Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
7
Misgengi
skoöana
Fyrstu vikurnar eftir
kosningasigur AlÞýðu-
flokksins í vori liðins árs
vóru tímar fagurra fyrir-
heita. Eitt fyrirheit var Þó
öðrum stærra: að vinna
bug á verðbólgunni. Ekki
fór heldur á milli mála að
AlÞýðuflokkurinn stefndi;
Þá í „nýsköpunarstjórn",
Þ.e. samstjórn alira
flokka nema Fram-
sóknarflokksins, sem lík-
legastan farveg fyrir heil-
brigða efnahagsstefnu.
En Það verður oft lítið úr
Því högginu sem hátt er
reitt. Það urðu örlög
AlÞýöuflokksins að lúta
forystu Framsóknar-
flokksins í nýrri vinstri
stjórn.
Sú stjórn er enn í leit
að efnahagsstefnu, enda
hefur skoðanalegt mis-
gengi stjórnarflokkanna í
Þeim málum veríð með
Þeim ósköpum, að jarð-
hræring ir Kröflusvæðis
hafa gjó.samlega fallið í
skuggan, fréttalega séð.
Þinghússórói, landris og
landsig stjórnarinnar og
kvikuhlaup milli ping-
flokka og Þrýstihópa út í
bæ hafa sett svip sinn á
Þjóðlífið — meöan beðið
hefur verið efnahags-
stefnunnar — og verð-
bólgan vaxið í lundi bið-
stöðunnar.
Fæöing
frumvarps
AlÞýöuflokkurinn sá,
seint og um síðir að ekki
mátti við svo búið
standa, og að hefja varð
atlöguna að verðbólg-
unni. Lagöi hann fram
frumvarp um efnahags-
aðgerðir, aö vísu ekki á
AIÞingi heldur i AlÞýðu-
blaðinu. Hann samdi og
nokkurs konar „aðgerða-
almanak“ fyrir ríkis-
stjórnina sem að vísu
ekkert var gert með.
AIÞýðubandalagið lét sér
fátt um finnast en for-l
sætisráðherra skipaði
ráðherranefnd. Hún bjó
mál í hendur ráðherran-
um, sem „betrumbætti"
niðurstööur og lagði fram
í ríkisstjórn sem drög að
efnahagsfrumvarpi. Þar
Þróuöust mál í sam-
komulag — að Því er
virtist.
Forsætisráðherra hefur
margítrekað, að hann
hafi lagt fram á AlÞingi
efnahagsfrumvarp í Þá
veru, sem samkomulag
hafi verið orðið um í
ríkisstjórn. Ráðherrar
AlÞýðuflokks hafa staö-
fest að svo hafi verið.
Ráðherrar AlÞýðubanda-
lags fengu hins vegar
bágt fyrir samÞykki sitt
hjá formanni flokks
Þeirra, Lúðvíki Jóseps-
syni, sem fylgdi ákúrum
sínum eftir með pví að
knýja athugasemdir við
frumvarpið fram hjá
forystu ASÍ. Þegar hér
var komiö lýstu stjórnar-
sinnar í AlÞýðu- og Fram-
sóknarflokki Því yfir, að
spurningin um fram-
haldslíf stjórnarínnar
væri ekki spurning um
efnahagsmálaágreining
samstarfsflokkanna,
heldur spurning um
framvindu ágreínings
innan Alpýöubandalags-
ins.
Aö komast
aftan aö
veröbólgunni!
Ráðherraarmur
AlÞýðubandalagsins,
sem halda vill ráðherra-
dómi í lengstu lög, tefldi
nú Verkamannasam-
bandinu fram gegn ASÍ—
bragöi flokksformanns-
ins. Vóru nú snöggsoðnar
tillögur í mínútugrilli
Guðmundar J.
Guðmundssonar, sem
verða eiga einhvers kon-
ar Filippseyjamixtúra fyr-
ir stjórnarsamstarfiö.
Hvern veg til hefur tekizt
er of snemmt að spá um.
Ljóst er Þó að Þær verð-
bólgubremsur, sem
verða áttu meginefni
frumvarpsins í öndverðu,
hafa hver af annarri verið
teknar úr sambandi.
Haldi áfram sem horfir
verður lokasáttin — ef
hún Þá finnst — víðs
fjarri Þeim verðbólgu-
hömlum, sem heila málið
snerist Þó um.
Fari svo er fátt eftir
orðið af stórum orðum á
„stund sigursins". Eða
hefur AlÞýðuflokkurinn
aöeins breytt um bar-
dagaaðferð, fundið nýja
leið að markinu, sem
hann hét að stefna að?
Þá kemur í hugann eitt af
Ijóðum Steins Steinars,
sem hafði Þaö að inntaki,
að ef nógu hratt væri
hopað undan pví, sem
barist væri gegn, kæmist
maður, vegna lögunar
jarðar, aftan aö andstæð-
ingnum. Það er máske
meining núverandi
stjórnarflokka að komast
aftan aö verðbólgunni
með Því að henda öllum
verðbólguhömlum út úr
endanlegu „sátta- og
samlyndisfrumvarpi"
stjórnarinnar?
TOPPFUNDUR
Hótel Esja - Sími 82200
m
n
Við leyfum okkur að mæla með
Skálafelli, salnum á 9. hæð á Hótel
Esju. Þar eru smekklegar innréttingar
og þægileg aðstaða hvort sem hópur-
inn er stór eða smár. Útsýnið er marg-
rómað.
Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í
mat og drykk.
Leitið upplýsinga - tímanlega.
Kynning, blaðamannafundir, mót-
tökur og aðrar álíka samkomur eru
fastur liður í starfi margra fyrirtækja,
félaga og reyndar sumra einstaklinga.
Oft kostar nokkur heilabrot og fyrir-
höfn að finna hentugan og vistlegan
stað við slík tilefni. Enda er mikils um
vert að staðarvalið takist vel.
LIMK
Hobby plöturnar ásamt fylgihlutum, svo sem
lömum, hillutöppum, samsetningartöppum, bor-
settum og skúffum.
Mjög hagstætt verö.
Til sölu á Klapparstíg.
^TpSr Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244
Sá mesl
seldi
áreftirár
Einholti 6. Sími 18401.