Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 1

Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÖTTABLAÐI Jóhannos Páll páfi 2. ásamt Stefan Wyszynski kardínála (t.h.) og Stanislaw Barela biskupi fagna mannfjöldanum í borginni Czestochowa í Póllandi. Páfií Póllandi: DC-10 enn í flugbann? Wa«hington; 5. júní AP — Reuter BANDARÍSKI alríkisdómarinn Aubrey Robinson úrskurðaði í dag að kröíu samtaka bandarískra flugíarþega, að engar þotur af gerðinni DC-10, sem skráðar eru í Bandaríkjunum, mættu fljúga fyrr en bandaríska loftferðaeftirlitið hefði sannað fyrir sér, að þessar flugvélar væru öruggar. Nokkrum mínútum eftir að þessi úrskurður var kveðinn upp féllst dómarinn á að taka málið upp að nýju í fyrramálið og hlýða á röksemdir loftferðaeftirlitsins, sem telur, að flugvélar þessar séu örugg farartæki og að allt hafi verið gert til að tryggja öryggi þeirra og farþega um borð í þeim. Vélarnar verða í flugbanni til 11. júní snúist dómaranum ekki hugur, þegar hann heyrir rök- semdir loftferðaeftirlistsins. Komi ákvörðun þessi til framkvæmda, mun hún hafa áhrif á starfsemi Flugleiða, þar sem DC-10 þota félagsins er skráð í Bandaríkjun- um. í gær skipaði bandaríska loft- ferðaeftirlitið svo fyrir, að um 20 þotum af gerðinni DC-10 skyldi ekki flogið fyrr en ný ítarleg rannsókn hefði verið gerð á hreyfilfestingum á vængjum þeirra. Flestar þessara véla höfðu verið skoðaðar í kvöld og eru taldar flughæfar. Þetta er í þriðja sinn á einni viku, sem bann er lagt við flugi þessara véla. Ástæða þessarar ákvörðunar var sú, að komið hefur í ljós, að ekki var fylgt nákvæmlega réttum reglum, þegar þota sú af þessari gerð sem fórst við Chicago flugvöll fyrir skömmu var skoðuð í marz sl. Var óttast að þær 20 vélar, sem ákveðið var að skoða á ný, hefðu fengið sömu meðferð viðhalds- manna og sú sem fórst, og þyrftu því sérstakrar skoðunar með. Skorar á stjórnina að virða kristna trú Varsárborg, 5. júní. AP — Reuter JÓHANNES Páll páfi 2. sem nú er í heimsókn í heimalandi sínu Póllandi, skoraði í dag á kommúnistastjórnina í Póllandi að virða réttindi og trú kristinna manna í landinu, jafnvel þótt lífsviðhorf þeirra væru „algerlega á öndverðum meiði“ við skoðanir marxista. Páfi varaði stjórnina við því, að pólska kirkjan myndi halda áfram að berjast fyrir því að „grundvallarmannréttindi“ væru virt, öllum Pólverjum að gagni. voru saman komnir mörg þúsund verkamenn úr námahéruðunum í Slésíu. I kvöld messaði páfi á ný og helgaði messuna sáttum milli þjóða heims og virðingu þeirra hver fyrir annarri. Talið er að um hálf milljón manna hafi hlýtt á þessa kvöldmessu. Sjá „500.000 bls. 47. krupu á Að sögn stofnunar þeirrar í Bandaríkjunum, sem fjallar um öryggi í samgöngum, hafa flug- virkjar tekið hreyfla og hreyfil- festingar þessara flugvéla í einu lagi af vængjunum í stað þess að taka þessa hluti af hvern í sínu lagi, eins og fyrir er lagt í reglum framleiðanda vélanna. Er talið að þessi vinnubrögð hafi getað leitt til þess að sprungur komu í ljós á hreyfilfestingunum, en slíkar sprungur hafa fundist á a.m.k. tveim bandarískum DC-10 þotum við skoðun undanfarið og er nú talið mjög líklegt að sprungur sem þessar hafi orsakað flugslysið í Chicago. Ræða þessi var flutt á fjórða degi heimsóknar hans til Póllands, en þar hefur honum hvarvetna verið tekið með kostum og kynjum og fagnað sem þjóðhetju. Ræðan var haldin á fundi með hinum 70 biskupum landsins. Henni hefur verið tekið tómlátlega af yfir- völdum landsins og sama er að segja um yfirvöld og frétta- stofnanir í öðrum Austur-Evrópu- ríkjum, sem vart hafa gefið ferð páfa til Póllands nokkurn gaum. Páfi byrjaði daginn með guðs- þjónustu