Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 27. MARZ 1979
15
— Friðarsamningurinn í Washington — Friðarsamningurinn í Washington — Friðarsamningurinn í Washington
Friðarhlutverk
Carters forseta
AÐDRAGANDANN að friðarsamningunum sem var undirritaður í Hvíta
húsinu í gær má rekja til Yom Kippur stríðsins 1973 er lauk
raunverulega með þrátefli.
Það var þá sem Egyptar gerðu sér grein fyrir því að Ísraelsríki yrði til
frambúðar og það var þá sem ísraelsmenn komust að þeirri niðurstöðu
að ekki væri eins mikill hægðarleikur að bera sigurorð af Aröbum og í
sex daga stríðinu 1967.
Þrátt fyrir þetta virtist óhugs-
andi að samkomulag gæti tekizt.
Fjandskapur Araba og Gyðinga,
sem nær aftur til stofnunar Israels-
ríkis 1948, virtist alltof magnaður
til þess að Bandaríkjamenn gætu
nokkru komið til leiðar nema tak-
mörkuðu samkomulagi.
í áföngum
Um þetta er gott dæmi: Árið 1975
var Henry Kissinger þá verandi
utanríkisráðherra í förum milli
ísraels og Sýrlands í iheira en
mánuð. Það eina sem hann hafði
upp úr krafsinu var að Israelsmenn
féllust á takmarkaðan brottflutning
í Golanhæðum. Þetta var talinn
diplómatískur sigur.
Þannig þreifaði Kissinger sig
áfram og kom til leiðar tveimur
takmörkuðum brottflutningum
Israelsmanna frá Sinai og öðrum
frá Golanhæðum 1974 og 1975.
Það féll í hlut Jimmy Carters að
reyna að koma til leiðar heildar-
samkomulagi.
Hann á enn eftir nokkra leið
ófarna að því marki. Ekkert annað
Arabaríki er reiðubúið að koma til
liðs við Anwar Sadat forseta og
semja frið við ísrael. Þau hafa
raunar einangrað Sadat og valdið
óvissu um hvort samningurinn beri
tilætlaðan árangur til langframa.
Ekki er mjög langt um liðið síðan
Sadat lýsti því yfir að slíkur samn-
ingur væri óhugsandi um hans
daga. Ein af ástæðunum til þess að
samningurinn komist í höfn var sú
að Bandaríkjamenn neituðu að
leyfa samningsaðilum að hætta
samningaumleitunum. En ástæð-
urnar voru fleiri.
Ein mikilvægasta ástæðan var sú
að Sadat gerði sér grein fyrir að
bezta von hans um að ná aftur landi
af Israelsmönnum var samnings-
leiðin, ekki hernaður.
Gullid tækifæri
ísraelsmenn komust að raun um
fyrir sitt leyti að umleitanir Sadats
veittu þeim gullið tækifæri til þess
að fjarlægja Egypta úr röðum
mótherja sinna í staðinn fyrir
Sinai.
Grundvallarhugsunin á bak við
samninginn er þó ekki ný.
í ályktunartillögu sem Öryggisráð
SÞ samþykkti eftir stríðið 1967 og
ítrekuð var eftir átökin 1973 segir
að friður verði að grundvallast á því
að ísraelsmenn láti af hendi her-
tekin landsvæði í staðinn fyrir frið.
Stríðinu 1967 lauk með algerum
ósigri Araba. En stríðinu 1973 lauk
næstum því með jafntefli, og vera
má að Kissinger hafi stuðlað að því
með tímasetningu vopnasendinga
Bandaríkjamanna og vopnahlésvið-
ræðna. Kissinger taldi að yfirburða-
sigur ísraelsmanna kæmi svo miklu
óorði á Sadat að verið gæti að hann
yrði ekki nógu áhrifamikill til þess
að geta samið um lausn.
Egyptar höfðu slitið stjórnmála-
sambandi við Bandaríkjamenn í
stríðinu 1967, en þegar stríðinu 1973
lauk var sambandið bætt. Egyptar
höfðu jafnframt slitið mestöllu
sambandi sínu við Rússa og stefna
Bandaríkjastjórnar miðaðist við
það að taka við hlutverki Rússa
meðal „hófsamra" ríkja Araba-
heimsins.
