Morgunblaðið - 27.03.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
31
Ávarp í tilef ni át jánda
alþjóða leikhúsdagsins
í dag, 27. mars, er haldinn
hátíðlegur 18. alþjóða leikhús-
dagurinn, en til hans var stofnað
af Alþjóða leiklistarmálastofnun-
inni (ITI) árið 1962 til að vekja
athygli á list leikhússins. Á þess-
um degi eru jafnan flutt ávörp í
leikhúsum um allan heim og
ýmislegt gert til að auka hróður
leiklistar. Á undanförnum árum
hefur það tíðkast að hvert land
um sig kæmi á framfæri sínum
eigin ávörpum í þágu leiklistar-
innar og hefur Oddur Björnsson
leikritahöfundur að þessu sinni
samið ávarpið fyrir hönd íslensks
leikhúsfólks. Fer það hér á eftir:
Sem Islendingur ávarpa ég yður
á Alþjóða leikhúsdeginum, sem
ber upp á barnaár Sameinuðu
þjóðanna, með tilvitnun í Jóhann
Sigurjónsson leikritahöfund, sem
auðnaðist að hefja íslenska leiklist
í hærra veldi um leið og hanri gerði
hana gjaldgenga á alþjóðlegum
vettvangi. Hann segir: „Ég var á
sjöunda árinu, þegar ég sá sjónleik
í fyrsta skipti áævinni og það var í
heimahúsum. Egill bróðir minn
var lífið og sálin í fyrirtækinu, og
hann lék aðalhlutverkið — sjálfan
Skugga-Svein. Aldrei hvorki fyrr
né síðar hefur nokkur leiklist
Oddur Björnsson
gripið mig með jafn mikilli aðdáun
og skelfingu, eins og þegar
Skugga-Sveinn hristi atgeirinn og
kvað ógurlegri raust: „Ógn sé þér í
oddi, í eggjum dauði." Löngu
seinna, þegar ég var kominn til
vits og ára, skildi ég að þá snart
gyðja sorgarleiksins hjarta mitt í
fyrsta sinn með sínum volduga
væng...“
Þegar ég svo sjálfur var fimm
um 700 manns hefðu fylgst með
úrslitunum á sunnudagskvöldið.
íslandsmeistararnir, Haukur Clauscn og Sigríður Guðjónsdóttir.
Ljósm. Emilía.
Sigríður Guðjónsdóttir og
Haukur Clausen íslands-
meistarar í discodansi
Haukur Clausen og Sigríður
Guðjónsdóttir urðu íslandsmeist-
arar í parakeppni í diskódansi.
Keppni þessi var háð í veitinga-
húsinu Klúbbnum. en veitinga-
húsið og ferðaskrifstofan Útsýn
gengust fyrir keppninni.
Úrslitakeppnin var háð s.l.
sunnudagskvöld og tóku 6 pör
þátt í henni en alls hafa 15 pör
tekið þátt í keppninni. Sigur-
vegararnir fengu bikar og verð-
launapeninga frá Klúbbnum að
launum auk sólarlandaferðar frá
Útsýn. I öðru sæti í keppninni
urðu Sigurður Einarsson og
Fanney Gunnlaugsdóttir en í
þriðja sæti Kristján Einarsson og
Bryndís Sigurðardóttir.
ára, gerðst það einn dag, að faðir
minn sem var prestur í sveit segir
formálalaust: „Á morgum förum
við öll á Blönduós og horfum á
óperettuna Nitouche." Þrátt fyrir
aidur minn — eða öllu heldur
aldursleysi — var þetta mitt
fyrsta ástarævintýri, og það sem'
trúlega skipti sköpum um feril
minn síðan. í virðingarskyni við
sannan leiklistarmann og leikhús-
ið sjálft, vil ég minnast Lárusar
Pálssonar: eitt augnatillit hans á
þessari sýningu var þess valdandi
að í brjósti fimm ára stráks
vaknaði sá ástarhugur til leiklist-
arinnar sem varð að hreinni ást-
ríðu.
Síðan hef ég alltaf vitað að í
leiklist felast verðmæti, sem
hvorki fjölmiðlar né nein stofnun
önnur geta ýtt til hliðar, hvað þá
komið í staðinn fyrir. Vegna þess
að þetta var hugljómun augna-
bliksins sem jafnvel kvikmyndinni
er fyrirmunað að keppa við. I
leikhúsinu sjálfu er með öðrum
orðum um að ræða samspil tveggja
aðila, eins nákomið, lifandi og
mikilvægt og þegar tvær mann-
eskjur tjá hvor annari ást sína.
Það er stórt ánægjuefni að fá
tækifæri til að auðsýna leikhúsinu
þakklæti sitt, ekki síst á barnaári.
Ég býst við, að við séum öll
sammála um, meðan við trúum því
að kærleikurinn falli aldrei úr
gildi, að ungviðinu sé hollt að
kynnast við listgrein sem vekur til
umhugsunar — og glíma þegar í
æsku við spurninguna „að vera eða
vera ekki“.
Ég trúi því líka að börn eigi
erindi í leikhús fullorðinna og
fullorðnir í leikhús barnanna. Þess
vegna. leyfi ég mér að nota
Skugga-Svein sem samnefnara og
hans hjartahlýja höfund, Matthías
Jochumsson, sem þýddi Shake-
speare og Byron með yfirburðum.
Ég trúi því með öðrum orðum að
leikhús sé þýðingarmikið vegna
þess, að það talar ekki tæpitungu.
