Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979
1
1 Markavél ÍBK fór í
\ gangsvo um munaði
'bk- Amn
Víkingur 4.U
KEFVÍKINGUM hefur gengið
illa að skora í vor og sumar og er
ekki laust að aðdáendur þeirra
hafi verið orðnir æði áhyggjufuil-
ir. En áhyggjur þeirra hurfu eins
og dögg fyrir sóíu á mánudaginn
þegar Keflvíkingar mættu Vík-
ingum á malarvellinum ( Kefla-
vík. Nú fór markamaskfna Kefl-
vtkinga loksins (gang og það svo
um munaði, fjögur mörg og stór-
sigur ÍBK var staðrcynd 4:0.
Keflvíkingar gátu reyndar ekki
fengið léttari mótherja en Vík-
ingana f þessum leik, sem voru
eindæma slakir en það rýrir ekki
sigur Keflvfkinga. Sigur þeirra
var fyllilega verðskuldaður og
oft á tfðum léku þeir mjög góða
knattspyrnu, sérstaklega í seinni
hálfleiknum.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn
með talsverðum látum og eftir
aðeins 5 mínútur lá boltinn í
marki Víkings. Kári Gunnlaugs-
son bakvörður hafði þá brotizt
laglega upp vinstra megin og sent
knöttinn fyrir markið. Eftir mik-
inn darraðardans barst knöttur-
inn út á vítateigslínuna til Óskars
Færseth bakvarðar, sem skallaði í
átt að markinu. Rétt utan mark-
teigs tók Þórir Sigfússon við
boltanum og nikkaði honum
áfram í markið mjög laglega.
Sigurjón markvörður var staddur
í einhverri ævintýraferð úti í
vítateig og kom hann engum vörn-
um við. Má skrifa þetta mark á
hans reikning.
Þetta var eina verulega hættu-
lega tækifærið, sem Keflvíkingar
fengu í fyrri hálfleiknum. Þeir
léku oft vel saman úti á vellinum
en gekk illa að skapa sér tækifæri
nema þá helst eftir hornspyrnur,
sem sköpuðu ávallt hættu við
mark Víkings. Þegar líða tók á
fyrri hálfleikinn fóru Víkingarnir
að sækja í sig veðrið og voru þeir
Óskar Tómasson og Gunnar Örn
ekki langt frá því að skora með
langskotum, sem smugu framhjá
stöngunum.
TVÖ MÖRK í RÖÐ
Á 8. mínútu seinni hálfleiks
fengu Keflvíkingar sitt annað
verulega góða tækifæri í leiknum
og úr því skoruðu þeir einnig.
Róbert miðvörður Víkings skallaði
knöttinn frá Víkingsmarkinu en
tókst ekki betur en svo að knöttur-
inn hafnaði hjá Gísla Eyjólfssyni
úti í vítateignum. Gísli gaf út til
vinstri til Þórðar Kárasonar.
Hann lék upp að endamörkum og
gaf fyrir markið. Sigurjón mark-
vörður ætlaði að slá boltann frá en
honum mistókst líka og boltinn
barst til Gísla Eyjólfssonar, sem
skoraði léttilega af stuttu færi
enda enginn í markinu til varnar.
Eftir þetta var aldrei neinn vafi
á því hvernig leikurinn færi.
Keflvíkingarnir sóttu án afláts og
bættu við tveimur mörkum fyrir
leikslok. Þriðja markið kom á 14.
mínútu seinni hálfleiks. Þá tók
Sigurður Björgvinsson auka-
spyrnu og sendi boltann út til
hægri á Guðjón Guðjónsson. Vik-
ingsvörnin hefur væntanlega
haldið að Guðjón myndi missa
boltann aftur fyrir endamörk, því
að hún hreyfði hvorki legg né lið
til varnar þegar Guðjón sendi
þrumusendingu fyrir markið þar
sem Einar Ásbjörn Ólafsson var
einng óvaldaður og skallaði bolt-
ann í markið. Lokamarkið kom
svo á lokamínútunni eins og vera
bar. Þórður Karlsson sendi þá
boltann fyrir markið frá vinstri.
Sigurjón markvörður missti enn
einu sinni af boltanum og við
fjærstöngina var Þórir Sigfússon
til staðar og sendi boltann í
markið af öryggi.
LIÐIN
Keflvíkingarnir höfðu lengst af
algjöra yfirburði í þessum leik,
sérstaklega voru yfirburðir liðsins
miklir í seinni hálfleik. Leikmenn
liðsins áttu allir góöan dag og er
ekki ástæða til þess hér að nefna
einn einstakan leikmann öðrum
fremur.
Það sama verður ekki sagt
um Víkingsliðið. Það átti afleitan
dag. Framlínumenn liðsins og
tengiliðir voru varla með í leikn-
um, ef Heimir Karlsson er undan-
skilinn, en hann var sá eini, sem
reyndi virkilega að spila knatt-
spyrnu. Mikið mæddi því á vörn-
inni og Sigurjóni markverði en
þetta var bara ekki dagur Sigur-
jóns og markvarðanna og því fór
sem fór.
- SS.
í STUTTU MÁLI:
Keflavíkurvöllur 4. júní, Islands-
mótið 1. deild. ÍBK — Víkingur 4:0
(1:0).
Mörk ÍBK: Þórir Sigfússon á 5. og
90. mínútu, Gísli Eyjólfsson á 53.
mínútu og Einars Á. Ólafsson á
59. mínútu.
Gul spjöld: Engin.
Áhorfendur: 718.
Ljósm. Mbl. Sigtr. Sigtryggsson.