Þrýstingur
Bandaríkjamenn beittu líka lítt
dulbúnum þrýstingi.
Carter lýsti yfir stuðningi við
hugmyndina um. „heimaland
Palestínumanna" 1977 — þótt
ísraelsmönnum fyndist það grun-
samlega líkt Palestínuríki. I
febrúar 1978 heimilaði forsetinn
vopnasendingar til Egyptalands og
Saudi-Arabíu til að viðhalda
hernaðarjafnvægi. Carter hyllti
Sadat sem „fremsta friðarsemjanda
heimsins".
Á sama tíma bjuggu Bandaríkja-
menn í haginn fyrir samkomulag
með því að lofa ísraelsmönnum
herþotuflota og birgðum annarra
hergagna sem voru ófáanleg annars
staðar.
Áhrifamikil heimsókn Sadats til
Jerúsalem í nóvember 1977 jafngilti
óopinberri en mikilvægri sálrænni
viðurkenningu á lögmæti ísraels-
ríkis og framlag hans aflaði honum
mikilvægs velvilja um allan heim
þar sem litið var á hann sem
einlægan forgöngumann friðar.
Menachem Begin, forsætis-
ráðherra ísraels, svaraði fljótt með
tilboði þar sem Egyptar voru full-
vissaðir um að þeim yrði skilað
Sinai.
En dirfskufullar ráðstafanir
Sadats og Begins hurfu fljótlega í
skugga þjarks um samningsskil-
mála. Báðir aðilar leituðu
óhjákvæmilega til Washington í
von um málamiðlun og hjálp.
Hristu höfudid
Carter tók þá áhættu sem varð til
þess að reyndir diplómatar hristu
höfuðið og bauð Begin og Sadat til
fundarins í Camp David í septem-
ber í fyrra, bersýnilega án þess að
hafa handbæra nákvæma
samningsformúlu og án þess að geta
verið viss um árangur. Ramma-
samkomulag um friðarsamning og
samningaviðræður í framtíðinni um
Palestínumálið tókst eftir 13 daga
erfiðar samningaviðræður.
Sadat og Begin voru sæmdir
friðarverðlaunum Nóbels, en sigur-
víman gufaði fljótt upp þegar aftur
kom upp misklíð milli samnings-
aðila.
Cyrus Vance utanríkisráðherra
fór að dæmi Kissingers og tók sér
ferð á hendur ti Miðausturlanda en
án þess að hann gæti fundið lausn.
Það kom í hlut Carters að stíga
síðasta skrefið með því að fara
sjálfur í friðarferð, aftur án þess að
hann gæti verið öruggur um
árangur.
Hann studdi Eygpta í flestum
helztu kröfum þeirra, lýsti meðal
annars yfir fylgi við kröfu þeirra
um að samningurinn yrði tengdur
framtíð Palestínumanna — en þó
tókst honum að fá Sadat til að slaka
svo mikið til að samkomulag tækist
í grundvallaratriðum.
Begin óskað til hamingju með samþykki ísraelska
þingsins. Knesset, við friðarsamninginn.
Egyptar fá aftur
Sinai og olíuna
Kairó, Washington, 26. mars. AP.
LANDSVÆÐIÐ á Sinai, sem ísraelay afhenda nú Egyptum er um
1420 þús. ferkílómetrar að stærð. Á því eru eins og alkunna er
miklar olíulindir, ísraelsk frumbyggjaþorp, herstöðvar og eftirlits-
stöðvar — en þar eru líka stór eyðimerkurflæmi, þar sem Bedúinar
einir hafast við og munu um 50 þúsund Bedúínar vera á sveimi á
þessu svæði með geitur sínar og úlfalda.
Herbækistöðvar ísraela þarna
voru reistar í snatri eftir
júnístyrjöldina árið 1967. Þarna
hafa verið gerðir flugvellir og
flugvélaskýli, varðturnar og ýms-
ar aðrar byggingar.
