Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 25 •Kalli Jó hefur lætt knettinum inn á línuna til Hilmars Sigurgíslasonar. Valgarð rígheldur hins vegar í Ililmar sem fyrir vikið, nær ekki knettinum. Ljósm: Emiif* HK að bjarga sér úr fallhættu Gamla góða reynslan er nú sem óðast að bætast í hóp þeirra kosta sem lið HK hefur til brunns að bera. Þar sem fyrr í vetur náði liðið forystu f leikjum og glopraði þeim siðan niður, heldur liðið nú fengnum hlut. Bæði gegn ÍR I síðustu viku og FH á laugardag- inn hefur liðið þá átt slæma leikkafla sem orðið hafa til þess að sigurinn hefur hangið á bláþræði. En aðalatriðið er, að leikmennirnir hafa haldið haus og verið sterkari á lokasprcttin- um. Sigur vannst gegn FH, 22—20, en staðan í hálfleik var 11-8, HKívil FH var aðeins yfir einu sinni í leiknum, 2—1, í upphafi, en eftir það átti liðið varla möguleika fyrr en á lokamínútunum, en þá tókst þeim að minnka muninn i eitt mark, úr 21 — 18 í 21—20. Æsispennandi lokamínútur, en þegar aðeins tæp mínúta var til leiksloka smeygði Karl Jóhanns- son sér gegnum vörn FH og skor- aði örugglega með laflausu skoti sem fór í fótinn á Magnúsi Ólafs- syni áður en hann skoppaði í netið. Eftir leikinn vildi Karl að sjálf- sögðu ekki heyra á það minnst að um grísmark hefði verið að ræða. Mark Karls gerði út um leikinn fyrir HK, en það hefði verið hámark ósanngirninnar ef FH hefði tekið upp á því að næla sér í stig. HK átti bæði skilin og vel það, liðið komst í 7—2 með góðum kafla í byrjun og þó að FH-ingar hafi saxað dálítið á það forskot, munaði yfirleitt 2—4 mörkum. HK hefur farið gífurlega fram að undanförnu og í þokkabót er baráttan í liðin slík, að úr hófi keyrir stundum. Sumir leikmanna liðsins eru svo upptrekktir í leikj- unum, að það tekur þá örugglega góðan tíma að róast á nýjan leik. Einar Þorvarðarson átti enn einn stórleikinn í marki HK, varði hann mörk skot mjög glæsilega og á mikilvægum augnablikum. Stefán Haldórsson skoraði að venju mikið af mörkum, en hann á ávallt við yfirvegarvandamálið að stríða. Þá áttu Hilmar, Ragnar og Kristinn góðan leik. Vörn HK var upp og ofan, hún míglak hægra megin hjá þeim Stefáni og Ragn- ari en var yfirleitt frekar traust annars staðar. Þeir Geir Hall- steinsson og Guðmundur Árni Stefánsson fóru margsinnis í gegnum vörnina á umræddum stað. Þeir, ásamt Guðmundi Magnússyni, voru langbestir FH-inga. FH-liðið átti afar lélag- an leik og flestir áttu slakan dag. Geir hefur oft verið betri, en var samt langbesti leikmaður liðsins. Það á við hann og Guðmund Árna, að þeir skoruðu mest, en gerðu líka rúmlega sinn skerf af mistökum. Þeir Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson sáu um dómgæsluna og voru þeim mislagðar hendur. Hitti það naglann á höfuðið, þegar einn áhorfandi spurði dómaranna, hvor hefði dæmt, þeir eða Geir Hallsteinsson. Ekki svo að skilja að FH hafi hagnast á dómunum, það kom jafnt