Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Pétur Sigurðsson: Nokkrar umræður hafa orðið áð undanförnu um ýmis vandamál aldraðra. Spítalarnir og heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið stóðu fyrir fjölmennri ráðstefnu í marz/ apríl ’78 og önnur einnig fjölmenn sem samband sveitarfélaga stóð fyrir í byrjun marz nú í ár. I framhaldi þessa kom svo slúð- ur„frétt“, sem blaðakona Tímans, frá Akureyri birti fyrir skömmu. „Frétt" þessari var svaraði strax daginn eftir af stjórn Hrafnistu, en að þeim beindist slúðrið. Við sem að þessum málum störf- um hér í Reykjavík og nágrenni álítum margir, að hægara væru tök blaðakonunnar á skrifum um sambærilegar „sölur“ í sinni heimabyggð hvar „seljandinn" er bæjarstjórnin sjálf, en þar á landinu sem hún virðist lítið þekkja til mála. En skömmu síðar hélt blaðakonan áfram að „kryfja til mergjar" vandamál aldraðra og þann 15. þ.m. á hún viðtal í sama blaði við Þór Halldórsson formann Öldrunarfræðifélags Islands um úthlutun vistrýma sem ætluð eru öldruðum. Og þann 21. marz lætur hans hátign sjálfur landlæknir fara frá sér erkibiskupsboðskap: „— í nafni landlæknisembættisins hefi ég lagt til við heilbrigðisráðherra að lögum um dvalarheimili aldraðra með hjúkrunarrými yrði breytt á þann veg, að um umsóknir um vistun fjölluðu sérfróðir menn hverju sinni. Vistunarmat yrði þannig grundvallað læknisfræði- lega og félagsfræðilega". Þetta er hinn nýi boðskapur landlæknis og haldi nú hver sem vill því fram að hann haldi ekki utan um sitt hirðfólk. Því miður verður þess of oft vart að landlæknir lítur á sig sem formann í verkalýðsfélagi lækna, meðan allur almenningur lítur til hans sem þeirrar persónu sem gegnir einu þýðingarmesta em- bætti landsins, er m.a. skjól sjúkl- inga, svipa á trassa og brotamenn heilbrigðisstéttanna og sem embættismaður gætir hagsmuna skattborgaranna. En hans hugsjón virðist stund- um vera sú að allir læknar skuli í starf og þótt fjölda þeirra vanti til starfa úti um land skuli með illu eða góðu fleiri störf búin til fyrir þá á Reykjavíkursvæðinu. Og því skuli allt til fundið sem undir þá má setja, þótt um ráðsmennsku á einkaheimilum sé að ræða. Til þess þarf allnokkur jakalæti. En þessi skoðun landlæknis á sér marga formælendur, að allir sérmenntaðir menn skuli á laun í sínu fagi. Ef störfin eru ekki til eru þau búin til, aukin og fjölgað. Ellegar að hinum há- og sér- menntuðu eru borguð laun skv. menntunarstigi sem fæst að loknu námi (sem meta á til fullra launa) þótt hinn sami gegni starfi sem alls ekki gerir kröfu til slíkrar menntunar. Undrar nokkurn þótt hinn jak- inn sé ekki ánægður. í viðtali sínu segir öldrunar- fræðingurinn „að vistrýmum á stofnanir fyrir aldraða sé ekki réttlátlega úthlutað því yfirsýn vanti yfir hverji séu í mestri þörfinni. Nú er vistrýmum úthlut- að eftir geðþótta eigenda stofnan- anna“. Ekki væri ég að elta ólar nú við áður framkomnar staðhæfingar frá formanni fræðafélagsins og landlækni í viðtölum sínum, ef ekki kæmi jafn skýrt fram og raun ber vitni um, hver hin raunveru- lega ætlan þessara miðstýringar- manna er. En það er að koma á heildarskipulagi öldrunarþjónustu í kringum faglega stofnun sem mctur þörf og ræður yfir vistun og hverjir vistast og hefur yfir- sýn yfir alla landsmenn 65 ára og eldri. Að þessu starfi sérfróðir menn. í þeim skrifum mínum, sem á eftir fara verða settar fram mínar persónulegu skoðanir. Vona ég að félagsskapur sá sem ég starfa fyrir verði ekki enn einu sinni látinn gjalda þess að mínar skoðanir verða ekki alltaf beygðar undir vilja þeirra sem völdin hafa. En óhjákvæmilega hljóta í þeim að koma fram ekki aðeins skoðanir minar heldur einnig þeirra leik- manna annarra sem hafa reynt að leggja hönd á plóginn til hjálpar í vandamáli, sem að sjálfsögðu snertir allar stéttir þjóðfélagsins, en svo sorglega fáir vilja vita af fyrr en vandinn snertir þá sjálfa. Um alllangt skeið hefur mikið borið á skoðunum ráðamanna Öldrunarfræðafélags íslands m.a. um nýtingu vistrýma fyrir