Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Dæmt í máli Jafnréttisráðs: Sóknarkonan á að fá sömu laun og gæzlumenn í BSRB DÓMUR var kveðinn upp í gær í bæjarþingi Reykjavíkur í máli aem Jaínréttisráð höfðaði f.h. Guðrúnar Emilsdóttur starfsmanns við Kópavogshæli, þar sem þær kröfur voru gerðar að Guðrúnu bæri sömu laun og þeim karlmönnum, sem vinna við hælið undir starfsheitinu gæzlumaður og taka laun samkvæmt taxta BSRB, enda sé um sambærileg störf að ræða þótt Guðrún taki laun samkvæmt taxta Starfsmannafélags- ins Sóknar, sem er allmikiu lægri. Féllst dómurinn á kröfu Jafnréttisráðs og jafnframt var fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs dæmdur til þess að greiða Guðrúnu krónur 450 þúsund með 19% ársvöxtum frá 30. marz að telja. Telja má víst að dómnum verði áfrýjaö tii Hæstaréttar, en hann er talinn stefnumarkandi fyrir um 160 konur, sem starfa hjá rfkisspftölun- um og eins er ástatt með og Guðrúnu. Málshöfðun þessi var í tvennu lagi, en tilgangur hennar var að framfylgja meginstefnu laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla, eins og segir í dómnum. I fyrsta lagi höfðaði Jafnréttisráð mál vegna Guðrúnar Emilsdóttur og krafðist þess að það yrði viðurkennt að Guðrún ætti að hafa sömu laun Aðalheiður Bjarn- freðsd. form.Sóknar: 99 Stefnumark- andi dómur fyrir aðrar félagskonur” „ÞETTÁ er stefnumarkandi dómur fyrir aðrar Sóknarkon- ur sem eins er ástatt um,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir formaður Starfsmanna- félagsins Sóknar, þegar Mbl. innti álits hennar á niðurstöð- um dómsins f máli Jafnréttis- ráðs og Guðrúnar Emilsdótt- ur. „Ég gleðst yfir því að réttvís- in skuli hafa verið réttlát í þessu tilfelli. Ég tel trúlegt að dómnum verði áfrýjað en það er mikilvægt að þær konur hjá ríkisspítölunum, sem eins er ástatt fyrir og Guðrúnu, fái einnig réttlæti í sínum málum. Þær voru 160 þegar málarekst- urinn hófst og talan er væntan- lega svipuð núna. Ég ítreka ánægju mína með niðurstöðu dómsins og færi lögfræðingn- um okkar, Jóni Steinari Gunn- laugssyni, þakkir fyrir afskap- lega góða vinnu við rnálið." og þeir karlmenn, sem vinna sem gæzlumenn og taka laun samkvæmt taxta BSRB. í öðru lagi höfðaði Guðrún sjálf mál gegn ríkissjóði og krafðist þess að henni yrði greiddur mismunur á launum samkvæmt taxta BSRB og Sóknar frá 1. janúar 1977 til dagsins í dag. í vörn sinni lagði lögmaður ríkis- ins á það áherzlu að mjög víða í ríkiskerfinu væri sú regla að greitt væri eftir mismunandi töxtum, allt eftir því í hvaða stéttarfélagi hver starfsmaður væri. I dómnum er talið sannaö sam- kvæmt framburði forstöðumanns Kópavogshælis og starfsmanna- stjóra ríkisspítalanna að enginn munur sé á starfi Guðrúnar og þeirra gæzlumanna, sem miðað er við í kröfugerðinni. Gildi þar einu hvort litið sé til menntunar eða starfsþjálfunar eða álags eða ábyrgðar. Orðrétt segir í dómnum: Dómsorð: Krafa Jafnréttisráðs f.h. Guðrún- ar Emilsdóttur er viðurkennd á þann veg að Guðrún eigi rétt á að um kjör hennar fari að sömu megin- reglum og kjör þeirra sem vinna undir starfsheitinu gæzlumaður við geðhjúkrun á Kópavogshæli. Stefndi, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs greiði stefnanda, Guðrúnu Emilsdóttur, kr. 450.000,- með 19% ársvöxtum frá 30. mars 1978 til greiðsludags og kostnað stefnenda af málinu þar með taldar kr. 400.000.- í talsmannalaun — allt innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að telja að viðlagðri aðför að lögum. