Morgunblaðið - 27.04.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 27.04.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Reimar Sigurðsson — Minningarorð Þuríður Helgadótt- ir—Minningarorð Vinur minn, Reimar Sigurðsson er dáinn. Hann lézt af hjartaslagi á heim- ili sínu að Hátúni 12 á páskadag, aðeins 43 ára að aldri. Þar hvarf frá okkur góður vinur og félagi, og missir hans verður okkur aldrei bættur, en minningin um góðan dreng gleymist ekki. Ég man fyrst eftir Reimari frá sumarbúðum Skógarmanna í Vatnaskógi þar sem hann stóð bísperrtur í markinu á fyrsta grasvelli fótboltaunnenda, sem ég hafði séð, því sajlfur var ég alinn upp við það að fara með pabba til að horfa á fólk róta upp sandi á Melavellinum. Þarna stóð Reimar, studdist við staf og varði hvert snilldarskotið á fætur öðru. Um kvöldið sá ég hann svo í frístunda- salnum þar sem hann hafði lagt frá sér stafinn og studdist við borð og malaði hvern borðtennis- meistarann á fætur öðrum. Reimar varð fyrir því óláni að fá mænuveikina þegar hann var á öðru ári og lamaðist algjörlega á hægra fæti og að mestu leyti á vinstra fæti. En meðfæddur dugn- aður hans og einbeitni, svo og áhugi fyrir hvers kyns íþróttum, sem átti hug hans allan til hinsta dags, drifu hann áfram þar sem aðrir hefðu látið bugast. Ekki var áhugi hans fyrir and- legum íþróttum síðri. Fyrstu-verð- launa- minnis- og merkispeningar, stjakar og styttur fyrir sigra í óteljandi bridge- og skákmótum mátti finna grafið hingað og þang- að í skúffum og skápum því slíku var hann ekki að flíka. Það var Reimar sem kenndi mér að meta — eða öllu fremur að skilja — klassíska tónlist. Sjalfur var hann afburða píanóleikari, sem margir söngvarar geta borið vitni um, en hann var fyrr á árum eftirsóttur sem undirleikari ein- söngvara á hljómleikum. Sígild músík var hans yndi og hann átti stórt og fjölbreytt úrval af hljóm- plötum, sem hann þreyttist aldrei á að leika fyrir mig og aðra vini sína, sem voru svo tíðir gestir á heimili hans. Og sem meira var — við þreyttumst aldrei á að hlusta. Reimar hafði djúpa, hljómmikla rödd og átti gott með að tjá mál sitt þannig að aðrir hlustuðu og þótti gaman að hlusta. Hann átti til að leika fyrir mig sama tón- verkið spilað af 4—5 þekktum sniilingum og benti svo á viss tilbrigði, sem gerði einn framar öðrum. „Sjáðu, góði, Ian Moravec Við mennirnir erum allir á sömu leið. Við þreytum gönguna frá vöggu til grafarinnar. Samferða- mennirnir hverfa með dauðans striða straumi yfir ódáins landið. Handan þeirra landamæra, sem aðskilja lifendur og dauða. Hann Guðmundur Benjamín, eða Benni, eins og hann var alltaf kallaður af ættingjum og vinum, var fæddur á Látrum í Aðalvík 27. október 1926. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Jasína Guð- leifsdóttir og Árni Arnfinnsson. Systkini hans voru 13. Er hann þriðji bróðirinn, sem ferst af slysförum. Bræður hans, þeir Halldór og Guðleifur, drukknuðu báðir, fyrir allmörgum árum, báð- ir ungir að árum. Benni kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ragnheiði Bjarna- dóttur, 4. desember 1954. Eignuð- ust þau eina dóttur. Þrem ungum börnum konu sinnar gekk hann í föðurstað. Þeim reyndist hann leikur þetta vel og Horowitz jafvel betur en þetta stef í verkinu getur enginn tjáð betur en Emil Gilels!" Og ég hallaði aftur augunum, dæsti, hlustaði og svei mér þá ef þetta var ekki rétt! Tónlistarsmekkur minn hafði í fjölda ára legið undir skemmdum vegna stöðugra bombarderinga í mynd óskalaga unga fólksins og annarra sjúklinga. Með tilsögn Reimars (og stúlku sem týndist) tók tónlistarsmekkur minn algjör- um stakkaskiptum. Þetta hrútleið- inlega sinfóníugaul, sem maður var ósjálfrátt vanur að skrúfa fyrir í monoútsendingum Ríkisút- varpsins, tók á sig nýja mynd og skipaði sér niður í kantötur og etýður, nocturnur og notalegheit, sem hægt var að hlusta