Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRIL 1979 Selurinn étur 30 þús. tonn af þorskfiski á ári ÁÆTLAÐ hefur verið að selur hér við land éti um 100 þúsund tonn af sjófanKÍ á ári, fisk, hryggleysingja o.fl. og af þessu magni eru þorskfiskar, þ.e. þorskur, ýsa og ufsi, um 30 þúsund tonn. Þetta kemur fram í grein, sem Sólmundur Einarsson fiskifræðingur ritar nýlega f Náttúrufræðinginn. I grein sinni segir Sólmundur að þær raddir hafi gerst æ háværari hér á landi, sem vilja láta fækka selnum til muna. Ástæður séu Snjóflóð á Siglu- fjarðarveg EINHVERN tímann á bilinu frá miðnætti til klukkan 6 í gær- morgun féll- allmikið snjóflóð á veginn til Siglufjarðar við munna Strákaganga Sauðanesmegin. Um hádegi í gær var búið að opna veginn á ný, en hann var talinn mjög varasamur vegna snjóflóða- hættu. Mikil snjókoma var þá nyrðra, en hiti þó 1 stig. — Eins og veðrið er núna er snjóflóða- hættan mikil, sagði Trausti vita- vörður á Sauðanesi í samtali við Morgunblaðið í gær. — Snjórinn er svo blautur að hann getur hlaupið hvenær sem er og það er ekki vert að vera að leika sér á þessari leið eins og ástandið er núna, sagði Trausti. Þrír bátar fastir í ís á Þistilfirði ÞRÍR netabátar frá Þórshöfn, Faldur, Fagranes og Litlanes, voru enn fastir í ís í vestanverðum Þistilfirði í gærmorgun, þriðja daginn. Þoka og snjómugga var á © INNLENT svæðinu, en ráðgert var að flugvél Landhelgisgæzlunnar flygi norður strax og létti til bátunum til aðstoðar. Um borð í bátunum eru 18 tonn af fiski, sem liggja undir skemmdum, en engin hætta er búin bátum eða mönnum, sem sátu þó uppi kostlausir í gærmorgun. Minni bátarnir, Fagranes og Litlanes, sem eru 10 og 18 tonna, lágu í vari í gærmorgun bak við landfastan jaka skammt undan landi í Krossavík, en Faldur, sem er 50 tonn, var skammt undan landi úti af Sauðá, utar í firðinum. Sjö stelpur á Akureyri Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri frumsýnir leikritið Sjö stelpur eftir Erik Thorstensson í Samkomuhúsinu á þriðjudags- kvöld. Þýðinguna gerði Sig- mundur Örn Arngrímsson, leik- stjóri er Viðar Eggertsson og hefur hann jafnframt gert leik- mynd. Með hlutverk stelpnanna fara: Kolbrún Reynisdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Kristlaug Sigurðardóttir, Ólafía Áskels- dóttir, Jóhanna Birgisdóttir, Snjólaug Brjánsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir. Með hlutverk gæzlufólks fara Jón- steinn Aðalsteinsson, Asa Guðmundsdóttir, Halldór Björnsson og Sigurþór Heimis- son. Leikhópurinn ásamt leikstjóra. Á myndina vantar Jóhönnu Birgisdóttur og Kristlaugu Sigurðardóttur. (ljósm.: Helgi Baldvins- son) hugsanleg stofnstærð útsels 8—10 þúsund selir. Veiðin frá 1960 hefur verið á bilinu 4,500 til 7000 selir á ári. fyrst og fremst tvær, í fyrsta lagi að selurinn éti töluvert af fiski eins og áður er bent á og í öðru lagi sú staðreynd, að selurinn gegni aðalhlutverki í hringrás hring- ormsins, sem eins og allir viti valdi miklum vanda við fisk- vinnslu í landinu. Rannsóknir á selnum hafi hins vegar verið tak- markaðar og auknar rannsóknir séu orðnar mjög knýjandi, því án slíkra rannsókna sé ekki hægt að stjórna selveiðum á skynsamlegan hátt. Óyggjandi tölur liggja ekki fyrir um stofnstærð sels við Island en hugsanleg stofnstærð landsels er talin verða 40—45 þúsund selir og Stærstu Kröflu- skjálftarnir mæl- ast yfir 2 stig ENN RÍS land á Kröflusvæðinu með svipuðum hraða og undanfarið og skjálftavirkni fer heldur vaxandi. Eru skjálftarnir nú rúmlega 10 á sólarhring að meðaltali og þeir stærstu hafa mælst liðlega 2 stig á Richter-kvarða. Sprungur hafa gliðnað nokkuð á Kröflusvæðinu, en það fylgir landrisinu. Almannavarn- ir héldu í gær upprifjunarfund í Mývatnssveit um hvernig skuli bregðast við ef til tíðinda dregur á svæðinu. Jarðfræðingar reikna með einhverjum umbrotum hvenær sem er úr þessu, en hvað gerist er erfitt um að spá. Hörpusöngur Selkórsins SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur vortónleika sína, sem að venju eru kallaðir Hörpusöngur, í Félagsheimili Seltjarnarness í dag, sunnudag, klukkan 16.30 og einnig fimmtudaginn 26. apríl klukkan 20.30. A efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög og syngur kórinn bæði sem blandaður kór og