Morgunblaðið - 06.06.1979, Page 18

Morgunblaðið - 06.06.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 500 ÁRA AFMÆLIHAFNARHASKOLA: Stúdentar í mótmælapeysum og prúðbúnir gestir snæddu saman undir berum himni „ÞESSI mótmæli stúdentanna settu auðvitað sinn blæ á hátíðahöldin, aHavega þá þætti þeirra, þar sem stúdentarnir komu við sögu. En þessi mótmæli íóru að mestu friðsamlega fram og við erlendu gestirnir urðum ekki fyrir neinni áreitni. Ég held að Danir sjálfir hafi frekar tekið sér þetta nærri en við og fyrir sjálfan mig voru þessi hátíðahöld afskaplega skemmtilegur at- burður, frjálslegur og eðlilegur“, sagði Guðlaug- ur Þorvaldsson háskólarektor er Mbl. spurði hann um hátíðarhöldin í Kaupmannahöfn vegna 500 ára afmælis Hafnarháskóla. „Mótmæli stúdentanna beind- ust annars vegar gegn mennta- stefnunni í Danmörku og hins vegar niðurskurði á fjárveiting- um til háskólans, en á ferðum mínum erlendis að undanförnu hef ég orðið var við mikinn pirring meðal stúdenta vegna þess síðarnefnda sagði Guðlaugur. Hátíðarhöldin í Kaupmanna- höfn hófust með morgunguðs- þjónustu í Frúarkirkju og að henni lokinni gengu gestir í fylk- ingu umhverfis kirkjuna og til hátíðarsalsins. Stúdentar smeygðu sér þá í gönguna og voru flestir klæddir hvítum peysum, sem framan á báru áletrunina: „Berjist gegn hinum borgaralega háskóla", og aftan á þeim stóð: „Nei við niðurskurðinum". Sungu stúdentarnir mótmælasöngva. Lögreglan kvaddi til liðsstyrk og tókst henni að skilja stúdentana frá gestunum. Stúdentunum tókst svo að komast í garðveizlu, sem haldin var síðar og sagði Guðlaugur að þar hefðu kjólklæddir gestir og stúdentar í gallabuxum og hvít- Stúdentar í mót- mæla- peysum smeygja sór í göngu gestanna kringum Frúar- kirkju. Fremst gengur mennta- mólaréö- herra Dana, Dorte Bennedsen, og lengst til hssgri lítur rektor Hafnarhó- skóla, Erik Skinhöj, brosandi um öxl. Níu Danir og 17 útlendingar voru sæmdir heiöursdoktorsnafnbótum í tilefni afmælisins og fimm Danir voru heiöraöir með sérstökum mínníspeníngi auk pess sem Margrét Danadrotting fókk einn slíkan. Á pessari mynd er Skinhöj rektor aö afhenda drottingu peninginn. um peysum neytt morgunverðar án áreitni gegn hvorum öðrum. Rektor Kaupmannahafnar- háskóla Erik Skinhöj brá sér inn og kom andartak fram á svalir íklæddur sams konar peysu og stúdentarnir báru og vakti það tiltæki hans athygli og einnig það, að hann skyldi öðru sinni taka undir mótmælasöng stúdentanna. Hins vegar þraut rektorinn þolinmæðina er fulltrúi stúdenta gerðist of langorður við athöfn í tónleikasal Tívolís, en þar var hverjum ræðumanni ætlaður ákveðinn tími. í ræðu sinni fór fulltrúi stúdenta hörð- um orðum um sósíaldemókrata í Danmörku og er hann hafði talað nokkuð lengur en til stóð, fór Skinhöj rektor til hans og bað hann að ljúka máli sínu. Fulltrúi stúdenta endurtók þá bara fyrri ummæli sín og hófu viðstaddir þá stapp mikið. Guðlaugur Þorvalds- son sagði að nokkrir gestanna hefðu gengið út undir ræðu stúdentsins, en þar hefði verið um Dani að ræða og einnig hefðu það verið Danir, sem létu óánægju sína í ljós með því að stappa niður fótunum. Hætti súdentinn þá tölu sinni og hlaut klapp fyrir. Aðrir þættir hátíðahaldanna gengu snurðulaust fyrir sig og er af frásögnum dönsku blaðanna að sjá, að þrátt fyrir allt hafi hátíðarhöldin í heild þótt takast vel. Einbýlishús eyðilagðist í eldi á Akureyri: íbúarnir björguð- ust á náttklæðunum Akureyri 2. júní HÚSIÐ Reynilundur 1 gjöreyðilagðist af eldi í morgun. Það var einnar hæðar einbýlishús úr steyptum einingum, en klætt innan með timbri. Þar bjuggu eigendur þess, hjónin Birna Jónasdóttir og Ilersteinn Tryggvason, ásamt fjórum börnum sfnum og komst fjölskyldan út á náttklæðum einum, en ómeidd. Engu var bjargað úr húsinu. Eigendur urðu fyrir gífurlegu tjóni því að