á, lygna aftur augunum og njóta. Reimar starfaði sem bókari í Utvegsbanka Islands í fjöldamörg ár en lét þar af störfum til að stofna sína eigin bókhaldsskrif- stofu að Kárastíg 7 hér í Reykja- vík, en þar bjó hann ásamt for- eldrum sínum, Sigurði Björnssyni og Málfriði Halldórsdóttur. Hann var elztur fjögurra systkina. Syst- ur hans tvær, Ina Dóra og Randý, eru giftar og búsettar í Reykjavík og bróðir hans, Rafn, er kvæntur og starfar á vegum Loftleiða í Luxembourg. Leiðir okkar Reimars lágu ekki saman fyrr en árið 1974 þegar sameiginlegur vinur okkar kynnti okkur. Ég mundi eftir honum frá Vatnaskógi og hann eftir mér sem prakkara úr Norðurmýrinni og syni bóksalans, sem hann verzlaði alltaf við í gamla daga. Við höfð- um fjölmörg sameiginleg áhuga- mál og gátum rökrætt og rifizt um allt milli himins og jarðar. Ég með mína óðamælgi og hann með sína rökvísi stóðum við nokkurn veginn jafnt. Á þessum tæpum fimm árum sem við Reimar þekktumst, mátti hann reyna margs kyns mótlæti. Föður sinn, sem hann dáði, missti hann skömmu eftir að við kynnt- umst og tæpum þremur árum seinna lézt móðir hans eftir lang- varandi og erfið veikindi. Nokkru áður en hún dó hafði Reimar orðið fyrir því slysi er hann var á leið út í bíl sinn, að spelkur þær, sem hann hafði um fótinn, og gerðu honum fært að ganga nokkurn veginn eðlilega, gáfu sig, og hann datt og lærbeinsbrotnaði svo illa að hann varð að liggja í marga mánuði á sjúkrahúsi. Brotið greri öllum hinn besti faðir, en öll elskuðu börnin hann og báru til hans mikið traust. Benni var mjög hlédrægur mað- ur og dulur, og sérstaklega trygg- lyndur og öllum sem honum kynntust þótti vænt um hann. Barnabörnin elskuðu hann og nutu þess að vera í návist hans. Sumum spurningum þeirra er nú erfitt að svara. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja Rögnu í hennar miklu sorg, en eins og hún sjálf orðaði það við mig: „Maður verður að reyna að vera dugleg, því hvað sem slysinu olli, er það hönd Drottins sem ræður. Enginn fer fyrr en Guð vill og hans tími hefur verið kominn." En Ragna á margar bjartar endurminningar um góðan, trygg- an lífsförunaut og með Guðs hjálp læknar tíminn öll sár, eins og skáldið segir: Ef á mínum æfidegi ástvinum ég sviptur er illa, átti hann nú helmingi erfið- ara með að hreyfa sig en ella. Tæpu ári eftir lát móður sinnar flutti hann frá Kárastíg að Hátúni 12, þar sem öll aðstaða var hent- ugri fyrir hann. Þar gat hann notið endurhæfingar, fengið nudd og stundað borðtennis að nýju og þar voru góðir félagar allt í kring. Hann fór að gera áætlanir um framtíðina, spekúlera í utanferð- um, ráðgast um hvort hentugra væri að kaupa sér Benz eða station Cadillac, kaupa sér skrifborð og skápa, skyrtur og skó. Það var að vora í lífi hans þegar hann svo skyndilega sofnaði og dó. Þrátt fyrir margskonar mótlæti lét Reimar aldrei bugast. Hann var aldrei bitur út í hlutskipti sitt hvað sem á dundi. Hann átti til að bera létta lund og þrotlausan kjark, sem laðaði fólk að honum. Það lýsir bezt hvernig lund hans var, að ekki held ég að hafi hvarflað að nokkrum okkar vina hans og vinkvenna að vorkenna honum fötlunina. Þess í stað litum við upp til hans — og jafnvel stundum ekki laust við öfund. Það vorum við sem leituðum til hans í raunum okkar og vandræðum og hann var alltaf reiðubúinn til að rétta hjalparhönd og uppörva okk- ur. Ég vil votta systkinum hans innilega samúð mína. Þau hafa á örfáum árum mátt sjá á eftir bæði föður sínum og móður og núna síðast stóra bróður sínum. Það er mín huggun að vita að við Reimar eigum eftir að hittast á næsta tilverustigi — hvernig sem það er og hvenær sem það verður — og þá gengur hann til móts við mig, leiðandi tvær englapíur og heilsar að venju: „Blessaður, kapp- inn!