Morgunblaðið - 06.06.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
Varaforsætisráðherra Kína á íslandi:
Heimsækir fyrirtæki
í dag og ræðir við
ráðherra á morgun
Varaforsætisráðherra Kína er um þessar mundir í opinberri heimsókn á
íslandi, en hann kom til Keflavíkur með þotu Flugleiða frá Osló annan
hvítasunnudag. Geng Biao varaforsætisráðherra og Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra ræddu saman í gær morgun og um hádegið sat hann boð
forsetahjónanna að Bessastöðum.
Síðdegis í gær fór varaforsætisráðherrann ásamt fylgdarliði sínu til
Þingvalla. Séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður greindi þar frá
staðháttum og síðan var móttaka í Hótel Valhöll. í gærkvöldi sat hann boð
ríkisstjórnarinnar að Hótel Sögu.
Geng Biao varaforsætis-
ráðherra Kína.
Dagskráin í dag hefst
með heimsókn ráðherrans
í frystihúsið ísbjörninn og
kl. 11 verður farið með
varðskipinu Tý að Grund-
artanga, járnblendiverk-
smiðjan skoðuð og þeginn
þar hádegisverður. Síðan
verður siglt um Hval-
fjörðinn ef veður leyfir og
eftir komuna til Reykja-
víkur verður dælustöð
hitaveitunnar að Reykj-
um skoðuð og í kvöld
býður Reykjavíkurborg
gestunum til kvöldverðar.
A morgun hefst dagskráin
með heimsókn í Stofnun
Árna Magnússonar, Þjóð-
minjasafnið og Listasafn
íslands og síðdegis verður
rætt við ráðherra að lok-
inni heimsókn í álverið.
Skipulögð dagskrá verður
ekki á föstudaginn, en á
laugardagsmorgun halda
gestirnir utan að nýju.
Farmanna- og f iskimannasam-
band íslands:
Ráðherrar bera
á borð stórvíta-
verðar blekkingar
FARMANNA- og fiski-
mannasamband íslands
hefur sent Morgunblaðinu
athugasemd vegna yfirlýs-
inga ráðherra Fram-
sóknarflokksins í fréttum
af blaðamannafundi
forystu Framsóknar-
flokksins fyrir helgina.
Yfirlýsingin er svohljóð-
andi:
„Vegna ályktunar fram-
kvæmdastjórnar Framsóknar-
fiokksins, sem tveir af ráðherrum
flokksins skýrðu frá á fundi með
fréttamönnum, vill samninga-
Dregið í
happdrætti
Fáks
DREGIÐ hefur verið í
happdrætti Kvennadeild-
ar Hestamannafélagsins
Fáks og kom reiðhestur á
miða númer 500. Annar
vinningur, flugfar fyrir
tvo til Kaupmannahafn-
ar eða London með Flug-
leiðum eftir eigin vali,
kom á miða nr. 4500 og
þriðji vinningur, flugfar
fyrir tvo innanlands með
Flugleiðum fram og til
baka eftir eigin vali, kom
á miða nr. 2500.
Yrstyður
FFSÍ
FJÖLSKYLDUFÉLAG landhelg-
isgæzlumanna, „ÝR“, samþykkti á
fundi, sem haldinn var 28. maí að
lýsa einróma stuðningi við aðgerð-
ir í kjarabaráttu Farmanna- og
fiskimannasambands íslands. Þá
lýsti fundurinn einnig andúð á
auglýsinga- og áróðursherferð
þeirri, sem Vinnuveitendasam-
band Islands hefur staðið fyrir.
nefnd farmanna koma eftirfar-
andi athugasemd á framfæri.
Augljóst er, að á umræddum
fundi Framsóknarflokksins hefur
verið leitað samþykkis
framkvæmdastjórnar flokksins á
fyrirhuguðum aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar með setningu
bráöabirgðalaga, sem m.a. er
ætlað að ná til kjaradeilu far-
manna og svipta þá samningsrétti
sínum. Forsendur þær, sem gefnar
eru og tilgreindar sem sérstök
áherzluatriði fyrir samþykktinni
eru auk harðinda, áburðar- og
kjarnfóðurskortur vegna verfalla
farmanna. Hér er svo freklega
hallað réttu máli, að stórvítavert
verður að teljast, þegar ráðherrar
leyfa sér að bera fram slíkar
blekkingar bæði fyrir alþjóð og til
að fá samþykki framkvæmda-
stjórnar flokksins fyrir heimild til
þeirrar árásar á samningsrétt
farmanna, sem lengi hefur verið í
undirbúningi.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
með tilliti til hinna miklu erfið-
leika, sem bændur og fleiri hafa
átt við að stríða og þrátt fyrir
fjandskap ríkisstjórnar, hafa far-
menn heimilað alla þá fóður-,
áburðar- og olíuflutninga, sem
óskað hefur verið eftir til þessara
svæða, auk þess að heimila
siglingar strandferðaskipanna."
Hestaþing
Mána um
helgina
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Máni
á Suðurnesjum heldur Ilestaþing
á Mánagrund við Garðveg 9. og
10. júnf n.k.
Dagskráin hefst á laugardag
klukkan 14 með því að dæmt
verður í A- og B-flokki sem síðan
keppa, og sýna unglingar á 300
metra hringvelli. Á sunnudag
klukkan 14 verða kappreiðar á 800
metra beinni grasbraut. Keppt
verður í 800 metra brokki, 250
metra skeiði, 250 metra ung-
hrossahlaupi, 350 metra stökki og
800 metra stökki. Loks verða
úrslit í keppnisgreinum og dómum
lýst.
Þátttöku í keppnisgreinum þarf
að tilkynna í síma 1343 í Keflavík
fyrir n.k. föstudag.
Sportjakkar
1) Flauel 22.500
2) Bómull 19.900
3) Bómull 14.900
4) Flauel 22.500
4) 22.500.-