- legum friði og ekki fara með ofbeldi á hendur hinum. En hins vegar runnu draumarnir um frið út í sandinn vegna deilna um vandamál Palestínuflóttamanna. Egyptar gerðu árásir frá Gaza-svæðinu á Israel en sá landshluti var þá á valdi Egypta. Israelar voru ekki seinir á sér að svara í sömu mynt. Egyptar höfðu síðan forgjkngu um efnahags- þvinganir á ísrael og skipum frá Israel var meinað að fara um Súez- skurðinn. 1954: Aamal Abdul Nasser sem hafði unnið við að semja vopnahlés- samninginn árið 1949 komst til valda í Egyptalandi. Við það jókst mönn- um í Israel bjartsýni og töldu að nú kynni að hilla undir að samskipti betnuðu og enduðu hugsanlega með því að hægt yrði að gera alvöru- friðarsamning. En þær vonir runnu út í sandinn meðal annars vegna hins alræmda Lavon-máls, sem var eitthvert mesta pólitíska hneykslis- mál í ísrael fyrr og síðar. Ellefu egypskir Gyðingar sem unnu í þágu stjórnarinnar í ísrael voru hand- teknir í Kairó eftir að hafa unnið skemmdarverk þar gagnvart Banda- rikjamönnum og var tilgangurinn að spilla samskiptum Egypta og Banda- ríkjamanna. Varnarmálaráðherra Israels, Pinhas Lavon, kvaðst ekkert um þetta leiðindamál vita en fáir lögðu á það trúnað og hann sagði af sér embætti við hina mestu sneypu. 1955: Erjur og bardagar á landa- mærunum urðu æ alvarlegri. I fyrsta skipti sneri Nasser sér til Sovétríkj- anna og leitaði þar eftir vopnum og aðstoð og þrefaði við Bandaríkja- menn um fjármögnun Aswan- stíflunnar. 1956: Spenna jókst verulega í þessum landshluta sem Egyptar gengu í hernaðarbandalag með Jórdaníu og Sýrlandi og þjóðnýttu síðan Súezskurðinn. Ben Gurion þáverandi forsætisráðherra ísraels gerði leynisamning við Breta og Frakka um aðgerðir á hendur Egypt- um. Israela fýsti að þar með yrði bundinn endir á hryðjuverkaatlögur frá Egyptalandi og Bretar og Frakk- ar vildu ná á ný taki sínu á Súez skurði. Hinn 29. október náðu ísra- elskir fallhlífahermenn Sinaí- skaganum í leifturárás og héldu svæðinu í fjóra daga. Samtímis gerðu hersveitir Breta og Frakka sína frægu innrás. Egypski herinn var rekinn á flótta, en almennings- álitið í heiminum snerist nálega allt á sveif með Nasser. Fyrir forgöngu og eindregna hvatningu Bandaríkja- manna og Sovétríkjanna voru inn- rásarþjóðirnar þrjár neyddar til að hverfa á braut- og friðarsveitir frá Sameinuðu þjóðunum voru látnar taka sér stoðu meðfram landamær- um ísraels og Egyptalands. ísraelar luku brottflutningi manna sinna árið 1957, en skiptar skoðanir voru um málið í ísrael. Þó fengu ísraelar það fyrir vikið að kyrrara varð nú á landamærunum og þeir fengu nú frjálsar siglingar til Eilat. Enginn friður var með ríkjunum næstu ár en stríðið var þá háð með orðum en vopnin slíðruð að mestu. 1967: Ljóst var að meiri háttar atburðir voru í aðsigi. Sovétríkin höfðu eflt stuðning sinn mjög við Arabaríki og ögranir af þeirra hálfu gagnvart Israel fóru vaxandi. Hinn 7. apríl skutu Sýrlendingar eldflaug- um yfir landamæri ríkjanna á þorp og bæi og ísraelskar flugvélar voru þegar sendar á loft til hefndarað- gerða. Egyptar lýstu samstundis yfir stuðningi við Sýrlendinga, fóru með hersveitir inn í Sinaí og hinn 16. maí skipaði Nasser friðarsveitunum að hafa sig á braut. Því næst lokaði — eða verður sá friðar- samningur fánýtur, sem aðilarnir undirrita ámorgun? hann siglingaleiðinni til Eilat fyrir Israelum. Um Arabaheiminrt fóru þessar vikur yfirlýsingar sem bentu til þess að þeir væru að búast til meiri háttar styrjaldar við ísrael. Höfðu leiðtogarnir í heitingum og sóru þess að linna ekki fyrr en þeir hefðu eytt ísrael. ísrael, sem á alla vegu var umkringt fjendum mörgum sinnum fjölmennari, lét svo snögglega til skarar skríða. í dögun hinn 5. júní var egypski flugflotinn eyðilagður á jörðu niðri án þess Egyptar fengju vörnum við komið. Þar sem ísraelar höfðu'þar með yfirburðastöðu í lofti héldu þeir nú tafarlaust og hindrun- arlaust að Súezskurði. Þeir börðu á Sýrlendingum í Golanhæðum og þegar Jórdanir hugðust koma til hjálpar tóku ísraelar vesturbakka Jórdanár og austurhluta Jerúsalem- borgar sem hafði verið undir stjórn Jórdaníu síðan 1948. Sigur ísraels var ólýsanlegur. Á öllum vígstöðvun- um, hvert sem litið var, réðu ísraelar lögum og lofum. Þeir höfðu náð Sinai, vesturbakkanum, Golanhæð- unum og Jerúsalem. Nasser bauðst til þess í mikilli niðurlægingu vegna hrakfara Egypta að biðjast lausnar, en þorri landa hans vildi ekki heyra á slíkt minnst. Minnugir þess að þeir höfðu látið eftir Sinai árið 1956 lýstu nú ísraelar því yfir að þeir myndu halda öllum herteknum svæðum unz Arabar væru tilbúnir að semja frið og láta verða frið. Arabar svöruðu með þrefaldri neitun. Þeir neituðu, friði, neituðu samningum og neituðu að viðurkenna Israel. Og kröfðust þess að ísraelar hypjuðu sig á braut frá hernumdu svæðunum áður en þeir væru til viðræðu um frið. 1968: Tilraunir til að opna Súez- skurðinn á ný mistókust og tveggja ára skærur Egypta og Israela hófust og skutust liðsmenn þeirra á yfir skurðinn. Sprengjutilræði og skæru- liðaiöja færðist í aukana af hálfu beggja. Israelar ákváðu Bar Lev línuna við Súezskurðinn og eftirlits- nefnd Sameinuðu þjóðanna undir forystu Svíans Gunnars Jarrins varð ekki ágengt í að fá aðila til að láta af átökum. 1970: Þetta ár færðist mjög í aukana hryðjuverkastarfsemi Pal- estínuskæruliða. Framin voru viður- styggileg flugvélarán og morð fram- in í nafni þeirrar hugsjónar að eyða Israel. Hussein Jórdaníukóngur hafði fengið sig fullsaddan af iðju hryðjuverkamanna innan landa- merkja sinna og réðst gegn þeim og Egyptar geysast íram undir fána sínum cr þeir ruddust yfir Bar Lev-línuna í Yom Kippur-stríðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.