niður á báðum liðum, þannig að hvorugt liðið getur í rauninni kvartað. í stuttu máli: íslandsmótið, 1. deild: HK—FH 22-20 (11-8) Mörk HK: Stefán Halldórsson 8 (2 víti), Hilmar Sigurgíslason 5, Jón Einarsson og Ragnar Ólafsson 2 hvor, Karl Jóhannsson, Gunnar Eiríksson, Friðjón Jónsson og Kristinn Ólafsson 1 hver. Mörk FH: Geir Hallsteinsson 10 (5 víti), Guðmundur Árni 5, Guðmundur Magnússon og Kristján Arason 2 mörk hvor. Vannýtt víti: Einar Þorvárðar- son varði tvívegis víti frá Geir Hallsteinssyni. Magnús Ólafsson varði víti Stefáns Halldórssonar. Brottrekstrar: Sæmundur Stefánsson FH, Hilmar Sigur- gíslason og Stefán Halldórsson í 2 mínútur hver. -gg- HAUKAR: Ólafur Guðjónsson 2, Höröur Haröarson 3, Ingimar Haraldsson 2, Árni Sverrisson 2, Jón Hauksson 1, Þórir Gíslason 1, Ólafur Jóhannesson 1, Júlíus Pálsson 1, Andrés Kristjánsson 3. VALUR: Brynjar Kvaran 2, Ólafur Benedkktsson 3, Stefán Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 3, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Guömundsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Bjarni Guðmundsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Brynjar Haröarson 2, Karl Jónsson 1, Gísli Fafalowich 1. HK: Einar Þorvaröarson 3, Erling Sigurösson 1, Stefán Halldórsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Hilmar Sigurgíslason 3, Friöjón Jónsson 2, Jón Einarsson 2, Ragnar Ólafsson 2, Gunnar Eiríksson 2, Karl Jóhannsson 2. FH: Sverrir Kristinsson 2, Magnús Ólafsson 1, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Geir Hallsteinsson 3, Guðmundur Magnússon 3, Kristján Arason 1, Janus Guölaugsson 1, Valgarö Valgarðsson 1, Sveinn Bragason 1. VÍKINGUR Kristján Sigmundsson 3, Eggert Guömundsson 2, Páll Björgvins- son 3, Viggó Sigurösson 3, Ólafur Jónsson 3, Erlendur Hermannsson 3, Steinar Birgisson 4, Skarphéöinn Óskarsson 2, Einar Magnússon 1, Magnús Guöfinnsson 2, Árni Indriöason 2. HAUKAR: Ólafur Guöjónsson 2, Gunnlaugur Gunnlaugsson 1, Höröur Harðarson 2, Árni Sverrisson 1, Andrés Kristjánsson 3, Júlíus Pálsson 3, Þórir Gíslason 1, Siguröur Aöalsteinsson 1, Karl Ingason 1, Ólafur Jóhannesson 1. ÍR tókst hið ótrúlega! Hver hefði trúað því, að ÍR, sem ekki hefur risið upp úr meðal- mennskunni í allan vetur, myndi ná algerum toppleik gegn Val er liðin mættust í Höllinni í gær- kvöldi og vinna með ekki minni en 6 marka mun. Einhver sem hefði spáð fyrirfram hefði verið álitinn sturlaður og stimplaður hálfviti fyrir lifstíð. Hans eina von væri að ÍR mundi gera það ótrúlega, sem liðið og gerði ræki- lega. ÍR hafði slíka yfirburði, að um tíma í síðari hálfleik var 9 marka munur. Langtímum sam- an komst varla skot í gegn um varnarmúr ÍR og hvað eftir annað fiskuðu leikmenn liðsins knöttinn, óðu upp og skoruðu. Leiknum lauk 23—18, en staðan í hálfleik var 13-7. Lætin byrjuðu strax, en maður hafði það þó ávallt á tilfinning- unni að IR-ingar myndu