Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 12

Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Bandaríkjanna: „Við bíðum þess að hval- veiðibátamir leggi úr höfn” Þórdís Bachmann ráðin blaðafulltrúi Peter Masson skipstjóri á Rainbow. BLAÐAMENN Morgunblaðsins litu við um borð í Rainbow Warrior á ytri höfninni í Reykjavík í gær og ræddu við skipstjórann, en skipsmenn hyggjast sem kunnugt er reyna að hindra veiðar íslenzka hval- veiðibátaflotans við landið. Þær veiðar eru þó undir eftirliti vísindamanna og viðurkenndar af Alþjóða hvalveiðiráðinu. Peter Masson skipstjóri sagði að á skipinu væri 20 manna áhöfn, en ekki kvaðst hann vita hve lengi skipið myndi verða á íslandsmiðum. „Við ætlum að elta hvalveiði- flotann og reyna að hindra veiðar hans,“ sagði Peter, „við erum í rauninni ekki á móti hvalveiðum íslendinga í sjálfu sér því þær eru mjög á annan veg en þeirra þjóða sem drepa allar hvalategundir sem þær geta náð í. Við erum fyrst og fremst að mótmæla Rússum og Japönum og íslendingar fylgja þeim algjörlega að málum í afstöðu til hvalveiða. Greenpeace samtökin sem eiga Rainbow Warrior gera einnig út togara af svipaðri stærð við Vesturströnd Bandaríkjanna þar sem reynt er að hindra veiðar á mörgum tegundum hvala.“ Það eru aðilar í Hollandi aðallega, Englandi og víðar sem kosta útgerð þessara skipa, en fólk af ýmsum þjóðernum skipa Rætt við skipstjórann á Rainbow Warrior áhafnir kauplaust. Um borð í Rainbow eru 20 manns frá 8 löndum. Peter skipstjóri var ekki með Rainbow s.l. ár hér við land en nú kvað hann skipið betur búið tækjum til að trufla veiðar. M.a. væri nýr radar um borð og mjög vel búinn stór hraðbátur sem gæti gengið um 30 mílur. Á honum er gert ráð fyrir þriggja manna áhöfn. Þá eru fjórir gúmmíhraðbátar um borð af svipaðri stærð og íslenzka land- helgisgæzlan hefur um borð í varðskipunum. Peter skipstjóri hvað hinar stóru hvalveiðiþjóðir veiða mjög grimmt við Spán, Afríku og víðar og víða um heim væru fyrirtæki sem japanskir aðilar hefðu sett upp til þess að stunda hvalveiðar í stórum stíl. Þegar blaðamaður Mbl. spurði af hverju Greenpeace beitti sér ekki gegn þessum þjóðum frem- ur en íslendingum, svaraði Peter að þeir hefðu ekki tækjabúnað í Þórdís Bachmann hefur verið ráðin blaðafulltrúi Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og tekur hún við því starfi af Mik Magnús- syni sem lætur af störfum 22. júní n.k. Þórdís hefur starfað í Banda- ríkjunum undanfarin ár. Þórdís Bachmann Þessi sórsmíðaði hraöbátur á bilfari Rainbow Warrior veröur aöaltæki Greenpeace manna viö aö veita hvalbátunum íslenzku eftirför, en báturinn er búinn tveimur 150 ha Mercury utanborös- mótorum og getur siglt á um 30 mílna ferð. Bátar af bessari gerö eru mjög dýrir en þeir hafa m.a. talsvert veriö notaöir til olíuleitar á Noröursjó. Ljósmyndir Mbl. Emilía. það ennþá, en ýmislegt væri á döfinni. „Við munum þó ekki gera neitt með miklum látum, friðsamleg mótmæli eru okkar stíll. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta tekur langan tíma, því fólk veit svo lítið um hvalveiðarnar og þá hættu sem stofnarnir eru í. Vísindamenn vita til dæmis ekkert um stærð flestra stofnanna, aðeins fjölda veiddra dýra og við það eru veiði'leyfin sums staðar miðuð, þ.e. að veiða eins mörg dýr og veidd hafa verið um langan tíma á hverju ári. Spurningin er hins vegar hvort stofninn þolir það og á meðan sú spurning er uppi munum við halda áfram frið- samlegri baráttu okkar. Hitt er svo að við munum reyna eins og eðlilegt er að hindra þessar veiðar og til þess erum við hér nú og bíðum eftir því að hval- veiðiflotinn leggi úr höfn. Við höfum heyrt að tvö skipanna séu tilbúinn til veiða og við erum tilbúnir til eftirfarar." 11 umsóknir um starfdag- skrárstjóra UM MÁNAÐAMÓTIN rann út umsóknarfrestur um starf dag- skrárstjóra lista og skemmti- deildar sjónvarps. Umsækjendur eru 11 talsins og eru það eftir- taldir: Bryndís Schram, Elínborg Stefánsdóttir, Erlingur Gíslason, Erlingur E. Halldórsson, Hinrik Bjarnason, Hrafn Gunnlaugsson, Jens Pétur Þórisson, Jón Örn Marínósson, Ragnar Jónsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Tage Ammendrup. Útvarpsstjóri veitir starfið en áður mun útvarpsráð fjalla um umsækjendur. B- listinn sigraði 381 kusu í stjórnarkjöri Verslunarmannafélags Suður- nesja sem fram fór 30. og 31. maí. A-listinn, listi fráfarandi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs hlaut 185 atkvæði en B-listi, borinn fram af Val- garði Kristmundssyni, Magn- úsi Gíslasyni og fleirum, hlaut 190 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 6. 4 sœkja um prófessors- embœtti í félagsfrœði FYRSTA júní sl. rann út umsókn- arfrestur um prófessorsembætti í félagsfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Fjórir sækja um embættið en það eru: Björn Stef- ánsson lic. argic., Dóra S. Bjarna- son M.A., Þorbjörn Broddason lektor og dr. Þórólfur Þórlindsson lektor. Menningarstofnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.