Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 25

Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979 25 garðinnn að næturlagi og dregur á eftir sér önnur tæki. Dráttarvélin ekur eftir leiðsögn skynjara, sem festir eru framan á hana, en þeir taka mið af rafljósum sem komið er fyrir meðfram hindberjarunnunum. A eftir dráttarvélinni fer uppskeru- vél með gúmmíblöðkur sem bæra runnana mátulega til þess að hind- berin falla af greinunum og niður í körfur en fallið ekki svo mikið að þau springi (13). Vélmenni sagt fyrir verkum Þegar Nathaniel er tekinn til að gera við pípulögnina man Jane allt í einu að það á eftir að taka til í húsinu. Hún fer fram þangað sem vélmennið stendur og kallar til þess tölu — 47, sem táknar „komdu" og fer vélmennið þá á eftir henni. Jane fer inn í borðstofu og segir við vélmennið “392“. Það táknar að vélmennið á að taka til í borðstof- unni. Borðstofuborðið hafði verið fært svolítið nær glugganum og vélmennið stillt sem því nam, svo að það gæti gert hreint árekstralaust. Vélmennið fer svo að ryksjúga stofuteppið, þurrkar því næst ryk af hillum, borðum og skápum og ber púða og bólstraða stóla. Þegar tiltektinni er lokið fer það fram og lokar á eftir sér. Það er ekki lengi að því sem lítið er. Það er komið fram eftir tíu mínútur, svo fljótt að Jane varar sig ekki á því og er nærri dottin um það í ganginum. Hún verður allt í einu gripin öfund, eins og stundum áður; vélmennið er ekki sérlega vandað, Jane langar í nýrra og fullkomnara tæki sem hægt er að mæla orðum í stað talna, getur lagt á minnið fyrirskipanir um húsverk heila viku fram í tímann og kemur sér sjálft í samband í innstungu um það bil sem það er að verð rafmagnslaust (14). En Jane hefur ekki efni á slíku tæki. Hún verður að láta sér nægja gamla vélmennið. Þá verður henni hugsað til þess, að börnin hafa verið að nauða í henni og Joe um nýjan „vélkennara", kennslutölvu. Þeim finnst orðið lítið koma til gömlu tölvunnar sinnar (15), enda er hún bæði lítil og ekki sérlega vönduð. En hjónin vilja nýta hana lengur, enda stærri og betri tölva rándýr, og hafa þau daufheyrzt við röksemdum krakkanna enda virðast þeir orðnir vondaufir um málalokin. Jane og Joe eiga tvíbura, átta ára gamla. Tvíburarnir sækja ekki skóla heldur stunda námið heima. Hjónin eru ekki á eitt sátt um námstilhög- unina. Menntunar sinnar og starfa vegna eru þau undanþegin því að senda börnin í þorpsskólann; því er treyst að þau sjái til þess að börnin tileinki sér námsefni sjónvarpsskól- ans. En Jane saknar hinna gömlu góðu daga er samband kennara og nemenda var nánara og álítur það miklu heppilegra að flestu leyti. Joe er hins vegar sömu skoðunar og flestir aðrir, að færir kennarar eigi ekki að kenna fámennum bekkja- deildum heldur eigi sem allra flestir að njóta leiðsagnar þeirra, — þeir eigi að kenna í sjónvarpsskólanum. jjHjálp í viðlögum“ Hjónin eru einmitt byrjuð að ræða þetta enn einu sinni þegar heyrist sónn í kalltæki; það er til Joe, einhver þarfnast læknishjálpar. Joe fer inn og kveikir á sjónvarpinu í setustofunni. Siðan svarar hann kalli tölvunnar. Maðurinn sem kall- ar reynist staddur í Bodmin, u.þ.b. 40 km í burtu. Hann býr í gömlu timburhúsi, tveggja hæða, og hefur dottið niður stigann milli hæðanna. Hann telur sig vera öklabrotinn, segist finna mikið til í öklanum. Hann lyftir honum upp að sjón- varpsmyndavél sem er sambyggð tölvunni hans og samstundis birtist mynd af öklanum, mjög stækkuðum, á sjónvarpsskerminum heima hjá Joe og Jane (16). Joe bendir á öklann hér og hvar og spyr manninn hvort hann finni þar til, biður hann Jireyfa fótinn og þar fram eftir götunum. Að þessari athugun lokinni þykir Joe sýnt að öklinn sé alheill, getur ekki fundið neitt að honum. Hann vill samt ganga alveg úr skugga um það og hringir í upplýsingabanka um lækn- isfræði. Hann spyr tölvuna í þaula og hún hefur öll svör á reiðum höndum, enda hafa færustu sér- fræðingar matað hana. Þegar Joe er búinn að spyrja tölvuna nokkra stund er hann farið að gruna að maðurinn kunni að hafa skaddast í baki. Hann flýtir sér því að panta röntgenmyndir af hryggnum, og hringir síðan í „persónusögusafn" og biður um sjúkraskýrslur um hinn slasaða. Það gekk á með miklum deilum áður en þessi upplýsingamið- stöð var stofnuð; óttuðust margir að einkalíf yrði þar með úr sögunni. En kerfið er þannig í stærstu dráttum að hverjum manni er gefið kallnúm- er og er það lykill að öllum tiltækum upplýsingum um hann, þannig að fá má allar upplýsingar um hann á einhverju ákveðnu sviði, t.d. heilsu- far hans, atvinnuferil o.s.frv. og eru upplýsingarnar dreifðar í marga upplýsingabanka sem allir eru tengdir miðstöðinni (17). Nú getur vitanlega ekki hver sem er kallað i miðstöð og beðið um allar upplýs- ingar um hvern annan sem er. Miðstöðin aflar engra upplýsinga úr öðrum upplýsingabönkum né veitir þær nema gegn tilskyldum kall- merkjum og sönnunargögnum öðr- um, t.d. eiginhandaráritun. Joe get- ur nú fengið allar upplýsingar um heilsufar sjúklings síns í Bodmin — svo fremi sem sjúklingurinn segir honum númer sitt, annars ekki. Segir sjúklingurinn til númers síns, birtist sjúkrasaga hans nær sam- stundis á sjónvarpsskerminum heima hjá Joe. Joe þýðir hins vegar ekki að biðja tölvuna um sakaskrá mannsins, bankainnstæðu ellegar starfsferil. Til þess hefur hann ekki heimild og tölvan mundi aldrei láta þetta uppskátt við hann. Flestir ganga jafnan með númer sitt á sér. Það er mikið öryggisatriði, þá er hægt að afla fyllstu upplýs- inga undir eins og haga læknismeð- ferðinni samkvæmt því í stað þess að eyða dýrmætum tíma í ýmiss konar frumathuganir eins og oft verður er slys ber að höndum. Þegar Joe er búinn að sjá til þess að slasaði maðurinn í Bodmin fái aðhlynningu býst hann til að halda í sjúkravitjanir. Hann er orðinn óvenju seinn fyrir og vill nú flýta sér til að komast sem fyrst heim aftur. En rétt í því að hann er að fara út hringir nágranni hans og kvartar um sáran magaverk. Joe tekur segulspólu ofan úr hillu og stingur henni í tölvuna. A spólunni eru spurningar og fullyrðingar, sem lúta að verkjum í kviðarholinu og á nú maðurinn að svara jafnóðum: „Er verkurinn stöðugur?"