springa á þeim hraða sem þeir léku. En þegar munurinn jókst, var ljóst, að það yrði æ erfiðara fyrir Vals- menn að rífa sig upp. Vörn ÍR var eins og fjallagarður þar sem fugl- inum fljúgandi einum voru vegir færir. Reyndar slapp boltinn nokkrum sinnum, en Jens var í essinu sínu og varði 20 skot, mörg glæsilega. Sem fyrr segir var staðan í hálfleik 13—7 og menn reiknuðu frekar með því í síðari hálfleik, að Valsmenn myndu loks hrista af sér slenið. Það var þó eitthvað annað og ÍR-ingar skor- uðu þrjú fyrstu mörkin, öll úr hraðaupphlaupum eftir að hafa komist inn í sendingar Vals- manna. Var stundum engu líkara en að IR-ingarnir hefðu hverja væntanlega hreyfingu Valsmanna kortlagða og vissu upp á hár hvernig bæri að stöðva hana. Valsmenn rumskuðu dálítið um miðbik hálfleiksins, Stefán skoraði eitt mark og Jón Karlsson fjögur. En meira var það ekki og undir lokin var slík örvænting í Vals- mönnum, að knötturinn hafnaði mun oftar í höndum ÍR-inga held- Enginn úr- slitaleikur? Körfuknattleikssamband ís- lands hefur borist skeyti frá Alþjóðasambandinu, þar sem staðfest er að leika má kærða leiki á borð við leik Vals og ÍR um daginn, þar sem skýrsla og klukkuna greindu á um hvað Valur hafði skorað mikið. Ef að bæði liðin samþykkja að leika á ný, má KKÍ leyfa slíkt. Ljóst er, að ÍR hefur samþykkt að leita leikinn aftur og hvílir ákvörðunin því á herðum KKÍ. Víkingur AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsins Víkings verður haldinn í kvöld og hefst klukkan 20.30 í Félagsheimilinu við Hæðargarð. Venjuleg aðalfundarstörf. Öruggt hjá Val VALSSTÚLKURNAR unnu FH í 1. deild kvenna í gærkvöldi og eiga góðan möguleika á að stela öðru sætinu af FH í deildinni. Með sigri sínum jöfnuðu þær FH að stigum, en þetta var þriðja tap FH í röð. Lokatölur leiksins urðu 18—15 Val í vil, en staðan í hálfleik var jöfn, 7—7. Þetta var sveiflukenndur leikur í byrjun og í heildina frekar slakur með stórskemmtilegum mistaka- köflum. Inn á milli voru þó gerðir góðir hlutir, gallinn var bara sá, að í flestum tilvikum voru það sömu stúlkurnar sem það gerðu, Erna hjá Val og Katrín hjá FH. Það leit frekar lítið út fyrir að Valur myndi gera stormandi lukku í byrjun leiks, þegar FH skoraði 5 fyrstu mörkin. Þrátt fyrir það var jafnt í hálfleik, enda sýndi FH-lið- ið lítinn handbolta utan einstöku einstaklingsframtak eftir það. FH var reyndar yfir framan af síðari hálfleik, en síðan sigu Vals- stúlkurnar rólega fram úr og unnu öruggan sigur, 18—15. Sem fyrr segir, bar Erna Lúð- víksdóttir af í liði Vals. Sigrún og Oddný áttu einnig nokkuð góðan leik. Katrín hefði keppt við Ernu um nafnbótina maður leiksins, ef sú nafnbót væri hér veitt. Hún ein virtist standa í Völsurunum og á lokakaflanum skoraði hún öll mörk FH. Mörk Vals: Erna 7 (4 víti), Oddný 4, Harpa 4, Sigrún 3. Mörk FH: Katrín 7 (4 víti), Svanhvít og Kristjana 3 hvor, Hildur 2 mörk. — gg. Óvæntur