Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
• Allan Simonscn skoraði tvö mörk fyrir lið sitt um helgina í 3—1
sisri. Fclag hans Borussia Mönchengladbach varð að sætta sig við að
hafna um miðbik deildarinnar. Ilamburger Sportverein vann titilinn.
Hamburger
meistari!
HAMBURGER Sportverein varð vestur-þýskur meistari í knattspyrnu
um helgina með þvf að gera jafntefli við Armenia Bielefeldt, á sama
tíma og Stuttgart tapaði sfnum fyrsta heimaleik f háa herrans tfð,
fyrir Köln. 1—4. Þegar aðeins ein umferð er eftir, hefur Hamburðger
49 stig, en Stuttgart aðeins 46 stig. Kaiserslautern, sem iengi virtist
ætla að hremma titilinn, varð að sætta sig við þriðja sætið.
Stuttgart varð að vinna Köln til að eiga nokkra möguleika á þvf að
ná Hamburger. Möguleikinn hefði verið fyrir hendi, því að
Hamburger varð að sjá af stigi. En leikmenn Stuttgart þoldu ekki
álagið og léku hörmulega. Willmwer (12. mfn), Zimmermann (25.
mín), Konopka (62. mín) og Glowacz (73. mín) skoruðu fyrir Köln áður
en heimaliðið komst á blað með marki Foerster á 74. mfnútu. 60.000
áhorfendur vissu ekki sitt rjúkandi ráð og var Iftil stemmning á
vellinum.
Kaiserslautern og Bayern fara í UEFA-keppnina að þessu sinni,
Bayern krækti f stig á útivelli gegn Dusseldorf. Klaus Allofs náði
forystunni fyrir heimaliðið f fyrri hálfleik, en Janzon jafnaði fyrir
Bayern f sfðari hálfleik.
í botnbaráttunni stefnir allt f að það verði Darmstadt, Nuremberg
og Armenia Bielefeldt sem falla niður í 2. deild. bað er athyglisvert að
það voru einmitt liðin sem þaðan komu f fyrra. Schalke hefur bjargað
sér. Klaus Fischer og Rudiger Abramzick skouðu mörk liðsins í
sigurleiknum gegn Duisburg, sem einnig ver til skamms tfma f bráðri
fallhættu.
Sanngjarn
sigur Reynis
Sandgerðisvöllur laugardag-
inn 2. júní Reynir—bór 1—0.
Norðanmenn kusu að leika
undan stcrkum sunnanvindi f
fyrri hálflcik. brátt fyrir það
voru það Reynismenn sem voru
sókndjarfari og sköpuðu sér
betri færi f hálfleiknum, áttu
mjög mörg skemmtileg samleiks-
upphlaup. Strax á 7. mfnútu
skoruðu þeir sigurmark leiksins.
Var það Pétur Sveinsson sem það
skoraði með föstu jaðarskoti, af
um 20 metra færi eftir laglegan
undirbúning bórðar Marelssonar
sem renndi boltanum frá víta-
teigslfnu út til Péturs.
. Á 10. mínútu átti Júlíus Jónsson
skalla að Þróttarmarkinu sem fór
rétt utan við stöng. Var þetta eftir
hornspyrnu. Og á 31. mínútu kom
þriðja hættulegasta tækifærið, er
boltinn sópaðist fremur rólega
fyrir framan Þróttarmarkið í gegn
um þvögu sem þar var og enginn
Reynismanna náði að pota honum
í markið og var bjargað í horn.
Auk þess áttu þeir mörg skemmti-
leg upphlaup sem ekki gáfu eins
opin færi.
Þórsmennirnir reiknuðu aldrei
nægilega með vindinum í hálf-
ieiknum, og byggðist sóknarleikur
þeirra einkum á löngum sending-
um fram völlinn, sem flestar lentu
hjá markverði Reynis eöa fyrir
aftan endamörk. En á 40. og 44.
mínútu áttu þeir bestu marktil-
raunir hálfleiksins. Þá fyrri með
skalla og síðari með góðu skoti, en
Jón Örvar varði í bæði skiptin.
í siðari hálfleiknum héldu Þórs-
mennirnir uppteknum hætti með
langsendingar fram völlinn, sem í
tvígang gaf þeim tækifæri til
jöfnunar, er framherjar þeirra
komust einir inn fyrir sókndjarfa
vörn Reynis. Annað tækifærið
snemma í hálfleiknum, er mið-
herji Þórs og bakvörður Reynis
háðu kapphlaup á eftir boltanum
inn í vítateig Reynis. Lentu þeir
saman og duttu báðir og ekkert
varð úr. Þórsmenn kröfðust ákaft
vítaspyrnu en Helgi Kristjánsson,
ágætur dómari, var ekki á sama
máli. Þar slapp Reynir fyrir horn
því að einhverjir dómarar hefðu
dæmt vítaspyrnu. En ekki var að
sjá að bakvörðurinn bryti af sér.
Síðara tækifærið kom á 40. mín-
útu er einn framherja Þórs lyfti
boltanum yfir markvörð Reynis
sem kominn var fram undir víta-
teigslínu á móti honum, en Jón
markvörður sneri við og náði
boltanum um einum metra frá
marklínu.
