Morgunblaðið - 06.06.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979
Þorfinnur Gunn-
laugsson -Minning
þeirra frændkvenna var alla tíð
mikil vinátta og stöðugur sam-
gangur á milli heimilanna.
Amma og afi eignuðust 4 börn,
sem öll eru á lífi. Ein dóttirin ólst
upp frá 6 ára aldri hjá systur
ömmu og mági í Hellatúni. Ekki
voru efnin mikil. Afi vann verka-
mannavinnu meðal annars í grjót-
námi bæjarins. Þegar eldri börnin
fóru að geta passað þau yngri,
vann amma við fiskbreiðslu eins
og margar húsmæður í þá daga.
Hún og vinkona hennar tóku
saman stakkstæði og fengu fisk til
þurrkunar. Amma var trygg öllum
sínum ættingjum og vinum. Guð-
mundur bróðir hennar lá lengi á
spítala þar til hann lézt og voru
ófáar ferðirnar sem hún átti til
hans.
Mann sinn missti amma árið
1942 og var hún því búin að vera
ekkja í 37 ár er hún lézt. Hélt hún
heimili áfram ásamt börnum sín-
um. Við vorum 2 barnabörn henn-
ar sem ólumst upp á heimilinu.
Amma var ákaflega trúuð.
Kunni Passíusálmana utan að auk
fjölda annarra sálma og kvæða.
Hún dáði Hallgrím Pétursson
mjög. Hún var alla tíð létt í lund
og söng mikið. Amma hlustaði
mikið á útvarp og meira að segja
eftir að hún var farin á sjúkrahús
hlustaði hún á söng í útvarpinu.
Hún hlustaði alltaf á messuna á
sunnudögum og á föstunni fór hún
ekki í háttinn á kvöldin fyrr en að
loknum lestri Passíusálmana í
útvarpinu.
Amma var einstaklega heilsu-
hraust um ævina. Hún var afar
ern og óskertu minni hélt hún
fram yfir 100 ára aldurinn. Hún
fylgdist af miklum áhuga með
afkomendum sínum og öðrum
ættingjum og kunni deili á þeim
flestum. Hún fékkst mikið við
prjónaskap í ellinni, en síðustu
árin heima hafði hún orðið að
hætta honum, þar sem hún var
orðin mjög sjóndöpur. Hún var
blind á öðru auga, en smáskímu
hélt hún á hinu.
Amma þurfti aldrei að fara á
elliheimili en mörg síðustu árin
bjó hún með 3 börnum sínum.
A 100 ára afmælinu var hún það
hress að hún naut þess að ættingj-
ar og vinir heimsóttu hana. Þegar
hún var 100 ára og hálfu ári betur
varð hún fyrir því slysi að detta og
lærbrotna. Var það henni mikið
áfall að þurfa að yfirgefa heimilið.
Eftir það var hún rúmliggjandi á
sjúkrahúsum. Smáhrakaði heilsu
hennar unz hún fékk hvíldina 27.
maí. Amma reyndist mér einstak-
lega vel og vildi allt fyir mig gera.
Minnist ég nú þeirra tíma er við
áttum saman og mun ætíð vera
þakklát fyrir þá ást og umhyggju
sem hún sýndi mér og svo seinna
börnum mínum. Megi hún hvila í
friði og blessuð sé minning henn-
ar.
Helga Skúladóttir.
Vorið hefur verið með allra
kaldasta móti í ár og valdið
töluverðum búsifjum til sjávar og
sveita. Við höfum verið minnt
óþyrmilega á það, að við búum í
harðbýlu landi. Helga Helgadótt-
ir, sem verður jarðsett í dag, er
einn síðasti útvörður þeirrar
kynslóðar, sem kynntist af eigin
raun þeim frosthörkum, harðind-
um og vorkuldum er herjuðu á
landið á áratugnum 1880-1890.
Hún var fædd atSkálholti í
Biskupstungum 13. febrúar 1875
og var því liðlega 104 ára er hún
lézt.
Ævi hennar spannaði mesta
umbrota- og framfaratimabil ís-
lenzku Þjóðarinnar, frá köldu
myrkvuðu torfbæjunum til upp-
hituðu, raflýstu steinhúsanna, frá
opnum árabátum til fullkominna
skuttogara, frá, frá þarfasta þjón-
inum til þotualdar og svo mætti
lengi telja. Þrátt fyrir alla tækni-
þróunina er víst, að kuldarnir í
vor koma við okkur og það getur
enginn, sem ekki þekkir af eigin
raun, gert sér í hugarlund það
harðræði, sem forfeður okkar urðu
að þola í harðindum 19. aldar og
fyrr. Enda vildi Helga Helgadóttir
ekki rifja upp þá tíma. Það fór
hrollur um hana við tilhugsunina
er myrkrið og kuldinn var allsráð-
andi. Framtíðin var henni meir að
skapi.
