Morgunblaðið - 27.03.1979, Qupperneq 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Umsjón: HILDUR FRIÐRIKSDÓTTiR
Kræklingar
Krœklingar
& beikon
Vefjið beikoni utan um
kræklingana, festið með tann-
stönglum og steikið í olíu.
Gratineraðir krœklingar
Setjið 1 dós (250 gr) af kræklingum jafnt yfir 4 ristaðar
brauðsneiðar. Raðið þeim í ofnfast fat. Hrærið síðan 60 gr smjör
með 1 feitum, pressuðum hvítlauk, 1 tsk sítrónusafa, salt og
hvitum pipar og deilið þessu jafnt yfir brauðsneiðarnar. Setjið
rifinn ost yfir og setjið inn í 200°C heitan ofn í u.þ.b. 10—20 mín.
Krœklingapönnukökur
Bræðið 2 matskeiðar smjör og hrærið 2 matsk. hveiti út í,
þynnið með 2 dl rjóma, 2 di hvítvíni og vökvanum af 2 dósum af
kræklingum. Bætið kræklingunum út f og kryddið með salti og
pipar. Jafningurinn er sfðan settur á pönnukökuna, henni rúllað
saman og yfir er settur rifinn ostur. Sett í heitan ofn, þar til
osturinn er orðinn fallega gulbrúnn.
Kalifornískur
krœklingsréttur
Blandið saman 1 dós maís, 1
papriku, sem er skorin í ræm-
ur, 2 tómötum, sem eru skornir
í báta, og 1 dós kræklingum.
Hitað í potti og gott er að bera
fram brauð með.
Gott er að vita
... aö hafi pappír fests viö pólerað
tré er hægt aö fjarlægja hann með
ólífuolíu. Bleytið pappírinn meö olí-
unni og látið standa í u.p.b. klukku-
stund. Nuddið varlega með mjúkum
klút eða bómul. Skafið pað aldrei af,
par sem tréð mun rispast.
— O —
... að hafi komiö hvítur blettur á
borð t.d. eftir heitan hlut, er hægt að
fjarlægja hann með pví aö dýfa
rökum klút í vindlaösku og nudda
varlega blettinn. Síðan er hann
nuddaður með mjúku skinni.
— O —
... að pegar bakað er gróft brauö er
betra að setja mjólk og súrmjólk til
helminga, pá helzt brauöið lengur
ferskt.
... að kaffibletti úr dúkum og
munnpurkum er hægt að fjarlægja
meö spritti.
— O —
... aö purfi aö banka rik úr husgögn-
um innan dyra, setjið pá rakan klút
yfir húsgöngin, pannig að rykiö
pyrlist ekki um allt herbergiö, heldur
setjist fast í klútinn.
— O —
... aö til að fjarlægja líkjörbletti er
notað volgt vatn. Setjiö klút, sem
sígur vel í sig bleytu, undir blettinn
og nuddið síðan blettinn með öðrum
klút, nokkuð vel blautum. Þurrkiö yfir
með purrum klút, pegar bletturinn
hefur veriö fjarlægður, og strauiö
efnið á röngunni.
... að pegar verið er aö sjóöa
rauðrófur ber aö setja edik út í vatnið
pegar pað er að kólna, pá halda
rófurnar fallega rauöa litnum
.. .aö hrísgrjón verða hvítari og paö
sýður ekki eins upp úr, ef settur er
svolítill sítrónusafi saman við vatnið.
— O —
... að gott getur veriö aö skreyta
tertur með góðum fyrirvara. Til aö
geta sett sellófan, plast eöa eitthvaö
yfir terturnar án pess að skemma
skreytinguna, er hægt að stinga
tannstönglum í tertuna og breiöa
síðan yffir hana, án pess að
skreytingin fari úr skorðum.
... að ef salatblöð eru oröin hálfljót
er hægt að setja pau í skál meö
köldu vatni og sítrónusneiöum, pá
eiga pau aö braggast.
— O —
... að ef smákökur er orðnar linar
eða mjúkar, er hægt aö setja pær í
ofn, ekki mjög heitan, smástund, pá
verða pær aftur stökkar.
Árni Helgason:
Hver ju reidd-
ust goðin?
Menn skyldu aldrei taka sér
penna í hönd þegar taugarnar eru
ekki í jafnvægi. Þá er hætt við að
tilfinningagos komi í stað skyn-
samlegra raka. Þeim mönnum er
þó sjálfsagt vorkunn sem ranka
við sér eftir langt sljóleikatímabil
og telja sig þá hafa höndlað allan
sannleikann og ekkert nema sann-
leikann. Þeir sjást oft ekki fyrir í
dugnaði sínum og ákafa og hættir
til að fullyrða og dæma um hluti
sem þeir vita ekki skil á, mikla
fyrir sér vissar hliðar mála en láta
sér sjást yfir aðrar.