Að öðru leyti fór leikurinn fram
á vallarhelmingi Þórs og voru
hornspyrnur og innköst mýmörg.
Á 25. mínútu síðari hálfleiksins
skora Reynismenn annað mark
beint úr aukaspyrnu sem tekin var
úti við hliðarlínu, en markið var
dæmt af þar sem spyrnan átti að
vera óbein. Og endaði því leikur-
inn sanngjarnlega 1—0 fyrir
Reyni.
Jón
I Kaainnnrna l
I 2.flellfl
Platini til
St. Etienne
FRANSKI knattspyrnusnillingurinn Michel Platini heíur tilkynnt að
hann muni leika með franska stórliðinu St. Etiennc. Tmis af frægustu
félagsliðum Evrópu hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir
Platini, en hann kaus að vera áfram í Frakklandi.
Góður árangur Jónu Bjarkar
í þríþraut FRI og Æskunnar
GÓÐUR árangur náðist í ýmsum
greinum á úrslitakeppni í þrí-
þraut FRÍ og Æskunnar á Laug-
ardaisvelli um helgina. Má þar
helzt nefna gott hlaup Jónu
Bjarkar Grétarsdóttur úr Foss-
vogsskóla í 60 metra hlaupi, en
árangur hennar, 7,9 sekúndur, er
íslandsmet f öllum flokkum að 18
ára aldri. íslandsmet kvenna er
7,8 sekúndur og er árangur Jónu
Bjarkar, sem er 13 ára, þvf
athyglisverður.
bá náði Selfyssingurinn Jón B.
Guðmundsson góðum árangri í
flokki drengja er fæddir eru
1967. Setti Jón stigamet í þraut-
inni. Greinilegt er að eplið hefur
ekki fallið langt frá eikinni þar
sem Jón er sonur Guðmundar
Jónssonar er var einn af fremstu
frjálsfþróttamönnum landsins
fyrir nokkrum árum.
Auk þessara ungmenna komu
fram efnilegir spretthlauparar
og sumir köstuðu bolta óraveg
sem gefur tii kynna að þar séu á
ferðinni mikil efni f spjótkasti
þegar fram lfða stundir. bá
stukku sumir keppenda hæð sfna
í hástökkinu, rétt eins og Gunnar
á Hlfðarenda forðum.
Stigahæst í pilta- og telpna-
flokki urðu þau Jóna Björk og
Jón og hljóta þau Færeyjaferð að
launum. Alls tóku 5,045 ung-
menni þátt f þrfþrautinni að
þessu sinni, en til úrslitakeppn-
innar er boðið sex stigahæstu í
hverjum flokki í undankeppn-
inni. Sum hinna útvöldu komust
ekki til Reykjavíkur vegna veð-
urs. Er keppni lauk á Laugar-
dalsvelli var keppendum í loka-
keppninni boðið f heitt súkkulaði
og meðlæti á Hótel Esju og voru
þar afhent verðlaun. bríþraut
FRÍ og Æskunnar fór fram í
umsjá útbreiðslunefndar FRÍ og
stjórnaði Sigurður Helgason for-
maður nefndarinnar keppninni
röggsamlega, eins og hans var
von og vísa. Fór keppnin vel fram
og var skemmtileg og aðstand-
endum hennar til sóma í hví-
vetna.
En lítum þá nánar á úrslitin:
DRENGIR FÆDDIR 1965: stlg
1. Þorbjðrn Guðj&nsson, Borgarn. 2769
(8,1 - 74,20 - 1,50)
2. Ármann Einarsaon, Egiltwt. 2757
(7,8 - 60,10 - 1,65)
3. Friðgeir Halldórss., Bolungarv. 2340
(8.6 - 68,77 - 1,35)
DRENGIR FÆDDIR 1966: stig
1. Þórður Þórðarson, Reykjav. 2746
(8.2 - 56,03 - 1,50)
2. Gunnar E. Gunnarss. Akure. 2663
(8.1 - 63.65 - 1,30)
3. Anthony K. Gregory, Reykjav. 2600
(8,5 - 55,73 - 1.45)
4. Magnús Steinþórss., Egilsst. 2593
(8,7 - 54,64 - 1,50)
5. Júlíus Þ. Tryggvas., Akure. 2539
(8,7 - 64,95 - 1,30)
6. Valdimar Halldórsson, Borgarn. 2342
(8,9 - 51,10 - 1,40)
DRENGIR FÆDDIR 1967: stlg
1. Jón B. Guðmundsson, Selí. 3098
(8,2 - 63,86 - 1,45)
2. Kjartan Valdimarss., Mosfellssv. 2691
(8,7 - 51,05 - 1,35)
3. Mikael Traustas., Akureyri 2592
(9,2 - 55,58 - 1,30)
4. Magni Árnason, Húsavfk 2531
(9.6 - 60.78 - 1,25)
5. Hermann Bárðars., Húsavfk 2407
