Morgunblaðið - 27.03.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ1979
35
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Háskóla-
tónleikar
Efnisskrá:
Modest Mussorgsky
Kinderstube
Atli Heimir Sveinsson
Ljóð fyrir börn
við texta eftir
Matthías Johannessen
Karl 0. Runólfsson
Fjögur sönglög við ljóð eftir
Kristmann Guðmundsson og
þýðingu eftir Freystein
Gunnarsson
Einsöngur
Elísabet Erlingsdóttir
Undirleikari:
Guðrún A. Kristinsdóttir
LAGAFLOKKURINN Barna-
leikir eftir Mussorgsky er frekar
flokkaður sem tónverk en sem
eiginlegur lagaflokkur. Þarna
fer saman leikræn túlkun sem
svipar til tónlesins eins og það
hefur þekkst allt frá því um
1600 og einkennilegt tónferli.
Mussorgsky, fæddur 1839, en
ekki 1835 eins og stendur í
efnisskrá, var kominn af aðal-
bornum hermönnum og náði
hann lautenantstign áður en
hann ákvað að leggja her-
mennskuna á hilluna og helga
sig tónsmíðum. Hann hafði vak-
ið athygli fyrir góða hæfileika
sem píanóleikari en þrátt fyrir
það og að hafa notið kennslu hjá
Balakirev, var hann sjálfmennt-
aður í tónsmíði og voru tónverk
hans ekki almennt talin hæf til
flutnings. Þau sem flutt voru að
honum látnum, höfðu flest verið
lagfærð og endurútsett af
Rimsky-Korsakoff. Afnám
þrælahaldsins í Rússlandi „setti
hann á hausinn" og sem illa
launaður embættismaður, mis-
heppnað tónskáld, vinalaus og
flogaveikur drykkjumaður lýkur
hann ævi sinni á herspítala en
þar fékk hann inni fyrir góð-
semd og vegna fyrri stöðu í
hernum. Það er ekki fyrr en
maðurinn Mussorgsky er
gleymdur að tónlist hans fær
notið sín og allt verður fínt er
hann samdi og vankunnáttan
sem fyrrum var honum fjötur
um fót, er skilgreind sem frum-
leiki. Þannig býr menningar-
flokkunarvél hvers tíma sér til
formúlu og bætir við hana eftir
þörfum hverju sinni. Mussorg-
sky leit ekki á tónlist sem
takmark í sjálfu sér, sem opin-
berun fegurðar eða eitthvað sem
Elísabet Erlingsdóttir
fræðilega þarf að vera skipu-
lagt, heldur sem tæki til að tjá
sig, túlka og tala til fólks. „Eg
vil tala við fólk á tungu sann-
leikans. Orð og tónar eru ein
heild og laglínar sprettur upp úr
tungumálinu og mótast af merk-
ingu þess.“ Til að flutningur
verks eins og Barnaleikja njóti
sín, þarf textinn að vera auðskil-
inn og vafasamt að þýðingar
tengist upprunalegri tóntúlkun
textans. Þetta á ekki frekar við
um lög eftir Mussorgsky heldur
yfirleitt alla söngva, þó til séu
undantekningar, helst þar sem
leikræn túlkun er í lágmarki.
