Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Réttur ófædds lífs:
ískyggileg fjölgun fóst-
ureyðinga hér á landi
borv. Garðar Kristjánsson mælti í K«r fyrir frumvarpi um þrcngingu heimilda til fóstureyðinga, þ.e. að
félagslejiar aðstæður réttlæti ekki fóstureyðingu. Stjórnvöld eigi að mæta félagsiegum vanda með öðrum
ráðstöfunum en eyðingu lífs. Fyrri hluti framsöguræðu hans fer hér á eftir en síðari hluti birtist í Mbl. á morgun.
Hér til hliðar á sfðunni eru viðbrögð þingmanna við máli Þorv. Garðars rakin í örstuttu máli.
Bæta þarf félagslegar
aðstæður með öðrum
hætti
Frumvarp þetta, sem hér er til
umræðu, felur í sér að þrengd er
heimild til fóstureyðinga.
Samkvæmt gildandi lögum er fóstur-
eyðing heimiluð af þrenns konar
ástæðum, þ.e. í fyrsta lagi af félags-
iegum ástæðum, í öðru lagi af
læknisfræðilegum ástæðum og í
þriðja lagi ef konu hefur verið
nauðgað eða hún orðið þunguð sem
afleiðing af öðru refsiverðu atferli.
Með frumvarpi þessu er lagt til að
.fella niður, að félagslegar ástæður
geti heimilað fóstureyðingu. Af
þessu leiðir aðrar breytingar sem í
frumvarpinu felast.
Frumvarp þetta er flutt á þeirr
forsendu, að félagslegar aðstæður
eigi ekki að réttlæta fóstureyðingu. I
fyrsta lagi eru félagslegar ástæður
ákaflega rúmt og teygjanlegt hug-
tak. I öðru lagi á að bæta úr
félagslegum ástæðum með öðrum
hætti en að tortíma mannlegu lífi.
I gildandi lögum er gert ráð fyrir
að félagslegar ástæður heimili
fóstureyðingu, þegar ætla má, eins
og það er orðað, að þungun og
tilkoma barns verði konunni og
hennar nánustu of erfið vegna óvið-
ráðanlegra félagslegra ástæðna. í
lögunum er svo að finna leiðbeining-
ar um það, til hvers skuli tekið tillit
við mat á því, hvað er „of erfitt" í
þessu sambandi og hvað eru
„óviðráðanlegar félagslegar
ástæður". Þar er tiltekið sem ástæða
fyrir fóstureyðingu, að konan hafi
alið mörg börn með stuttu millibili
og skammt sé frá síðasta barnsburði.
Samkvæmt þessari reglu getur
fóstureyðing verið heimil, þó að
heimilisástæður séu góðar og heilsu-
far gott á heimilinu. Ef barnið er
ekki velkomið í heiminn af
einhverjum öðrum ástæðum, skal lífi
þess tortímt, ef óskað er. Þá er önnur
leiðbeiningarreglan sú, að fóstur-
eyðing geti verið heimil „ef konan
býr við bágar heimilisástæður vegna
ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis
annarra á heimilinu". Og þriðja
leiðbeiningarreglan er sú, að fóstur-
eyðing geti verið heimil „þegar
konan getur ekki vegna æsku og
þroskaleysis annazt barnið á
fullnægjandi hátt“.
Tvær síðustu leiðbeiningar-
reglurnar byggjast vissulega á
félagslegum ástæðum. En naumast
verður það sagt um fyrstu leið-
beiningarregluna. Þessar heimildir
eru því mjög rúmar. Og öll tvímæli
eru tekin af um það með því ákvæði
laganna, sem heimila fóstureyðingu
af öðrum ástæðum, séu þær sam-
bærilegar við hinar tilgreindu
aðstæður. Samkvæmt þessum
ákvæðum laganna liggur því nærri
að álykta, að fóstureyðingar séu
frjálsar í þeim skilningi, að fóstur-
eyðing sé heimil af hvaða ástæðu
sem er.