Samkvæmt samningi ríkjanna
eiga Egyptar aðeins að nota þessi
yfirgefnu flugsvæði í farþega-
flutningi, en ekki myndi taka
nema örskamman tíma að breyta
þeim á ný í sitt upphaflega horf.
Bandaríkjamenn hafa viður-
kennt þá kröfu ísraela að gaum-
gæfilegt eftirlit verði með því að
Egyptar brjóti ekki ákvæði
samningsins í Sinaí og munu
Bandaríkjamenn halda áfram
U-2 könnunarferðum sínum yfir
þessu svæði og ganga þá úr
skugga um hvort þar verði allt
með felldu. Þessi könnunarflug
hófust árið 1974 þegar aðskilnað-
ur herja stríðsaðila hófst eftir
Yom Kippurstríðið.
Samtals er þarna um að ræða
þrjá flugvelli, Eitam, Etzion og
Refidim, fimm styttri flugbrautir
og ein viðvörunarstöð með mjög
fullkomnum rafeindaútbúnaði.
Bandaríkjamenn hafa heitið að
leggja fram 3,5 milljarða dollara
til að aðstoða Israela við að
byggja flugvelli í Negev-eyði-
mörkinni, Uvdadagum og Matre-
hæðum í staðinn.
Brottflutningi ísraela á að vera
lokið innan níu mánaða.
Við Eilat í suðri verða ísraelar
að afsala sér svæðum sem hafa
töluverða þýðingu frá hernaðar-
legu og ferðamannalegu sjónar-
miði. Kóralrif þar eru sögð meðal
hinna fegurstu í heimi og laða að
marga gesti. Aðalbyggðin í Sinaí
er í E1 Arish og má heita að það
sé eini verulegi þéttbýliskjarninn
á skaganum. Á norðurhluta Sinaí
er töluverður gróður, þar er
ágætis vatn og þar er h’afin
ræktun fyrir frumkvæði Israela,
en þaðan hverfa þeir nú einnig. Á
sama svæði eru nokkur vatna-
svæði þar sem fiskur er mikill.
pólitískan stuðning ef samningurinn
er brotinn.
Sp .: Voru nokkrir leynisamningar
gerðir?
Sv.: Bandaríkjastjórn segir að svo
sé ekki = Gagnstætt samkomulaginu
við ísrael 1975 verður þessi samning-
ur birtur þegar hann er fullgerður.
Sp.: Hvað mun „pakkinn" kosta
Bandaríkin mikið fé?
Sv.: Engin ákveðin tala liggur
fyrir. ísraelar fá 2,2 milljarða doll-
ara í lánum og 800 milljóna dollara í
framlögum til að standa straum af
kostnaði við brottflutning sinn frá
Sinai. Bandaríkin krefja yfirleitt
ekki ísrael um greiðslu á öllum
lánum.
Egyptar kunna að fá 1,5 milljarða
dollara til 2 milljarða dollara í
hernaðaraðstoð en enn hefur ekki
verið ákveðið hvernig það verður
látið skiptast í framlög og lán. Þar
að auki fá Egyptar líklega efnahags-
aðstoð, kannski með stuðningi frá
Vestur-Evrópu og Japan, og kostnað-
urinn hefur ekki verið metinn.
Sp.: Hvers vegna tók það svona
langan tíma eftir Camp David að ná
samkomulagi um þennan samning?
Sv.: Aðalástæðan var sú ósk
Egypta að samningurinn væri bund-
inn því skilyrði að viðunandi lausn
fengist í viðræðunum um sjálfstjórn
Palestínumanna á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu. ísraelsmenn
streittust á móti og Carter forseti
varð að fara til landanna til að fá
þau til þess að fallast á málamiðlun.
Sp.: Hefur krafa um tengsl þarna
á milli haft áhrif í Arabaheiminum?
Sp.: Ef hún hefur haft áhrif, þá
hafa Arabaþjóðir ekki sagt það
opinberlega. Þær hafa gagnrýnt
afstöðu Egypta allt frá því fundur-
inn í Camp David var haldinn. Þær
segja í aðalatriðum að Egyptar hafi
gert „sérsamning" og svikið málstað
Araba.