“ Guð blessi þann góða dreng. Birgir Bragason. Guðson mælir: Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá þar sem hel ei granda má. (H. Hálfdansson). Öllum nánustu ættingjum og vinum votta ég einlæga samúð. Fyrir hönd móður minnar og fjölskyldu okkar færi ég vini mínum kæra hinztu kveðju og hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Guðbjörg Haildórsdóttir. Fædd 30. júní 1915. Dáin 14. apríl 1979. Þegar Þuríður þurfti að hverfa úr vinnu og fara á sjúkrahús gerðum við okkur ekki ljóst, að hún mundi ekki eiga afturkvæmt til starfa á ný hvað þá að hún væri það fársjúk að leiðarlok yrðu aðeins innan örfárra vikna. Sjálf- sagt hefur hún kennt sér meins en hún var sérstæð að því leyti, að hún kvartaði ekki yfir neinu, sem hana varðaði, og sagðist hafa það gott og allt væri í lagi. „Ég held að maður hafi ekki ástæðu til að kvarta," var jafnan setning á hennar vörum. Hins vegar fann Þuríður í ríkum mæli til með öðrum, sem erfiðleika þurftu að þola í einni eða annarri mynd. Ég kann ekki að rekja lífssögu Þuríðar en á vinnustað þekkti ég hana. Hún var búin að vinna hjá Pósti og síma, í eldhúsinu í Póst- og símahúsinu við Austurvöll, um 15 ára skeið. Þuríður var einstaklega skap- góð, þolinmóð og umburðarlynd. Öllum var hlýtt til hennar. Aldrei urðu árekstrar í kringum hana. Hún var létt í lund og skipti ekki skapi. Við eigum ekki að vera að ergja okkur yfir því, þótt eitthvað sé öðruvísi en við helst viljum, voru gjarnan hennar orð, þegar eitthvað var að. Og væri deilt á gjörðir manna var Þuríður til með að segja að það væri ekki ástæða til því þeir vildu áreiðanlega vel. Hún mat traust og orðheldni og þegar slíkt brást sagði hún að fólk ætti ekki að segja það, sem það ætlaði ekki að standa við. Þuríður talaði ekki niðrandi um fólk og trúði ekki illu um nokkurn mann heldur vildi hún ávallt búast við því góða og sagði frá því er vel var gert. Þannig skóp hún hverjum manni góða sögu. Hún bætti því andrúmsloftið í umhverfi sínu. Það var gott að hafa hana í starfi bæði vegna verka hennar og vegna samstarfsfólks. Það ríkti góður andi í kringum hana. Stofnað hefur verið í Reykjavík félagið Fiskiðn, fagfélag fiskiðn- aðarins. Héldu stofnfund þennan aðilar innan fiskiðnaðarins, fisk- tæknar, sem útskrifast hafa frá fisktækniskólanum og fiskiðnað- armenn, og hafa þeir ásamt starf- andi fiskmatsmönnum rétt til setu í félaginu. Tilgangur félagsins er að sam- eina alla fiskiðnaðarmenn, fisk- tækna og starfandi matsmenn í fiskiðnaði, að auka þekkingu og Á lífsleið Þuríðar munu hafa skipzt á skin og skúrir. Ég veit að hún bar umhyggju fyrir börnum og barnabörnum og öldruðum var hún góð. Dugnað og hagsýni mun hún hafa sýnt, enda verið í þeirri aðstöðu að þurfa á stundum að velta oft fyrir sér sömu krónunni til þess að nýta hana sem best. Þuríður var í hópi hinns almenna manns. Spor hennar verða ekki rakin sérstaklega af þeim, sem ekki þekktu, en hún var ávallt meðal þeirra sem gengu götuna til góðs. Það er hverjum manni gott að kynnast slíkum samferðafélaga. Hlýhugur og velvild verður sjaldnast vegin á vog frægðar og frama heldur felst sú alúð í hand- tökum og viðmóti í önn hversdags- lífsins og gleymist ekki þeim, sem við hafa búið. Það getur ekkert vakið nema ljúfar minningar, þeg- ar hugurinn reikar til Þuríðar, þar er góð kona gengin. Blessun fylgi minningu hennar og aðstandend- um flytjum við samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. stuðla að útbreiðslu á þeirri tækni °g nýjungum sem fram koma á sviði fiskiðnaðar, innanlands og utan, vera málsvari og málflytj- andi félagsmanna á opinberum vettvangi og að vinna að betri menntun og námsskilyrðum fé- lagsmanna. Þriggja manna stjórn var kosin á stofnfundinum og skipa hana Benedikt Sveinsson fisktæknir, formaður, Höskuldur Asgeirsson og Gunnar Geirsson fisktæknar, meðstjórnendur. Guðmundur Benjamín Árnason — Minning Stofnað félag fiskiðnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.