sigur Þórs gegn FH 11. deild kvenna ÞÓRSSTÚLKURNAR í handknattleik komu mjög á óvart með því að sigra FH f Ieik liðanna f 1. deild, sem fram fór á Akureyri á laugardag. Sigur bórs var nokkuð öruggur, 18 mörk gegn 15, eftir að staðan í leikhléi hafði verið níu mörk gegn níu. FH hafði yfirhöndina framan af leik og hafði yfirleitt eins til tveggja marka forystu. Um miðjan hálfleikinn tókst Þórsurum að jafna leikinn og ná yfirhöndinni, en í leikhléi var jafnt, níu gegn níu. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn framan af, en um miðjan hálfleikinn náðu Þórsarar forystunni, forystu sem dugði til sigurs. I liði Þórs voru þær sterkastar Hanna Rúna, Magnea og Anna Gréta ásamt Auði í markinu. Við þessi úrslit virðist allt benda til að Þórsstúlkurnar haldi sæti sínu í deildinni. I liði FH var Katrín Danivalsdóttir langbest, en auk hennar átti Kristjana þokkalegan leik. MÖRK ÞÓRS: Hanna Rúna 7, Magnea og Anna Gréta 3 hvor, Guðný og Harpa tvö hvor og Aðalbjörg eitt mark. MÖRK FH: Katrín 7, Kristjana 4 og eftirtaldar stúlkur skoruðu eitt mark: Svanhvít, Anna Gunnarsdóttir, Björg Gilsdóttir og Brynja Guðmundsdóttir. Sigb.G. ur en í neti þeirra. ÍR-ingarnir voru hins vegar miklir klaufar á þessum síðustu mínútum, fengu fjölda dauðafæra sem aðeins nýtt- ust að frekar litlu leyti, Óli Ben varði vel um þetta leyti. Sem fyrr segir, var hér um algeran toppleik af hálfu ÍR-inga að ræða, allir leikmenn liðsins börðust eins og minkar í vörn, voru þó að sjálfsögðu mun sterkari líkamlega. Fengu Valsmenn ekki stundarfrið til að stilla upp kerf- um sínum. í sókninni blómstruðu ýmsir, t.d. Bjarni Bessason, sem ásamt einum eða tveimur öðrum, er sá leikmaður sem hvað mest hefur farið fram í vetur. Guðjón Marteinsson átti einnig mjög góð- an leik, en skaut mikið undir lokin. Áður er getið um stórkostlegan leik Jens Einarssonar. Valsmenn voru hvorki fugl né fiskur að þessu sinni, hvort sem þeir hafa vanmetið ÍR-inga eða ekki. Það var ótrúlegt að slíkur munur skyldi vera á toppliði og botnliði. Jón Karlsson stóð fyrir sínu, Bjarni átti góða spretti og Óli Ben. var góður í lokin. Aðrir áttu afleitan dag. f STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild: Valur — ÍR 18—23 (7-13) MÖRK VALS: Jón Karlsson 6 (3 vfti), Jón Pétur Jónsson 4 (1 víti), Bjarni Guðmunda- son 3, Þorbjörn Guðmundsson 2, Þorbjðrn Jensson, Stefán Gunnarsson og Steindór Gunnarsson 1 hver. MÖRK ÍR: Bjarni Bessyson 8, Guðjón Marteinsson 6, Brynjólfur 4. Hafliði Hali- dór8son 2, Sigurður Svavarsson, Bjarnl Hákonarson og Guðmundur Þórðarson 1 hver. VfTl í VASKINN: Óll Ben. varði tvö, annað frá Bjarna Hákonar og hitt frá Sigurði Svavaresyni. Jens varði eitt frá Brynjari Harðareyni. BROTTREKSTRAR: Þorbjörn Jensson 4 mfn., Sigurður Svavareson, Bjarni Ðessa- son, Steindór Gunnareson og Stefán Gunn- arsson 2 mfnútur hver. — gg. Ljósm: Emilía. • Brynjólfur Markússon gerir aðför að