Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 1

Morgunblaðið - 06.05.1979, Side 1
64 SÍÐUR 101. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Verð að sigra með glæsibrag” Jóhannesarborg. 5. maí. AP. Stórmeistarinn Viktor Korchnoi er sagður ákveðinn í að sigra á alþjóðaskákmótinu, sem hefst í Pretóríu í dag og vinna þar með til 48 þúsund dollara verðlauna, eða sem nem- ur 16 milljónum íslenzkra króna. Við komuna til Jóhannesar- borgar í gær sagði Korchnoi á fundi með fréttamönnum, að hann yrði ekki aðeins að sigra heldur yrði hann að vinna með glæsibrag, að öðrum kosti veikt- ist staða hans sem skákmanns verulega. „Ég er í öðru sæti samkvæmt stigatöflu Alþjóða- skáksambandsins, en ef ég sigra ekki í Pretóríu er hætt við því að einhverjir fari upp fyrir mig,“ sagði Korchnoi. Aðspurður um, hvort hann ætti von að því að verða fyrir sams konar aðför dulsálfræð- inga eins og í heimsmeistaraein- víginu á Filipseyjum, sagðist Korchnoi alls ekki eiga von á því. Auk Korchnois munu taka þátt í mótinu þeir Anthony Miles frá Bretlandi, Anatoly Lein, landflótta Rússi, sem ný- verið hefur fengið bandarískan ríkisborgararétt, og Wolfgang Unzicker frá Vestur-Þýzkalandi. Hryðjuverkakona var skotin til bana Miinchen. 5. maí. Reuter. TUTTUGU og átta ára gömul kon; eftir vegna ránsins og morðsins á Hans Martin Schleyer árið 19' Niirnberg í gærkvöldi. Talsmaður lögreglunnar í Bæj- aralandi sagði, að hún hefði dregið upp byssu þegar lögreglumenn komu til íbúðar hennar. Þeir skutu hana niður og hún lézt af sárum sínum í sjúkrahúsi í Núrn- berg skömmu síðar. Ungfrú von Dyck var í hópi sex hryðjuverkamanna sem mest kapp hefur verið lagt á að handsama og lögreglan segist hafa í höndum sannanir um að þeir hafi notað . Elizabeth von Dyck. sem lýst var vestur-þýzka kaupsýslumanninum 7. var skotin til bana í íbúð í íbúðina. Þeir eru auk ungfrú von Dyck: Christian Klar, Adelheid Schulz, Rolf Heissler, Monika Helbing og Werner Lotze. Ibúin fannst eftir bankarán í Núrnberg í síðasta mánuði. Ræn- ingjarnir komust undan með 210.000 mörk og grunur lék á að þeir væru hryðjuverkamenn. Lög- reglan dreifði 100.000 flugumiðum með myndum af hryðjuverka- mönnunum sex sem lýst var eftir. Upplýsingar frá almenningi leiddu til þess að lögreglan fann íbúðina. Ungfrú von Dyck var dóttir vélfræðings, dvaldist á bernskuár- um sínum í Uruguav og gerðist hjúkrunarkona að loknu námi í Þýzkalandi. Hún trúlofaðist fé- laga úr Baader-Meinhof samtök- unum, Klaus Júnschke, sem var dæmdur í ævilangt fangelsi 1977 fyrir morð og bankarán. Hann tók þátt í sprengjuárás á aðalstöðvar Bandaríkjahers í Evrópu í Heidel- berg 1972. Sprengju- maður tekinn höndumíÓsló ÓhIó, 5. maí. (rá Jan Erik Lauri. fréttaritara Mbl. LÖGREGLAN handtók í gærdag 19 ára gamlan mann, sem hefur viðurkennt að hafa komið sprengju fyrir í miðborg Ósióar 1. maí s.l. Við sprenginguna slösuðust tveir, en hvorugur lífs- hættulega. Ungi maðurinn, sem er nemandi í menntaskóla hér, sagðist hafa stolið dýnamiti og hvellhettum hjá verktökum sem eru að vinna að ýmsum umbótum í miðborg- inni. „Ég ætlaði aðeins að láta fólki bregða, hafði alls ekki í hyggju að skaða neinn," sagði maðurinn við yfirheyrslur hjá lögreglunni í gær. Hann er félagi í ný-nazistahreyfingu hér í Ósló, sem hefur fært sig nokkuð upp á skaftið á undanförnum misserum með ýmiss konar óknyttum. Wayne aftur með krabba Loh Angelen. 5. maí. Reuter. ÞRIÐJA barátta leikarans John Wayncs gegn krabbameini cr hafin. La knar hans sögðu honum í gær að krabbameinsfrumur hefðu fundizt í vefjum sem voru fjarlægðir úr innyflum hans í skurðaðgerð í vikunni. Læknarnir sögðu að hann yrði að vera í nokkrar vikur í sjúkrahúsi. Aðspurður hvernig Wayne hefði tekið fréttinni um þriðja krabba- meinskastið sagði talsmaður sjúkrahússins: „Hann leit út eins og hann hefði dottið af hestbaki." Fyrir fjórum mánuðum var gallblaðra hans fjarlægð þar sem krabbameinsæxli fannst í maganum. Hluti vinstra lunga hans var fjarlaegður fyrir 14 árum. VERKFALL * Ljósmynd: ÓI.K.M. Tóku sendi- ráð í San- Salvador San Salvador. El Salvador. 5. maí. AP — Reuter. HERSKÁ hreyfing, sem er óvin- veitt stjórn E1 Salvadors, lýsti í dag ábyrgð sinni á töku sendi- ráða Frakklands og Costa Rica í San Salvador. Lýstu samtökin að taka sendiráðanna hefði farið „friðsamlega“ fram, en stjórn E1 Salvador skýrði hins vegar frá því, að „vel vopnum búnir hryðju- verkamenn“ hefðu beitt ofbeldi við töku sendiráðanna og sært franskan sendiráðsvörð alvar- lega. Tóku hryðjuverka- mennirnir um 30 manns í gísl- ingu í árásunum og eru sendi- herrar beggja rikjanna meðal gíslanna. Til átaka kom milli lögreglu og hryðjuverkamanna við sendiráðin og seinna sló einnig í brýnu milli lögreglu og annarra félaga í hreyf- ingu þeirri er tók sendiráðin og féllu tveir lögregluþjónar og öryggisvörður í þeim átökum en átökin urðu í nágrenni sendiráð- anna. Samtökin sem tóku sendiráðin nefnast „byltingarbiokkin“ og kváðust liðsmenn í símtali frá franska sendiráðinu vera vopn- lausir. Tilgang aðgerðanna sögðu þeir vera þann að krefjast lausn- ar fimm leiðtoga samtakanna er hnepptir hefðu verið í fangelsi síðustu tvær vikur. Öryggi í flugi eykst New York. 5. ma(. AP. ÖRYGGI í áætlunarflugferðum í heiminum í fyrra var nálægt meti sem var sett 1977 að sögn Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Manntjón fyrir hverjar 100 milljónir farþega og kílómetra á árinu var aðeins 0.08 miðað við 0.07 1977. Á árinu fórust 23 áætlunarflugvélar og með þeim 652 manns miðað við 24 flugvélar og 516 manns 1977. Þrjátíu slys urðu á leiguflugvél- um og 464 fórust 1978 miðað við 40 slys og 832 dauðsföll árið áður. Flugumferð hefur aukizt um 10% að meðaltali síðustu fimm ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.