Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
17
íslensku mannfræði-
stofnuninni berast gjafir
Alexander von Humboldt-stofn-
unin í Sambandslýðveldinu Þýzka-
landi hefur gefið Mannfræðistofn-
un Háskóla Islands borðtölvu og
jaðartæki til úrvinnslu gagna. Eru
þessi tæki af gerðinni Hewl-
ett-Packard 9825A og 9869A. Mun
notkun þeirra auðvelda mjög úr-
vinnslu Mannfræðistofnunar Há-
skóla íslands, sem þegar hefur yfir
margs konar mannfræðilegum
efniviði að ráða varðandi 26 þús-
und íslendinga og þúsundir út-
lendinga.
Sendiráðunautur þýzka sendi-
ráðsins á íslandi, hr. Karlheinz
Alexander von Humboldt
Krug, afhenti formlega umrædd
tæki fyrir hönd Humboldt-stofn-
unarinnar 20. janúar s.l. við mót-
töku í Mannfræðistofnun Háskól-
ans. Forstöðumaður hennar, dr.
Jens Pálsson, þakkaði gjafirnar og
minntist jafnframt fyrri stuðnings
Humboldt-stofnunarinnar við
Mannfræðistofnunina. Viðstaddir
voru auk ofannefndra: Stefán
Sörensson, háskólaritari, í forföll-
um rektors, Jóhann Axelsson,
prófessor, formaður stjórnar
Mannfræðistofnunarinnar og
fleiri gestir.
Alexander von Humboldt-stofn-
unin er kennd við hinn fjölhæfa,
heimsþekkta þýzka vísindamann,
sem á 19. öld lagði grundvöll að
ýmsum vísindagreinum nútímans.
Stofnunin styrkir vísindamenn
um víða veröld. Fyrst velja 86
þýzkir háskólamenn og vísindasér-
fræðingar menn eftir vísindaleg-
um verðleikum, en síðan stjórn
stofnunarinnar styrkþega úr þeim
hópi. Er valið óháð ríkisvaldi og
stjórnmálum landa, þjóðerni og
kynþætti. Hefur Humboldt-stofn-
unin haft sérstaklega mikil og
heillavænleg áhrif í vísindaheim-
inum eftir síðari heimsstyrjöld
undir forsæti nóbelsverðlaunahaf-
anna Werner von Heizenberg,
prófessors, og núverandi forseta
stofnunarinnar, Feodor Lynen,
prófessors, ásamt aðalritara henn-
ar dr. Heinrich Pfeiffer. Verður
þessum mönnum seint fullþakkað
það mikla starf, sem þeir og
samstarfsmenn þeirra hafa lagt
fram til styrktar vísindum og
jafnframt alþjpðlegum menning-
artengslum. Hafa þeir auk annars
gert sér far um að fylgjast með
vísindalegri baráttu fyrrverandi
styrkþega og Humboldt-stofnunin
hefur boðið sumum þeirra aftur til
Þýzkalands til endurhæfingar og
kynningar og styrkt stofnanir er
þeir vinna við í heimalöndum
sínum.
Ofannefndur forstöðumaður
Mannfræðistofnunar Háskóla ís-
lands var t.d. styrkþegi
Humboldt-stofnunarinnar
1962—1965 og var einnig í boði
hennar í Þýzkalandi árið 1976 að
kynna sér starfsemi helztu mann-
fræðistofnana þar. Ennfremur
styrkti Humboldt-stofnunin á sín-
um tíma Mannfræðistofnun ís-
lenzka mannfræðifélagsins með
tækjagjöf og bókagjöfum og síðar,
eða árið 1977, Mannfræðistofnun
Háskóla Islands, einnig með veg-
legum bókagjöfum.
Alexander von Humboldt-stofn-
unin hefur þannig átt stóran þátt í
því að efla mannfræðirannsóknir á
Islendingum.
Aðsetur Humboltdt-stof nunarinn-
ar í Bonn-Bad Godesberg.
ALLCGRO
Enginn bíll jafnast á við framhjóladrifinn Austin Allegro,
ef miðað er við verðflokk — og jafnvel þótt litið sé á
enn hærri verðflokka. Lítið á allan útbúnaðinn —
og dæmið sjálf.
Vélin:Fjögurrastrokka70HÖSAE.
Hitastýró vifta, sem ásjálfvirkan
hátt stjórnarhitastigi vélarinnar.
Vinnsluhitastig næst mun fyrr,
Þetta dregur úr vélarsliti og
minnkar bensínnotkun.
Geymslurými: Geymslurýmið
er stórt teppalagt og vel lýst,
þar á allur farangur fjölskyld-
unnar að komast fyrir. Stærðin
er 265 Iftrar. —
Sportlegt útlit: Allegro hefur
verið reyndur í sérstökum vind-
göngum og loftmótstaðan er
lítil. Hér eru nokkur atriði, sem
eru aukakostnaður í öðrum bíl-
um, en innifalinn f Allegro:
Metallic lakk, vfnylþak, litað gler
f alla glugga, gúmmflistar á
hliðarnar, svartir hliðarspeglar
og sport-hjólkoppar. Og svo er
auðvitað búnaður eins og bakk-
Ijós, upphituö afturrúða,
vindlakveikjari, o.m.fl.
Fjöðrun og hjólaupphengjur
Framhjóladrif og Hydragas-
fjöðrun. Fjöðrunarbúnaðurinn
þarf sáralftið viöhald. Engir
höggdeyfar, sem þarf að skipta
um. Hjólin á hvorri hlið eru að
hluta tengd saman, en sú tækni
eykuröryggi og þægindi. Tvö-
falt hemlakerfi veitir öryggi —
aflhemlar með diskahemlun að
framan.
Yfirbyggingin: Rúmgóð fyrir
fimm farþega. Ofið sætaáklæði,
stillanlegt bak á framsætum.
Vönduð innrétting og mælaborö.
Teppiágólfi.
Stjórntæki: f Allegro er tann-
stangarstýri, sem tryggirörugg-
ari stjórn bílsins og næmari til-
finningu fyrir veginum. Án þess
að taka hendur af stýri er hægt
aó ná til Ijósarofa, rofa fyrir
rúðuþurrkur, rúóusprauturog
stefnuljós.
P. STEFANSSON HF.
SÍÐUMÚLA 33 - SÍMI83104 - 83105
|Kodak
ektra22ef
myndavélin
MEÐ INNIBYGGÐU
EILIFÐARFLASSI
Þessi nýtízkulega hannaða myndavél
með handfanginu er með innibyggðu
eilífðarflassi, þannig að þú stillir
á flassmerkið og styður svo á takkann
og tekur allar þær myndir sem þig langar til.
Handfangið gerir vélina stöóugri
og hjálpar þér til að taka skarpari myndir.
HF
GLÆSIBÆ AUSTURVERI
S: 82590 S: 36161
PETERSEN
HANS
BANKASTRÆTI
S: 20313
Verð
með 2 rafhlöðum og einni fílmu:
Kr. 24.700.00
Umboðsmenn um land allt