... „Nú mun birtast mynd á skerminum. Gerið svo vel að merkja við staðinn þar sem þér finnið til“... o.s.frv. Þetta eru ein 40 atriði. Þegar Joe kemur aftur verður tölvan búin að skrá allar upplýsingarnar sem fengust og semja um þær yfirlit handa honum (18). Tölva annast matseldina Jane setur matinn upp meðan Joe er í sjúkravitjuninni. Hún velur uppskrift úr minni tölvunnar og stillir éldavélina þannig að súpan verði tilbúin kl. 18.45, aðalrétturinn kl. 19.00 og ábætirinn kl. 19.25. Síðan getur Jané snúið sér að öðru. Klukkan er rétt að verða hálf- fimm og aðalfundur dagsins að hefjast á Fjármálatíðindum. Á þeim fundi er gengið frá kvöldútgáfunni og lögð drög að morgunútgáfunni. Jane kallar á tvíburana, sem eru að leika sér úti í garði, og segir þeim að koma inn, fundurinn sé að byrja. Þeim þykir gaman að fylgjast með fundinum á sjónvarpsskerminum. Fyrstur birtist stjórnarformaður blaðsins og aðalritstjóri. Hann er einn fárra sem eftir búa inni í borginni. Það er ekki nema svo sem þriðjungur þjóðarinnar sem býr í bæjum og borgum nú orðið. Aðalrit- stjórinn býr í London, á norður- bakkanum. Það er orðið ólíkt því sem var að litast um í London. Fólkinu hefur fækkað, það er ekki lengur þys á götunum, umferð strjál. Á fundinum koma fram nokkrar góðar hugmyndir að greinum. Þær verður að vinna í flýti og jafnskjótt og fundinum lýkur fer Jane að hringja í fréttamenn hér og hvar um heiminn. Símtölin fara að sjálfsögðu fram um gervihnött. Jane þarf ekki að velja símanúmer fréttamanna heldur nefnir hún einfaldlega nöfn þeirra og dvalarstaði í tölvuna og tölvan rifjar upp númerin og nær sambandi við þá. Það er líka hægt að nota vasatölvuna svona. Á sumrin, þegar gott er veður, vinnur Jane oft allan vinnudaginn úti við og hefur þá með sér aðra vasatölvu sem hægt er að stinga í samband við hina. Aukatölvan er fyrst og fremst minnistölva, getur lagt á minnið og geymt þúsundir símanúmera, blaða- greinar og hvaðeina annað sem eigandinn vill hafa tiltækt hverju sinni (19). Vinnudegi Jane lýkur klukkan sex. Hún vinnur á tólf tíma vöktum ásamt sex öðrum ritstjórum. Sá sem tekur við af henni tók þátt í síð- degisfundinum og er þegar farinn að leggja drög að næsta blaði. Hann er byrjaður að fara yfir efnið sem berst frá fréttamönnunum hvaðanæva að úr heiminum; það birtist honum á sjónvarpsskermi og hann velur og hafnar, styttir og breytir eftir því sem við á. (20). Rafeindapóstur Þegar Jane er búin að vinna snýr hún sér að póstinum. Það er ekki bréfapóstur lengur, heldur rafeinda- póstur. Tölvan les henni bréf frá vinkonu hennar, nokkrar orðsend- ingar og síðan eru tvær tilkynningar frá því opinbera þar sem Jane er beðin að greiða atkvæði sitt, annars vegar í sveitarstjórnarmáli en hins vegar í landsmáli. Að öðru jöfnu mundi Jane nú snúa sér að sveitarstjórnarmálinu á undan. En í þetta sinn vill svo til, að landsmálið snertir hana sérstak- lega. Það er um það að ræða hvort eigi að lækka félagsaldurinn að NIB og í öðru lagi hvort eigi að kjósa í ráð þess og stjórn árlega í staðinn fyrir annað hvert ár. NIB er dregið saman úr National Informatics Board, Upplýsingaráð- inu og var stofnað fyrir nokkrum árum. Upplýsingaráðið tók við af Pósti og síma. Síðar færði það út kvíarnar og tók að sér yfirumsjón með sjónvarpinu. Jane hafði verið boðið að taka þátt í sjónvarpsum- ræðum um útþenslu Upplýsinga- ráðs. En sjónvarpsumræður