Sú hernaðarlega hætta sem ísrael
stafaði frá fjölmennustu þjóð Araba
hefur verið fjarlægð án þess að
Egyptar hafi fengið í þess stað
tryggingu fyrir því að Arabar fái
aftur vesturbakkann, Gaza-svæðið
eða Austur-Jerúsalem og án þess að
loforð hafi fengizt fyrir því að
Palestínumenn fái að stofna ríki.
Einn áhrifamesti leiðtogi Araba,
Hussein Jórdaníukonungur, er talinn
eiga að koma að vissu marki fram
fyrir hönd Palestínumanna i sjálf-
stjórnarviðræðunum. Hann hefur
neitað að fallast á það og sagt að
hann sé viss um að Camp
David-samkomulagið muni ekki bera
árangur.
Önnur Arabaríki, undir forystu
íraks og Sýrlands, vilja að haldinn
verði fundur æðstu manna Araba-
ríkjanna til þess að taka til athugun-
ar að gripið skuli til efnahagslegra
refsiaðgerða gegn Egyptum fyrir að
undirrita samninginn.
Bandaríkjastjórn hefur sagt þess-
um Aröbum að útiloka enga valkosti
= Hún segir að Camp David-sam-
komulagið sé eini raunhæfi valkost-
urinn sé lengra horft fram á við þótt
ekki sé hægt að ábyrgjast það.
Sp.: Hvað gerist næst?
Sv.: Innan eins mánaðar er gert
ráð fyrir því að Eguptar og ísraels-
menn hefji samningaviðræður um
kosningu Palestínuráðs á vestur-
bakkanum og Gaza og völd þess. Þeir
hafa heitið því að ljúka þessum
viðræðum innan árs.
Camp David-samkomulagið gerir
ráð fyrir því að ráðið hafi yfirstjórn
'tveggja umræddra svæða og að
ísraelskt herlið hörfi til tiltekinna
svæða.
Eftir fimm ár er þess vænzt að
viðkomandi aðilar samþykki endan-
lega stöðu landsvæðanna.
Jafnframt er ætlast til að ísraels-
menn hefji þriggja ára brottflutning
frá Sinai. Á vissum tímum á þessu
tímabili mun verða skipzt á sendi-
herrum og efnahagsleg samskipti og
menningarsamskipti tekin upp.
Sp.: Mun áætlunin bera árangur:
Sv.: Bandarískir embættismenn
segjast ekki vita það. Samninga-
mennirnir verða að leysa mál sem
enginn héfur getað leyst í þessum
heimshluta í 30 ár.
Fá til dæmis Arabar í
Austur-Jerúsalem rétt til að kjósa
um sjálfstjórnaráætlunina? Ef þeir
fá það felur það þá í sér að
Austur-Jerúsalem sé hluti af vestur-
bakkanum? ísraelsmenn halda því
ákveðið fram að borgarhlutinn sé
ísraelskt land og honum verði aldrei
hægt að skila.
Og hvað verður um byggðir ísra-
elsmanna á herteknum svæðum?
Hvað um vatnsréttindi? Hvað um
land sem Arabar telja að ísraels-
menn hafi tekið ólöglega frá þeim
1967? Hvað gerist ef Frelsissamtök
Palestínu ákveða að hundsa kosning-
arnar? Hvað gerist ef þau krefjast
þess að taka þátt í þeim og Israels-
menn neita?
Sp.: Hvað gerist ef allt fer út um
þúfur?
Sv.: Því er enn til að svara að það
veit enginn. Ýmsir hafa gefið í skyn
að það sé mjög ólíklegt að samninga-
mennirnir nái samkomulagi innan
árs. Ef þeir gera það ekki kemst öll
friðarþróunin í hættu, þar á meðal
samningurinn.
Þegar þar að kemur munu Egypt-
ar samkvæmt viðaukunum hafa náð
aftur á sitt vaíd um það bil tveimur
þriðju hlutum Sinai, þar á meðal
olíusvæðunum. Og hvor ríkisstjórn
um sig yrði að vega og meta valkosti
sína.