Annað verkið á efnisskránni
voru söngvar eftir Atla Heimi
Sveinsson við ljóð eftir Matthías
Johannessen. Það er áreiðanlega
ekki auðvelt að semja leikrænt
túlkandi tónmál við Ljóð fyrir
börn eftir Matthías Johannes-
sen, enda var samspil þessara
þátta víða illa ofið saman, þó
brygði fyrir einstaka góðu atr-
iði, aðallega í undirleiknum, sem
víða var tengdari textanum en
sönglínan. Tónleikunum lauk
með lögum eftir Karl Otto Run-
ólfsson, Viltu fá minn vin að sjá,
og þremur lögum við texta eftir
Kristmann Guðmundsson,
Svefnljóð, Stef og Síðasti dans
en yfir því er skemmtilegur og
léttur blær. Elísabet Erlings-
dóttir er mjög góður tónlistar-
maður og hefur mikla og góða
rödd. Það sem einkum hefur
truflað undirritaðan er hvernig
hún leggur röddina, og kom
sérlega fram í íslenzku lögun-
um. Mjó og hvöss afturlæg
tónmyndun er áreiðanlega ekki
einu blæbrigðin sem rödd henn-
ar ræður yfir og með dýpri og
dekkri hljómgrunn eins og kom
fram í Mussorgsky, er hugsan-
legt að rödd hennar búi yfir
einhverju, sem ekki hefur komið
í ljós í mjóhvössum söng hennar
hingað til. Mótun raddarinnar
er sérkennilegt vandamál og
getur varðað starfsdag söngvara
miklu hversu til tekst. Til er
óteljandi dæmi um slík mistök,
sem kostað hafa söngvara mikla
vinnu að yfirstíga, en þar sem
hæfileikar, þekking og vilji hafa
verið fyrir hendi, hefur þessi
leiðrétting oft tekist með glæsi-
legum árangri.
Jón Ásgeirsson
Borgarstjórnarmeirihlutinn:
Felldi niður styrk
til þjálfunar barna
í reiðmennsku
„ÞAÐ er rétt að borgarstjórnar-
meirihlutinn í Reykjavík hefur
fellt niður 500 þús. kr. styrk til
Hestamannafélagsins Fáks vegna
reiðskóla fyrir börn, en þessi
styrkur hefur verið veittur um
langt árabil til reiðkennslu fyrir
börn og unglinga í Reykjavík á
vetrum. Daglega stunda um 25
nám í reiðmennsku á vegum Fáks
á þessum árstíma, en á s.l. ári t.d.
voru um 800 börn í reiðskóla á
vegum Fáks og að hluta í sam-
vinnu við Æskulýðsráð," sagði
Bergur Magnússon framkvæmda-
stjóri Fáks í samtali við Mbl.
„Þetta þýðir," sagði Bergur, „að
annaðhvort verðum við að -reka
þetta með tapi eða láta nemendur
borga meira og verður það líklega
úr. Nú borga nemendur 8000 kr.
fyrir 10 tíma, en s.l. ár voru það
6000 kr. Langur biðlisti er eftir því
að komast á námskeið hjá Fáki.“
Plantað út 17 þús. trjáplöntum
Mikil skakkaföll vegna ágangs
Á sl. ári jukust ræktunarsvæði
Reykjavíkurborgar um 5,83 hekt-
ara og er nú heildarstærð um-
hirðusvæðanna 268,13 ha og er þá
sá hluti Ártúnsholts, sem kominn
er gróður í reiknaður með, segir í
skýrslu garðyrkjustjóra, Hafliða
Jónssonar, sem nýlega var lögð
fram í umhverfismálaráði. í
skýrslunni eru talin upp þau
svæði og sú gróðursetning sem
fram fór sl. vor og sumar, sem
eru f jölmörg víðs vegar um borg-
ina.
Frá ræktunarstöð borgarinnar í
Laugadal voru afgreiddar 17.246
trjáplöntur. Var trjám plantað á
ýmsum stöðum í borginni. Það
vekur athygli í skýrslunni, að ekki
virðist þessum viðkvæma gróðri
alls staðar hlíft. Til dæmis segir: I
Breiðholti var haldið áfram við
trjáplöntun í hljóðmönina milli
Seljabrautar og Breiðholts-
brautar, en sá hluti sem plantað
var í, árinu áður, hefur orðið fyrir
miklum skakkaföllum vegna
ágangs fólks, sem styttir sér leið
þvert yfir beðin og var nú gripið til
þess ráðs að setja upp girðingu til
að tefja fyrir þessum ágangi.
