Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 47

Morgunblaðið - 27.03.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 27 • Bjarni Bessason sem hér er kominn í skotstöðu átti ágætis leik á móti Þór í bikarleiknum. Einstaklingsfram- takió fleytti ÍR ÍR sló Akureyrar-Þór út úr 8 liða úrsiitunum í bikarkeppni HSl um helgina, er liðin mættust í Laugardalshöllinni. Norðanmenn riðu ekki feitum hesti frá bæjar- dvöi sinni að þessu sinni, tvö töp á bakinu, og sennilegast að ekki bara hafi liðið glatað möguleik- anum á að komast í fyrstu deild, heldur er liðið nú úr leik í bikarkeppninni að auki. ÍR vann 23—22, naumt var það. Þórsarar höfðu knöttinn lokamínútuna, án þess að þeim tækist að jafna metin. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Þór. Það verður að segjast eins og er, að ef að dæma á liðin eftir frammistöðu sinni í þessum leik, eru bæði félögin með mjög slök lið. Það er tilþrifalitill gönguhandbolti sem Þór býður upp á, en IR hefði eigi að síður tapað ef ekki hefði komið til einstaklingsframtök manna eins og Guðjóns Marteins- sonar og Brynjólfs Markússonar. Sem heild er IR-liðið eins og meðal 2. deildar-lið. Þór hafði forystuna í leiknum allan fyrri hálfleik og framan af þeim síðari, síðast 15—13. Þá voru þeir búnir í bili og ÍR skoraði 4 mörk í röð. Þór gerði eitt, en tvö í viðbót frá Guðjóni gerðu út um leikinn. Munurinn minnkaði ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, þegar Þór skoraði þrjú síðustu mörkin og breytti stöðunni úr 23—19 í 23—22, sem urðu lokatölur leiksins. Ekki er sérstök ástæða til að hrósa öðrum ÍR-ingum nema þeim Guðjóni og Brynjólfi, jú, Ásmund- ur í markinu lék vel. Guðmundur Skarphéðinsson var einna spræk- astur Þórsara, sérstaklega eftir að hann hætti að snúast eins og kefli og fór að ganga beint að hlutunum. Hann er sleipur gegnumbrotamað- ur. Mörk ÍR: Guðjón 8, Brynjólfur 5, Sigurður Svavars 5(2 víti), Guð- mundur Þórðarson og Bjarni Bessason 2 hvor og Bjarni Há- konarson 1 mark. Mörk Þórs: Sigurður Sigurðar- son 7(4 víti), Sigtryggur Guðlaugs- son, Guðmundur Skarphéðinsson og Gunnar Gunnarsson 3 hver, Valur Knútsson, Arnar Guðlaugs- son og Ólafur Sverrisson 2 hver, Jón Sigurðsson 1 mark. — gg- 23 mörk skildu Þór og Leikni Þor frá Vestmannaeyjum vann eins og öll önnur lið í 2. deild stórsigur á Leikni í Laugardals- höllinni á laugardag er liðin mættust. Lokatölurnar voru 36—13. Staðan í hálfleik var 16 — 4. Leikurinn var ekki burðugur, til þess voru yfirburðir Þórs alltof miklir. Lið Leiknis getur ekki veitt neina mótspyrnu og er að auki alveg stjórnlaust. Það var rétt fyrstu 10 mínútur leiksins, sem Þórsurum gekk ekki vel að skora. Var eins og þeir hefðu vanrækt upphitunina og kæmust ekki í gang strax. En eftir það skoruðu þeir nánast þegar þeim datt í hug. Eini maðurinn í liði Leiknis em einhverja getu sýndi var mark- vörðurinn Guðjón Einarsson sem varði oft af stakri snilld. I liði Þórs var Hannes Leifsson einna atkvæðamestur en allir leik- mennirnir komust vel frá leiknum. Staða Þórs er nú mjög góð í 2. deildinni, og nú eiga þeir eftir að leika við Ármenninga á heimavelli og takist þeim að sigra í þeim leik verða þeir ásamt KA í næstefsta sætinu í 2. deild. Mörk Þórs: Hannes 13, Herbert 7, Ragnar 6, Þór 3, Þórarinn I. 3, Andrés 2, Böðvar 1, Bergþór 1. Mörk Leiknis: Skafti 3, Rúnar 2, Friðrik 2, Sveinbjörn 2, Ólafur 2, Gunnar 2. -Þr. Öruggur sigur KA gegn Stjörnunni