Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur AAalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar AAalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuói innanlanda. i lausasölu 150 kr. eintakió. Olía og íslenzk- ir hagsmunir Verðþróun á olíu á heimsmarkaði og viðskiptakjör íslendinga á olíuvörum frá Sovétríkjunum hafa verið í brennidepli þjóðmálaumræðu síðustu vikurnar. Verðspreng- ingar á þeim olíuvörum, sem hingað eru fluttar, hafa komið mjög illa við þjóðarbúskap okkar, viðskiptajöfnuð, rekstrar- stöðu sjávarútvegs og raunar fjárhagsafkomu heimila í landinu, bæði vegna verðhækkana á olíu til húshitunar og bensíni. Staðreynd er að Rotterdamverðmiðun á olíuvörum, sem við kaupum frá Sovétríkjunum, veldur því, að olíuverð- þróunin hefur komið mun verr við okkur íslendinga en flestar aðrar þjóðir Evrópu og N-Ameríku. Það kemur að sjálfsögðu engum á óvart, að Þjóðviljinn gengur fram fyrir skjöldu til varnar þeim afarkostum í verðviðmiðun á olíu frá Sovétríkjunum, sem við megum sæta. Það kemur út af fyrir sig heldur ekki á óvart, að viðskiptaráðherra Alþýðubandalagsins setur sig í varnarstöðu fyrir Rotterdamverðmiðun á olíuinnflutningi frá Sovétríkjun- um. Sú verðviðmiðun var meir en réttlætanleg þá upp var tekin, enda hagstæð á þeirri tíð. Aðstæður hafa hins vegar gjörbreytzt. Innan Efnahagsbandalagsins eru nú háværar raddir um að setja Rotterdammarkaðinn undir strangt eftirlit, enda hefur hráolíuverð þar orðið allt að helmingi hærra en OPEC-verð á síðustu vikum. Það ber því að harma að viðskiptaráðherra hefur allt frá því í febrúar þráast við að taka upp viðræður við Sovétmenn um nýja verðviðmiðun, en þess var krafist á Alþingi, og flýtir sér svo hægt í því máli, að sýnt þykir að ekki verði um þau mál fjallað í viðræðum milli ríkjanna fyrr en í ágústmánuði n.k. i fyrsta lagi. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að fá olíuvörur nema frá Sovétríkjunum. Á þetta hefur einfaldlega ekki reynt, ef undan eru skilin nokkur olíukaup frá Portúgal, sem um var samið til að koma á meiri jöfnuði í viðskiptum milli íslands og Portúgals. í þessu sambandi er rétt að minnast þess að áratuga olíuviðskipti okkar við Sovétmenn hafa m.a. verið rökstudd með því, að olíukaup þaðan tryggðu fiskmarkað okkar í Sovétríkjunum og eðlilegan viðskiptajöfnuð milli landanna. Einnig á þessu sviði hafa aðstæður gjörbreytzt. Við fluttum út vörur til Sovétríkjanna fyrir tæpa 7 milljarða á sl. ~:i. Hins vegar keyptum við vörur af þeim á sama tíma fyrir 15 xh milljarð — eða meir en helmingi hærri fjárhæð. Raunar var viðskiptajöfnuður okkar við EFTA-ríki, EBE-ríki og A-Evrópuríki verulega óhagstæður á liðnu ári. Aðeins Bandaríkin gáfu okkur mjög hagstæðan viðskiptajöfnuð. Þangað fluttum við vörur fyrir tæplega 52 milljarða króna 1978 en keyptum þaðan vörur fyrir 13 milljarða. Augljóst er af framansögðu, að sú röksemd, að olíuviðskipti okkar við Sovétríkin séu trygging fyrir fiskmarkaði okkar þar, og réttlátum viðskiptajöfnuði, hefur hvergi nærri það vægi sem áður var, er raunar brostin. Ef horft er fram á veginn felst ákaflega takmarkað framtíðaröryggi í olíuviðskiptum okkar við Sovétríkin. Sovétríkin munu, ef að líkum lætur, fyrst og fremst horfa á eigin olíuhagsmuni og síðan leppríkja sinna í A-Evrópu. Þau geta raunar hvenær sem er tekið pólitíska ákvörðun þess efnis að skera á olíuviðskipti sín við ísland. Það er því skylda stjórnvalda að reyna að setja fleiri stoðir undir framtíðar- öryggi íslenzks þjóðarbúskapar í olíumálum. I þessum efnum þarf nú að leggja höfuðáherzlu á 3 atriði: 1) Nauðsynlegt er að taka nú þegar upp viðræður við Sovétríkin um sanngjarnari verðviðmiðun á olíuvörum en Rotterdammarkað. 