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóminn ásamt meðdóm- endunum Guðríði Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra BHM og Sigurði Líndal prófessor. Lögmaður Jafnréttisráðs og Guð- rúnar Emilsdóttur var Jón Steinar Gunnlaugsson en lögmaður ríkisins var Gunnlaugur Claessen. Frá borgarafundi Byggðaverndar í Hafnarfirði. Borgarafundur í Hafnarfirði: Ljósm. Kristinn. Skorar á bæjarstjórnina að úthluta ekki Málið rætt í bæjarstjórn í dag FÉLAGIÐ Byggðavernd í Hafn- arfirði, sem hefur á stefnuskrá sinni umhverfisvernd og húsfrið- un gekkst sl. sunnudag fyrir borgarafundi í Hafnarfirði þar sem rætt var um fyrirhugaða lóðaúthlutun fyrir skattstofu og bæjarfógeta. Að sögn Eddu Óskarsdóttur formanns félagsins sóttu um 100 manns fundinn þegar mest var, en á honum fluttu framsöguerindi Jóhann Bergþórsson formaður skipulagsnefndar sem meðmæltur er úthlutuninni og Einar Th. Mathiesen sem er henni andvígur. Kvað Edda síðan hafa farið fram miklar umræður og fundurinn staðið í um 3 tíma. Að loknum umræðum hefðu framsögumenn síðan haldið stutta tölu. Edda Óskarsdóttir flutti tillögu á fund- inum þar sem skorað var á bæjar- stjórn Hafnarfjarðar að falla frá fyrirhugaðri úthlutun. Sagði Edda að ályktunin hefði verið samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og ætti að leggja hana fyrir bæjarstjórnina í dag, en á fundi hennar er umrædd úthlutun til umræðu. Einar Th. Mathiesen sagðist í samtali við Mbl. hafa áhuga á að ná samkomulagi á fundinum um lengri frest til að kynna hugmynd- irnar fyrir Hafnfirðingum og að þeir gætu sagt álit sitt á bygg- ingarframkvæmdum á þessum stað. Isinn rak aftur inn á Sigluf jörð í gær: Sjómenn misstu grá- sleppunet undir ísinn Nokkrar breytingar hafa orðið á haffsnum sl. sólarhring, og hefur hann t.d. rekið aftur inn f Sigluf jörð, en annars staðar virðast fremur litlar breytingar hafa orðið. Land- helgisgæzlan flaug ekki fskönnunar- flug f gær, en samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. aflaði sér f gær er siglingaleið úti fyrir Norðuriandi sæmilega greiðfær f björtu nema hvað erfitt er fyrir sléttu. Siglufirði, 26.3. HAFÍSINN tók að reka aftur inn á fjörðinn í dag undan norðanáttinni og olli hann töluverðu tjóni á netum grásleppukarlanna. Milli 10 og 12 bátar misstu net sín undir ísinn og missti t.d. einn báturinn 12 trossur og er tjónið tilfinnanlegt. Þá rakst trillan Mávur utan í ísjaka og kom að henni leki, en hún komst til lands af eigin rammleik. Fréttaritari. Húsavik, 26.3. HAFÍS er ekki á Skjálfanda nema það sem eftir varð í víkum þegar meginísinn rak út aðfararnótt laugar- dags. í víkinni hér framan við höfnina er dálítið íshrafl en þó fært skipum og bátum. Litlafellið kom hér inn á Geir Hallgrímsson um ályktun Verkamannasambands íslands: Er svanasöngur kröfunn- ar um samningana í gildi — ÁLYKTUN Verkamannasam- bands íslands er svanasöngur kröfunnar um samningana í gildi. Tekið er fram um frumvarp forsætisráðherra: „Ljóst er að sú nýja skipan á greiðslu vísitölu- bóta á laun sem ráðgerð er myndi skerða þá verðtryggingu launa sem um var samið í sfðustu kjarasamningum.