marki Vals. Hann átti ágætan leik, eins og flestir félaga hans í gær, er risinn Valur var lagður að velli. ÍR: Jens Einarsson 5, Ingimundur Guðmundsson 1, Guðjón Marteins- son 3, Bjarni Bessason 4, Bjarni Hákonarson 2, Brynjólfur Markússon 3, Sigurður Svavarsson 3, Guðmundur Þórðarson 1, Hafliði Halldórsson 2, Sigurður Gíslason 2. VALUR: Brynjar Kvaran 1, Ólafur Benediktsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 1, Þorbjörn Jensson 1, Jón Pétur Jónsson 1, Jón Karlsson 3, Bjarni Guömundsson 2, Steindór Gunnarsson 1, Stefán Gunnarsson 1, Brynjar Harðarson 1. • Steinar Birgisson dregur greinilega lítið sem ekkert af sér er hann þrumar í netið einu af átta mörkum sínum í síðari hálfleik. Ólafur Jóhannesson fylgist með framvindu mála. Ljósm: Emilfa Fátt stöðvar Vikinga YFIRBURÐIR tveggja efstu liða 1. deildarinnar í handbolta eru hreint með ólíkindum. Haukar úr Hafnarfirði reyndust lítil hindr- un Víkinga í að krækja í tvö stig í safnið f viðbót. Haukar héldu í við Víkinga meiri hluta fyrri hálf- leiks, en með sterkum leik síðustu 2 mínútur fyrri hálfleiks tókst Víkingi að ná 3 marka forystu. Liðið bætti síðan við hana í síðari hálfleik. begar upp var staðið höfðu Víkingar í pokahorninu 6 marka sigur, 28—22, en þegar mest var, skildu 8 mörk, 20—12, 21 — 13 o.s.frv., staðan í hálfleik var 12—9. Páll (tvö) og Viggó skoruðu í byrjun fyrir Víking og náðu for- ystu sem ekki var látin af hendi. Eigi að síður var ávallt í fyrri hálfleiknum stutt í Haukana, sem léku oft skínandi. Var fyrri hálf- leikurinn sérlega vel leikinn og leikkerfi beggja liða gengu upp með tilheyrandi glæsimörkum. En eins og svo oft í vetur, gátu Haukar ekki haldið slíkum leik í 60 mínútur, og Víkingarnir með Steinar Birgisson fremstan í flokki kaffærðu þá gersamlega í síðari hálfleik. Steinar átti vafalít- ið sinn langbesta leik fyrir Víking og hann lét sig ekki muna um það að skora 8 mörk í síðari hálfleik. Hafa fáir eða engir íslenskir hand- boltamenn tekið jafn stórstígum framförum og Steinar, því að auk þess að vera sterkur í sókn, er hann hinn liðtækasti varnarmaður og það jafnvel lengst af verið hans sterka hlið. Það var þó ekki aðeins einstaklingsframtak Einars sem lá að baki stórsigri Víkings, flétturn- ar héldu áfram að ganga upp í síðari hálfleik, þar sem dregið var fyrir slíkt hjá Haukum. Og loka- tölurnar urðu sem fyrr segir 28—22 fyrir Víking og er ljóst að leikur Víkinga og Vals, em er síðasti leikur Islandsmótsins, verður hreinn úrslitaleikur. Það kemur mjög á óvart ef eitthvert hinna liðanna nær að reita stig af þessum tveímur liðum. Áður er getið um stórleik Steinars Birgissonar hjá Víkingi, en auk hans voru bestir hjá Vík- ingi markvörðurinn Kristján Sig- mundsson, sem varði 17 skot í leiknum, og Viggó Sigurðsson, sem virðist hafa lítið fyrir neglingar- skotum sínum. Þá voru að venju góðir hornamennirnir Erlendur og Ólafur auk Páls Björgvinssonar. Hörður Harðarson átti nokkra góða spretti í leiknum fyrir Hauka, en hans var vel gætt, betur en oft áður. Andrés var sterkastur Hauka að þessu sinni, en margar styrkar stoðir brugðust og léku illa. Dómgæsla Rögnvalds Erlings- sonar og Guðmundar Kolbeinsson- ar var í heildina góð, leikurinn var erfiður. Einstaka yfirsjón að vísu, en það er líka venjan. