Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 15 NORDSAT Gott tungl eða vígahnöttur? UMRÆÐUR um hvort Norðurlandaþjóðirnar eigi að koma upp sameiginlegum gervihnetti til sjonvarpssendinga hafa verið allmiklar hér á landi að undanförnu, og í dag verður haldinn fundur í Norræna húsinu þar sem þessi mál verða á dagskrá. Á fundinum, sem hefst klukkan tvö í dag, munu þessir ræða um hnöttinn, sem þegar hefur hlotið nafnið Nordsat, þó hann sé ekki kominn á loft: Ragnar Arnalds menntamálaráðherra, Eiður Guðnason alþingismaður, Njörður P. Njarðvík rithöfundur, Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Gylfi Þ. Gíslason prófessor. Morgunblaðið leitaði í gær til þeirra Njarðar, Eiðs og Gylfa og spurði um álit þeirra á þessu máli, en ekki tókst að ná tali af menntamálaráðherra né Þorsteini Jónssyni. En svör þeirra er til náðist fara hér á eftir: i 'zL. «-e±.?: Norr*na e'r1' húsin*1 ot5víöh„rt oröiÖ yk)“ ™ höfundar hata and — nnoi eru. vegna er verf)a framso^- urnræ&u efntJ*. rna\ds, mennta menn Kat-nar A™ Guðna3on. mátarábherra,- E 6urianda form.ía'andadeddar v.k sssrs-jss sss*'”4"’*.* raðs um árabu r ólafs- Fundarstjón er Hjal .w.r<pfmr Njörður P. Njaróvík: Fénu yrdi betur varið með öðrum hætti Njörður P. Njarðvík formaður Rithöfundasambands íslands kvaðst vera andvígur Nordsat. Sagði hann það byggjast á marg- víslegum rökum, er hann myndi gera ítarlega grein fyrir í ræðu sinni á fundinum í dag, en í stuttu máli gæti hann þó nefnt nokkur dæmi. í fyrsta lagi sagðist hann vera þeirra skoðunar, að allt þetta mál væri komið af stað á fölskum forsendum. Sagt væri að til- gangurinn væri að auka menningarsamstarf Norðurlanda- þjóðanna, en ef það væri í raun vilji manna, þá væri unnt að gera það á mun betri hátt. Njörður sagði það ekki vera ljóst enn sem komið væri hvað fyrirtækið kæmi til með að kosta, en ljóst væri að um væri að ræða hundruð milljóna íslenskra króna. — Vilji menn leggja það fé til menningarmála er hægt að gera það á mun betri hátt en þann að koma upp sjón- varpsgervihnetti. í öðru lagi sagðist Njörður óttast að Islendingar misstu í raun yfirráð yfir fjölmiðlun af þessu tagi yrði af tilurð Nordsats. Æ erfiðara yrði fyrir íslenska sjón- varpið að standast samkeppni við erlenda dagskrá, og því yrði þetta til að draga úr íslenskri dagskrár- gerð. Þá sagðist hann vilja benda á, að þegar íslenska sjónvarpið keypti erlenda þætti til sýninga, til dæmis frá Bretlandi, þá væri jafnan við það miðað, að þeir væru aðeins sýndir 200 þúsund manns. Ef af Nordsat yrði, þá þýddi það að þeir yrðu sýndir 20 milljónum manna, og spurning væri þá hvort við gætum framar keypt slíka þætti. í þriðja lagi sagðist Njörður vilja vekja athygli á því, að hug- myndin um hnöttinn væri alls ekki komin frá félagssamtökum eða menningarfélögum. Hugmyndin væri komin frá s'ænska fyrirtæk- inu Rymdbolaget, sem væri fyrir- tæki er fengist við iðnað í háþróaðri fjarskiptatækni. Sagði Njörður, að í Svíþjóð væri ekki talið að hugmyndin um Nordsat væri af menningarlegum toga, heldur væri hún sprottin af þörf iðnfyrirtækja fyrir nýja markaði og ný atvinnutækifæri er þarna væri um að ræða. Málið væri því ekki síður fjárhagslegt fyrirbæri en menningarlegt. Gylfi Þ. Gíslason: Mjög fylgjandi samvinnu Norðurland- anna á þessu sviði Gylfi Þ. Gíslason prófessor kvaðst