Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 28

Morgunblaðið - 06.06.1979, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Vítaspyrnur og vindbelgingur réðu úrslitum Austri- Fylkir 1:1 AUSTRI (>k Fylkir «erðu sann- gjarnt jafntcfli í 2. deildinni í knattspyrnu á Eskifjarðarvelli á lauRardaKÍnn. Austri skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. en Fylkismcnn jöfnuðu á sama hátt í seinni hálfleiknum. Tals- verður vindur stóð beint á annað markið meðan leikurinn fór fram ok réð vindurinn mestu um gang leiksins á nokk- uð góðum, en þó lausum vellin- um á Eskifirði. Austri sótti undan vindinum í fyrri hálfleiknum og sótti þá mun meira. Strax i upphafi ógnuðu þeir bræður Bjarni og Sigurjón Kristjánssynir marki Fylkis verulega, en Sigurjón skallaði þá naumlega framhjá eftir snarpa sókn Austramanna. Þeir og Steinar Tómasson áttu síðan heiðurinn af sóknarlot- unni, sem gaf Austra víta- spyrnu, en vítið var dæmt er brotið var gróflega á Bjarna í miðjum vítateig Fylkis. Sigur- björn þjálfari Austra fram- kvæmdi spyrnuna. Eskfirðingar fórnuðu höndum er Ögmundur varði skot hans, en menn önduðu léttar er dómarinn lét endurtaka spyrnuna, þar sem Ögmundur hafði hreyft sig of fljótt. í annarri tilraun urðu Sigurbirni ekki á nein mistök og knötturinn lá örugglega í netinu. Dæmið snerist við í seinni hálfleik og nú voru það Fylkis- menn sem sóttu lengst af, en komust lítt áleiðis og þau skot þeirra, sem hittu rammann, varði Benedikt af öryggi. Eftir hornspyrnu er 12 mínútur voru til leiksloka sigldi gott skot framhjá Benedikt en stöðvaðist á hendi varnarmanns Austra á marklínu og réttilega var dæmd vítaspyrna. Ögmundur mark- vörður Kristinsson skoraði örugglega framhjá kollega sín- um í Austramarkinu. Litlu mun- aði að Fylkir tryggði sér sigur í leiknum er Grettir Gíslason sendi þrumufleyg á Austra- markið rétt fyrir leikslok, en Benedikt varði snilldarlega í horn. í heildina var leikur þessi rétt í meðallagi, en góðir kaflar sáust þó til beggja liða. Bæði Austri og Fylkir eiga að geta enn betur og gera sjálfsagt ef viljinn og metn- aðurinn til að standa sig verða til staðar. Leikmenn Fylkis virk- uðu frekar jafnir í þessum leik, en Kristinn Guðmundsson komst þó bezt frá leiknum, bráðskemmtilegur leikmaður. Af Austramönnum voru þeir Bene- dikt markvörður og Gústaf Ómarsson beztir og vörn Austra- liðsins er greinilega að finna sig. Haraldur Haraldsson gerði góða hluti á miðjunni og Bjarni Kristjánsson er stórhættulegur í fremstu víglínu. Ragnar Pétursson dæmdi leik- inn allvel. Hann sýndi einu sinni gula spjaldið í leiknum, Konráð Hinrikssyni í Fylki. £jj Þróttarar kræktu í óvænt stig UBK— Þróttur 0:0 ÞRÓTTARAR frá Norðfirði gerðu góða ferð suður til Kópa- vogs á laugardaginn. Þá mættu þeir Breiðabliki á grasvellinum við Fífuhvammsveg og tókst að krækja f dýrmætt stig. jafntefli varð, ekkert mark skorað. Það var fyrst og fremst baráttuvilj- inn sem færði Þrótturum stigið í þessum leik, þeir komu and- stæðingum sfnum greinilega í opna skjöldu með geysilegri baráttu og þótt Blikarnir væru oft nálægt því að skora vildi knötturinn ekki fara í markið. Annars var það veðrið sem setti mesta svip á leikinn, sunnan rok og rigning og vægast sagt óskemmtilegar aðstæður til þess að leika knattspyrnu. Ekki gat leikurinn hafist fyrr en rúmum tveimur tímum seinna en auglýst hafði verið. Fyrst var honum frestað í tvo tíma þar sem Þrótturunum gekk erfiðlega að komast suður og enn tafðist hann um korter þar sem línuverðir leiksins létu ekki sjá sig en því vandamáli var bjargað á þann hátt að tveir áhorfendur hlupu í skarðið. Blikarnir voru greinilega sterkari í fyrri hálfleiknum en Þróttarnir létu þá ekki í friði og gekk þeim því illa að skapa sér marktækifæri. Þeir Vignir Bald- ursson og Ingólfur Ingólfsson voru næst því að skora með langskotum í f.h. í seinni hálf- leik hélt Vignir uppteknum hætti, þrumuskoi hans annað hvort fóru fram hjá markinu eða Ágúst Þorbergsson markvörður sá við Vigni og varði skot hans. Gunnlaugur Helgason komst einnig í dauðafæri í seinni hálf- leik en hitti boltann illa. Boltinn barst til