Morgunblaðið - 06.06.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
23
• Sigurvegararnir í Faxakeppninni í Vestmannaeyjum. Talið í.v. Magnús Halldórsson, Geir Svansson.
Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Gíslason, Jakobína Guðlaugsdóttir, Guðni Grímsson, Kristín Pálsdóttir.
Ágústa Dúa Jónsdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir og Atli Aðalsteinsson. Ljósm: ÓS.
Enn s igrar
Sigurjón
SIGURJÓN Gíslason golfklúbbn-
um Keili Hafnarfirði varð sigur-
vegari í Faxakeppninni í golfi í
Vestmannaeyjum um hvítasunn-
una. Sigurjón sigraði eftir harða
keppni við Geir Svansson. Með
þessum sigri sfnum er Sigurjón
með flest landsliðsstig og er að
öllum líkindum búinn að tryggja
sér þar sæti.
Mikið hvassviðri var í Herjólfs-
dal og háði það golfleikurunum
nokkuð og var því árangur nokk-
uð misjafn. Sigurjón lék 18 hol-
urnar fyrri daginn á 71 höggi eða
einn yfir pari vallarins, síðari
daginn lék hann á 82 höggum.
Geir Svansson lék fyrri daginn á
74 höggum en þann sfðari á 78.
Var því mjótt á mununum.
í kvennaflokki sigraði Jakobína
Guðlaugsdóttir GV með nokkruin
yfirburðum lék hún 36 holur á 178
höggum en í öðru sæti varð
Kristín Pálsdóttir GK á 193 högg-
um. í þriðja sæti hafnaði Ágústa
Guðmundsdóttir GR lék á 196
höggum.
Efstu menn í karlaflokki urðu
þessir:
Sigurjón Gíslason GK 153
Geir Svansson GR 155
Magnús Haslldórsson GK 156
Oskar Sæmundsson GR 158
Atli Aðalsteinsson GV 158
Jón Guðlaugsson NK 160
Keppni með forgjöf:
Guðni Grímsson GV 140
högg nettó
Magnús Jónsson GS 141
Atli Aðalsteinsson GV 153
Guðmundur
endurkjörínn
GUÐMUDNUR Arnaldsson var
endurkjörinn formaður Blak-
sambands íslands á ársþingi þess
sem fram fór f Melaskólanum f
Rvk fyrir skömmu. Þingið sátu
35 fulltrúar og gestir.
Helstu mál þingsins voru ný
skipting ungra leikmanna f
aldursflokka og ákvæði um úr-
slitaleik þegar félög eru jöfn að
stigum og um cr að tefla sigur
eða fall f íslandsmóti.
Til nýrrar stjórnar var vísað
tilmælum um að skipta skóla-
mótum í þrjá flokka. Grunnskóla-
flokk, framhaldsskólaflokk og
háskólaflokk.
Velta Blaksambandsins var
nærri sjö og hálf milljón á síðast
starfsári og hagnaður af starf-
seminni þrjúhundruð og fimmtíu
þúsund.
Hafði einn þingfulltrúi sem vel
er að sér um málefni íþróttafélaga
og sambanda það á orði að
hagnaður væri óþekkt orð
almennt séð í íþróttastarfinu og
bæri þessi niðurstaða rekstrar-
reikningsins fráfarandi stjórn
gott vitni.
Nýkjörin stjórn BLÍ hélt sinn
fyrsta fund strax að þingfundi
loknum og skipti með sér verkum:
Formaður Guðmundur Arnalds-
son varaformaður Indriði Arnórs-
son, gjaldkeri Halldór Jónsson,
ritari Þorvaldur Sigurðsson og
fundarritari Kristín Bergmann.
Fyrsta verk stjórnarinnar var
ráðning framkvæmdastjóra og var
Gunnar Árnason íþróttakennari
ráðinn 1. framvkæmdastjóri BLÍ,
en þessi ákvörðun hafði verið
kynnt á þinginu og fengið góðar
undirtektir fulltrúa. Stjórnin
skipaði einnig formann eftirtal-
inna nefnda: Mótanefnd Kjartan
Páll Einarsson, Dómaranefnd
Tómas Tómasson Landsliðsnefnd
Indriði Arnórsson.
Tíu i tveim greinum!
RÚMENSKA fimleikastúlkan Nadia Comaneci, Evrópumeistarí 1979
og Oiympíumeistarí 1976, vann tvenn gullverðlaun á heimsbikarmót-
inu sem fram fór í Tókfó f Japan um helgina. Comaneci fékk 10.00
fyrir tvær greinar, stökk á hesti og fyrir gólfæfingar. Lék engin það
eftir henni, og hlaut hún þvf gullverðlaun fyrir tvær greinar. Að öðru
leyti var keppnin ekki dans á rósum hjá Comaneci og það besta sem
hún náði fyrir utan þetta, var annað sætið fyrir æfingar á
jafnvægisslá.