Hægt er að heimfæra
svo til hvaða tilvik
undir þá reglu
I,ögin nr. 25 frá 22. maí 1975 áttu
sér þann aðdraganda, að fyrst var
lagt fram á Alþingi 1973 frumvarp
að þessari lagasmíði. Um það atriði,
sem hér um ræðir, stóð þar sem hér
segir: „Fóstureyðing er heimil að ósk
konu, sem búsett er hér á landi eða
hefir íslenzkan ríkisborgararétt, ef
aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12.
viku meðgöngu og ef engar læknis-
fræðilegar ástæður mæla á móti
aðgerð". Samkvæmt þessu átti
fóstureyðing að vera heimil án
nokkurra félagslegra eða læknis-
fræðilegra ástæðna eða sem eins
konar getnaðarvörn, er grípa mætti
til, sýndist konu svo. Þegar frum-
varpið var endurflutt árið 1974, var
þetta ákvæði fellt niður og í staðinn
sett þau ákvæði, sem nú eru í lögum
og áður greinir. Þessi breyting átti
að vera til bóta að áliti þeirra, sem
vilja hamla gegn fóstureyðingum.
En þetta þótti breyting til hins
lakara hjá þeim sem vilja mest
frjálsræði í þessum efnum. Oddviti
þeirra sagði samt sem áður í
umræðum á Alþingi 29. janúar 1975
um þær reglur, sem lögfestar voru, á
þessa leið: „Það er hægt að heimfæra
svo til hvaða tilvik sem er undir
þessar reglur. Ef menn lesa þær, þá
ætti þeim að vera ljóst, að það fer
eftir mati læknis og félagsfræðings,
og það er hægt að framkvæma
eiginlega hvaða fóstureyðingu, sem
er, samkvæmt þessum reglum. Ég
hefi ekki nokkra minnstu trú á því
að þetta feli í rauninni í sér
einhverja takmörkun á þessum rétti
a.m.k. ekki miðað við þau yiðhorf
sem nú eru uppi hér á Islandi." Ég
held að þetta hafi á sínum tíma verið
rétt mat á þeim ákvæðum um fóstur-
eyðingu í frumvarpinu, sem lögfest
voru með lögum nr. 25 frá 1975. Það
hefir reynslan síðan leitt í ljós.
Og hver hefir svo framkvæmdin
verið? I því sambandi skulum við
huga að 28. gr. laga nr. 25 frá 1975. í
grein þessari segir: „Rísi ágreiningur
um hvort framkvæma skuli fóstur-
eyðingu eða ófrjósemisaðgerð, skal
málinu tafarlaust vísað til land-
læknis og skal hann tafarlaust
leggja málið undir úrskurð nefndar,
sem skipuð skal í þeim tilgangi að
hafa eftirlit með framkvæmd lag-
anna. I nefndinni skulu eiga sæti 3
menn og jafnmargir varamenn, einn
læknir, einn lögfræðingur og einn
félagsráðgjafi og skulu þeir skipaðir
af heilbrigðisráðherra til 4ra ára í
senn. Nefndin skal úrskurða málið
innan viku frá því að henni berst það
í hendur." Þessi nefnd, sem skal hafa
eftirlit með framkvæmd laganna
hefir í fjögur ár ekki fengið nein mál
til úrskurðar um fóstureyðingu fyrir
lok 12. viku meðgöngutíma nema 2
mál, en þá var svo ástatt, að viðkom-
andi konur höfðu látið eyða fóstri
áður á sama árinu og þessi mál komu
til. Samkvæmt 11. gr. laganna skal
áður en fóstureyðing má fara fram,
liggja fyrir skrifleg rökstudd
greinargerð tveggja lækna eða
læknis og félagsráðgjafa, sé einungis
um félagslegar ástæður að ræða.
Spurningin er þá sú, hvort konur,
sem leita eftir fóstureyðingu við
þessa aðila fái yfirleitt vilja sínum
framgengt án ágreinings, þar sem
mál eru ekki lögð undir úrskurð
eftirlitsnefndar samkvæmt 28. gr.
laganna. Þetta er spurningin um,
hvort fóstureyðingar séu í raun og
veru frjálsar hér á landi fyrir lok 12.
viku meðgöngutíma. Eða er á því sú
skýringin, að eftirlitsnefndin fái
ekki mál til úrskurðar vegna þess, að
þegar læknar og félagsfræðingar
neita að fóstureyðing fari fram, þá
láti konan það gott heita og neyti
ekki réttar síns til að skjóta máli
sínu til eftirlitsnefndarinnar. Þrátt
fyrir að dæmi eru til þess, að kona
hætti við að láta eyða fóstri renna
staðreyndir því miður ekki stoðum
undir síðari skýringuna heldur hina
fyrri, og að fóstureyðingar fyrir lok
12. viku meðgöngutíma séu í raun
frjálsar hér á landi eða því sem
næst.
