Morgunblaðið - 25.03.1979, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1979
+
Eiginkona mín, dóttir, móöir, tengdamóðir og amma,
JÓNÍNA HANSEN,
Unufelli 31, Reykiavlk,
lézt í Landspítaianum 23. marz.
Útlörin auglýst síöar. *
Axel Þorkelaaon,
Margrét Hanaan,
Jóhanna Axeladóttir, Kriatján Ingimundaraon,
Axal Axalaaon, Málfriöur Jónadóttir,
Valdimar Axalaaon, Anna Ágúatadóttir,
Tryggvi Axaiason, Ingibjörg Balduradóttir,
Áatbjórg Komalíuadóttir
og barnabörn.
Bálför móöur minnar og tengdamóöur
ÁSTRÍDAR STEFÁNSDÓTTUR
Borgarholtabraut 72,
fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. marz kl. 13.30.
Margrót Þoratainadóttir,
Daníal Danialaaon
og aóatandandur.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa,
BRVNJÓLFS ÚLFARSSONAR
Stórumórk,
Guölaug Guöjónadóttir
Hanna Kriatfn Brynjólfadóttir Banadikt Sigurbargaaon
Úlfar Brynjólfaaon Róaa Aöalatainadóttir
Ragnhaióur BrynjóHadóttir Jón Þorkall Rógnvaldaaon
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö, hjálp og
vinarhug viö andlát og útför sonar okkar,
TÓMASAR KARLSSONAR,
Mónagötu 9, íaafirói,
Guórún Einaradóttir Karl Jónaaon.
+
Þakka innilega samúð og vináttu viö andlát og úrför mannsins mins,
PÁLS F. JÓHANNSSONAR,
vólatjóra,
Skagabraut 26, Akranoai.
Sérstakar þakkir færi ég konum í Alþýöubandalagi Akraness.
Kriatin Lúóvfkadóttir.
+
Þökkum innilega samúö og vlnáttu viö andlát og jaröarför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
MAGNEU ODDFRÍÐSDÓTTUR.
Friörik L. Baldvinsaon, Margrét Sólvadóttir,
Louiaa Landry, William Landry,
barnabörn og bamabarnaböm.
+
Innilegr þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÞURÍÐAR MARKÚSDÓTTUR
Framnoavagi 3.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki deildar A 6,
Borgarsþítalanum.
Elín Guómundadóttir, Ingi Jónaaon,
Arnprúóur Guömundadóttir, Guömundur Ingimaraaon
barnabörn og barnabarnabörn.
Raynir Markúaaon.
+
Þökkum Innllega auösýnda vináttu viö andlát og útför móöur, tengdamóöur,
ömmu og langömmu,
ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR
Guóbjörg Jónsdóttir,
Einar Eyjólfsson, Gunnar G. Einarsson,
Jón Þ. Einarason, Ragnar Jón Gunnarsaon,
Sigríöur Einarsdóttir, Þóray Bjórg Gunnarsdóttir,
Ingólfur V. Einarsson, Einar Borg Gunnaraaon,
Edda I. Einaradóttir, Hafdfa Lilja Gunnarsdóttir,
Einar Einarsson,
Minning - Kristinn
Indriöi Þorsteins-
son frá Vattarnesi
Fæddur 28. október 1907.
Dáinn 13. febrúar 1979.
Ekki flaug mér það í hug, er ég
ræddi síðast við Kristin Þorsteins-
son, að þess ætti ég ekki framar
kost að eiga við hann tal.
Hann kvaðst að vísu vera heldur
lakari en oft áður og vel var ég
þess meðvitandi, að hann var
heilsutæpur og starfaði ævinlega
sér um megn, en þessa hádegis-
stund var myrkvi dauðans svo víðs
fjarri, er hann sagði að skilnaði:
„Ja, þú lítur þá kannski uppeftir".
En í öllu amstrinu og tímaleys-
inu þá leit ég aldrei uppeftir, svo
þetta voru okkar síðustu samfund-
ir. Eg kynntist Kristni náið síð-
ustu árin, en áður hafði ég verið
honum málkunnugur og hann oft
glatt mig og komið á óvart með
hnitmiðuðum athugasemdum sín-
um um menn og málefni og þeirri
hlýju kímni, sem var svo ríkur
þáttur í skaphöfn hans. Það fór
ekki hjá því eftir að Kristinn fékk
aðstöðu fyrir búskap sinn í Selja-
teigi að við kynntumst náið við
ýmsar aðstæður, við heyannir, í
fjárstússi og réttum á haustin, þar
sem Kristinn var ævinlega til
staðar á hverju sem valt um
heilsufar hans.
Öll þau kynni voru hin ágætustu
og staðfestu það álit mitt, að þar
færi greindur eljumaður, sem vel
hefði ávaxtað sitt pund um dag-
ana, bæði á sjó og landi, maður
lífsgleði og lífsfyllingar í öllu
starfi sínu og áhugaefnum.
Minnisstæðast hlýtur þó að
vera, hve skemmtilegur hann gat
verið, kímni hans án kerskni var
sérstæð, í frásögn hans urðu
hversdagslegustu hlutir að hrein-
um skemmtisögum og innskot
hans í samræðum af íhygli og
næmum skilningi áttu sér fáa líka,
rétt orð á réttum tíma, þó óvænt
bæri að.
Og óvænt bar að hans endadæg-
ur, að vinnudegi loknum lagðist
óvenju mikil þreyta að, innan
skamms tíma var hann allur,
annasömu dagsverki og góðu var
að fullu lokið. Ég minnist hans
með hlýrri þökk fyrir marga
ánægjulega stund og í leiðinni skal
rifjað upp það helzta, er lífssögu
hans varðar.