Hilmar Helgason formaður
SÁÁ sendir mér, óbreyttum fé-
lagsmanni í samtökunum, heldur
betur tóninn í Morgunblaðinu
föstudaginn 16. mars. Ég veit
eiginlega ekki hvaðan á mig stend-
ur veðrið. Ég er óvanur því að
forystumenn þeirra félaga, sem ég
er í, taki vinsamlegum bendingum
þannig að þeir ausi áhugasama og
hreinskilna félagsmenn fúkyrðum
í stað þess að svara spurningum
þeirra hæversklega. Þetta er
kannski einhver ný tegund lýðræð-
is. Eða er þetta ef til vill „of
mörgum kynslóðabilum á eftir
áætlun", sem sagt „vér einir vit-
um“ — stjórnarfarið?
En hverju reiðist formaðurinn?
— Hann virðist ekki greina á milli
félags og forystu. Ég fann að
ýmsum hrópyrðum hans og
hæpnum fullyrðingum í fjölmiðl-
um. Ég spurði um launagreiðslur
samtaka okkar sem fá milljónir úr
sameiginlegum sjóði landsmanna.
— Það er von mín og ósk að þar sé
enginn maðkur í mysunni. Ég lét í
ljós vafa um að fræðsla fólks, sem
veit fátt um áfengismálastefnu og
lítið um aðrar hliðar áfengismála
en alkóhólisma, yrði jafn mikils-
virði almenningi og skólanemend-
um sem alkóhólistum í endurhæf-
ingu. Fátt hefur styrkt þá skoðun
mína betur en fákunnátta for-
manns okkar á þessum sviðum.
Hann jafnar til dæmis vímuefninu
áfengi við kjöt og mjólk eins og
fávíst barn og heldur að bindindis-
menn hafi ráðið þeirri áfengislög-
gjöf sem hér er við lýði.
En kannski er alvarlegast að
formaðurinn virðist greina óljóst
milli sinnar eigin persónu og
samtakanna. „Ríkið, það er ég,“
sagði einvaldurinn. Hann virðist
ætla að af því að hann varð ekki
„var við neitt nema nafnið" á
ýmsum ágætum félögum hljóti að
vera heldur lítið í þau varið. Þá
vitum við það, sem við höfum
reynt að leggja okkar litla lóð á
vogarskálir réttlætis og sannleika
aðeins í nokkra áratugi!
Ef formaður SÁÁ, sem hefur
starfað „að áhugamáli" sínu,
„áfengisvandamálum", í 4 ár —
takið eftir, heil 4 ár! — minnist
ekki viðleitni okkar þá er hún
vegin og léttvæg fundin.
Skrif mitt og hreinskilnislegar
spurningar urðu til vegna áhuga á
velferð samtaka sem ég gekk heils
hugar til liðs við og hélt að væru í
þörf fyrir að heyra viðhorf
óbreytts félaga sem ekki er með
öllu ókunnugur þessum málum.
Rugl Hilmars Helgasonar um
Góðtemplararegluna í þessu sam-
hengi skil ég ekki. Hann hefði eins
getað talið mig túlka stefnu Sjálf-
stæðisflokksins eða Náttúrulækn-
ingafélagsins. Nú eða Austfirð-
ingafélagsins í Reykjavík. Ég veit
ekki betur en góðtemplarar hafi
sýnt SÁÁ hlýhug og góðvild.
Forystumaður þeirra flutti til
dæmis ávarp við stofnun samtak-
anna. Og þó að forysta SÁÁ hafi
hvað eftir annað opinberað fávisku
sína um sögu íslenskrar áfengis-
málastefnu og niðurstöður vís-
indarannsókna síðustu áratuga
hafa góðtemplarar mér vitanlega
látið það ótalið. Hins vegar er ekki
fráleitt að geta þess — formannin-
um, sem haft hefur áhuga á
Árni Helgason
áfengismálum í 4 ár, til leiðbein-
ingar — að flestir, sem til þeirra
mála þekkja, gera sér ljóst að sá
byr sem samtök okkar hafa fengið
byggist á fræðslu og upplýsinga-
starfi bindindishreyfingarinnar í
áratugi. Þau — og einstakir bind-
indismenn, svo sem sr. Árelíus
Níelsson, — erjuðu jarðveginn sem
nú er sáð í.
I lítillæti sínu og hæversku segir
formaðurinn um athugasemdir
óbreytts félaga: „Þessi tilraun
hans til á slá sjálfan sig til riddara
með því að traðka niður starfsemi
SÁÁ er alvarlegur þverbrestur í
starfsemi allra þeirra sem af besta
hug og skilningi reyna að vinna
sameiginlega að þjóðfélagsvanda-
máli — áfengisvandamálinu." —
Ég fæ nú að vísu enga heila
hugsun út úr þessum orðum. En
þar sem Hilmar hefur haft áhuga
á málinu í 4 ár en ég aðeins í rúma
hálfa öld ber mér líklega að látast
skilja þennan samhengislausa vað-
al og hneigja mig fyrir hverju orði
sem fram gengur af munni þessa
manns. — Annað „flokkast" víst
undir „sjúklegt hugarfar".
Enn gæti ég spurt margra
spurninga en til þess að ofbjóða
ekki skapstillingu formannsins læt
eig eina nægja:
Leyfist óbreyttum félögum í
SÁÁ að gagnrýna það að forystu-
maður þeirra ber fram í fjölmiðl-
um einkaskoðanir á áfengismála-
stefnu, skoðanir sem ganga þvert á
álit Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna?