Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 16

Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 16
Hvítasunnukapp- reiðar Fáks 1979 HestamannafélaKÍð Fákur hélt sínar árlegu hvítasunnukappreið- ar mánudatíinn 4. júní, annan í hvítasunnu. f'jölmennt var í áhorfendabrekkunni og má giska á að þar hafi verið milli eitt o(í tvö þúsund manns. Veður var hið besta um 10 stiga hiti og lygnt þegar á daginn leið. 115 hestar voru skráðir til keppni og þar af 48 í skeið og er það greinilegt merki um uppgang skeiðsins. Dagskráin hófst með sýningu gæðinga 12 vetra og eldri. Voru þarna á ferðinni hestar sem stóðu framarlega í gæðingakeppnum á árunum 1965—1974. Þeir elstu eru 26 v. Virðist ótrúleg ending í þessum gömlu hestum, enda er sjálfsagt vel við þá gert. Þessari sýningu var vel tekið meðal áhorf- enda og sjálfsagt vakið upp góðar endurminningar hjá mörgum frá liðnum árum. Að þessu loknu, voru kallaðir upp gæðingar félagsins, er dæmd- ir voru laugardeginum áður. Því miður mættu alltof fáir og mættu sýnendur gjarnan temja sér meiri stundvísi. Efstur í flokki alhliða gæðinga varð Garpur 9 v. frá Oddsstöðum, eigandi Hörður G. Albertsson og knapi Sigurbjörn Bárðarson. Garpur hlaut einkunnina 8,76. Annar varð Váli 8 v. úr Eyja- firði, eigandi Vála er Sigurbjörn Bárðarson en knapi var Trausti Þór Guðmundsson, Váli hlaut einkunnina 8,41. I þriðja sæti með einkunnina 8,35 varð svo Ljúfur 21 v. frá Kirkjubæ, eigandi Hörður G. Albertsson og knapi' Sigurbjörn Bárðarson. Ljúfur er margreynd- ur keppnishestur í skeiði og virðist hann lítið láta sig þrátt fyrir háan aldur. I flokki klárhesta með tölti var keppni geysijöfn um þrjú efstu sætin. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar formanns dómnefndar, varð að margreikna einkunnir tveggja efstu hestanna og þegar upp var staðið skildi aðeins hálft stig þá að. Efstur varð að þessu sinni Máni 7 v. frá Eiríksstöðum með einkunnina 8,67, eigandi og knapi Mána var Hrafn Vilbergsson. í öðru sæti varð Brjánn 9 v. frá Sleitustöðum, eigandi er Hörður G. Albertsson en knapi Sigurbjörn Bárðarson og var hann einu broti lægri í einkunn en Máni eða 8,66. Fast á hæla þessara tveggja fylgdi svo Sámsstaða-Skjóni 13 v. frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, með einkunnina 8,62, eigandi hans er Árni Sigurðsson en knapi Eyjólfur ísólfsson. Meðal hesta sem sýndir voru í B-flokki var sá frægi Hannibal frá Stóra-Hofi. Reiknuðu margir með honum í verðlaunasæti, því eins og menn muna þá var hann dæmdur 5. besti B-flokks hestur á síðasta landsmóti. Þess má einnig geta að Hannibal var sennilega einn dýr- asti gæðingur landsins, þegar hann var seldur á síðasta lands- móti. Þegar litið er yfir úrslitin í þessari gæðingakeppni vekur það athygli, að af sex verðlaunasætum eru hestar úr hesthúsi Harðar G. Albertssonar í fjórum þeirra. Svipuð staða kom upp í fyrra. Virðist greinilegt að Sigurbjörn Bárðarson og félagar standi öðr- um framar í þjálfun og tamningu gæðinga. Unglingar kepptu í tveimur flokkum. I flokki 13 til 15 ára urðu úrslit þau að Tómas Ragnarsson sigraði með einkunnina 8,69, í öðru sæti varð Ester Harðardóttir með 8,48 og í þriðja sæti varð Magnús Arngrímsson með 8,25. í flokki 10 til 12 ára sigraði Jóhann Guðmundsson með einkunnina 8,16, í öðru sæti varð Dagný Ragnarsdóttir með 7,88 og í þriðja sæti Guðmundur Valsson með 7,38. Að þessu loknu settist Hjalti Pálsson í þularklefann og þá voru byrjaðar kappreiðar. Eins og venja er hófust kappreiðarnar með 800 m brokki. Þátttakendum i brokki virðist alltaf fara fjölg- andi, en því miður virðast gæðin ekki aukast að sama skapi heldur þvert á móti. Af 19 keppendum, hafði tæpur helmingur eitthvert erindi í keppni, enda fór þulur ekki í launkofa með álit sitt á getu hestanna. Eins og á vorkappreið- Hestar unum sigraði Blesi frá Miðey Valdimars Guðmundssonar á 1.47,8 mín. Annar á 1.50,0 mín. varð