Fæddur var hann að Vattarnesi
við Reyðarfjörð 28. október 1907,
sonur hjónanna Sigurbjargar
Indriðadóttur frá Vattarnesi og
Þorsteins Hálfdánarsonar útvegs-
bónda frá Hafranesi við Reyðar-
fjörð. Kristinn var yngstur þeirra
systkina, er upp komust, alls voru
systkinin sex, en tveir yngstu
bræðurnir dóu ungir. Nú lifir
aðeins eitt þeirra systkina, Hálf-
dán, búsettur í Hafnarfirði. Einn
fósturbróður átti Kristinn, sem er
á lífi, Þorstein Stefánsson. Krist-
inn ólst upp hjá foreldrum sínum á
Vattarnesi, en 1930 fluttu þau til
Vestmannaeyja. Þar stundaði
Kristinn sjómennsku, framan af
með mági sínum Guðna Jóhanns-
syni skipstjóra, en eftir að Guðni
lét af skipstjórn, með ýmsum
formönnum í Eyjum. í kringum
1946 flytzt hann austur að Vattar-
nesi, gerist þar útvegsbóndi og
gengur að eiga eftirlifandi konu
sína Sigrúnu Daníelsdóttur frá
Kolmúla. Sigrún var áður gift
Lúðvík Sigurjónssyni, sem
drukknaði ásamt tveim mönnum
öðrum í róðri frá Vattarnesi
haustið 1942.
Börn þeirra eru: Vignir Daníel
vélstjóri á Reyðarfirði kvæntur
Klöru Kristinsdóttur. Steinunn
Erla gift Sigurði Gunnarssyni
skipasmið í Garðabæ. Guðný
Hulda gift Bárði Sigurðssyni sjó-
manni í Reykjavík og Kristján
Haukur ókvæntur á Reyðarfirði.
Stjúpbörnum sínum reyndist
Kristinn sem bezti faðir og einkar
kært var með þeim Kristjáni og
honum, saman reru þeir á sumrum
og saman stóðu þeir að búskapn-
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast
á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra
daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með
góðu línubili.
+
Þökkum Innilega veitta samúö viö fráfall og útför
AÐALHEIDAR STEINÞÓRSDÓTTUR
Gísli Theodórsson og börnin,
Steinpór Helgason, Guðríöur Brynjólfsdóttir
Skúli Steinbórsson, Ólðf Siguróardóttir
Hugrún Steinbórsdóttir, Birgir Nilsson,
Helgi Steinbórsson, Sigríóur Ólafsdóttir,
Hrafnkell Steinbórsson, Sigrún Magnúsdóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför
SIGURNYJAR SIGURÐARDÓTTUR,
Ásgeir Gíslason,
Alexía M. Gísladóttir,
Kolbeinn Gíslason,
Páll Gíslason,
Katrln Kolbeinsdóttir.
um eins og bezt var á kosið,
samhentir, með einum huga. I
þeim þætti var hlutur Sigrúnar
mikill og góður, sem í öðru, hún
var einstök röskleikakona, vel
greind og skemmtileg í hvívetna.
Þau Kristinn og Sigrún eignuð-
ust tvær dætur: Sigurbjörgu Þór-
stínu gifta Jóni Þorlákssyni múr-
ara á Isafirði og Lovísu Hafdísi
gifta Sæmundi Agústssyni húsa-
smið á Reyðarfirði. Á Vattarnesi
búa þau svo til ársins 1974, er þau
flytjast inn á Reyðarfjörð, en það
sumar veiktist Kristinn af krans-
æðastíflu, sem varð honum þung í
skauti, þó ei væri æðrast.
Mér er tjáð að Kristinn hafi
verið sjómaður með afbrigðum,
happasæll og fiskinn, enda ötull
við að sækja sjóinn og lét enga
ágjöf á sig fá.
Síðasta sumar fóru þeir stjúp-
feðgar Kristján og hann á sjó,
hvenær sem færi gafst og öfluðu
vel sem alltaf áður.
Hann var glöggur bóndi og hafði
gott vit á fénaði, natinn og góður
við dýr. Verk sín öll vann hann af
trúmennsku og skyldurækni og
kom sér hvarvetna vel. Kristinn
hafði misst mikið af atorku sinni
og snerpu er ég kynntist honum,
en viljakrafturinn og þrautseigjan
voru óbuguð með öllu.
Æðruleysi og ró einkenndu
hann, er hann ræddi heilsuleysi
sitt, brá jafnvel á glettni, þann
eðlisþátt sem honum var svo ein-
lægur. Hvergi var á slakað, þó
máttur og orka færi þveri'andi,
hugurinn bar hann hálfa leið,
einkum var það sjórinn, sem átti
hug hans, þar átti hann sínar
beztu stundir og síðustu árin, svo
gott varð honum af sjávarloftinu.
Þar fann hann minnst til þeirrar
veilu, er æ fastar sótti á.
Og nú er Kristinn frá Vattarnesi
allur, í andrá svo snöggri hefur
sköpum skipt.
Góðum og gegnum dreng skal
þakkað að leiðarlokum fyrir þá
prýðilegu viðkynningu, er entist
alltof skamma stund.
Um Kristin Þorsteinsson eiga
samferðamennirnir marga góða
minning, sem merlar á ævileið.
Þakklátum huga kveð ég og bið
öllu hans fólki blessunar í harmi
þess nú, alveg sérstaklega hans
ágætu atgerviskonu Sigrúnu.
Með minning drengskapar-
manns er þar mikil huggun harmi
gegn. Sú minning lifir vissulega,
þó maðurinn hverfi af sviði.
Helgi Seljan.
LEGSTEINAR
S. HELGASON H/F,
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI,
SÍMI 76677.