Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 19 Níræður; Sumarliði Guðmunds- son, skósmíðameistari Sumarliði Guðmundsson skósmíðameistari er níræður í dag. Hann á að baki rúmlega hálfrar aldár starfsævi í Siglu- firði. Hann kom til bæjarins um tvítugt — í blóma lífs síns. Sá og lifði vöxt staðarins úr fárra húsa þorpi í höfuðstað síldariðnaðar í landinu. Hann var virkur þátttak- andi í þeirri byggðarsögu, sem höfundur tilverunnar skráði á tímans rás norður þar; milli hárra fjalla Tröllaskagans; við eina beztu lífhöfn landsins. Sumarliði fæddist í Nýjabæ í Hörgárdal 22. apríl 1889, fyrir réttum 90 árum. Foreldrar hans vóru Sigurlaug Guðmundsdóttir og Guðmundur Guðmundsson, sem þar bjuggu þá og næstu 8 árin unz fjölskyldan flutti að Skipalóni í sömu sveit. Ungur að árum hélt hann síðan til Akureyrar og nam skósmíði hjá Guðmundi skósmíða- meistara Vigfússyni. Að námi loknu hélt Sumarliði til Siglufjarðar. Siglufjörður var þá — sem byggðarlag — að stíga fyrstu skrefin frá frumbýlings- hætti og fábreyttni fyrri búskaparhátta inn í nýjan tíma tækni, framfara og batnandi lífs- kjara. Staðurinn laðaði þá til sín framsækið fólk hvarvetna að af landinu, sem sækja vildi á bratt- ann til breyttra og bættra þjóðlífs- hátta. Sumarliði gekk að hverri vinnu sem bauðst fyrst eftir komu sína til Siglufjarðar, jafnt utan fags síns sem innan. Ekki hafði hann þó dvalið lengi í nýjum heimkynn- um er hann kom á fót eigin verkstæði, sem hann rak af myndarskap í meira en hálfa öld, um nokkurra ára bil ásamt verzl- un. Sjálfs sín vildi hann vera og varð. Sumarliði kvæntist föðursystur minni, Sigurlínu Níelsdóttur, Þingeyingi að ætt, árið 1913. Tveir bræður hennar, Finnur og Frið- björn, byggðu og bú sín í Siglu- firði. Þau hvíla nú þrjú systkinin í kirkjugarðinum í fjallshlíðinni, ofan kaupstaðarins. — Sigurlína og Sumarliði eignuðust þrjá syni: Kára, starfsmann SR, sem býr í Siglufirði, Arthúr, verkstjóra í Reykjavík, og Hrein, kaupmann í Reykjavík. Sumarliði er annálað snyrti- menni, bæði í sjón og raun. Enginn var svikinn af verkum hans, sem báru hagleik hans og smekkvísi vitni. Hann átti til að neita við- gerð, ef sýnt þótti, að ekki vært unnt að leysa hana vel úr hendi. — Hann var um árabil prófdómari í iðn sinni. Sumarliði starfaði lengi í Iðnaðarmannafélagi Siglufjarðar og í samtökum sjálfstæðismanna á staðnum. Hann hefur allar götur haldið fast við frjálshyggjusjónar- mið og rétt hvers einstaklings til að ráða eigin lífsgöngu. Allur hans starfs- og lífsferill norður þar bar vitni vinnusemi, fyrirhyggju og heiðarleika. Hann var, í fáum orðum sagt, dæmigerður fulltrúi þess drengskapar- og dugnaðar- fólks, sem Siglufjörð sat á upp- gangstímum staðarins á fyrra helmingi þessarar aldar. Betri einkunn en felst í þeim orðum kann ég ekki að gefa nokkrum manni. Hann fluttist til Reykjavíkur fljótlega eftir lát frú Sigurlínu, en hún var kölluð árið 1963. Hann hefur um árbil dvalið að Grund í Reykjavík, en í dag verður hann á heimili sonar síns, Hreins og hans ágætu konu, Önnu Hallgrímsdótt- ur, sem reynst hafa honum ágæta vel. Eg árna vini mínum, Sumarliða Guðmundssyni, heilla níræðum í mínu nafni og minna. Ég þakka honum langa samferð, vináttu og samskipti öll. Megi ógengin æviár hans minna á lognkyrrð síðsumars í Siglufirði og dagur hver á fegurð haustlita í fjöllunum nyrðra. Stefán Friðbjarnarson. maraþon- keppni í stofuglugganum heima i f* j / hjáþérognú mega 1 I IJ veóurguóirnir vara sig Með nýrri sjálfvirkri vélasamstæðu og tvöfaldri límingu hefur Glerborg hafið framleiðslu á gleri sem er reiðubúið í sannkallaða maraþonkeppni við hina stormasömu íslensku veðráttu. . . . Og í þetta skipti er hætt við því að veður- guðirnir þurfi á allri sinni þolinmæði að halda. Tvöfalda límingin hefur nefnilega verið viðurkennd af sérfræðingum um allan heim sem sérstaklega örugg framleiðsluaðferð einangrunarglers. Hún sameinar þéttleika, við- loðun og teygjanleika, og það eru þessir frábæru eiginleikar sem nú bjóða íslenskri veðráttu í fyrsta sinn byrginn. Þú getur fylgst með æsispennandi maraþonkeppni í glugganum heima hjá þér. GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53333 VANTAR ÞIG VINNU jn VANTAR ÞIG FÓLK { Þl AIGLÝSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl; AUC- LYSIR I MORGl''NBLAÐINl Hugurinn reikar til Pkrísar Hvad kemurþér helst íhug þegar ísumar. Eöa fara um Luxemborg, þú sérö oröiö París? List, tíska, þadan er flogiö til Parísar þrisvar garðar, götulíf eða góður matur á dag. Frá París og Luxemborg og vandaðar verslanir? getur leiðin legið lengra suður á Eiffelturninn, Sigurboginn, bóginn, t. d. niðurá frönsku Signubakkar? Lengi má telja. Riveriuna - þann óviðjafnanlega Hvernig væri að láta drauminn sólbaðs- og sumardvalarstað. rætast, fljúga beint til Parísar Til Frakklands í fríinu FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.