aldraða hér á landi og ráðstöfun þess. Það hafa verið búnir til leiknir þættir til flutnings í hljóðvarpi og sjónvarpi og viðtöl birt í blöðum til að koma einhliða áróðri þessa félagsskapar á framfæri. Sam- merkt öllum fréttamönnum fram- angreindra fjölmiðla er að birta þessar skoðanir og fullyrðingar án þess að ræða við þá aðila sem hljóta að vera með andstæðar skoðanir og heilbrigð skynsemi „hlutlausu" fréttamannaanna hlýtur að gera sér grein fyrir að séu til staðar. Nú fyrir skömmu hefur hluti þessa áróðurs komið fram í þings- ályktunartillögu á Alþingi og falla flutningsmenn hennar í sömu gröf og hlutlausu fréttamennirnir, að gleypa hráa einhliða túlkun fræð- inganna, sem verður hjá þeim bein árás á þá sem mest og best hafa unnið öldruðum á síðustu áratug- um. Hefðu menn mátt ætla að þeir sem telja sig einu sjálfkjörnu málssvara verkalýðsins á Islandi vissu um þátt samtaka sjómanna á þessu sviði. — En máski er til of mikils ætlast, þegar haft er í huga að mikill meiri hluti þeirra er fæddur inn í ríkiskerfið, alinn upp í skjóli þess, hefur stundað langskólanám á vegum þess, haft framfæri sitt af því og er nú að undirbúa að geta eytt ellidögunum í skauti kerfisins og að síðustu gengið til eilífðar- náða í faðmi þess. — - O - Forsvarsmenn Öldrunarfræða- félags íslands munu flestir hafa Pétur Sigurðsson atvinnu sína af ýmiss konar þjón- ustu við aldraða og vel má skilja á ýmsum yfirlýsingum þeirra í fjöl- miðlunum að þeir munu finna óþyrmilega fyrir þeim eldi sem á þeim sem öðrum brennur varðandi lífsnauðsynlega þörf á stórauknu hjúkrunarrými fyrir aldraða. En í stað þess að taka drengi- lega undir baráttu þeirra sem að þessu vinna og vita að sænskar reikningskúnstir leysa ekki þetta 1. grein — Góða veislu gjöra skal — vandamál, heldur þarf fleiri hjúkrunarrými til ráðstöfunar, nota þeir hinar ódýrari aðferðirn- ar og koma fram þegar erfiðu verkin eru að baki, söfnun fjár- muna og bygging húsnæðis fyrir aldraða, og segja: Nú get ég! Er þessi aðferð fræðinganna kölluð „Nú get ég“ aðferðin, af Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra. Þeir loka augunum fyrir því að með þeim aðferðum sem þeir nota (og oft virðast bera keim bæði af öfund og valdafíkn), er verið að tefja fyrir og draga úr áhuga ráðamanna og annarra sem fjár- munum ráða til að snúa sér að þessu verkefni. Sumir hafa lesið úr þessari afstöðu öldrunarfræðinganna þunga, en óbeina gagnrýni á ýms- ar byggingarframkvæmdir innan heilbrigðisgeirans sem hafa komið til framkvæmda að tillögum þeirra sem innan hans starfa og teljast fræðingar á sínqm sviðum. Alla- vega áhrifameiri en öldrunarfræð- ingar, því sumir þeirra hafa náð fram vilja sínum um framkvæmd- ir þótt mikill skoðanaágreiningur hafi verið uppi um tímasetningu og jafnvel nauðsyn þeirra. Einn af forgöngumönnum að stofnun Öldrunarfræðafélags Is- lands og formaður í fjögur ár var Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- heimilisins Grundar og mun félag þetta hafa frá fyrstu tíð notið skjóls þar, bæði beint og óbeint. Nú senda forystumenn þessa félags þakkir sínar fyrir fóstrið og segja vistanir á Grund vera geð- þóttaákvarðanir hans. Það eru látin liggja orð að því að við vistun á Grund (að Hrafnistu kem ég síðar) sé hvorki litið á neyð né þörf hinna öldruðu fyrir vistun og að aðilar sem þessi mál varðar hafi ekki samráð við Gísla, en slíkt er ómerkilegt blaður. Vissulga ljótt ef satt væri, en fjarri sann- leikanum og því högg undir belti- stað. Fleiri en ég munu hneykslast á slíkum ummælum um þann einstakling sem mest hefur unnið að því að kynna vandamál aldr- aðra fyrir þjóðinni og verið í fararbroddi við að leysa þau. - O - í viðtali formanns Öldrunar- fræðafélagsins við blaðakonu Tím- ans þ. 15 þ.m. kemur fram sú skoðun hans að brýna nauðsyn beri til að koma stofnunum eins og Grund og Hrafnistu undir opin- bert eftirlit (!!!) Ókunnugir geta sjálfsagt dregið þá ályktun af þessum orðum að slíkt eftirlit þurfi því um glæp- samlega starfsemi sé þar að ræða! Nú