húsið var í lágri smíðatryggingu og innbú var aðeins vátryggt fyrir 400 þúsund krónur. húsinu á síðustu stundu. Um upptök eldsins er ekkert vitað, en þó virðist sem eldurinn hafi komið upp í stofu, sem enn hafði ekki verið tekin í notkun, en þjónaði sem geymsla.. Einhverjar reykskemmdir urðu í næsta húsi norðan við, því að í morgun var sunnan stinningskaldi og í húsinu vestan við brotnaði gluggi þegar stofurúðan úr brenn- andi húsinu sprakk út vegna hitans. Einnig skemmdist þetta sama hús lítillega af steypumol- um, sem sprungu með háum hvell- um út úr steypueiningunum. Hersteinn Tryggvason varð einnig fyrir miklu brunatjóni fyrri hluta vetrar þegar kviknaði í verzluninni Femínu, sem hann er meðeigandi að í Hafnarstræti 98 (Hótel Akureyri). Hann var þá staddur í verzluninni og bjargaði lífi sínu með því að brjóta rúðu í læstri útidyrahurð og stinga sér þar út. Lykillinn lá á búðarborð- inu, en ekki var viðlit að ná til hans þar til þess að opna með honum — svo bráður var eldurinn. - Sv. P. Nágranni fjölskyldunnar varð var við einhvern hávaða úti fyrir og leit út, en þá var norðurhluti hússins alelda. Hann hringdi strax í slökkviliðið og þá var klukkan 07.37. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn kominn um allt húsið og engum vörnum varð við komið. Þak húss- ins féll inn norðan til og í stuttu máli sagt er húsið og allt sem í því var gjörónýtt, annað en náttklæði fólksins, sem komst út úr logandi 32 ökumenn teknir vegna gruns um ölvun 1 MJÖG mikil ölvun var í Reykjavík um helgina og átti lögreglan mjög annrfkt. Að sögn Rúdolfs Axelssonar lögregluvarðstjóra voru óvenju margir ökumenn teknir um Hvítasunnuhelgina grunaðir um ölvun við akstur, eða sam- tals 32. Slökkvistörfum að mestu lokið og eins og sjó má hefur nær allt brunnið, sem brunnið gat, og í gegnum þakið sér f himinninn. (Ljósmynd Sverrir Pálsson). Mótmæla byggingum á Landakotstúninu NOKKRIR áhugamenn um varðveizlu Landakotstúns hafa hafið undir- skriftasöínun þar sem krafist er af kaþólsku kirkjunni og borgaryfirvöld- um að þegar verði látið af hugmyndum um byggingar á túninu. Hefur undirskriftalistum verið dreift í verzlanir í vesturbæ og nokkrar verzlanir í miðbænum. Á undirskriftaskjalinu er svofelld áskorun til kaþólsku kirkjunnar og borgarstjórnar Reykjavíkur: Við undirritaðir skorum á Kaþólsku kirkjuna á íslandi og borgarstjórn Reykjavíkur að láta Landakotstún vera í friði. Þrátt fyrir áratuga gamla samn- inga og margendurteknar yfirlýsing- ar byggingaryfirvalda í Reykjavík urðu þau ótíðindi í febrúar 1978 að skipulagsnefnd Reykjavíkur og borgarráð létu undan kaþólsku kirkjunni og leyfðu henni að byggja hús á túninu vestanverðu. Við teljum þetta óskiljanlegt glapræði af ráða- mönnum borgarinnar og skorum á þá að afturkalla þetta byggingar- leyfi strax og láta túnið standa óbyggt áfram. Það er eini auði bletturinn í borginni fyrir vestan Læk. Það má ekki minnka. Verði nú leyfðar þarna frekari byggingar er hætt við að fleiri komi á eftir og þá hverfur túnið fyrr en varir. Það má því síður verða. Gamalthús ánýjanstað SAMÞYKKT var á fundi Borgar- ráðs í gær að flytja húsið númer 40 við Hverfisgötu á lóð á horni Hellusunds og Bergstaðastrætis, gegnt Hótel Holti. Húsið er gam- alt timburhús og nær út í Hverf- isgötuna. Jafnframt var samþykkt að auglýsa húsið til sölu og flutnings á fyrrnefnda lóð. Brenndu fánann TVEIR aðkomumenn í Stykk- ishólmi tóku niður fslenzka fánann af stöng við hús sýslu- mannsins á hvítasunnudag fóru með hann afsfðis og brcnndu hann. Lögreglan náði mönnunum skömmu síðar. Þeir voru ódrukknir, en sögðu fánann hafa farið í taugarnar á sér vegna þess að hann hefði verið trosnaður, sem lögreglan í Stykkishólmi sagði í samtali við Mbl. að ekki hefði verið. INNLENT L. ° -Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.