Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979
27
„ Við eignumst ekki
samskonar s tjörnur
og i gamla daga“
fyrr með hópnum sem valinn er
til undirbúnings?
KSÍ hefur verið heppið með
þjálfara undanfarin ár. Tony
Knapp reyndist mjög vel og hóf
íslenzka landsliðið til vegs og
virðingar. Yuori Iljischev kann
líka sitt fag. Vandamál þeirra
beggja er að margir af okkar bestu
leikmönnum dvelja erlendis. Þetta
er sérstaklega áberandi í sumar.
Samæfing verður því lítil og kunn-
átta þjálfarans kemur ekki að eins
góðum notum. Ég held að úthald
hafi ekki háð okkar mönnum svo
að úrslitum hafi ráðið. Félögin hér
heima hafa öll góðum þjálfurum á
að skipa og KSI verður að treysta
því, að þrekþjálfun sé þar í góðu
lagi. Landsliðsþjálfari á ekki að
þurfa að sinna slíku, heldur réttri
uppstillingu liðs, leikaðferðum,
baráttuþreki og samstöðu.
Liggur ljóst fyrir hvort
leiknir verða landsleikir við
Bandaríkjamenn og Bermuda-
menn í haust?
Við höfum stefnt að því að
efna til ferðar til Bandaríkjanna
og Bermuda fyrir landsliðið, sem
yrði þá nokkurs konar uppbót eða
verðlaun fyrir erfiði sumarsins.
Það yrði þá bæði keppnis- og
skemmtiferð. Málin standa þannig
í dag, að við bíðum enn eftir svari
frá Bandaríkjunum varðandi tíma
og tilhögun. Ég geri mér góðar
vonir um að úr þessu geti orðið.
Ertu bjartsýnn á framtíð
knattspyrnunnar hér á landi?
Eru að þínu mati of mörg lið í 1.
deildinni í knattspyrnu?
Knattspyrnulega séð eru
liðin aldrei of mörg í 1. deild. Því
fleiri lið sem þar eru, því fleiri
hafa möguleika til að verða með
þeim bestu. Breiddin eykst, góðum
leikmönnum fjölgar.
Vandamálið er hins vegar fjár-
hagslegs eðlis, svo og það stutta
keppnistímabil, sem við búum við.
Vallargestum fækkar ef leikir eru
of margir og hafa litla sem enga
þýðingu í topp- eða fallbaráttu.
Það eru aðeins tvö ár síðan
fjölgað var í 10 lið í 1. og 2. deild
og ég vil fá einhverja reynslu á
núverandi fyrirkomulag áður en
því er kastað fyrir róða. Og ef
breytt verður, þá er ekki endilega
víst að fækka eigi í 1. deild.
Margar leiðir koma til greina s.s.
það að skipta deild upp í miðri
keppninni, þannig að efstu 5 liðin
leiki um fyrsta sætið, en neðri 5
um fallsæti. Þetta er fyrirkomulag
sem tekið hefur verið upp á
nokkrum stöðum í Evrópu.
Við verðum að muna að úrvalds-
deild hjálpar vissulega þeim sem
hana skipa, en ástandið verður
enn verra hjá hinum, sem leika í
„óæðri" deildum.
Hafa íslensk knattspyrnu-
félög sem misst hafa leikmenn í
atvinnuknattspyrnu að einhverju
leyti verið hlunnfarin ?
KSÍ hefur hert reglur varð-
andi utanferðir leikmanna og er
það gert í þágu félaganna. Þau
eiga nú að hafa betri aðstöðu til að
fylgjast með og setja fram óskir,
ef erlent félag vill kaupa íslenzkan
leikmann.
Meðan félögin gera ekki samn-
inga við sína leikmenn og þeir eru
frjálsir að því að ganga úr eða í
félög að formsatriðum einum upp-
fylltum, þá hafa félögin ekki
lagalegan rétt til að gera fjárkröf-
ur, þegar leikmenn fara úr landi.
KSÍ mun reyna að gæta hags-
muna félaganna eins og kostur er,
en við verðum líka að virða rétt
leikmannanna sjálfra.
Við íslendingar erum frjálsir
menn og leggjum ekki átthaga-
fjötra á fólk.
Hver er staðan í samninga-
viðræðum við íslenska sjónvarpið
í dag?
Heimsókn vestur-þýska liðs-
ins kostar KSÍ á milli 10—11 millj.
kr. Okkur var ljóst að til að standa
undir þessum kostnaði þurftum
við að fá mjög góða aðsókn að
leiknum. Miði í stúku kostar kr.