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild: Víkingar — Haukar 28—22 (12—9). Mörk Víkings: Steinar Birgisson 8, Viggó Sigurðsson 7 (1 víti), Páll Björgvinsson 6 (2 víti), Erlendur Hermannsson 4, Ólafur Jónsson 2 og Skarphéðinn Óskarsson 1 mark. Mörk Hauka: Júlíus Pálsson 8 (5 víti), Hörður Harðarson 7 (2 víti), Andrés Kristjánsson 4, Árni Sverrisson, Sigurður Aðalsteins- son og Þórir Gíslason 1 mark hver. Víti í vaskinn: Kristján Sig- mundsson varði vítakast Harðar Harðarsonar og Eggert Guðmundsson varði víti Júlíusar Pálssonar. Brottrekstrar: Steinar Birgis- son, Víkingi, í 4 minútur og Hörð- ur Harðarson, Haukum, í 2 mínút- ur. — gg. 1. DEILD Staðan < fyretu deiid er nú: Víkingur 12 10 1 1 297- -237 21 Valur 12 10 1 1 224- -188 21 FH 13 6 1 6 271- -268 13 Haukar 13 5 2 6 272- -282 12 Fram 12 5 1 6 242- -271 11 ÍR 13 4 1 8 238- -255 9 HK 13 3 2 8 234- -253 8 Fylkir 12 1 3 8 215- -240 5 Markhæstu leikmenn eru: Geir Ilallsteinsson FH 93 Hörður Harðarson Haukum 75 Stefin Halldóreson HK 72 Atli Hilmarsson Fram 65 Gústaf Björnsson Fram 62 Jón Pétur Jónsson Val 56 Viggó Sigurðsson Vfk. 56 Guðjón Marteinsson ÍR 51 Páll Björgvinsson Vík 48 Gunnar Baldureson Fyiki 47 Brynjólfur Markússon ÍR 43 Ólafur Jónsson Vfk. 43 Hilmar Sigurgfslason HK 42 Jón Karlsson Vai 39 2. DEILD Staðan í 2. deild er nú þessi: KR 13 8 2 3 308 -263 18 KA 14 9 0 5 323-282 18 Þór VE. 13 7 3 3 259-236 17 ÞórAK. 13 7 1 5 260- 234 15 Ármann 12 6 2 4 253-240 14 Þróttur 13 5 2 6 292-280 12 Stjarnan 13 5 0 8 284-276 10 Leiknir 13 0 0 13 180-336 0 Markhæstu leikmenn eru: Konráð Jónsson Þrótti 104 Hannes Leifsson Eyjaþór 88 Björn Pétureson KR 76 Eyjóifur Bragass. Stjörnunni 68 Sigtryggur Guðlaugs. Þór Ak 65 Alfreð Gfslason KA 64 Björn Jóhanness. Armanni 63 Sigurður Sigurðss. Þór AK. 62 Þorleifur Ananfass. KA 62 Sfmon Unndóres. KR 57 Jón Árni Rúnares. KA 55 Páll Ólafss. Þrótti 49 Pétur Ingólfss. Ármanni 44 Einar Sveinss. Þrótti 42 1. DEILD Staðan í 1. deild kvenna er nú: Fram 12 11 0 1 155- -99 22 Valur 11 7 1 3 155- 144 15 FH 12 7 1 4 161- 147 15 Haukar 13 7 1 5 168- 146 15 KR 12 7 0 5 141- 125 14 UBK 11 2 1 8 92- 146 5 Víkingur 13 1 2 10 138- 174 4 Þór 10 2 0 8 110- 139 4 Markhœstar eru nú: Margrét Theodórsdóttir Haukum 51 Ingiinn Bernóduadóttir Vfk. 45 Gudríður Guöjónsdóttir Fram 46 Svanhvít Magmúsdóttir FH 42 Hansína Melsted KR 37 Katrín Danivalsdóttir FH 41 Oddný Sigsteinsdóttir Fram 35 Halldóra Mathiesen Haukum 35 Erna Lúövíksdóttir Val 33

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.