Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 6. JÚNÍ 1979 47 UL ' IMIIHBK '■WvTt'.W *A'.' . Páfinn kyssir ættjörð sína eftir komuna til Varsjár. Czestochowa, Póllandi. 5. júní. AP. ÞÚSUNDIR Pólverja krupu á kné við messu sem Jóhannes Páll páfi II. flutti undir berum himni í dag við helgasta reit Póllands. Páfi er nú í fyrsta skipti aftur kominn til þess svæðis í Póliandi þar sem hann var fyrrum erkibiskup. Hann bað Maríu mey að blessa lönd sem hann nefndi ekki, en auðheyrt var að hann átti við Austur-Evrópu. „Ég fel þau í þína umsjá í þögn“, sagði páfi. Páfi flutti messu sína frá múrum Jasna Gora-klaustursins í Czestochowa og um 500.000 manns söfnuðust saman á ná- lægri hæð og í garði fyrir neðan múrana. Messan stóð í þrjá klukkutíma og páfi gerði oft hlé á henni til að koma að bænum til Maríu meyjar og hann sagðist gera ráð fyrir því að ýmsir ítalskir prelátar væru lítiö hrifnir af aðferð hans við messu- gerðina. „Hvað eigum við að gera við þennan pólska páfa, þennan slavneska páfa,“ kvaðst hann ímynda sér að þeir segðu. „Hvað getum við gert?“ í Jasna Gora er helgimynd af „Svörtu madonnu" sem munn- mæli herma að guðspjalla- maðurinn Lúkas hafi málað. Hann heimsótti þennan stað á þriðja degi heimsóknar sinnar sem stendur í niu daga. A hverj- um degi hefur hann látið frá sér fara yfirvegaðar yfirlýsingar til valdhafa í Póllandi og annars staðar í Austur-Evrópu. „Á síðasta áratug", sagði hann í dag, „hefur eining pólsku 500.000 krupu fyrir páfanum þjóðarinnar og drottningar hennar verið staðfest og aukizt." Hann kvaðst biðja til Maríu meyjar að kirkjan fengi að njóta „frelsi og friðar" til þess að gegna hlutverki sínu. Fyrir rúmum 300 árum lýsti pólski konungurinn Jan Kazimir því yfir að María mey væri drottning Póllands þegar klaustrið hafði staðizt umsátur Svía. Á morgun fer páfi til Kraká, hinnar fornu höfuðborgar þar sem hann var erkibiskup og kardináli áður en hann var kosinn páfi í október í fyrra. Seinna í vikunni fer hann til heimabæjar síns Wadowice í Suður-Póllandi og syngur messu í leifum útrýmingarbúðanna í Auschwitz. Hann ferðast einnig til pólska hálendisins og flytur messu, en páfi var kunnur fyrir áhuga sinn á skíðaferðum og gönguferðum þegar hann var í Póllandi. Heimsókninni lýkur á sunnudag eftir síðustu útimess- una í Kraká til heiðurs heilögum Stanislaus, þjóðardýrlingi Pól- verja. Páfi var aðalhvatamaður þess að þess er minnzt í ár að 900 ár eru liðin síðan Stanislaus lézt. Páfi fagnar mannfjöldanum úr bfl sínum í Varsjá. Jóhannes Páll páfi 2. ekur með fríðu föruneyti í brynvörðum bfl um götur Varsjár. 8 ára Osló 5. júní Frá íróttaritara Mbl. FIMMTUGUR NorÁmaður. som skaut oiginkonu sína til bana í fyrra, særði alvarlosa íslonzkan mann og veitti tvoimur stjúphörnum sínum skotsár hofur nú verið dæmdur í átta ára fanselsi fyrir manndráp ok tilraun til manndráps. Saksóknari hafði krafizt að maðurinn yrði dæmdur í tíu ára fanjjelsi, að hann yrði dæmdur fyrir manndráp af yfirlöjíðu ráði ojí til að jjroiða bætur. Rótturinn noitaði þossum kröfum. Komizt var að þoirri niðurstöðu að morðið ojí morðtilraunin hofðu okki verið undirhúin fyrirfram heldur vorið framin í stundaræði. U7 Veður víða um heim Akureyri 12 hálfskýjaó Amsterdam 25 akýjaó Bercelona 24 skýjaó Berlín 28 heióskírt Chicago 30 bjart Denpaaar, Bali 32 bjart Frankfurt 32 bjart Genf 26 skýjaó Helsinki 21 bjart Fenayjar 28 heiðskírt Hong Kong 29 skyjað Jerúaalem 26 akýjaó Jóhannesarborg 17 sól Kaupmannahöfn 22 sól Lissabon 23 sól London 21 skýjaó Los Angeles 22 skýjaó Madrid 30 sól Majorka 28 hilfskýjaó Malagha 24 lóttskýjað Las Palmas 21 skýjaó Miami 31 skýjaö Montreal 28 sól Moskva 16 akýjað Nýja Delhi 41 bjart New York 19 skýjaö Ósló 23 sól París 20 skýjaó Reykjavik 7 poka Rio de Janeiro 29 sól Rómaborg 31 sól San Francisco 14 skýjaó Stokkhólmur 23 sól Sydney 18 sól Teheran 30 bjart Tel Aviv 27 skýjað Tókíó 