Hákons Gunnarssonar sem stýrði boltanum fram hjá af örstuttu færi. Á lokamínútunum kom mið- vörður Norðfirðinga Magnús Magnússon allmjög við sögu. Þróttur fékk hornspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Boltinn var gefinn fyrir markið til Magnúsar sem skallaði naum- lega yfir. Þarna munaði vissu- lega mjóu en það hefði líka flokkast undir þjófnað ef Þrótt- ur hefði skorað þarna og haft með sér bæði stigin. Skömmu eftir að hornspyrnan var fram- kvæmd komst Sigurður Grétars- son miðherji Breiðabliks í dauðafæri, fyrir miðju marki. Ágúst hálfvarði boltann, sem stefndi í markið þegar Magnús kom á fullri ferð og bægði hættunni frá. Vel að verki stað- ið. Þróttararnir fögnuðu innilega þegar flautað var til leiksloka og láir þeim enginn. Baráttan hafði fært þeim dýrmætt stig. Vörnin var sterk í þessum leik með miðverðina Magnús og Sigur- berg Sigsteinsson sem beztu menn. Ágúst var öruggur í markinu, Þórhallur Jónasson geysiduglegur á miðjunni og í framlínunni var Sigurður Frið- jónsson sprækastur eftir að hann kom inná í seinni hálfleik. Breiðabliksliðið er ungt og á vafalaust eftir að ná langt í sumar. Helgi Helgason og Valdi- mar Valdimarsson voru sterkir á miðju varnarinnar, Vignir sterk- ur tengiliður og skotfastur og í • Knötturinn á leið í netið eftir hornspyrnu Þóris Jónssonar. Markvörður Magna er vel staðsettur. en kemst ekkert áleiðis fyrir samherjum sínum, en þrír þeirra ætla að bægja hættunni frá sjálfir. Ljósm. GB. Sigurmarkið beint úr hornspyrnu! FH— Magni 1:0 FH vann Magna frá Grenivík í veðurofsanum á laugardaginn. FH innbyrti þar tvö dýrmæt stig í safnið, stig sem koma að góðum notum í hinni erfiðu baráttu sem framundan er í 2. d'eild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Leikmenn liðanna voru ekki öfundsverðir af því að hlaupa um úti f veðurofsanum, sem var slfkur, að þær fáu hræður sem mættu á völlinn til að horfa á, hfrðust inni f bflum sfnum. Fóru varamenn að dæmi þeirra, ellegar hefði lungna- bólga orðið hlutskipti þeirra. FH skoraði eina mark leiksins f sfðari hálfleik. Magni sótti undan stórviðrinu í fyrri hálfleik og var knötturinn þataf skiljanlegum ástæðum á vallarhelmingi FH. Aldrei ógn- uðu þó norðanmenn markinu, því að þeir náðu aldrei tökum á rokinu. Allan hálfleikinn voru þeir að kýla knöttinn stefnulaust fram völlinn. Nokkur skot áttu þeir af löngu færi, en öll fram hjá eða yfir og langur tími fór oft í að sækja knöttinn út í hraun. Mjög lítil knattspyrna sást í fyrri hálfleik, en allt sem af slíku sást, kom frá heima- mönnum, sem áttu fáeinar lag- legar sóknarlotur, sem runnu þó allar út í sandinn án þess að veruleg hætta skapaðist. FH-ingar sóttu nokkuð í sig veðrið þegar þeir hlutu aðstoð roksins og voru þeir nokkrum sinnum aðgangsharðir við mark Magna. Aldrei þó eins mikið og menn höfðu reiknað með. Viðar Halldórsson átti þó skotí þverslá og Leifur Helgason skaut naum- lega fram hjá, en hann var þá nýkóminn inn á sem varamaður. Eina mark leiksins skoraði Þórir Jónsson síðan á 70. mínútu og var það beint úr hornspyrnu! Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, er ekki ólíklegt að mark- vörðurinn hefði bægt hættunni frá ef varnarmenn hans hefðu ekki þvælst fyrir honum. Mínútu síðar var brotið á Helga Ragn- arssyni í vítateignum og víti dæmt. Viðar Halldórsson brenndi af. Lítið var um færi eftir það og raunar einnig fram að því, leikurinn var leiðinlegur og best gleymdur. Betra liðið vann a.m.k. - KJJ, w : * ■ . í f -Jy ■ ■ -■ ■ ■ -\ & r ,t • Eitt bezta tækifæri Breiðabliks. Rétt fyrir leikslok komst Sigurður Grétarsson í dauðafæri, eins og sést á efri myndinni. Ágúst markverði tókst að verja en boltinn stefndi engu að síður í markið þegar Magnús Magnússon, lengst til vinstri, kom á fullri ferð og skallaði boltann aftur fyrir endamörk nánast á marklínunni. framlínunni vöktu þeir athygli Ingólfur Ingólfsson og Sigurður Grétarsson. Sá síðarnefndi er Ljósm. Guðjón Birgisson. aðeins 17 ára og greinilega efni í Keflavík dæmdi leikinn ágæt- góöan knattspyrnumann. lega. Halldór Gunnlaugsson úr — SS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.