Helgu kynntist ég ekki fyrr en
hún var komin yfir nýrætt. Mér
hefur alltaf verið minnisstæður
okkar fyrsti fundur. Helga var enn
vel ern en sjónin var þó tekin að
daprast. Ekki lét hún það samt
aftra sér að fara fram í eldhús og
skenkja upp á. Gestrisnin var
henni svo í blóð borin að þrátt
fyrir háan aldur var tekið til
höndum er gest bar að garði. Og
þannig var Helga, boðin og búin
að leggja til hjálparhönd, svo
lengi sem henni entist þrek og
heilsa.
Þessi merkiskona var sjálf-
menntuð, vel minnug og kunni frá
mörgu að segja. Þá var hún og
glaðvær að eðlisfari. A þessari
kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti til hennar fyrir góða
viðkynningu.
Börnum hennar og öðru venzla-
fólki sendi ég samúðarkveðjur.
Sigfús A. Schopka.
Fæddur 15. október 1962.
Dáinn 13. maí 1979.
Stundum flytja fjölmiðlar okkur
góð tíðindi og stundum slæm og
þrátt fyrir það að við getum átt von
á slæmum tíðindum erum við alltaf
svo óviðbúin þegar þau berast.
Þannig var það einnig þegar við
he.vrðum dánartilkynningu í hljóð-
varpinu þess efnis að Þorfinnur
væri dáinn. Það var vitað að hann
barðist við erfiðan sjúkdóm, en sem
betur fer erum við mennirnir svo
bjartsýnir að við vonuðum að hann
mætti vera miklu lengur á meðal
okkar.
Þegar ungur og elskulegur dreng-
ur fellur í valinn svo langt um aldur
fram, verður maður hljóður og
orðlaus — skilur tæplega tilgang
tilveru okkar hér á jörðu. Manni
hlýtur að finnast það svo óréttlátt
þegar drengur í blóma lífsins fa’r
ekki að lifa lengur og ekki hara það,
heldur líka að þurfa að hða svo
miklar þjáningar þar til yfir lýkur.
Við þekktum ekki Þorfinn neitt
fyrr en hann fór að æfa með okkur i
Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavik,
en þegar ég ritaði hann inn í félagið
fann ég strax að þarna var kominn i
hópinn góður drengur, sérstaklega
tók ég eftir því hve prúður og
einlægur hann var. Þorfinnur var
síðast með okkur á Akureyri í fehr.
sl. þar sem hann keppti á Islands-
móti fatlaðra í boccia og stóð hann
sig með prýði, vann hæði silfur og
gullverðlaun og einmitt í keppni þar
sem harkan ein gildir kom svo
glöggt í ljós drenglyndi hans.
Hann var oft með hugann heima í
Siglufirði þar sem hann átti sína
fjölskyldu, en hana þekkjum við
ekki, en sjálfsagt er hann af góðu
fólki kominn. Þorfinnur vissi að ég
þekki Huldu Steinsdóttur í Siglu-
firði sem hann og gerði og það má
gjarna koma fram hér hve það
gladdi hann mikið að Hulda skyldi
muna eftir síðasta afmælisdeginum
hans, „Hún man alltaf eftir hún
Hulda mín“ sagði hann við mig.
Nú eru tveir góðir félagar okkar í
Í.F.R. dánir með stuttu millibili,
Þorfinnur og Reintar Sigurðsson
sem dó í apríl s.l.
Fyrir hönd stjórnar, þjálfara og
félaga hans í I.F.R. þökkum við
Þorfinni fyrir samveruna og vottum
fjölskyldu hans og vandamönnum
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að blessa minningu hans.
Elsa Stefánsdóttir.
ritari Í.F.R.
RÖRSTEYPAN u
Sveitafélög — Verktakar — Húsbyggjendur
Framleiðum allar gerðir af rörum til skólplagna,
dreinlagna og ræsalagna. Ennfremur holræsabrunna og
keilur.
Gúmíþéttingar á rör upp á 12“
Viðurkennd framleiðsla úr bestu fáanlegum efnum.
Athugið með verð og greiðsluskilmála.
RÖRSTEYPAN H/F
Fífuhvammsvegi 30
202 Kópavogur
Sími 91-40930
KOPAVOGUR
“'ÍbÚaveour
AUO BREKKA
tANOABREKKA
Álpmólsvecur
§ r
£ FURUCRUND
® ORENlOAUNO
hjallabrekka
LYNCBREKKA
SfLBREKKA
KÓpavogsstöi
\ \ *
" BRÆORAT. -9,
\ %
'S ,o o o # £
2MÁ-*VEGUR * ttBjARNMQUg STIGUR
c 6 |*Wu- j s,íom
DIGRANES VEOUR
f MELAHEIOI
ILYNGHElOl
kjarrmÍlmí
uu»B„B,E.«,,Ý,jLW,!“" , hvavhmeSek,
alfmolsvegur •*
H- 'f. MKAUN TUNGA
4
í
flfUHVAMJA
IGVEO^'
ÍÞróttavöllur • • Rörsteypan