vera því mjög fylgjandi að Gylfi Þ. Gfslason komið yrði á fót samvinnu Norðurlandaþjóðanna á borð við þá sem gert er ráð fyrir með hnettinum Nordsat, enda yrði það til að vernda menningu Norður- landanna, en ekki til að auka hættu á tortímingu hennar, sagði Gylfi. Sagði hann að hnötturinn styrkti samheldni Norðurland- anna í stað þess að auka líkur á að efni kæmi að úr öðrum áttum, en staðreynd væri, að innan mjög fárra ára yrði sjónvarpsáhorfend- um á Norðurlöndum mögulegt að sjá sjónvarpsefni um gervihnetti frá Frakklandi, Bretlandi og Þýskalandi bg jafnvel víðar, svo sem efni frá Sovétríkjunum sem Finnar gætu séð. Gylfi sagði, að andstaða sú, sem EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 samstarf þetta hefur mætt hjá norrænum rithöfundum, væri því að sínum dómi byggð á algjörum misskilningi. Sannleikurinn væri sá, að andstaða rithöfundanna byggðist á því, að láðst hefði að semja við þá um höfundaréttinn. Það væru þau hagsmunasjónarmið sem lægju að baki því að höfunda- samtökin á Norðurlöndunum hefðu verið heldur á móti þessu, það væru bein hagsmunasjónar- mið, og kvaðst Gylfi telja þessa afstöðu lýsa ákaflega mikilli skammsýni vegna þess, að menningarlega væri miklu meira í húfi. En hitt sagðist Gylfi alveg geta fallist á, að ríkisstjórnir Norðurlandanna hefðu allt of lengi vanrækt að tala við höfunda um höfu'ndaréttinn, og þess vegna væru forystumenn höfunda, sér- staklega í Svíþjóð, móðgaðir. Njörður P. Njarðvík Eiður Guðnason: Síður en svo ástæða til að óttast um íslenska menningu Eiður Guðnason alþingismaður og formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs kvaðst telja, að íslendingar ættu að skoða þetta mál með mjög opnum huga, og sagðist hann telja að hér væri á ferðinni mál sem væri sennilega meira hagsmunamál okkar ls- lendinga en annarra þjóða Norðurlanda. Stafaði það fyrst og fremst af Eiður Guðnason því að við byggjum við meiri sjónvarpslega einangrun en hinar Norðurlandaþjóðirnar, þar sem við hefðum aðeins okkar íslenska sjónvarp. Aðrar þjóðir, svo sem Danir, Svíar og Norðmenn, ættu þess kost að sjá mun fleiri stöðvar, bæði milli ríkjanna og frá Þýska- landi. Eiður sagði það vera staðreynd, að ekki væri unnt að viðhalda einangrun á þessu sviði til fram- búðar, að því kæmi frekar fyrr en seinna að við gætum náð sending- um gervihnatta, og því ætti að vera akkur í því að geta séð norrænt efni. Einnig sagði Eiður það vera röksemd er mælti með því að dreifa sjónvarpsefni hér innanlands, auðveldara yrði að koma sjónvarpssendingum til staða sem nú er erfiðleikum bund- ið vegna landslags. Eiður sagðist síður en svo telja að ástæða væri til að ætla að Nordsat gæti reynst íslenskri menningu skaðlegur, íslensk menning hefði sýnt það að hún þyldi annað eins, það væri því ekki röksemd gegn hnettinum. Að lokum sagðist Eiður vilja gagnrýna menntamálaráðuneytið fyrir þátt þess í málinu. Nú væri svo komið að taka þyrfti ákvörðun um það hvort íslendingar vildu vera með mjög fljótlega, en enn hefði almenningi ekki verið gerð grein fyrir því um hvað málið snerist. Málið hefði legið of lengi á borðum embættismanna án þess að almenningi væri gerð grein fyrir því. „Þetta hef ég gagnrýnt, þarna tel ég að menntamálaráðu- neytið hafi ekki gegnt skyldu sinni,“ sagði Eiður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.