KA SIGRAÐI Stjörnuna nokkuð örugglega á laugardaginn með 25 mörkum gegn 22. Leikurinn var síðasti leikur KA í deildinni að þessu sinni og hefir liðið hlotið 18 stig í leikjum sínum. Möguleikar KA á sæti í fyrstu deild að ári eru enn nokkrir, og satt að segja er ekki ólíklegt að leika verði um efstu sætin í deildinni til að fá skorið úr um hvaða lið fá setu í 1. deild að ári. Við ósigur Stjörnunnar verma þeir nú næst neðsta sæti deildar- innar, tveimur stigum á eftir Þrótti, sem svo óvænt sigraði Þór á föstudag. Stjarnan og Þróttur eiga eftir að leika saman og þá fæst úr því skorið hvort liðið hafnar í næst neðsta sætinu og þarf að leika gegn liði númer tvö í 3. deild um laust sæti í 2. deild. Leikurinn á laugardag var all- skemmtilegur á að horfa þó svo handknattleikurinn sem liðin sýndu væri ekki alltaf upp á það besta. Stjarnan náði í upphafi forystu og komst í fjögur mörk gegn tveimur heimamanna. Þá var eins og eldgos hæfist og KA-menn skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu yfirburðastöðu, 12 mörk gegn 5, þegar skammt var til leikhlés. Stjarnan rétti aðeins úr kútnum fyrir leikhlé og staðan í hálfleik var 13 mörk gegn 8. í síðari hálfleiknum jafnaðist leik- urinn nokkuð, en munurinn var yfirleitt þetta fjögur til fimm mörk fyrir KA. Minnstur varð munurinn rétt fyrir leikslok, 23 mörk gegn 21, og úrslitin urðu öruggur sigur KA, 25 mörk gegn 22. Bestu menn KA á laugardag voru Þorleifur Ananíasson, Alfreð Gíslason og Magnús Gauti mark- vörður átti góðan leik í fyrri hálfleik. Þá má ekki gleyma Jóni Árna Rúnarssyni, sem hefir komið mjög sterkur út úr síðustu leikjum KA í vetur. Jón Árni skoraði ellefu mörk á iaugardag og að öðrum ólöstuðum var hann sterkasti maður vallarins. Eyjólfur Bragason var bestur leikmanna Stjörnunnar á laugar- dag, þá átti Magnús Arnarson og góðan leik. Hörður Hilmarssonn var tekinn úr umferð allan leikinn og við það bar einnig minna á Magnúsi Teitssyni en oft áður en samvinna þeirra Magnúsar og Harðar hefir verið með ágætum. MÖRK KA: Jón Árni 11, Alfreð 7, Þorleifur 5, Jóhann og Hermann eitt mark hvor. MÖRK STJÖRNUNNAR: Eyjólfur 7, Magnús Arnarson 5, Magnús Teitsson og Árni B 4 hvor, Eggert ísdal og Hilmar Ragnarssan eitt mark hvor. Sigb.G. • Guðrún Aðalsteinsdóttir, Haukum, er ekki líkleg til að finna smugu í varnarvegg Víkings á þessum stað, fjórar eru til varnar. Ljósm: Emilía Haukastúlkurnar rétt mörðu sigur VÍKINGAR voru eigi allfjarri því að bæta verulega stöðu sína í fallbaráttunni. þegar liðið tapaði með einu marki fyrir Haukum, í 1. deiid kvenna. Það gekk mikið á síðustu mínútuna. Staðan var þá 13—12 fyrir Hauka og Ingunn komst í gegn. En það var brotið illa á henni og slógu öil Víkings- hjörtu örar þegar dómararnir dæmdu aðeins aukakast. Ekki skal lagður á það dómur hér hvort það var rétt, en skoðanir voru greiniiega skiptar. Hasar- inn var ekki búinn, þvf að rétt siðar komst íris í dauðafæri á línunni, en Sóley í markinu varði mjög vel. Enn héldu Víkingar boltanum og leituðu að glufum. Loks var dæmt aukakast og leik- tíminn var liðinn. Úr aukakast- inu skaut Ingunn að marki, en Sóley varði enn meistaralega, sigurinn í höfn. Haukarnir virtust ætla að kaf- sigla Víking í byrjun og komst liðið í 4—1. Víkingsstúlkurnar bitu þá hins vegar í skjaldarrendurnar og tókst að jafna 5—5 með mikilli þrautseigju. Haukar sigu aftur fram úr og höfðu yfir 9—7 í hálfleik. Haukar komust síðan í 10—7, en