kvennakór. Stjórnandi er Guðrún Birna Hannesdóttir, sem verið hefur stjórnandi hans undanfarin tvö ár. Raddþjálfari kórsins er Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona og syngur hún einnig nokkur lög á tónleikunum. Undirleikari er Lára Rafnsdótt- Eftirvinniistöðvun Snótarkvenna á föstudag; Beint gegn stjórnvöldum frekar en atvinnurekendum Vestmannaeyjum, 21. apríl. KONUR í fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum lögðu niður vinnu klukkan 17 í gær, föstudag, til frekari áréttingar loforðum, sem þær töldu að gefin hefðu verið með desembersamkomu- laginu. Þá voru gefin eftir 3% af kauphækkun, sem samið hafði verið um, en á móti áttu þá að koma ýmsar félagslegar lagfæringar, m.a. að nætur- vinna hæfist klukkan 17 á föstudögum frá 1. janúar í ár. í framhaldi af þessu á nætur- vinna að taka gildi alla daga vikunnar eftir klukkan 17 og fjölgað um einn dag á hverju ári næstu fimm árin. Þegar ekkert hafði gerzt í þessu máli og loforðiri ekki verið efnd og konurnar sáu fram á að við þau yrði ekki staðið fyrr en í fyrsta lagi 1. júní ákváðu kon- urnar á fundi 3. apríl að fella niður vinnu eftir klukkan 17 15. apríl ef eftir þann tíma yrði ekki komin á næturvinna. Þær sendu atvinnurekendum bréf um þetta og barst svar fyrir þremur dög- um þar sem þær voru m.a. beðnar að endurskoða afstöðu sína. Snótarkonur felldu eigi að síður niður vinnu klukkan 17 í gær, en mættu hins vegar til vinnu á tilskildum tíma í morg- un og verður unnið í húsunum í allan dag. Jóhanna Sigurðar- dóttir formaður Verkakvenna- félagsins Snótar sagði að þessar aðgerðir væru fyrst og fremst til að fylgja eftir að staðið yrði við loforð um félagslegar umbætur. — Það er rétt að þessum aðgerð- um er frekar beint gegn stjórn- völdum, þó svo að þær bitni fyrst og fremst á atvinnurekendum, sagði Jóhanna. — Sigurgeir Fasteignagjöld elli- og örorkulífeyrisþega lækki BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum 22. mars s.l. að leggja eftirfarandi fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn samþykkir að lækka fasteignagjöld sem lögð hafa verið á elli- og örorkulífeyris- þega á árinu 1979 svo sem hér segir: Fasteignagjöld þeirra sem höfðu 1978 brúttóárstekjur á bil- inu 1.861—2.180 þús. kr. lækki um 50%, fasteignagjöld þeirra sem höfðu árstekjur 1.550 þús. kr. eða minna lækki um 90%.“ Viðskiptaþing um gjaldeyr- is- og utanríkisviðskipti Myndin er af Guðmundi Árna- syni, Hverfisgötu 28, Reykjavík. sem beið bana í vinnuslysi í m.s. Tungufossi í Reykjavíkurhöfn s.l. þriðjudag. Guðmundur heitinn var 52 ára gamall, fæddur 27. október 1926. VIÐSKIPTAÞING Verzlunar- ráðs íslands um gjaldeyris- og utanríkisviðskipti verður hald- ið í Kristalssal Hótels Loftleiða á þriðjudaginn. Þingið hefst klukkan tíu um morguninn með setningarræðu formanns Verzlunarráðs, Hjalta Geirs Kristjánssonar. Erindi á þinginu munu flytja Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Þráinn Þorvaldsson, Arni Gestsson, Friðrik Pálsson, Olafur Haraldsson, Pétur Ei- ríksson, Steinn Lárusson og Þor- varður Elíasson. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins ávarpar þingið, en þingforseti verður Þorsteinn Pálsson for- stjóri Vinnuveitendasambands- ins. Viðtöl við Færeyinga um rétdndi sunnan I slands „VIÐTÖL eru hafin við Færey- inga um landgrunnsréttindin suður af íslandi, á Happon- banka og Rockallsvæðinu,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður er Mbl. ræddi við hann í gærmorgun í Genf, þar sem hafréttarráðstefnan situr. „Er ómetanlegt að njóta ráða Guðmundar Pálmasonar í þeim flóknu málum,“ sagði Eyjólfur. „Hins vegar er ófyrir- gefanlegt að draga mánuð eftir mánuð að framfylgja fyrir- mælum Alþingis í þingsálykt- un, sem samþykkt var einróma 22. desember sl. um rannsókn landgrunnsins. Þrátt fyrir þá skýlausu álykt- un hefur lítið sem ekkert verið aðhafzt og íslenzku fulltrúarnir því vanbúnir að upplýsingum og þekkingu, að minnsta kosti ég.“ Næsti fundur ráðstefnunnar er ráðgerður í New York 16. júlí til 24. ágúst. „Fram að þeim tíma verður að láta hendur standa fram úr ermum og undir- búa baráttuna fyrir gífurlega mikilvægum hagsmunum Islands. Annars missum við af strætisvagninum. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.