Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1979 Skipað í gerðadóm vegna verzlunardeilu BÍJIÐ er að tilnefna 5 menn í 7 manna gerðadóm til þess að ákveða laun verzlunarfólks, en samkomulag varð um slíka til- högun milli verzlunarfólks og vinnuveitenda þeirra 10. apríl 8.1. Björn Ingvarsson yfirborgar- dómari skipaði í gær þrjá menn í dóminn. Hrafn Bragason borgar- dómara, sem verður formaður, Sigríði Vilhjálmsdóttur þjóðfé- lagsfræðing og Torfa Ásgeirsson hagfræðing. Vinnuveitendasam- band íslands tilnefndi Einar Árnason hdl. í dóminn og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna tilnefndi Skúla J. Pálmason hrl. Samtök verzlunarmanna eiga að tilnefna tvo menn í dóminn og munu þau gera það innan skamms. Gáfu Víkur- læknishéraði hjartasjá Litla-Hvammi, 25. apríl. Á FUNDI í Lionsklúbbnum Suðra sl. mánudag afhenti formaður klúbbsins, Matthias Gíslason, Víkurlæknishéraði að gjöf hjarta- sjá. Tæki þetta er fyrirferðalítið og því auðvelt fyrir lækni að hafa það með sér í vitjanir í þeim tilfellum sem þess gerist þörf og þá einnig í sjúkraflutningum. Einnig er þetta tæki mjög þénugt við hópskoðanir. Vigfús Magnús- son héraðslæknir veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd læknishéraðs- ins og þakkaði klúbbnum fyrir. Síðan bauð hann fundarmönnum að skoða hina nýju heilsugæzlu- stöð á staðnum, sem er stöð H-l. Er smíði hennar lokið, en eftir er að búa hana tækjuin svo hún geti tekið til starfa. Þá er í smíðum læknisbústaður áfastur við stöðina og er lokið við að steypa hann upp og er áætlaö að gera hann fokheld- an á þessu ári. Sigþór. Raðhús — sér hæð Höfum kaupanda aö raöhúsi eöa sér hæö gjarnan á byggingastigi. Mjög góö og hröö útborgun í boði. Eignaval s.f. Suö 'rlandsbraut 10, símar 85650 og 85740. Glæsileg 160 ferm. sér efri hæð í Háaleitishverfi meö stórum bílskúr. Hæöin skiptist í stofur, 3 svefnherb. meö skála, eitt forstofuherb., snyrtingu, eldhús meö borökrók, þvottahús og vinnuherbergi innaf eldhúsi. Frekari upplýsingar á skrifstofunni. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEITISBRAUT 58-60 SÍMAR-35300& 35301 Agnar Ólafsson. Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. óskar efftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 VESTURBÆR: □ Túngata □ Lambastaöahverfi ÚTHVERFI: □ Breiöageröi □ Laugarásvegur 38—77 KÓPAVOGUR: UPPL. í SÍMA 35408 Georg Hermannsson, form. Herjólfa hf.: Að gef nu tilefni Mikið rekstrartap Flugleiða á síðasta ári og óeining ráðamanna og starfsfólks, er virðist stefna framtíð félagsins í hættu, er mörg- um áhyggjuefni. Er óskandi að góðum mönnum megi auðnast að rétta við hag félagsins og leiða stjórnendur og starfsfólk einhuga saman til starfa. Farsæll og öruggur rekstur Flugleiða hlýtur að vera sameiginlegt hagsmuna- mál þessara aðila, og um leið þjóðarinnar allrar. Er leitt til þess að vita að svo mjög skuli að þessum mönnum sorfið nú, að á nýafstöðnum aðal- fundi skuli Sigurður Helgason forstjóri grípa til þess að draga m/s Herjólf inn í umræður um 43466 — 43805 OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 19 OG LAUGARDAGA KL. 10—16. Úrval eigna á söluskrá. Fasteignasalan EIGNABORG sf. 81066 Leitib ekki langt yfir skammt Skarphéðinsgata Glæsileg einstaklingsíbúð ca. 35 ferm. ( kjaliara þríbýlishúss. ibúðinni fylgja sér smíðaðar innréttingar í stofu og herbergi. Kríuhólar 3ja—4ra herb. falleg 100 ferm. íbúð á 3. hæð. Haröviðareld- hús, sér þvottahús. Markland 3ja herb. falleg 70 ferm. íbúð á 1. hæö, flísalagt bað. Harðvið- areldhús. Sér þvottahús. Njálsgata 3ja herb. 70 ferm. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Kríuhólar 4ra—5 herb. falleg og rúmgóð 127 ferm. (búð á 4. hæö. Þvottahús á hæöinni. Góöur bfiskúr. Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 ( Bæjartei&ahúsinu ) simi: 1} 1066 Lúðvík Halldórsson Aðalsteinn Pétursson Bergur Guönason hdl AUGLVsINGASÍMINN ER: 22480 JR»r0un&l«biti erfiðleika Flugleiða og kvarta sérstaklega undan samkeppni Herjólfs og stuðningi stjórnvalda við rekstur skipsins. Tel ég skylt að gera athugasemd við þessi ummæli. íbúar Vestmannaeyja líta á m/s Herjólf sem brú milli lands og Eyja, er tengir þær við þjóðvega- kerfi landsins og gerir okkur kleift að hafa not af bifreiðum okkar, eins og öðrum landsmönnum. Bifreiðaeign Vestmannaeyinga hefur vaxið mjög á síðustu árum og munu beinar tekjur ríkisins vegna þeirra nema mun hærri upphæðum en sá rekstrarstyrkur, sem m/s Herjólfur fær, er gerir okkur kleift að hafa not af bifreið- um okkar til jafns við aðra, a.m.k. að nokkru leiti, þó mörgum þyki „vegatollurinn" hár, sem greiddur er fyrir flutning bifreiða með skipinu. Án m/s Herjólfs hefðu Vestmannaeyingar sáralítil not af því fé, er þjóðin ver árlega til vegamála sinna, þannig að stuðn- ingur stjórnvalda við rekstur skipsins er mikið réttlætismál og skal hér þakkað fyrir aukinn skilning ráðamanna í þeim efnum. Ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um hver nauðsyn daglegar öruggar ferðir skipsins eru, né hverja þýðingu slíkt öryggi í samgöngum hlýtur að hafa fyrir búsetu þeirra rúmlega 4700 íbúa, er Heimaey byggja, svo og fyrir allt atvinnulíf eyjarinnar og þá um leið fyrir gjaldeyrisöflun þjóðar- innar. Tala tölur hér skýrustu máli um, en á síðasta ári flutti skipið 40.367 farþega, 9.027 bif- reiðar og 8.130 tonn af vörum milli lands og Eyja. Þarf því engan að undra þegar langþráðu takmarki Vestmanna- eyinga um öruggar samgöngur með skipi til daglegi a ferða er náð, þó nokkuð dragi úr farþegafjölda Flugleiða hingað, svo stopular sem flugsamgöngur hingað oft eru, eins og tölur síðustu þriggja mán- aða sýna: I janúar féllu flugferðir niður í 10 daga vegna veðurs og í 2 daga vegna verkfalla. í febrúar 10 daga vegna veðurs og í 2 daga vegna verkfalla. í marz í 7 daga vegna veðurs og 1 dag vegna verkfalla. Auk þess voru allmarg- ar ferðir felldar niður af öðrum ástæðum, fyrir utan tafir sem oft verða og þykja þreytandi. Þrátt fyrir ferðir m/s Herjólfs er eigi að síður full þörf góðra flugsamgangna milli lands og Eyja, enda fluttu Flugleiðir um 36.000 farþega hér á milli á síðasta ári, auk þess sem minni flugfélög- in fljúga mikið hingað. Er ekki vitað til að tap hafi verið á flugi til Vestmannaeyja. Leyfi ég mér að vona að forðast verði að ala á sundrung og baráttu milli Herjólfs og Flugleiða og verði frekar reynt að stuðla að aukinni samvinnu þeirra, öllum til hagsbóta. S.U.S. með árlega ráð- stefnu um utanríkismál um helgina Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna gengst íyrir ráðstefnu um helgina, þar sem fjallað verður um „Umbrota- tíma í alþjóðamálum“. Ráðstefn- unni verður skipt í fjóra megin- þætti. í fyrsta lagi verður fjallað um þróun mála í nokkrum heimshlut- um, bæði innri þróun og stöðu og samskipti við umheiminn. í öðru lagi verður rætt um helstu viðfangsefni og ágreinings- efni á alþjóðavettvangi nú og í næstu framtíð, og hvaða breyting- ar hafa helstar orðið á þungamiðj- um alþjóðamála (sviðum og svæð- um). Þá verður fjallað um efnið „Islenskir hagsmunir í alþjóðlegu umróti", og að lokum verða hringborðsumræður um það sem fram kom í ræðum framsögu- manna. Ræðumenn á ráðstefnunni verða þessir. Pétur Thorsteinsson ambassador, Haraldur Ólafsson dósent, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Janus A.W. Paludan sendiherra Dana á íslandi, Arnór Hannibalsson lektor, Sigríður Snævarr, fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu, Gunnar Eyþórsson frétta- maður og Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra. Í hringborðsumræðunum taka þátt þeir Björn Þorsteinsson menntaskólakennari og fram- kvæmdastjóri Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, Gylfi Þ. Gísla- son prófessor, Jón Sigurðsson rit- stjóri og Þráinn Eggertsson dós- ent. Ráðstefnustjóri verður Baldur Guðlaugsson héraðsdómslögmað- ur, formaður utanríkismálanefnd- ar S.U.S. S.U.S. hefur gengist fyrir ráð- stefnum af þessu tagi um nokk- urra ára skeið, og hafa erindi þeirra að jafnaði verið gefin út síðar, og hafa ráðstefnurnar verið merkt innlegg í umræður hér á landi um utanríkis- og alþjóðamál. Fermmg á Blönduósi BLÖNDUÓSKIRKJA, ferming sunnudaginn, 29. apríl kl. 11 f.h. Prestur sr. Árni Sigurðsson. Stúlkur: Anna Kristín Sævarsdóttir, Hlíðarbraut 1, Blönduósi. Erla Sigurbjörnsdóttir, Hólabr. 7, Blönduósi. Hulda Þorbjörnsdóttir, Fornastöðum, Blönduósi. Ingibjörg María Aadnegard, Holtabraut 10, Blönduósi. Sólveig Zophaníasdóttir, Húnabraut 8, Blönduósi. Unnur Sigurlaug Aradóttir, Brimslóð 14, Blönduósi. Drengir: Eyþór Björnsson, Hurðarbaki. Guðjón Þór Kristjánsson, Mýrarbraut 13, Blönduósi. Guðmundur Þór Sveinsson, Húnabraut 12, Blönduósi. Hermann Arason, Brimslóð 14, Blönduósi. Hermann Þór Baldursson, Brekkubyggð 10, Blönduósi. Jónmundur Þór Eiríksson, Árbraut 18, Blönduósi. Óskar Gunnarsson, Mýrarbraut 11, Blönduósi. Reynir Baldursson, Húnabraut 18, Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.