Víkingar rifu sig enn upp og jöfnuðu 10—10. Eftir það voru allar tölur jafnteflistölur þar til í lokin, svo naumt var það. Víkingsliðið er gerbreytt frá því fyrr í vetur, þegar liðið lék eins og samansafn af klaufum. Er lið Víkings nú sæmilega léttleikandi og virðist ekki lakara en meðallið deildarinnar. Það vantar þó ein- hvern herslumun. Að þessu sinni átti íris bestan leik Víkinga, Sig- rún Olgeirsdóttir átti einnig góða spretti í horninu. Haukaliðið lék ekki mjög vel að þessu sinni. Þær Margrét Theodórsdóttir og Halldóra Mathiesen skoruðu mest að venju, en gerðu líka mestu mistökin. Þannig vill það oft verða. Sóley bjargaði stigi í lokin og þær Guðrún Gunnarsdóttir og Sesselía áttu þokkalegan leik. Mörk Víkings: Ingunn og íris 4 hvor, Sigrún 2, Guðrún og Heba 1 hvor. Mörk Hauka: Margrét og Hall- dóra 4 hvor, Guðrún G. 3, Sesselía 2 mörk. _ gg. — o — o — o — Meistara- mót TBR MEISTARAMÓT TBR í tvíliða- og tvenndarleik fer fram í húsi félagsins, sunnudaginn 1. apríl n.k. kl. 14.00. Keppt verður í tvíliða- og tvenndar- leik í eftirtöldum flokkum karla og kvenna: Meistaraflokki A-flokki B-flokki Keppnisgjald verður kr. 2500 kr. pr. mann í hvora grein. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist til TBR fyrir þriðjudaginn 27. marz n.k. og skulu þátttökugjöld fylgja. Skv. reglum BSÍ er hverjum manni aðeins heimilt að keppa í einum flokki. Létt hjáKR KR var ekki í vandræðum með lið Breiðabliks í 1. deild íslandsmóts- ins í handbolta í Ásgarði um helgina. Það var reyndar jafn- ræði framan af leiknum, en siðan sigu KR-stúlkurnar örugglega fram úr og unnu stórt, 17—8. Staðan í hálfleik var 8—5 fyrir KR. Eftir leiki helgarinnar er staðan í botninum þannig, að Víkingur og Þór hafa bæði 4 stig. UBK hefur hins vegar aðeins 5 stig, þannig að lítið má út af bregða. Það var mikil barátta í Blikalið- inu framan af og var þá jafnræði, þannig var jafnt 4—4 um miðjan hálfleikinn. Kópavogsstúlkurnar virtist hins vegar skorta úthald, þær báðu um skiptingar í stríðum straumum, blásandi eins og hvalir. Þegar draga tók af UBK á þennan hátt fór KR-liðið að síga fram úr. Það má segja, að KR-stúlkurnar hafi gert út um leikinn, þegar þær skoruðu 4 mörk í röð og breyttu stöðunni úr 4—4 i 8—4. Var þá allur vindur úr Blikunum og mun- urinn jókst jafnt og þétt. Var leikur Blikanna í síðari hálfleik ekki svo mikið sem skugginn af því sem þeir náðu að sýna framan af þeim fyrri. KR-liðið var hins vegar jafnt, það lék alls ekki vel, en skoraði þó stöðugt. Þegar Blikarn- ir hrundu saman í síðari hálfleik, þurfti engan stórleik til að vinna örugglega. Hjá KR var markvörðurinn Helga Bachman mjög góð, svo og Anna Lind sem átti stórgóðan leik í vörninni. Hún lék senter og fiskaði boltann hvað eftir annað. Minntu tilburðir hennar á fyrri tíma bjartsýnismenn, sem hugðust fljúga með heimatilbúna vængi festa á handleggina. I sókninni átti Arna Garðarsdóttir stórleik. Magnea var að venju góð í marki UBK. En auk hennar er ekki um auðugan garð að gresja. Sigurborg átti annað slagið góða spretti, en Ása og Jónína stóðu vel fyrir sínu, meðan þær voru inn á. Þær láta a.m.k. boltann ganga og leggja ekki fyrir sig leiðindahnoð, ýmsar Blikastúlknanna mættu taka þær stöllur til fyrirmyndar. MÖRK UBK: Sigurborg 3(1 víti), Hrefna 2, Ása, Ásta og Þórunn 1 hver. MÖRK KR: Arna 6, Hansína 5(2 viti), Olga 3, Margrét 2 og Ólöf 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.