2) Nauðsynlegt er að setja nýjar stoðir undir olíuöryggi okkar með fleiri viðskiptaleiðum. Má í því sambandi nefna bæði Bretland og Noreg sem hugsanlega viðskiptaaðila. 3) Huga þarf vandlega að því að koma upp verulega meiri olíubirgðum í landinu en nú er hægt, sem grípa mætti til ef neyðarástand skapaðist af einhverjum ástæðum. Fiski- skipafloti okkar, knúinn olíu, hefur þá þýðingu fyrir verðmætasköpun og lífskjör hér á landi, svo ein röksemd sé nefnd, að ekki er verjandi að búa öllu lengur við óbreytt ástand í þessu efni. Viðskiptaráðherrann má ekki lengur láta við þau ein viðbrögð sitja í olíuhagsmunum þjóðarinnar, að fylgja verðþróun olíuvara eftir með fleiri skattkrónum til ríkisins í bensínverði. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 3. Þáttur Síðasti þáttur Gísla Jónssonar um íslenzkt mál er endur- prentaður vegna vondra prentvillna og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. „Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn“, segir postulinn Páll. Oft verð- ur mér hugsað til þess hvernig ég skynjaði eða skildi orð í ýmsu, sem ég heyrði sungið, sagt og lesið, áður en ég gerð- ist bóklærður. Mörgum sinn- um sungu menn Vorvísu eftir Jón Thoroddsen, og þar kom brátt að ég heyrði: Hæðirnar brusa <>g hliðarnar dala. hóar þar smalinn ug rekur á búl. Ég held ég hafi snemma áttað mig á líkingamálinu hæðirnar brosa, en hvað gerðu hlíðarnar? Hlíðarnar döluðu. Hvernig gátu hlíðar farið að því að dala? Ég var enn að velta þessari þungu spurningu fyrir mér, þegar mér varð loksins ljóst af lærdómi að orðið dalur er dala í eignarfalli fleirtölu. Eða þá annar sumarsöngur, og nú var það Steingrímur: Nú er sumar. gleðjist gumar. gaman er í dag. Brusir veröld víða. veðurlagsins blíða (sungið: veður lagsins u.s.frv.) eykur yndishag. Einhvern veginn vissi ég af eðlisávísun hvað gumar voru. Og ég gat skilið að veröldin brosti víða, sbr. brosandi hæð- irnar hans Jóns Thoroddsens. Löngu seinna rann það reynd- ar upp fyrir mér að veröldin væri víð, þegar á allt væri litið. En sjálfsagðast af öllu var þó, af söng fólksins og tilfinninga- semi, að blíða lagsins kom vaðandi á móti mér. Veður- lagsins blíða, mér er eiður sær, hún kom vaðandi í söng fólks- ins. Ég held ég hafi verið orðinn tvítugur, þegar mér skildist að blítt veðurlag Steingríms gerði mönnum glaðara í geði. En önnur veður áttu eftir að valda mér ósmáum heilabrot- um. Mér er í barnsminni að allt í einu er komin upp á borð bók með undarlegu nafni: Veð- ur öll válynd eftir Guðmund G. Hagalín. Bókin er víst jafn- gömul mér. En ég var orðinn læs, þegar fundum mínum og þessarar jafnöldru minnar bar saman, og ég horfði í forundr- an á þetta bókarheiti. Hver var þessi Válynd? Hún kom öll vaðandi. Smátt og smátt rofaði til í almyrkva skilningsleysis- ins og hugarsjónir barnsins tóku að búa til myndir. Ég sá fyrir mér ógurlega tröllkonu. Hún var móðursystir Grýlu. Hún kom vaðandi í öllu veldi sínu eins og Grýla frænka hennar í Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Og ég var svolítið hræddur við þessa bók, reyndar meira en svolítið. Ég hef aldrei árætt að lesa hana. Aftur á móti las ég Völuspá í sjötta bekk í menntaskólanum. Kemur þá ekki Válynd kerling endurborin. En bíðum nú við. í Völuspá er verið að lýsa vondu tíðarfari. Öll veðrin voru vá- lynd, hættuleg í lund, skaðvæn sköpunarverkinu. Þar fór móð- ursystir Grýlu fyrir lítið. Ein.s mig fýsir alltaf þú. aftur að fara í göngur. kvað Jónas. Er eitthvað hægt að misskilja hér? Getur ís- lenzkur sveitastrákur verið svo fávís? Ég skynjaði lengi fram eftir ævi að eins hlyti að merkja hér á sama hátt, eða þangað til Halldór Blöndal benti mér á að þetta væri hvorugkyn af eitt, en