Fjölgun fóstureyðinga
hér á landi
Síðan gildandi lög um fóstur-
eyðingar komu til framkvæmda 1975
hefir fóstureyðingum fjölgað
ískyggilega. Þetta kemur greinilega í
ljós, þegar bornar eru saman tölur
fyrir og eftir 1975. Á tímabilinu frá
1950—1970 urðu fóstureyðingar
fæstar 45 á ári, en flestar 107. Á
árabilinu 1950—1960 voru þær að
meðaltali 57 á ári, en árið 1961—1970
83 að meðaltali á ári. En ef við
tökum tímabilið frá 1964—1974, þá
urðu þær að meðaltali 123 á ári. Árið
1971 urðu fóstureyðingar 142 árið
1972 152, árið 1973 224 og árið 1974
224. Síðan koma umskiptin. Á árinu
1975 eru fóstureyðingar 308, árið
1976 367, árið 1977 447 og 1978
rúmlega 500. Þetta er reynsla okkar
af því að heimila fóstureyðingar af
svokölluðum félagslegum ástæðum.
Skráðar fóstureyðingar hér á landi á
hverjar 1000 konur á aldrinum
15-49 voru árið 1965 1,8 árið 1970
2,1 árið 1971 3,0, árið 1972 3,1 árið
1973 4,5 árið 1974 4,4, árið 1975 6,0
árið 1976 6,7, árið 1977 8,4 og á árinu
1978 um 9,3. Þessar tölur segja
ótvírætt sína sögu.
Reynslan með
öðrum þjóðum
En við í^jendingar erum ekki einir
um þessa reynslu af því að fella
niður hömlur á fóstureyðingum.
Fjölgun fóstureyðinga í mörgum
Þorv. Garðar Kristjánsson.
Ljósm. Emilía
Þingræða
Þorv.
Garðars -
fyrri
hluti
löndum hefur verið mjög mikil þar
sem fóstureyðingar í reynd hafa
verið gefnar frjálsar. Tölur frá
Norðurlöndum fyrir og eftir að
hömlum á fóstyreyðingum hefir
verið aflétt sýna þetta glöggt. Árið
1969 voru fóstureyðingar í Dan-
mörku 7.474, en 1973, eftir að löggjöf
hafði verið færð mjög í frjálsræðis-
átt, 18.750 og árið 1977 26.661. í
Finnlandi voru fóstureyðingar 1969
8.175, en 1973 23.362 og árið 1977
17.772. í Noregi voru fóstureyðingar
6.270 árið 1969, en 13.680 árið 1973 og
árið 1977 15.528, og í Svíþjóð voru
þær 1969 13.735, en 25.990 árið 1973
og árið 1977 31.462. Af upplýsingum,
sem má finna í heilbrigðisskýslum
sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út,
má sjá, aí New York-ríki í Banda-
ríkjunum var árið 1970 löggjöf um
fóstureyðingar breytt í þá áttina, að
frjálsar fóstureyðingar voru
uppteknar. 1971 voru skráðar fóstur-
eyðingar í New York-ríki 173.900.
Arið 1972 urðu þær 228.100. í Japan
voru lög um fóstureyðingar færð í
það horf að þar voru heimilaðar
fóstureyðingar að ósk konu árið
1949. A árunum 1949—1972 voru
skráðar leyfðar fóstureyðingar í
Japan um 20 millj. Þannig mætti
lengi áfram telja.
Hér þarf ekki lengur vitnanna við.
Það er og staðreynd, að í þeim
löndum, þar sem fóstureyðingar
hafa verið gefnar frjálsar, yfir-
gengur reynslan það, sem gert hafði
verið ráð fyrir. Mönnum ofbýður hin
óhugnanlega þróun, sem málið hefir
tekið. Á sama tíma sem íslendingar
hafa gengið til meira frjálsræðis í
þessu efni, hafa þær þjóðir, sem
reynsluna hafa fengið af þessu frelsi,
tekið til meðferðar nauðsyn þess að
þrengja aftur heimildir og hamla á
móti fóstureyðingunum. Eru þessi
dæmi víða og hér í Evrópu, bæði
austan og vestan járntalds.