• Fyrsta mark Keflvíkinga. Sigurjón Víkingsmarkvörður hefur hætt sér of framarlega og skallabolti
Þóris Sigfússonar siglir yfir hann og í markið.
Handboltaþjálfarar
Óskum eftir aö ráöa handboltaþjálfara fyrir 2.
deildar liö Týs frá Vestmannaeyjum fyrir
næsta keppnistímabil.
Upplýsingar veita Stefán Jónsson í síma
98-2339 og Hallgrímur Tryggvason í síma
98-1677 eftir kl. 19 á kvöldin.
STAÐAN
STADAN í 1. delld er nú þessl:
lA
ÍBK
Valur
Fram
ÍBV
KR
KA
Vfklngur
Þróttur
Haukar
3 2 1 0 6-3 5
3 1 2 0 4-0 4
3 1 2 0 5-2 4
2 110 4-23
2 110 2-0 3
3 1113-43
21015-42
3 1 0 2 3-8 2
2 0 0 2 1-4 0
3 0 0 3 1-7 0
Fyrsta mark Vals. Gunnlaugur Haukamarkvörður grípur um höfuð sér eftir
Haukará
von á fi
Valur— OaA
Haukar OaU
ÞRÁTT fyrir að skap veðurguð-
anna væri ekki upp á það besta á
laugardaginn létu knattspyrnu-
menn Vals og Hauka það ekki á
sig fá og mættu galvaskir til
leiks í leiðinflaveðri, roki og
rigningu. Valsmenn fengu nýliða
1. deilar Hauka í heimsókn á
grasvöllinn í Laugardal, og lásu
þar yfir þeim lexíu. Þriggja
marka sigur Vals í leiknum gefur
ekki rétta mynd af gangi hans.
Marktækifæri Vals voru svo
mýmörg og hættuleg að með
ólikindum var. Og oft var hreint
furðulegt hversu lagnir Vals-
menn voru að skora ekki.
Lið Hauka barðist samt allan
lcikinn og gafst aldrei upp og
náði að skapa sér ágætis sóknar-
lotur, en of oft var það tilviljun
háð hvernig sóknirnar enduðu.
Fyrstu mínúturnar í leiknum
voru ekki viðburðaríkar, leikmenn
fóru hægt í sakirnar og reyndu að
finna sig á hálum vellinum.
Fyrsta tækifærið er við mark
Vals. Loftur fær stungubolta inn
fyrir vörnina en of fastan og hinn
ungi markvörður Vals, Guðmund-
ur, sem lítið reyndi á í leiknum,
náði boltanum örugglega. Smátt
og smátt færa Valsmenn sig upp á
skaftið, og eftir 7 mínútna leik á
Guðmundur Þorbjörnsson þrumu-
sko't rétt yfir þverslá, og hann er
aftur á ferðinni á 9. mínútu með
skoti sem hrekkur í þverslána og
yfir.
Valsmenn ráða lögum og lofum
á miðju vallarins, og þrátt fyrir
eina og eina sókn Hauka þá eru
Vajsmenn aldrei í vandræðum.
Á 16. mínútu brunar Atli upp og
alla leið í gegn um vörn Hauka, og
skýtur föstum jarðarbolta, en lán-
ið leikur ekki við hann, þvií að
boltinn fer í stöng og aftur fyrir.
Valsmenn pressa svo til látlaust.
Á 20. mínútu fá þeir þrjár horn-
spyrnur í röð, en allt kemur fyrir
ekki. Markið liggur samt í loftinu.
Guðmundur Þorbjörnsson skor-
ar svo fyrsta markið á 38. mínútu.
Hörkuskot hans utan af vinstra
kanti skellur í stönginni innan-
verðri og síðan í bakið á Gunn-
laugi markverði sem hafði hálf-
varið skotið og í netið. Mark þetta
má skrifa á markvörðinn, því
þrátt fyrir að boltinn hafi verið
hátt var skotið af löngu færi.
Reyndist þetta vera eina mark
fyrri hálfleiksins.
Það yrðu löng skrif að fara að
tíunda öll marktækifæri Vals í
síðari hálfleiknum, svo mörg voru
þau. En lítum á þau helstu. Ingi
Björn skapar sér gullfæri á 3.
mínútu, en var fullseinn að gefa
boltann frá sér eða skjóta sjálfur
og Haukar bjarga í horn.
Jón Einarsson gefur vel fyrir
markið á 53. mínútu. Atli er einn
og óvaldaður við stöngina fjær og
skallar glæsilega í netið og skorar
annað mark Vals.
Á 28. mínútu kemur glæsifyr-
irgjöf frá Guðmundi Þorbjörns-
syni sem einleikið hafði alveg upp
að endamörkum og Ingi Björn
kastar sér fram og þrumuskalli
hans skellur í þverslánni. Á 76.
mín. tekst Jóni Einarssyni að
koma boltanum framhjá eftir að
hafa svo gott sem verið með hann
inn í markinu. En hann bætir það
upp á 83. mínútu. Atli hafði
brunað upp miðjuna og rennt til
Jóns boltanum inn í vítateignum.
Eftir smáeinleik inni í vítateig
snýr Jón sér við og skorar með
skoti í hornið fjær.
Haukar sóttu annað slagið en
skot þeirra fóru ýmist langt fram-
hjá eða þau voru auðveldlega
varin. Það voru helst þeir Sigurð-
ur Aðalsteinsson og Ólafur Jó-
hannesson sem gerðu einhvern
usla í vörn Vals.
Lið Vals verður sterkt í sumar,
á því er enginn vafi. Ekki er gott
að dæma það eftir þessum leik, til
þess voru yfirburðirnir of miklir.
Atli og Guðmundur áttu báðir