ekki atviksorð: Mig langar þó alltaf til eins, þess að fara í göngurn- ar. Auðvitað, ekkert sjálfsagð- ara, þrátt fyrir allan fugla- sönginn í fyrri hlutanum. Og skyldi nú kannski skipta máli hvort komma væri sett á eftir þó? Það er ekki ofsögum sagt af því að orð geti verið margræð. Hlymrekur handan kvað: í Butni var Burðeyrar-Stjana ug bjú við sín hænsni að vana. Það var uftastnær frí, hana undraði á því hversu örfáa langaði í hana. Aftur á móti mun það bera órækt vitni um sókn svokall- aðs harðmælis, og það á ólík- legustu stöðum, þegar sjálfur landbúnaðarráðherra talar um lampakjöt í umræðuþætti í sjónvarpinu. P.s. Heimilisfang páttarins er Ásvegi 23, Akureyri. Sími 96-23352. Leysingar og bensín- skortur hindruðu menn í ferðalögum um helgina UMFERÐIN um hvíta- sunnuhelgina gekk óhappalaust fyrir sig, en að sögn lögregluþjóna, sem Mbl. ræddi við í gær, var umferðin óvenju lítil; á Suðurlandi settu veður- guðirnir strik í reikning- inn fyrri part helgarinn- ar, á Vestf jörðum og Norð- austurlandi kom ófærð vegna leysinga í veg fyrir ferðalög manna og á Austurlandi bensínskortur. Hjá lögreglunni í Borgarnesi fékk Mbl. þær upplýsingar að talsverð umferð hefði verið um Borgarfjörð á föstudag og laugar- dag og þá aðallega fólk á norður- leið, sem kom svo aftur suður á mánudaginn. „Þetta var engin sérstök umferð, bara venjuleg helgarumferð", sagði lögreglu- þjónninn, sem Mbl. ræddi við. Að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi var óvenjulítil umferð um Snæfellsnes þessa helgi saman- borið við fyrri hvítasunnuhelgar. „Þetta var svipað og um venju- lega helgi", sagði lögreglan á ísafirði. „Vegir hér á Vestfjörðum eru svo slæmir vegna bleytu að þeir freista ekki manna til lengri bílferða". Lögreglan á Blönduósi sagði, að talsverð umferð hefði verið um helgina á vestanverðu Norður- landi og lögreglan á Akureyri sagði umferð þar um slóðir hafa verið „rétt í meðallagi. Enda er slæmt færi austan við okkur, en vegir hér í sýslunni eru sæmilegir og eitthvað var um að Eyfirðingar færu í Skagafjörð. Hér á Akureyri var töluvert um aðkomubíla, aðal- lega frá Reykjavík og mikið af gestum í bænum". Lögreglan á Húsavík sagði vegi á Norðausturlandi ekki til mikill- ar umferðar og því hefði hvíta- sunnuhelgin, sem venjulega væri talsverð umferðarhelgi, að mestu liðið án ferðalaga fólks. „Menn á Austurlandi komast ekki langt vegna bensínleysis", svaraði lögreglan á Egilsstöðum stutt og laggott og lögreglan á Hvolsvelli sagði umferðina hafa verið „ósköp hóflega" og litla miðað við hvítasunnuhelgina í fyrra. Um 200 manns dvöldu í Þórsmörk og var það færra en búast mátti við, þar sem mikið er í vötnum. Lögreglan á Selfossi sagði um- ferðina líka og á góðri sumarhelgi, en þó hefði slæmt veður á föstu- dag og fram á laugardag haldið fólki heima við. Útisamkoma við Kolviðarhól „fauk út í veður og vind“. Eitthvað af fólki safnaðist þangað á föstudagskvöld, en að sögn lögreglunnar tíndust menn í burtu um nóttina og þeir síðustu fóru upp úr hádeginu á laugardag. Með betra veðri á sunnudag og mánudag varð talsvert þétt um- ferð, sem þó dreifðist nokkuð um Suðurland án þess að fleiri staðir en Þingvellir og Þórsmörk drægju sérstaklega að sér ferðafólk. Bátar verða ekki leyfðir á Tjörninni Á FUNDI Borgarráðs í gær var samþykkt samhljóða að synja Ámunda Ámunda- syni um leyfi til að reka bátaleigu við Tjörnina. Synjunin var byggð á bók- un Umhverfismálaráðs, sem taldi að bátaleiga á Tjörninni hefði í för með sér hættu og truflun á fuglalífi og ennfremur að Tjörnin væri ekki nægilega djúp. Ef mikil bátaumferð yrði um Tjörnina myndi hún gruggast upp og verða sem forarpollur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.