Trjágróður á nýjum svæðum í
Fossvogi hefur verið lítil um-
hyggjai sýnd af unglingum í hverf-
inu og var nú plantað þar upp að
nýju, að heita mátti í öll beð, bæði
á miðsvæði og vestursvæði, auk
ýmissa fleiri umbóta sem þar var
að unnið, vegna þess hve harka-
lega hefur verið gengið um þessi
ræktunarsvæði. Einnig má sjá
setningar á borð við þessa: Komið
var upp fleiri skjólþiljum á garð-
torginu við Hringbraut-Meistara-
velli og þar bætt talsverðu við
trjágróður í beðin, en all mikil
brögð hafa verið að því, að gróður
þar hafi verið traðkaður niður.
Grasgarðurinn vinsæll
Safnað var fræi af 370 tegund-
um sumarið 1978,133 íslenzkum og
237 erlendum. Afgreiddar voru 735
tegundir til útlanda, þar af var 221
íslenzk, segir í kaflanum um gras-
garðinn. Áf íslenskum plöntum
var mest óskað eftir týsfjólu,
snæsteinsbrjóti og skeggsanda, en
af erlendum bóndarós, gullhnappi
og alaskalúpínu. Sáð var 529 teg-
undum, þar af voru 304 tegundir,
sem ekki hafa verið reyndar áður.
Unnið var áfram að stækkun
sýningarsvæðis fyrir garðinn, sem
ætlað er fyrir tré og runna. Orðinn
er fastur liður hjá sumum barna-
og unglingaskólum Reykjavíkur og
nágrennis, að efna til hópferða í
garðinn.
Minnkandi aðsókn
að skólagörðum
Þátttakendur í skólagörðum
urðu að þessu sinni 509 (voru 1977
779 börn) og er minnkandi aðsókn
að görðunum. Trúlega á aukning
starfsleikvalla þátt í því, segir í
skýrslu garðyrkjustjóra. Fleiri
stúlkur en piltar voru í skólagörð-
um eða 295 talsins á móti 214
piltum.
Um leið má geta þess að aðsókn
barna að leikvöllum borgarinnar
hefur minnkað um 11,5% frá árinu
1977. Alls voru nú 321.893 börn
skráð í heimsókn á leikvellina 1978
(áður 361.219). Vel má vera að ein
meginástæðan fyrir þessu sé að
yngri börn en fyrr sækja nú á
starfsleikvelli, en þeim var fjölgað
um fjóra, sem er helmings aukning
frá árinu áður. Starfsvellirnir
störfuðu 504 daga og voru þar
skráðir 30.625 heimsóknir og 3.182
börn innrituð.
TAFLMENN
2. BHB-Standard
kr. 24.720.-
KLUKKUR
5. OLYMPÍA
kr. 37.100.-
3. BHB-Blitz
kr. 20200-
4. BOHEMIA
kr. 22.400.-
1
d>\
Yfir 50 tegundir og stæröir taflmanna, verö
frá kr. 1.000-
Bendum t.d. á hina þekktu frönsku taflmenn
„PHIDIAS".
Stærö 9.5 sm., þyngdir, m/filti, í kassa meö
renniloki.
Póleraöir eöa lakkaðir, svartir/ hvítir eða
ANTIK (brúnir) Kr. 19.265.-
Eins, í kassa meö renniloki
en stærð 9.0 sm. Kr. 16.370-
Eins, sama stærö, nema í
kassa meö lömum á loki Kr. 19.970-
Plastmenn, 8.5 sm. í trékassa
með lömum áloki (brúnir) Kr. 4.570-
Plastmenn, 8.5 sm. í trékassa
með lömum áloki, svartir/hvítir Kr. 6.605-
Tafldúkar 33x33 sm Kr. 1.110-
Tafldúkar 40x40 Kr. 1.710-
Tafldúkar 48x48 Kr. 2.055-
Sendum í þóstkröfu.
Magnafsláttur til taflfélaga og taflklúbba.
Heildsala — smásala.
Tilvaldar fermingargjafir — og ekki síður
fyrir stúlkur en pilta.
SKÁKHÚSH)
Laugavegi 46 — Sími 19768 — Box 491.