Þess vegna þurfum við ekki að
þræta um stefnur. Aftur á móti
krefst það manndóms — bæði af
mér og þér. Það er stríðsvettvang-
ur, þar sem manngildi eru höfð í
heiðri, hvort sem fjallað er um
gleði eða sorg.
Gefum börnum tækifæri að taka
þátt í ævintýrinu. Leyfum þeim að
kynnast við Ibsen og Shakespeare
og alla stóru höfunda fortíðar og
samtíðar. Við ættum líka að leggja
okkur fram við að kynnast hugar-
heimi barnanna, minnug þess að
það á að umgangast þau með
þeirri virðingu, sem við auðsýnum
öllu viti bornu. — Leikhúsið gefur
kost á slíku, og það má ekki ætla
sér annað hlutverk en sitt eigið.
Það er í sjálfu sér strangt, því
leikhús er leikhús, leiklist leiklist:
„að vera eða vera ekki“.
Oddur Björnsson.
Charlton Heston í hlutverki sínu í „Kafbátur á botni“.
„Kafbátur á botni”
í Laugarásbíói
LAUGARÁSBÍÓ frumsýndi í gær
bandarísku kvikmyndina „Kaf-
bátur á botni“ (Gray Lady Down)
sem byggð er á sögu David Laval-
les, „Event 1000“.
Kvikmyndin greinir frá kjarn-
orkuknúnum kafbáti sem sekkur í
viðsjárverðu umhverfi og tilraun-
um bandaríska sjóhersins til að
bjarga hinni skelfdu áhöfn.
Walter Mirisch framleiddi „Kaf-
bstur á botni" fyrir Universal,
kvikmyndahandritið er eftir
Frank P. Rosenberg en David
Green leikstýrir myndinni. David,
sem eitt sinn var blaðamaður,
hefur unnið til fjölda verðlauna
fyrir leikstjórn sína bæði fyrir
leikhús, sjónvarp og kvikmyndir.
Meðal annars leikstýrði David
framhaldsmyndinni „Gæfa eða
gjörvileiki" sem flestir íslendingar
kannast við og stórum hluta
myndaflokksins Róta.
Með aðalhlutverk í myndinni fer
Charlton Heston en með önnur
mikilvæg hlutverk fara Ronny
Cox, Ned Beatty og Stephen
Machattie.
Bandaríski sjóherinn aðstoðaði
við upptöku „Kafbáts á botni" en
þó nokkur hluti hennar fór fram
undir vatni. Olli það kvikmynda-
tökumönnum og leikurin nokkrum
erfiðleikum og þurftu nokkrir
þeirra aðstoðar lyfja til að ljúka
verkinu.
Reykjavíkurmótið í bridge, sveitakeppni:
Sveit Sævars Þorbjörns-
sonar Reykjavíkurmeistari
SVEIT Sævars Þorbjörnssonar
sigraði í úrslitakeppni Reykja-
víkurmótsins í sveitakeppni sem
fram fór um helgina í Hreyfils-
húsinu. Ásamt Sævari eru í sveit
hans: Skuli Einarsson, Valur Sig-
urðsson, Sigurður Sverrisson,
Guðmundur S. Ilermannsson og
Þorlákur Jónsson. Þetta eru allt
ungir spilarar sem hafa verið
mjög framarlega í stærstu keppn-
um vetrarins.
I úrslitakeppninni voru fjórar
sveitir, Hjalta Elíassonar, Sigur-
jóns Tryggvasonar, Þórarins Sig-
þórssonar og sveit Sævars. Vann
sveitin Hjalta 16—4 og Sigurjón
16—4 en tapaði fyrir Þórarni
7-13
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Sævar Þorbjörnsson 39
Hjalti Elíasson 36
Sigurjón Tryggvason 26
Þórarinn Sigþórsson 14
Fjölmargir áhorfendur komu til
keppninnar en leikirnir voru sýnd-
ir á sýningartöflum og fögnuðu
þeir sigri ungu mannanna.
Fyrirlestur um
lögfræðiaðstoð
fyrir almenning
ÞRIÐJUDAGINN 27. marz mun
Ebbe Nielsen skrifstofustjóri í
danska dómsmálaráðuneytinu
halda fyrirlestur fyrir almenning
á vegum lagadeildar Háskóla
Islands.
Fjallar hann um efnið: „Lög-
fræðiaðstoð fyrir almenning."
Mun hann greina frá framkvæmd
slíkrar aðstoðar á undanförnum
árum í Danmörku og fleiri
löndum.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
stofu 101 í Lögbergi og hefst kl.
17.15.
Á sunnudaginn fóru einnig
fram úrslit í hópkeppni í diskó-
dansi og var 9 manna hópur frá
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar
hlutskarpastur en hópur frá
Jassballettskóla Báru varð í öðru
sæti.
Vilhjálmur
Ástráðsson
plötusnúður í Klúbbnum, sem séð
hefur um framkvæmd keppn-
innar, sagði að fólk hefði sýnt
mikinn áhuga á henni og sagði að
m
=>
xipiismiiiigjiigjiiimpiigmij^^ tiii iiji qjixpiipiiitiiijiiijiiiðilíji lui uji iuhiji
Hljómplötumarkaður
í Vörumarkaðnum, Ármúla. .
Allt að 80% afsláttur
af íslenskum og erlendum hljómplötum.
ii
Hljómplötuútgáfan hf. |
firfflT<ilTíilTíilTfiUilTIiITfiITíilTfilTíi>TíÍlT(ir(iITIilTT(ilT(íIT(iITíilT(ilTfflTTfilT(ilT(iIT(ilTíiITfiifMÍ