26 bjart Toronto 26 rigning Vancouver 18 rigning Vínarborg 30 sól Rétturinn tók einnig tillit til þess að niaöurinn og konan bjuggu í hinu erfiðasta hjónabandi. Kon- Thatcher kát í París París 5. júní Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands sagði í við- ræðu við Giscard D‘Estaing frá hugmyndum sínum um hvernig staðið skyldi að því að efla styrk og veldi Bretlands og gera það að atkvæðameira afli í Vestur Evrópu. Báðir aðilar sögðu að ferð Thatchers hefði tekizt ljómandi vel, en þetta er fyrsta för hennar til útlanda eftir að hún varð forsætisráðherra. „Þetta hefur verið fjarska indælt og Frakk- landsforseti gladdist við að heyra að Bretland myndi gegna mikil- vægara hlutverki á alþjóðavett- vangi en aður og stuðla að öflugri Evrópusamvinnu" sagði Thatcher við blaðamenn er hún hélt frá Elyseehöll. an lifði óreglusömu lífi, neytti alloft áfengis og sótti samkomu- staði óspart. Vitni hafa sagt að hún hafi einnig haft skipti við aðra karlmenn. Það kom fram að kvöldið áður en þessi atburður gerðist, hafði maðurinn séð konu sína á veit- ingastað ásamt íslendingnum Eggerti Lárussyni og öðrum ís- lendingi. Hann sá þau síðan enn á ný sanian á öðrum samkomustað daginn sem atburðurinn átti sér stað. Maðurinn fór þá til heimilis þeirra þar sem stjúpsonur hans var f.vrir og nokkru síðar komu kona hans, Eggert og stjúpdóttir- in. Hún hafði beðið Eggert að koma með sér heim vegna þess hún þorði ekki að fara ein heim. Maðurinn greip þá byssu, colt 45 með kaliber 11.25, skaut á Eggert skoti sem fór í maga, lifur og inn í hægra lunga, skaut öðru skoti á konu sína og lézt hún samstundis og skaut síðan að stjúpbörnum sínum og særði þau. í réttarskjöl- um kemur fram að Eggert Lárus- son hafi veri alvarlegast særður þeirra þriggja og varð hann að liggja á sjúkrahúsi í marga mán- uði áður en hann gat haldið til íslands. Að því er segir í rétt- arskjölum er ekki ljóst hvort Eggert muni bíða verulegt heilsu- tjón af. Hann mun hins vegar geta fengið miskabætur frá norska ríkinu vegna þeirrar þjáninga og óþæginda sem hann varð að sæta vegna skotárásarinnar, að því er Mbl. hefur fengið upplýst. Erlendir ríkisborgarar og Norð- menn geta gert kröfu til ríkisins um að fá greidd öll fjárútlát og kostnað sem verður í sambandi við refsivert athæfi. Er sérstök nefnd skipuð af konungi, „Skaðabóta- nefnd þeirra sem verða fyrir ofbeldi" sem sér um að útdeila fé að fengnum umsóknum. Hámarks- upphæð slíkra bóta er um 100 þúsund norskar krónur. SITHOLE, aðalandstæðingur Muzorewa biskups, forsætisráð- herra Zimbabwe, þverneitaði í dag að hans menn ættu nokkurn þátt í samsæri til að myrða forsætisráðherrann. Sagði Sithole þetta upplognar kærur sem búnar hefðu verið til í Víkingamynt tengist morði MANNFRÆÐINGUR við Iowa-háskóla, Marshall McKusick, telur að frægur norrænn peningur, elzta mynt sem hefur fundizt í Amerfltu, tengist morði sem var framið fyrir 900 árum, að sögn blaðs- ins Daily American. Peningurinn fannst fyrir 17 árum í Maine. McKusick segir að norrænn maður hefði aldrei lát- ið slíkan pening af hendi án þess að veita mótspyrnu og jafnvel falla. Peningar hafi verið svo sjaldgæfir í Grænlandi að eng- inn hafi fundizt þar. Aðeins fjórir peningar eru til í heiminum eins og sá sem fannst í Maine. Færir sérfræðingar lýstu því nýlega yfir að hann væri ófalsaður og þar með lauk efasemdum sem hafa verið um peninginn síðan fornleifafræð- ingur fann hann 1961. því skyni að fá átyllu til að handtaka fjórtán stuðningsmenn hans. Hann hótaði því að það gæti haft „hinar ægilegustu afleiðing- ar“ ef Muzorewa héldi áfram uppteknum hætti. Hann sagði líka að hinar sífelldu atlögur sem herlið stjórnarinnar væri að gera gegn skæruliðum andsnúnum stjórninni væru til þess eins falln- ar að kynda undir ólgu og ókyrrð. Sithole neitar Salisbury. Zimbabwe Ródesía. 5. júní. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.