• Steinunn Sæmundsdóttir varð bikarmeistari í kvennaflokki,
Skíðavertíðinni lokið:
Landi Comaneci, Emiliía Eberíe, sigraði á jafnvægisslánni, fékk 9,9
og Eberíe skipti einnig fyrsta sætinu á tvfslánni með austur-þýsku
stúlkunni Steffi Krakcr. Þá kom soveákur nýliði, Stella Zakharova, á
óvart með því að sigra í fjölþraut kvenna. Þá varð Zakharova önnur í
gólfæfingum og í stökki á hesti, þriðja á tvfslá.
SKÝRR sigraði
NÝLEGA hélt Handknattleiks-
deild Breiðabliks fyrstu UBK
firmakeppnina í handknattleik
þar sem starfsmenn 16 fyrirtækja
og stofnana áttust við um tvo
titla. Annars vegar um titilinn
„UBK firmameistarar í hand-
knattleik 1979“ og hins vegar
„Vítaskyttulið UBK firmakeppn-
innar í handknattleik 1979“.
Keppt var í íþróttahúsinu Asgarði
í Garðabæ. Skipt var í 4 riðla og
léku síðan efstu lið úr riðlunum til
úrslita. Starfsmenn Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar
(SKÝRR) urðu firmameistarar
með fullt hús stiga, en starfsmenn
Verslunarbanka íslands h.f. sigr-
uðu hins vegar í vítakotakeppn-
inni þar sem jöfnum höndum
reyndi á skyttur og markmenn.
Sem fyrr segir hlaut lið
Skýrsluvélanna firmameistara-
titilinn, en úrslitataflan varð
þannig:
SKYRR
ÍSAL
Dagbl./Hilmir
Verslunarb.
3 3 0 0 34:25 6
3 1 1 0 33:28 3
3 1 1 0 26:24 3
3 0 0 3 22:38 0
Björn og Steinunn
bikarmeistarar 1979
ÞÁ er vcrtíð skíðamanna hér-
lendis formlega lokið. Ilenni lauk
með Skarðsmótinu svokallaða í
Siglufirði, en það fór fram nú um
hvitasunnuna. Steinunn Sa>-
mundsdóttir og Björn Olgeirs-
son. húsvikingurinn ungi. urðu
bikarmeistarar í flokki kvenna
og karla. Svo har þó við. að
báðum gekk frckar illa að þessu
sinni. Góður árangur þeirra
beggja í mótum fyrr í vetur sá þó
til þess að það kom ekki að sök.
Stcinunn var reyndar orðinn
bikarmeistari áður en mótið
hófst.
Steinunn sigraði að vísu í stór-
svigi, en var úr leik í sviginu.
Björn komst hins vegar ekki í
fremstu röð.
Ásdís Alfreðsdóttir sigraði í
svigi kvenna, en Ásdís var bik-
armeistari í fyrra. Ásdís varð
síðan í öðru sæti í stórsvigi, á eftir
Steinunni Sæmundsdóttur. Einar
Valur Kristjánsson sigraði í svigi
karla og Árni Þór Árnason varö
hlutskarpastur í stórsviginu.
Verðlaun voru síðan afhent í
mótslok og þá fékk m.a. Jóhann
Vilbergsson viðurkenningu fyrir
að hafa tekið þátt í öllum
Skarðsmótum síðan 1956. Efstu
menn i hverri grein Skarðsmóts-
ins urðu sem hér segir:
Svig karla:
Kinar V. Kristjáns. í
Karl Frímannsson A
Tómas Ix'ifsson A
Stórsvig karla:
Árni Þór Árnason K
VaI|K)r Þorjít'irss. Hús.
Bjórn Yikingsson A
Svig kvenna:
Ástlís Alfroóstl. R
Halltlóra Bjornsd. K
Nanna Lvifstl. A
Stórsvig kvenna:
Stoinunn Sæmuntlsd.
Ásdís Alfroðsd. K
Nanna Ixdfstl. A
—17,01 ‘U.S0
■Id.Td—18.27 ‘12.00
10.00-18.01 ‘M.07
lií.l.S-511.77 102.20
51,01—52.80 101,8-1
50,75—55.10 100,21
•10.28—17.45 00.72
10.27-10,21 08.08
50.21—10.11 00.08
•10,08—10,28 02.20
•17.82—17,22 05,00
18.20—17.70 00.18
Ganga 17 ára og eldri:
1 — 2 (jottlicb Kunráðsson 01 18,51 suk
l—2 Majinús Kiriksson Sijiló 18.51 sok