3000.00 og stæði kr. 1.800.00. Sjón-
varpið vildi fá að sýna leikinn í
heild sinni fyrir kr. 1.300 þús. það
þýðir að aðeins 450 væntanlegir
stúkugestir hætti við að koma á
leikinn til að vega upp á móti
greiðslunni frá sjónvarpinu. Allir
vita að ekki þarf mikið út af veðri
að bregða til að fólk hætti við að
sækja völlinn, hvað þá ef vitað er
að leikurinn er sýndur samdægurs
í sjónvarpi.
Slík viðskipti treystum við okk-
ur ekki til að gera.
Við höfum nú boðið sjónvarpinu
sýningarrétt fyrir kr. 1.500 þús.
enda sé þá leikurinn ekki sýndur
samdægurs.
Af þessu er ljóst að það er ekki
við KSI að sakast að leikurinn við
Vestur-Þjóðverja var ekki sýndur,
eða aðrir leikir hér eftir.
Erum við að keppa á jafn-
réttisgrundvelli þcgar við erum
slíkir áhugamenn sem raun ber
vitni?
Það er langt frá því, að við
stöndum jafnfætis öðrum þjóðum,
sem stunda íþróttina af háþróaðri
atvinnumennsku. í þeim efnum
getur lítil þjóð ekki keppt við
stærri og ríkari þjóðir, sem hafa
að baki sér aðstöðu, fjármagn,
tugþúsundir áhangenda og úrval
hinna allra bestu knattspyrnu-
manna. En landsliðið er ekki allt.
Tilgangur KSÍ er að efla íþróttina
í þágu fjöldans og okkar áhugamál
er að fá unglinga til að stunda
íþróttina sér til heilsubótar og
ánægju. Við megum ekki alltaf
einblína á toppinn, þótt það
óeigingjarna og fórnfúsa starf
sem unnið er af knattspyrnufélög-
unum fyrir æskuna falli of oft í
skuggann.
Hefur knattspyrnunni al-
mennt farið fram hér á landi?
Okkur hefur farið fram í
ýmsum efnum, og þeim fer sífellt
fjölgandi sem iðka knattspyrnu.
Það er sú íþrótt sem ber af öðrum
í vinsældum. Leikkerfi og fast-
mótaðra skipulag veldur því hins
vegar að leikmenn eru ekki eins
frjáisir í leik sínum. Leiknir
einstaklingar njóta sín ekki eins
og áður og við eignumst ekki sams
konar ,,stjörnur“ eins og í gamla
daga. Ég sakna þess stundum.
í fyrra báru tvö lið aí í 1.
deildinni, og varð það til þess að
aðsókn minnkaði verulega . . .
Það eru margar skýringar á
því, hversu aðsókn er sveiflu-
kennd. Yfirburðir Vals og Akra-
ness á síðasta ári var ein skýring-
in. Auk þess má nefna slaka
frammistöðu annarra liða, fjölda
leikja, of litla auglýsingu eða
frásagnir fyrirfram af leikjum, til
að skapa spennu, önnur áhugamál
fólks o.s.frv. Knattspyrnan er þess
eðlis, að ef lið stendur sig, nær
árangri, þá kemur fólk á völlinn.
Velgengni liðs er lykillinn að góðri
aðsókn. Svo einfalt er það.
Ertu orðinn þreyttur á því
mikla starfi sem fylgir því að
vera formaður KSÍ.
Ég er ekki þreyttur á því að
vinna fyrir knattspyrnuhreyfing-
una. Það verð ég vonandi aldrei.
En önnur störf, fjölskyldan og
brauðstritið veldur því að minni
tími er aflögu til að sinna slíku
tómstundastarfi. Stjórnarstörf í
KSI eru algerlega ólaunuð, raunar
borga menn með sér vegna alls
kyns kostnaðar, sem þessu er
samfara. Ég óttast það mest að í
framtíðinni verði æ erfiðara að fá
menn til slíkra félagsstarfa og það
hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir
íþróttahreyfinguna, sem þarf á
hæfum forystumönnum að halda.
En knattspyrnan verður mér
alltaf hjartfólgin hversu lengi sem
ég verð formaður í þessu stærsta
sérsambandi landsins.
Hvað er þér eftirminnileg-
ast í starfi þínu sem formanns og
hvaða óskir áttu sjálfur til handa
íslenskri knattspyrnu?
Mér er leikurinn gegn Aust-
ur-Þjóðverjum, vorið 1975,
minnisstæðastur. Stemmningin og
sigurgleðin rann ekki af okkur
fyrir einhverntímann undir morg-
un næsta dag, enda sennilega einn
stærsti íþróttasigur íslendinga
fyrr og síðar. Við ætlum að endur-
taka þá sigurhátíð á laugardaginn
kemur.