Stjarni frá Litla-Vatnshorni, en þess má geta að hann er undan Lýsingi 409 frá Voðmúlastöðum. Eigandi og knapi var Ómar Jóhannsson. Þriðji varð svo Skuggabaldur á 1.55,5 mín, eig- andi hans er Guðlaugur T. Karls- son en knapi Karl H. Guðlaugsson. I 800 m stökki voru skráðir margir þekktir hlaupahestar og mátti búast við harðri keppni þar. En það fór á annan veg. Einn hestur, Þróttur, var þar í sér- flokki, en hann sigraði á 62,5 sek. Hafði áður hlaupið á 61,7 í undan- rásum. Eigandi og knapi Þróttar er Tómas Ragnarsson. Annar varð Reykur Harðar G. Albertssonar á 63,3 sek. Knapi var Sigurður Sæmundsson sem er nú þekktari fyrir að ríða skeiðhestum. Er þetta frumraun Reyks í 800 m Knapar þriggja bestu skeiðhestanna á kapp- reiðunum taka hestana til kostanna. Næst grindverkinu er Skjóni, knapi Albert Jónsson, þá Fannar, knapi Aðalsteinn Aðalsteins- son og Vaíi, knapi Erlingur Sigurðsson. Ljósm. Valdimar Kristinsson. stökki og má segja að þetta sé góð byrjun. í þriðja sæti varð svo Tinna á 63,9 sek. Eigandi Tinnu er Þórdís H. Albertsson, en knapi Hörður Harðarson. Eins og áður sagði var mikil þátttaka í skeiðinu, og öfugt við brokkið þá virðast gæðin aukast samhliða auknum fjölda kepp- enda. Farnar voru tvær umferðir í skeiðinu. Eftir fyrri sprett var raðað í riðla eftir tíma. Út úr þessu kom sterkur riðill, en í honum voru eftirtaldir hestar (innan sviga tímar úr fyrri riðli): Skjóni (22,8), Fannar (22,9), Vafi (23,8), Þór (24,0), Villingur (24,2) og Austri (24,3). Hestunum var raðað á ráslínu eftir tíma, þannig að Skjóni var á fyrstu braut en Fannar á annarri braut. Það var fróðlegt að sjá hvernig Fannari tælcist upp á annarri braut, en hann er vanur að hlaupa alltaf á fyrstu braut, og það kom á daginn að Fannar stökk upp í þessum spretti. Bestum tíma í skeiðinu, 22.8 sek., náði sem sagt Skjóni frá Móeiðarhvoli, eign Helga Val- mundssonar, en knapi var Albert Jónsson. Annar varð Fannar á 22.9 sek., eigandi Hörður G. Albertsson og knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, og þriðja besta tímanum náði svo Vafi Erlings Sigurðssonar, 23,8 sek. 1 350 m stökki voru einnig stór nöfn á ferðinni, og mikil spenna ríkjandi. Þó fór það svo að tiltölu- lega óþekktur hestur sigraði nokk- uð örugglega. Sá heitir Óli frá Neðra-Dal. Hljóp hann vegalengd- ina á 25,1 sek. hafði hlaupið á 25,0 í undanrásum. Eigandi Óla er Guðni Kristinsson, Skarði, en knapi var Þórður Þorgeirsson. Önnur varð Gjálp frá Laugarvatni á 25,7 sek., eigendur eru Gylfi Þorkelsson og Þorkell Bjarnason. Knapi var Tómas Ragnarsson. í þriðja sæti varð svo Kóngur á 26,0 sek., eigandi Kóngs er Jóhannes Jóhannesson en knapi var Einar Karelsson. Keppni í 250 m unghrossahlaupi var nokkuð hörð. Sigurvegari þar varð Ljúfur, eign Ásgeirs Guð- mundssonar, knapi var Reynir Steinarsson. Hljóp hann vega- lengdina á 18,9 sek. Annar varð Don Harðar G. Albertssonar á 19,1, knapi á Don var Hörður Harðarson. Jafnir í 3.-4. sæti voru Leó Baldurs Baldurssonar og Cesar Herberts Ólafssonar. Dóm- nefnd vildi láta draga um verð- launasætið en knaparnir þeir Ein- ar Karelsson á Cesari og Björn Baldursson á Leo voru á öðru máli. Fór svo að þeir kepptu um þriðja sætið og þar hafði Leo betur. Þessir hestar hlupu á 19,3 sek. Síðasta atriðið var svo 150 m víðavangsskeið og er þar fyrir lítið reynda skeiðhesta. Þar lágu aðeins tveir hestar. Garpur, sá sami er hlaut 1. verðlaun í A-flokki gæð- inga, náði bestum tíma, 16,2 sek., knapi var Aðalsteinn Aðalsteins- son. Næstbestum tíma náði svo Andvari Halldórs Sigurðssonar, knapi var gamla kempan Halldór Jónsson, hljóp hann á 21,0 sek. Að afloknum hlaupum fór fram verð- launaafhending. V.K. Þrír efstu hestar í flokki alhliða gæðinga. Sá með bikarinn er Sigurbjörn Bárðarson, sem sat Garp, við hlið hans er Váli, sem Trausti Þór Guðmunds- son situr og þá Ljúfur, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.