Það vær fróðlegt að ræða hér
frekar um reynslu annarra þjóða af
fóstureyðingum. Þeim mun fremur
væri ástæða til þess, að oft er látið
liggja að því í umræðum um þessi
mál, að við gætum ýmislegt lært af
þeim, sem hömlulausastar hafa
fóstureyðingar. En ég held, að sá
lærdómur örvi ekki til fóstureyðinga
hér á landi, þvert á móti, sporin
hræða. Og þar sem ég þekki til,
virðist margt benda til þess, að
þróunin hnígur frekar í öfuga átt,
þ.e.a.s. að þrengja heimildir til
fóstureyðingar. Það yrði of langt mál
að fara að ræða þessi mál almennt í
þessum umræðum, en ég get ekki
stillt mig um að víkja rétt aðeins að
tvennu í þessu sambandi.
Stjórnlagadómstóllinn
í V-Þýzkalandi
Haustið 1972 var lögð fram á þingi
Evrópuráðsins tillaga, vandlega
undirbúin og ítarleg, um fóstur-
eyðingar í aðildarríkjum Evrópu-
ráðsins. Um þessa tillögu urðu
miklar og eftirminnilegar umræður.
í tillögu þessari fólst m.a. áskorun á
aðildarríki Evrópuráðsins um að
rýmka heimildir til fóstureyðingar
þannig að í undantekningartilfellum,
eins og það var orðað, yrðu fóstur-
eyðingar heimilaðar af félagslegum
ástæðum. Reglurnar um fóstur-
eyðingar eru mjög mismunandi í
aðildarríkjum Evrópuráðsins, svo
sem kunnugt er. Það urðu líka
miklar deilur um mál þetta á þingi
Evrópuráðsins og aðallega um
heimild til fóstureyðinga af félags-
legum ástæðum. Tillaga þessi hlaut
þau örlög að vera felld svo að ekki
fékk ísland sem aðildarríki Evrópu-
ráðsins uppörvun úr þessari átt til
að lögfesta heimild til fóstureyðinga
af félagslegum ástæðum.
Ég skal víkja að öðru atriði erlend-
is frá um fóstureyðingar. Það er frá
Vestur-Þýzkalandi. I júnímánuði
1974 samþykkir ríkisþingið í Bonn
lög um fóstureyðingar, sem rýmkuðu
heimildir til fóstureyðinga. Þessi lög
voru samþykkt eftir mikinn
ágreining og sterka andstöðu í
vestur-þýzka þinginu. Andstæðingar
þessarar lagasetningar áfrýjuðu lög-
um þessum til stjórnlagadómstóls
ríkisins á þeirri forsendu að sú
rýmkun heimildar til fóstureyðing-
ar, sem lögin fólu í sér, bryti í bága
við stjórnarskrá Vestur-Þýzkalands.
Stjórnlagadómstóllinn kvað upp úr-
skurð sinn 25. febrúar 1974 á þá leið,
að fóstureyðingalögin væru dæmd
ógild, þar sem þau samrýmdust ekki
stjórnarskrá ríkisins. I forsendum
úrskurðarins vitnaði dómstóllinn til
1. málgsgr. 1. gr. stjórnarskrár
ríkisins, þar sem segir, að mannhelgi
megi ekki raska og það skuli vera
skylda ríkisvaldsins að virða hana og
vernda. Dómstóllinn vitnaði og til 2.
málsgr. stjórnarskrárinnar, þar sem
segir, að sérhver maður skuli hafa
rétt til lífs og friðhelgi. Með þessum
úrskurði hafnaði stjórnlagadóm-
stóllinn að nokkur stjórnskipulegur
mismunur væri á mannlegu lifi,
hvort heldur það væri fætt eða ekki
fætt. Þá var tekið fram í forsendum
þessa úrskurðar að hin bitra reynsla
af þýzka nasismanum hvetti til þess
að ófætt mannslíf væri verndað.