ætla ég ekki Þór Halldórs- syni slíkan hugsunarhátt, hann væri þá ekki að telja þessi tvö heimili lausn þess vanda sem heilbrigðisyfirvöld, hann sjálfur og félagar hans, standa frammi fyrir þessum málum. Hins vegar bera orð hans vitni mikilli vanþekkingu ef hann virki- lega heldur að slíkt eftirlit sé ekki til staðar. Að sjálfsögðu eru þessi heimili undir opinberu eftirliti því þau starfa samkvæmt ákvæðum laga þar um. Aðilar verða að hafa í höndum leyfi hins opinbera til að byggja dvalarheimili aldraðra og verða að fara eftir reglum sem það setur um byggingarnar, stærð rýmis og búnað heimilanna. Samfara því að fá leyfi til rekstursins koma marg- víslegar kvaðir um starfsfólk og menntun þess auk þess sem launa- og kjarasamningar sem hið opin- bera gerir við stéttarfélög þeirra sem að heilbrigðismálum vinna hafa í för með sér enn fleiri kvaðir m.a. um fjölda starfsmanna í sumum störfum. Þessar kvaðir margfaldast þeg- ar um hjúkrunardeildir þessara heimila er að ræða. Allar deildir heimilanna eru að sjálfsögðu undir daglegu eftirliti heilbrigðisyfirvalda eins og aðrar skyldar stofnanir. Hjúkrunardeildir dvalarheimila aldraðra falla, samkvæmt sér- stakri viðurkenningu undir ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu, en í 24. þeirra, fjórða lið segir svo: „Hjúkrunar- og endurhæfingar- heimili er vistheimili fyrir sjúkl- inga, sem búið er að sjúkdóms- greina, en þarfnast mðferðar, sem hægt er að veita utan almennra og sérhæfðra sjúkrahúsa." Varðandi hina fjármálalegu hlið rekstursins þekki ég vel til Hrafn- istuheimilanna. Þar fara með endurskoðun bæði félagslegir og löggiltir endurskoðendur. Auk þess er opinberi aðilinn, sem ákveður daggjöldin, sterkasti og virkasti aðili hins opinbera eftir- lits en í lögum segir um hann m.a. þetta: „Daggjöld sjúkrahúsa, hjúkrun- arheimila og annarra stofnana eru ákveðin af fimm manna nefnd. I nefndinni eiga sæti fulltrúar eftir- talinna aðila: Fjármálaráðherra, Tryggingastofnunar ríkisins, Sam- bands ísl. sveitarfélaga, héraðs- sambands sjúkrahúsa og heil- brigðis- og tryggingaráðherra og er sá formaður. Nefnd þessi ákveður daggjöld og gjaldskrár þannig að samanlagðar tekjur stofnunar standi undir eðli- legum rekstrarkostnaði á hverjum tíma, miðað við þá þjónustu. er heilhrigðis- og tryggingaráð- herra hefur ákveðið að stofnunin veiti. — Sé um sjálfseignarstofnun eða einkaaðila að ræða, jafngildir það samningi ef hlítt er ákvörðun nefndarinnar um daggjöld, er vera skulu í einu lagi fyrir vist og þjónustu." Að sjálfsögðu er útilokað annað en að hlita úrskurði þessa aðila og reka heimilin innan þess ramma sem daggjöldin marka. A liðnum árum óðaverðbólgu hér á landi hafa kröfur þessarar nefndar um tíðari skil margskonar upplýsinga og skýrslna aukist stórlega og er það skiljanlegt. Af takmörkuðum starfsmannahaldai Hrafnistu kostar þetta að sjálf- sögðu mikið vinnuframlag. Þetta er þó ætíð látið í té þegar þess er óskað og einnig óbeðið, auk þess sem starfsmenn nefndarinnar fá allar upplýsingar sem þeir biðja um og hafa aðgang að bókhaldi stofnananna. Ekki hefi ég heyrt kvartanir frá þessum aðila um vanhæfni Hrafn- istuheimilanna til upplýsinga og skýringa á rekstri sínum og efa ég að Þór Halldórsson beri fram kröfu sína um opinbert eftirlit á Hrafnistu af þeim sökum. Hinsvegar geta stjórnendur Hrafnistu kvartað yfir þeirri áráttu annarra opinberra aðila að krefjas skýrslugjafa í tíma og ótíma eins og slíkt kosti ekkert fé og að þessar sjálfseignarstofnanir geti verið í skýrslugerðarleik með starfsfólk sitt langtímum saman. Sérstaklega þegar þess er gætt aö þeir geta sjálfir farið á fund daggjaldanefndar og fengið meginþorra sinna upplýsinga þar í ljósriti. I samræmi við það sem hér hefur verið sagt um fullyrðingar Þórs á nauðsyn opinbers eftirlits á dvalarheimilin er hún ærin fyrir og öllum aðilum sem það varðar opin, því óþörf, enda engin rök fyrir henni. Framhald. Elliheimilið Grund Miðstýring öldrunarmála

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.