* í framhaldi af þessu er gert ráð fyrir því í ályktuninni að launalækkun komi niður á almennum verka- mannatekjum, sagði Geir Hall- grímsson aðspurður um ályktun Verkamannasambands íslands er samþykkt var sl. laugardag. — Ályktun Verkamannasam- bands Islands nú er vissulega athyglisverð, einkum í saman- burði við ályktanir og aðgerðir Verkamannasambandsins fyrir einu ári. Á sl. ári mótmælti Verka- mannasambandiö harðlega að dregið væri úr verðbótagreiðslutn Geir Hallgrímsson. á laun til að ná verðbólgu niður. Nú gerir Verkamannasambandið beinlínis ráð fyrir og leggur bless- un sína yfir að launalækkun komi niður á almennum verkamanna- tekjum. A liðnu ári gerði Verkamanna- sambandið lítið úr ákvæðum febrúar og máí-laga fyrrverandi ríkisstjórnar til að vernda hag hinna láglaunuðu. Nú er lagt til „að skuli greiða með vísitölubót- um samkvæmt frumvarpinu sér- staka fasta launauppbót jafnháa upp að tilteknu launamarki." Á sl. ári var mótmælt löggjöf um fyrirkomulag vísitölugreiðslna og krafizt þess að fá „samningana í gildi". Nú er talið sjálfsagt að ríkisvaldið setji einhliða lög bæði um grunnkaup og verðbótagreiðsl- ur og ekki gerð tilraun til frjálsra kjarasamninga þótt samnings- tímabilið sé runnið út fyrir 4 mánuðum. Greinilegar getur Verkamanna- sambandið ekki ómerkt allar ályktanir og aðgerðir sínar frá því í fyrra, en á hinn bóginn eiga frumvarpssmiðir erfitt með að taka slíka ályktun til greina þar sem hún mundi enn frekar út- vatna áhrif frumvarpsins. Staðan er sú að hefði Verkamannasambandið ekki kom- ið í veg fyrir með skemmdarverk- um í fyrra að febrúar-maílögin næðu tilgangi sínum, væri verð- bólgan komin niður fyrir 30% nú og unnt að koma henni niður fyrir 20% á þessu ári. Nú er hins vegar spurningin hvorum megin við 40 prósentin verðbólgan verður á þessu ári hvort sem efnahags- frumvarp forsætisráðherra verður samþykkt óbreytt, breytt eða alls ekki. Ályktun Verkamannasambands íslands ber því ljóst vitni að forystumeun þess eru að berjast við sinn eigin draug. laugardag eftir að hafa legið 3 tíma hér utan við röndina og losaði olíu. Togskipið Dagný, sem átti að fara til Þórshafnar með 180 tonn er að losa hér í dag 100 tonn og fer með afganginn til Siglufjarðar. Togarinn Rauðinúpur kemst ekki til heima- hafnar, Raufarhafnar, en er væntan- legur hingað í dag til að losa 140 tonn. Mannskapur kemur frá Raufarhöfn til að landa úr skipinu og verður fiskurinn fluttur á bílum austur. Atvinna við fiskverkun hefur enn haldizt, en bátarnir hafa ekki farið á sjó héðan í viku og útlit ekki gott meðan nótt.er dimm og ísinn svona nálægur. Þegar eru 3 bátar farnir héðan á vertíð suður, Aron, Kristbjörg og Sigþór, en þeir sem heima eru hafa í athugun að reyna að leggja eitthvað af veiðarfærum hér í flóann þar sem þeir geta fylgst með og tekið upp á skömmum tíma. Eitthvað hefur náðst af netum sem lent höfðu í ísnum, en langt frá þeim stað sem þau voru í sjó lögð. Til dæmis var slædd hákarlalína suður við Kaldbakssker, en henni var lagt rétt hjá Lundey og allar uppistöður hafði ísinn skorið af. Hæg norðanátt hefur verið hér í dag og ekki uppbirtulegt og hríðarfjúk. Fréttaritari Þórshötn Höfnin hér er algjörlega lokuð, en stutt er í auðan sjó hér rétt fyrir utan og eru menn hálf súrir að geta ekki komizt með báta sína á sjó. Vinna hefur ekki verið hér síðustu daga þar sem bátar fiska ekkert og hefur Dagný t.d. landað afla á Húsavík og Siglufirði. Þá kom Hekla ekki hingað eins og ráðgert var, en skipað var upp varningi til okkar á Raufarhöfn og fluttur hingað á bílum. Grímsey í Grímsey fengust þær upplýsingar að íshrafl væri um allan sjó og hefði sézt nokkuð til þeirra í gærmorgun, en þegar á daginn leið hefði gert hríðarmuggu og skyggni því versnað. Isinn rak nokkuð til baka um helgina, en hann olli ekki tjóni í höfninni þar sem vír var strengdur fyrir og það lítil ferð á ísnum að hann þrýsti ekki á vírinn af neinum þunga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.