Þessi tvö dæmi, sem ég hef nú
drepið á erlendis frá, sýna harðnandi
andstöðu gegn fóstureyðingum og
vissa tilhneigingu til að þrengja
heimildir til að eyða fóstri. Þetta er
ekki að ófyrirsynju. Þetta er vegna
hinnar hörmulegu reynslu sem
fengizt hefur víða um lönd af
frjálsum fóstureyðingum eða rúmum
heimildum til fóstureyðinga. Það var
því fullkomin öfugþróun, sem átti
sér stað hér á landi með setningu
laga nr. 25 frá 1975.
í stuttu máli-----
Viðbrögð
við rœðu
Þorvalds
Garðars
Kristjáns-
sonar
• Þingmönnum ber saman um
að ræða Þorv. Garðars Krist-
jánssonar (S), er hann mælti
fyrir þrengingu heimilda til fóst-
ureyðinga á Alþingi í gær, og birt
er í Mbl. í dag og á morgum, hafi
verið afburða góð. Hins vegar
vóru þeir ekki á einu máli um
þau sjónarmið, sem fram vóru
sett í henni.
• Helgi F. Seljan (Abl) vildi
virða fullan sjálfákvörðunarrétt
konu til fóstureyðingar, sem
framkvæmd væri innan 12 vikna
frá þungun. Áður en félagslegar
forsendur fóstureyðingar vóru
viðurkenndar í lögum (1975) hafi
verið framkvæmdar ólöglegar
fóstureyðingar hér á landi, sem
ekki sé æskilegt, eða fóstureyð-
ing verið forréttindi kvenna, er
höfðu efni á að fara utan til
þeirra landa, er þær leyfðu.
• Bragi Níelsson (A) sagði
frumvarpið spor aftur á bak,
bæði í tíma og mannréttindum.
Líkti hann því við afturhvarf á
borð við það, sem orðið væri í
Iran fyrir tilstilli Khomeinis.
Ekki ætti að svipta konur
sjálfræði yfir sjálfum sér. Þá
hæfust á ný ólöglegar fóstureyð-
ingar, utanfarir efnakvenna og
jafnvel ljúgvottorð lækna. Fóst-
ur, innan 12 vikna, gæti ekki
lifað sjálfstæðu lífi. Núverandi
lög heimiluðu máske allt að því
frjálsar fóstureyðingar — en þær
væru ekki hömlulausar.
• Bragi Níelsson sagði enn-
fremur að 35% kvenna á frjó-
semisaldri notaði lykkju og 25%
pilluna. Þetta væri hærra hlut-
fall í notkun getnaðarvarna en
með nágrannaþjóðum. 10%
kvenna á frjósemisaldri yrðu að
meðaltali þungaðar á ári en
aðeins 10% þeirra nýtti fóstur-
eyðingu. Hér væri því ekki um
neinn faraldur að ræða.
• Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagðist ekki sannfærð um, að
ganga ætti jafn langt og frv.
ÞGKr. gerði ráð fyrir. Viðkom-
andi þingnefnd þyrfti hins vegar
að afla sér haldbærra upplýsinga
um, hvert hlutfall „félagslegra
ástæðna" væri í tölu fóstureyð-
inga, svo hægt væri að meta,
hvort einhver þrenging heimilda
væri nauðsynleg. Minnti hún á
fyrirvara ýmissa þingmanna við
samþykkt laga frá 1975, þess
efnis, að túlka bæri félagslegrar
forsendur þröngt í framkvæmd.
Kanna þyrfti, hvort svo hefði
verið gert, sem væri e.t.v. vafa-
mál. Taldi hún 9., 11. og 12. gr.
gildandi laga setja nokkrar
hömlur á fóstureyðingar. í þessu
efni væri hins vegar ekki ein-
vörðungu um rétt móður að
ræða, heldur einnig rétt föður og
þess lífs, sem konur bæru undir
brjósti, sem einnig þyrfti að hafa
í huga.
• Þorv. Garðar Kristjánsson
(S) vakti enn athygli á þeirri
ískyggilegu aukningu, sem „fé-
lagslegar ástæður" hefðu leitt til
í fóstureyðingum hér á landi.
Slíkum félagslegum ástæðum
ætti þjóðfélagið að mæta þann
veg, að gera þunguðum konum
kleift að fæða og ala upp börn
sín. „Félagslegar" forsendur þess
að eyða lífi væri hins vegar spor
lengra aftur en til Khomeinis,
eða til þeirrar heiðni er leyfði að
bera út börn, áður en þeim var
gefin næring.