Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Leikritagerð sjónvarpsins: Reynum að taka ákvörðun um einhverjar upptökur - segir Ólafur R. Einarsson formaður útvarpsráðs NOKKRIR starfsmenn við leikritagerð við sjónvarpið hafa ritað forráðamönnum Ríkisútvarpsins bréf svo sem Mbl. skýrði frá þar sem því er haldið fram að leikritagerð við sjónvarpið sé komin í óefni og að ekki verði hægt að taka upp leikrit á þessu ári vegna fjárskorts. Mbl. sneri sér til Ólafs R. Einarssonar formanns útvarpsráðs og innti hann eftir viðbrögðum við bréfi dagskrárgerðarmanna. Ólafur sagði að bréfið yrði fyrsta mál á fundi útvarpsráðs nú í dag , en ljóst væri að verulegir fjárhagserfiðleikar væru nú fram- undan hjá Ríkisútvarpinu, sem hefðu fljótlega áhrif á dagskrár- gerð og kvað hann erfitt fyrir útvarpsráð að taka ákvarðanir um kostnaðarsama dagskrárgerð meðan stefndi í kreppu í fjármál- um Ríkisútvarpsins. — Við höfum álíka háa upphæð til ráðstöfunar í dagskrárgerð og í fyrra þrátt fyrir verðbólguna og við erum óhressir með að útvarpsráð skuli fá minni hækkun afnotagjalda sinna en dagblöðin, sagði ðlafur. Minna má á að fyrir 10 árum kostaði árs- áskrift dagblaðs kr. 1.845 og út- varps- og sjónvarpsgjaldið var þá kr. 3.300. Á þessu ári kostar áskrift dagblaða kr. 36.000 og afnotagjöldin samtals 36.200, en miðað við hlutfallið fyrir 10 árum ættu samanlögð afnotagjöld út- varps- og sjónvarps að vera kr. 64.000. Ólafur kvað því ljóst að sækja yrði um frekari hækkun vegna síðari hluta afnotagjalda, en á dögunum var sótt um 40% hækkun og leyfð 15% hækkun. Þá sagði Ólafur að reynt yrði á þessum fundi útvarpsráðs í dag að ákveða upptökur á einhverjum leikritum, og minnti á að síðan 1971 hefði oft verið ráðist seint í að ákveða upptökur. Tage Ammendrup hjá sjonvarp- inu kvaðst vona að forráðamenn ríkisútvarpsins myndu reyna að sjá svo um að hægt yrði að taka upp einhver leikrit, en hafa yrði á því jafnan 2—3 mánaða fyrirvara. Sagði Tage að nú væru ýmsir fastir þættir i vinnslu, en brátt myndi segja til sín sá fjárskortur sem séð hefði verið fram á þegar ekki fékkst meiri hækkun afnota- gjalda en 15%. Fremur lítið er hægt að gera varðandi allt dagskrárefni þar sem Ríkisútvarpið er í fjársvelti og meðan svo er verður að skera niður dýrt dagskrárefni, sem kem- ur þá fyrst niður á t.d. leikritum, sem eru eitt dýrasta dagskrárefni sjónvarps, sagði Árni Gunnarsson alþingismaður í samtali við Mbl. Árni kvað verulegan vanda vera fyrir höndum ef ekki rættist fljótt úr þessum fjárhagsvandræðum t.d. með því að endurgreiddir yrðu tolltekjur þær er Ríkisútvarpinu bæri og sagði hann marga þætti í rekstri útvarpsins alvarlegri en dagskrárefni t.d. tæknimál, mörg tæki útvarpsins væru 20 ár a gömul og brýnt væri að reisa nýtt langbylgjuloftnet. Þá kvað Árni menn hafa rætt það í fullri alvöru að fækka sjónvarpsdögum um einn frá því sem nú væri í stað þess að þynna verulega út dagskrána, en ljóst væri að ef Ríkisútvarpinu yrði ekki séð fyrir auknu fé yrðu t.d. starfsmenn í upptökusölum sjónvarpsins að einhverju leyti verkefnalausir á árinu. Ármann Kr. Einarsson r FÉLAG íslenzkra rithöfunda hélt aðalfund sinn að Ilótel Esju í vikunni og gerði formaður félags- ins, Sveinn Sæmundsson, þar grein fyrir störfum félagsins. Kom fram í máli hans að haldnar hafa verið kvöldvökur með bók- menntakynningu og upplestrum. Hafa á sl. tveimur árum verið kynnt verk 33 höfunda á kynn- ingarkvöldum félagsins. Þá hafa verið fundir um ýmis mál svo sem stöðu rithöfundarins í þjóðfé- laginu og bókarinnar í sam- keppni við fjölmiðla. Formaðurinn, Sveinn Sæmunds- son, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs, en í stjórn félagsins voru kosnir: Ármann Kr. Einarsson formaður, og meðstjórnendur Indriði Indriðason, Indriði G. Þor- steinsson, Ingimar Erlendur Sig- urðsson og Ragnar Þorsteinsson. Til vara voru kjörnir Þröstur Karlsson og Sveinn Sæmundsson. Endurskoðendur voru kosnir Jak- ob Jónsson og Gunnar Dal. Á fundinum var ákveðið að efna til fundar næsta haust, þar sem sérstaklega yrði fjallað um barna- bækur og þær kynntar með upp- lestri höfunda og skólanemenda á ýmsum aldri. Armann Kr. Einars- son formaður Félags islenzkra rithöfunda Dælurnar héldu í reynslu- ferðinni SKUTTOGARINN Hafþór, sem nú er í eigu Hafrannsóknastofn- unarinnar, fór í reynsluferð í si'ðustu viku, en mikil viðgerð hefur farið fram á skipinu og hefur hún tekið um eitt ár. Það sem einkum hefur tafið viðgerðina er að dælur fyrir spilin hafa oftar en einu sinni gefið sig. I reynsluferðinni í síðustu viku reyndust dælurnar vera komnar í lag, en hins vegar kom ýmislegt smálegt upp á og er verið að lagfæra það, stilla tæki og slíkt. Að sögn Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar verður farið að nýju í reynsluferð á Hafþóri, áður Baldri, og ef allt reynist þá í lagi, verður viðgerð verktaka tekin út að þeirri ferð lokinni. Góður afli á Skagafirði Sauðárkróki, 26. apríl. GÓÐUR afli hefur að undanförnu fengizt í net í Skagafirðinum og algengt að bátarnir, sem eru 12—35 tonn að stærð, hafi fengið 5—6 tonn í róðri. Fjórir netabátar eru gerðir út héðan, en sjö bátar úr Eyjafirði, 12—150 tonna, hafa einnig verið á netum hér í firðin- um. Eitthvað virðist vera farið að draga úr þessum góða afla og það er athyglisvert að lítið hefur feng- izt á handfæri þennan tíma. - Kári. MYNDAMÓTA Adolstræti 6 sinn 25810 Flug og gisting Ein heild á lækkudu verði. Va, 'íða um land eru vel búin hótel. Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.