af því tagi höfðu komið í stað þingsins, og átti þá að vera komið nær beinu lýðræði. Jane var ekki lengi að ákveða sig, hún var viss um skoðun sín. Hún stimplaði inn atkvæði sitt eftir flóknu merkjakerfi. Svo fór hún að gá að matnum. Hún ætlaði að opna sjónvarpið klukkan tíu, úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrðu lesin í fréttunum þá ... (21). Framtíðarhorfurnar flokkaðar 1) Það er búið að smíða hvort tveggja, símann og sjónvarpstækið. Það líður örugglega ekki á löngu þar til maður staddur á götu í London, t.d., getur tekið upp vasasíma og hringt í kunhingja ainn í Hong Kong. 2) Það skiptir ekki lengur máli hvar tölva er niðurkomin; tölvumið- stöð General Electrics í Bandaríkj- unum er t.a.m. í sambandi við 40.000 fyrirtæki í Norður- og Suðurame- ríku, Evrópu og Ástralíu. Boðin á milli fara ýmist um sæstrengi eða gervihnetti. Eitt áltka tölvusam- bandskerfi tengir 500 banka t 15 löndum, og annað kerfi annast farpantanir fyrir 250 flugfélög víðs- vegar um heim. 3) í fyrra fóru u.þ.b. 70% símtala ríkja á milli fram um gervihnetti. 4) Sitkir trefjakaplar, þar sem ljósboð berast eftir gler- eða plast- trefjum, munu að öllum líkindum taka við af rafmagnsköplum. Þeir verða t.a.m. teknir í notkun í sím- kerfum í Japan og Bandaríkjunum á þessu ári. 5) Nú er ár liðið frá því að dagblað nokkurt í Tókt'ó, sem gefið er út á ensku, hóf slíkar sendingar í tilraunaskyni og sendir fyrirtækjum og stofnunum eintök með þessum hætti. En hitt hefur tíðkazt nokkuð lengi að senda einstakar dagblaða- síður með rafeindatækni til prent- smiðja víðs fjarri. The Guardian sendir t.d. síður með þessu móti milli London og Manchester, The Financial Times milli London og Frankfurt og Wall St.reeet Journal er sent þannig um gervihnött. Póst- ur og sími í Bretlandi hefur á sínum vegum upplýsingaþjónustu sem Prestel nefnist og mun hún að líkindum geta farið að senda mönn- um heim litprentuð dagblöð með þessum hætti upp úr 1990. 6) Prestel á að geta gefið við- skiptamönnum sínum samband við geysimiklar tölvumiðstöðvar, upp- lýsingabanka, um símalínur og sjón- varpsskerma. Það er verið að reyna Prestel um þessar mundir og ætti mönnum að standa þessi þjónusta til boða innan nokkurra mánaða ef allt gengur að óskum. Geta menn þá fengið samstundis upplýsingar, t.d. um sumarleyfisferðir, síðustu úrslit fótboltaleikja og þegar fram í sækir hvaðeina sem nöfnum tjáir að nefna. Sérhæfð upplýsingaþjónusta hefur tíðkazt þó nokkra hríð og e nú samstundis hægt að afla sér út- drátta úr einum 20 milljónum vís- inda- og tæknirita ... 7) Þetta verður líka hægt þegar Prestel er komin í gagnið. 8) Þannig má nota tölvur til vinnuteikninga: það er þegar búið að taka í.notkun slík „teiknitæki" við umbrot dagblaða. Er þá hægt að ! skipta textadálkunum niður og færa til að vild á skerminum. 9) Slíkar tölvur, sem þekkja mannsraddir og hlýða munnlegum fyrirmælum, eru þegar komnar á markað. Þær eru t.d. nokkuð notað- ar í öryggisskyni, svo og við störf þar sem menn hafa fullt í fangi og geta ekki jafnframt slegið lykla eða ýtt á hnappa. Það er jafnvel farið að selja svona tölvur til einkanota, tölvur sem stilltar eru við rödd eigandans og hlýða henni einni, en þær eru dýrar enn, kosta u.