(9.3 - 50,87 - 1,25)
6. Karl E. Aðalgeirss., Akure. 2305
(9,2 - 54,27 - 1,10)
STÚLKUR FÆDDAR 1965: stig
1. Jónfna Helgad.. Keflavfk 2502
(8,6 - 49,12 - 1,25)
2. Hrafnhildur Jónsd.. Gðrðum 2475
(9,1 - 50,75 - 1.30)
3. Helga Gunnarsd., Gðrðum 2469
(9,5 - 55.47 - 1.30)
4. Svanhildur Gunnarsd., Reykjav. 2321
(8,7 - 34,80 - 1.35)
5. Svafa Grönfeldt, Borgarn. 2304
(8.3 - 32,20 - 1,30)
6. Svanhildur Hlððversd., Reykjav. 2195
(9,0 - 32.24 - 1,35)
STÍILKUR FÆDDAR 1%6: stig
1. Jóna Björk Grétarsd., Reykjav. 3052
(7.9 - 45,05 - 1,40)
. 2. Þurfður Jónsd., Akureyri 2786
(8,4 - 34,77 - 1,45)
3. Auður B. Guðmundsd., Reykjav. 2597
(8,7 - 46,58 - 1,25)
4. Ingveldur Ingibergsd., Borgarn. 2568
(8,1 - 20,10 - 1,45)
5. Alfa R. Jóhannesd., Mosfellssv. 2501
(8,9 - 36,48 - 1,30)
6. Halldóra Magnúsd., Keflavfk 2179
(9,6 - 40,21 - 1.20)
STÚLKUR FÆDDAR 1%7: stig
1. Svanhildur Kristjánsd., Ðolungarv. 2641
(8,6 - 37.80 - 1,10)
2. Heiða B. Sturlud., Mosfellssv. 2626
(9,6 - 43,07 - 1,20)
3. Ágústa Ragnarsd.. Reykjavfk 2513
(9,4 - 34,91 - 1,20)
4. Guðhjðrg Jónsd., Reykjavfk 2482
(9,4 - 33,35 - 1,20)
5. Sigurbjðrg Kristjánsd., Gðrðum 2404
(9,1 - 25,71— 1,20)
Skotar
rotaóir
SKOTAR fengu hrikalegt
kjaftshögg er landslið
þeirra í knattspyrnu mætti
argentínsku heimsmcistur-
unum f vináttulandsleik á
Ilampden Park f Glasgow
um helgina. Argentínu-
mennirnir tóku Skotana f
kennslustund og skoruðu 3
mörk gegn einu. Eina mark
Skotanna skoraði Arthur
Graham 4 mínútum fyrir
leikslok og var þá engu
lfkara en að Argentín-
umennirnir vildu beinlfnis
að heimamenn skorðu eitt
mark.
18 ára unglingur, Diego
Maradonna, var maður leiks-
ins, en þessi táningur hefur
verið titlaður hinn nýi Pele.
Hann sýndi marga snilldar-
takta í leiknum, lagði m.a.
upp fyrsta mark Argentínu
og skoraði sjálfur þriðja
markið. Var svo komið, að
70.000 skoskir áhorfendur
voru farnir að klappa í hvert
sinn sem Maradonna kom við
knöttinn, en bauluðu hins
vegar einkum á fyrirliða
sinn, Kenny Dalghlish, sem
var eins og álfur út úr hól í
leiknum.
Leopoldo Luque skoraði
fyrsta mark á 33. mínútu,
eftir að Maradonna hafði
leikið þá Hansen og Hegarty
upp úr skónum. Luque skor-
aði aftur á 60. mínútu eftir
snjalla sendingu frá varnar-
manninum Roberto Qutes,
sem þá var nýkominn inn á
völlinn. Maradonna skoraði
þriðja markið skömmu síðar
eftir að hafa fengið langa
sendingu frá Valencia. Arth-
ur Graham skoraði eina
mark Skota rétt fyrir leikslok
og var ekki að sjá að Argen-
tínumennirnir hefðu miklar
áhyggjur af því, þar sem
enginn gerði tilraun til að
stöðva Graham. Argentínu-
menn leika síðasta leik sinn í
ferð sinni gegn New York
Cosmos á fimmtudag.
• Jóna Björk hlaut afreksbikar
FR*» Ljósm. Emilía.
17. júní
mótið
i frjálsum
17. JÚNÍ mótið í frjálsum íþróttum
verður haldlö dagana 16. og 17. júní
n.k. á Laugardalsvellinum. Keppt
veröur í þessum grelnum: 16. júní kl.
14.30: 200 m — 200 m kv — 400 m
— 400 m kv — 1.500 m — 1.500 m
kv — kringlukast kvenna — spjót-
kast kv — kúluvarp — hástökk —
hástökk kvenna.
17. júní kl. 15:30: Kúluvarp kv —
spjótkast — langstökk kv — stang-
arstökk — 100 m kv — 800.m.kv —
100 m meyja — 100 m sveina — 800
m — 4x100 m kvenna.
Tilkynningar um þátttöku skulu
sendar skrifstofu ÍB.R. PO Box 864,
Reykjavík, fyrir 12. júní.