Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
19
V orharðindi
seinka varpi
VARP sjófugla yfirleitt og einnig ýmissa annarra fuglateKunda virðist
vera 10—15 dögum síðar í ár en í eðiilegu ári, að því er Ævar Petersen
fuglafræðingur tjáði Morgunblaðinu f gær. Einstaka fugl hefur þó
haidið sfnu striki þrátt fyrir vorharðindin og má í þvf sambandi nefna
tjaldinn, sem ekki virðist f neinu hafa breytt út af venju sinni hvað
varptímanum viðkemur.
Ævar var fyrir nokkru á ferð í
Flatey og einnig í fleiri Breiða-
fjarðareyjum. Sagði hann að yfir-
leitt væri varpið seinna í ár en á
eðlilegu vori og væri þá sama
hvort átt væri við sjófugla eins og
ritu, skarf og teistu, æðafugla eða
mófugla eins og hrossagauk og
stelk. Hann sagði að í Flatey væri
áberandi lítið af hrossagauk og
stelk, en ekki væri gott að segja
um hverjar ástæður væru fyrir
því. Hins vegar væri ekki minna
þar af smáfuglum eins og þúfu-
tittlingum. Um rituna sagði Ævar
að henni fjölgaði með hverju
árinu í Flatey og meira væri af
henni nú en í fyrra, en ritan er að
nema land í Flatey.
I vor hefur verið nokkuð um að
lóur hafi fundizt dauðar, en Ævar
sagðist þó ekki hafa heyrt nema
um einstaka fugl, en ekki lóu-
dauða í stórum stíl í harðindun-
um. Hann sagði að lóan væri
yfirleitt byrjuð að verpa um þetta
leyti, en menn gerðu því skóna að
hún hefði e.t.v. ekki haft forða í
egg á þessu harða vori.
Síðustu þrjár vikur hefur sjald-
séður gestur gist Náttúrufræði-
stofnunina, brandugla, sem
fannst illa haldin í Reykjavík.
Hafði hún trúlega flogið á vír og
meiðst án þess þó að beinbrotna.
Ævar sagðist reikna með að
branduglunni yrði sleppt ein-
hvern næstu daga. Talsvert er af
branduglu víða um landið en hún
lifir einkum á smáfuglum og
músum.
.....................«... . Jfs7 :' ’ • "x-
Tjaldurinn lætur vorkuldann ekki hafa áhrif á sig og hefur
verpt á eðlilegum tíma.
Kyndillmeð
benzín lil
Austfjarða
BENZÍNBIRGÐIR á nokkrum
stöðum á Austfjörðum voru á
þrotum nú fyrir helgina og var
útlit íyrir að benzfnlaust yrði þar
um tíma. Var t.d. benzín búið í
Seyðisfirði nema hvað haldið var
eftir birgðum fyrir lögreglu og
slökkvilið.
Undanþága fékkst til eld-
sneytisflutninga um helgine og
lagði Kyndill af stað norður og
austur um. Losaði hann fyrst á
Akureyri en átti síðan að halda á
Austfjarðahafnir.
Ílífshœttu
eftir eldsvoða
ELDUR kom upp í íbúðarherbergi í
húsinu að Blöndubakka 3 um fimm-
leytið s.l. laugardagsmorgun. Einn
maður svaf í herberginu og var
honum bjargað út. Maðurinn, sem er
58 ára gamall, hafði hlotið alvarlega
reykeitrun. Liggur hann með-
vitundarlaus á gjörgæzludeild
Borgarspítalans og er í lífshættu.
Talið er að kviknað hafi í sængur-
fötum út frá logandi sígarettu.
I BILINN