þ.b. 1000' sterlingspund (h.u.b. 660 þús. kr.), og orðaforðinn heldur af skornum skammti — 32 orð. En þær eru til „menntaðri", EMI hefur t.d. fram- leitt tölvu sem hefur 1000 orða forða. Þá má nefna tölvu sem smíðuð var til aðstoðar blindum. Hún „les“ prentað mál með smá- gerri myndavél, ber orðin saman við framburðarreglur sem henni hafa verið innprentaðar — og les textann síðan upphátt. 10) Tölvukerfi nokkurt sem IBM smíðaði var prófað þannig að lagðar voru fyrir það 500 rithendur og þar á meðal margar falsanir. Tölvurnar þekktu 99.6% falsananna úr. 11) Viðskiptakort og lánskort ým- iss konar, credit cards, hafa tíðkazt alllengi og eflaust verður svo komið áður langt líður að menn geta pantað vörur um tölvur og látið tölvur sömuleiðis draga andvirðið frá bankainnstæðum sínum. Ýmsir sérfróðir halda því þó fram að peningaseðlar muni alltaf verða notaðir að einhverju marki vegna þess að þeir séu nafnlausir, gefi ekkert til kynna um eigendur og handhafa. 12) Líkast til kemur rafmagnið í stað olíunnar í samgöngum, þegar olíuna þrýtur. í Bretlandi er reynd- ar þegar farið að nota rafbíla í nokkrum mæli, aðallega á vegum hins opinbera. Japanir eru og búnir að gera fimm ára áætlun um raf- bílatilraunir og Bandaríkjastjórn hyggst láta smíða milljón slíka. 13) Bæði dráttarvélin og uppskeruvélin eru til; þær voru smíðaðar í Vélfræðistofnun land- búnaðarins í Skotlandi. 14) Slík vélmenni hafa þegar ver- ið smíðuð og fara fram tilraunir með þau hér og hvar um heiminn. Tæki þessu lík munu eflaust koma í manna stað við mörg störf, ekki aðeins í heimahúsum heldur t.d. við námagröft og önnur hættuleg og óholl verk við erfiðar aðstæður. 15) Tæki þessu lík eru þegar komin á markað. Texas Instruments selur t.d. handhæga, mælandi tölvu sem getur kennt börnum að stafa. 16) Á Logan-flugvellinum i Bost- on í Bandaríkjunum er svona „sjúk- dómsgreiningarsjónvarp" í sam- bandi við sjúkrahús inni í borginni. 17) jíiík „persónusögusöfn" eru til í nokkrum löndum. Þetta kom til tals í Bretlandi fyrir nokkrum árum en nefnd sem ríkið skipaði til að kapna málið kvað upp þann úrskurð að áður en slíku kerfi yrði komið á fót yrði að sjá tryggilega fyrir því að ógerningur væri að misnota það og setja þyrfti ströng og nákvæm lög um þessi efni. 18) Þessi háttur var tekinn upp til reynslu í Bretlandi í fyrra. Það hefur komið á daginn að sjúklingar eru oft fúsari að „ræða“ veikindi sín við tölvur en lækna. 19) Þessi aukatölva er mikið tækniundur; hún byggist upp á „minnisbólum" svokölluðum, örsmá- um segulhólfum, og möguleikarnir gífurlegir. Sýnt þykir af tilraunum, að geyma megi meira en tvær milljónir orða á einum ferþumlungi kristalla. 20) Þetta gera þeir líka á The New York Times. Sum bandarísk blöð hafa líka komið sér upp tölvu- búnaði sem fréttamenn geta tekið með sér þangað sem tíðindi gerast og vélritað fréttirnar beint af staðn- um til ritstjórnarskrifstofanna. 21) Þetta hefur komið til tals í Bretlandi og í Bandaríkjunum hefur líkur háttur verið hafður á í skoð- anakönnunum um stjórnarráð- stafanir í einstökum fylkjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.