í viðurvist 5000 pólskra nunna, en um hádegið blessaði hann 300 þúsund pílagríma, sem komu til að fagna honum í borg- inni Czestochowa. Síðar messaði hann við útiguðsþjónustu þar sem Rithöfundum hótað í íran Theran, 5. júní. Reuter. AP. RUHOLLAH Khomeini ayatollah í íran hótaði í dag rithöfundum og menntamönnum í landinu tortímingu ef þeir snerust ekki til afdráttarlausrar hlýðni við Islam. Trúarleiðtoginn flutti ræðu í hinni helgu borg Qom í tilefni þess að 16 ár voru liðin frá því trúarleiðtogar í landinu gerðu uppreisn gegn keisaranum. Khomeini vitnaði til þess að hann hefði þá sagt keisaranum að ef hann þjónaði ekki fólkinu í landinu myndi honum sparkað. Sagði Khomeirii að sama yrði gert við alla þá aðra sem ekki ynnu fyrir almenning og styddu við bakið á lýðveldi Islams í íran. Dagurinn í dag var lýstur almennur frídagur í íran til þess að fólk gæti minnzt afmælis upp- reisnarinnar sem gerð var árið 1963. Allar verzlanir og skrifstof- ur voru lokaðar og þúsundir íslamskra byltingarmanna flykkt- ust út á götur Teheran og annarra borga. Uppkast að nýjum lögum um prentfresli voru kynnt í Teheran í gær. Þar er m.a. gert ráð fyrir allt að þriggja ára fangelsi fyrir að móðga trúar- eða byltingarleið- toga á prenti. Arni Óla látinn ÁRNI ÓLA blaðamaður lést á Borgarspítalanum í Reykjavík í gærkvöldi eftir skamma sjúkra- húslegu. Hann varð 90 ára að aldri, fæddur 2. desember 1888 á Víkingavatni í Kelduhverfi. Árni Óla gerðist starfsmaður við Morgunblaðið þegar við stofn- un þess árið 1913. Hann var blaðamaður við Mbl. 1926 til 1936, auglýsingastjóri 1937—1945, en tók þá aftur til við blaðamennsku á Morgunblaðinu. Árni Óla var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðs- ins 1926-1936 og 1945-1961. Eftir Árna Óla liggja mörg rit auk þess sem hann þýddi margar bækur. Árni Óli var heiðursfélagi í Blaðamannafélagi íslands og Stórstúku íslands. Hann var fyrsti blaðamaður á íslandi, þ.e. fyrstur til að gerast starfsmaður á ritstjórnarskrifstofu, en áður voru þar ritstjórar einir að störf- um, eins og tíðkaðist á viku- blöðum. Árni Óla skrifaði fjölda greina bæði í Morgunblaðið og Lesbók, en ritstjóri hennar var hann um langt skeið og setti persónulegt svipmót á hana með greinum sínum og efnisvali. Árni Óla skrifaði öðru meir þætti úr þjóð- lífinu, sem urðu vinsælir með afbrigðum, ekki sízt greinar hans um gömlu Reykjavík. Hann skrif- aði einnig margar bækur með þjóðlífsefni, þ.á m. ritverk um Reykjavík, sem hlutu miklar vin- sældir. Árna Óla var í röð fremstu blaðamanna landsins um margra áratuga skeið og náinn samstarfs- maður ritstjóra Morgunblaðsins, ekki sízt Valtýs Stefánssonar, sem hafði löngum mikinn og sérstakan áhuga á Lesbók Morgunblaðsins og fylgdist ræki- lega með starfi Árna. Voru störf hans ávallt mikils metin af ráða- mönnum Morgunblaðsins ekki síður en lesendum, og sinnti Árni greinaskrifum í Lesbók til hinzta dags. Þar hefur undanfarið birzt greinaflokkur eftir hann. Er svo langur starfsferill einsdæmi og sýnir hvort tveggja í senn, ein- stakt starfsþrek þessa áhugasama blaðamanns og rithöfundar og vinsældir hans. Árni Óla var tvíkvæntur. Hann lætur eftir sig börn og sendir starfsfólk Morgunblaðsins og stjórnendur þeim og fjölskyldu hans samúðarkveðjur og þakkar hinum látna blaðamanni frábært starf og óbilandi vináttu, sem aldrei bar skugga á. Hann skrifaði þætti úr sögu Morgun- blaðsins, sem öðrum þræði voru æviminningar hans, Erill og ferill blaðamanns, skrifaðar og út- gefnar í tilefni hálfrar aldar afmælis Morgunblaðsins 1963. Árni Óla var Morgunblaðs- maður af lífi og sál. Hans er sárt saknað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.