Morgunblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 48
Síminn á afgreiöslunni er
83033
JWorfliinblflfcifc
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979
VSI boðar almennt verk-
bann frá og með 18. júní
SAMBANDSSTJÓRNARFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands
samþykkti í gær að boða frá og með 18. júnf til almenns
samúðarverkbanns, sem nái til allra félaga innan VSÍ. Þorsteinn
Pálsson, framkvæmdastjóri sagði í gær að vinnuveitendur vildu hafa
rýmri frest á þessari aðgerð en almennt tíðkaðist, þeir teldu hinn
aimenna 7 daga frest oí knappan. Þó töldu þeir sér ekki fært vegna
ástands mála að hafa frestinn öllu lengri. Með þessu væru
vinnuveitendur að knýja á um skjóta lausn þeirra vandamála, sem að
steðjuðu.
Þorsteinn kvað það jafnframt
hafa verið ákveðið að hafa þessa
aðgerð eins mildilega og frekast
var kostur. Því var ákveðið að
undanþiggja alla heilbrigðisþjón-
ustu verkbanninu, þar með talda
lyfjaverzlun og hvers konar þjón-
ustu við sjúkrahús og heilsugæzlu-
stöðvar, svo og gistihús. Undan-
þegin er einnig hvers konar þjón-
usta við löggæzlu, slökkvilið,
öryggisgæzlu og neyðaraðstoð, svo
og hvers konar þjónusta við skóla
og aðrar menntastofnanir. Verk-
Stöðvast
Flugleiða-
þotan í
New York?
VERÐI þotur af gerðinni
DC-10 þota kyrrsettar enn á
ný stöðvast þota Flugleiða af
þessari gerð í Bandaríkjunum.
Samkvæmt upplýsingum
Sveins Sæmundssonar blaða-
fulltrúa Flugieiða er vélin
skráð í Bandaríkjunum og
verður því að hlíta lögsögu
FAA eða bandariska
loftferðaeftirlitsins.
DC-10 þota Flugleiða átti að
lenda í Bandaríkjunum
skömmu fyrir miðnætti í nótt
3g á að fara í venjubundna
skoðun í New York í dag, en að
auki 100 flugtíma skoðun, sem
ákveðið var að setja vélarnar í
eftir flugslysið í Chicago 25.
maí. Ef „tíurnar" verða kyrr-
settar að nýju hefur það því
ekki áhrif á áætlun Flugleiða
fyrr en á morgun.
bannið nær heldur ekki til farþega-
og póstflutninga hvers konar á
landi og í lofti og þjónustu við þá,
er slíka flutninga annast. Undan-
þegin er vélgæzla og varzla
fasteigna, framleiðslutækja, afurða
og annarra verðmæta, verzlun með
bensín, olíur, olíuvörur, afgreiðslu
olíuskipa og olíuflutninga,
smásöluverzlun með matvörur og
vinna við útgáfu, prentun og dreif-
ingu dagblaða. Þá er dreifing
áburðar og fóðurbætis einnig
undanþegin. Þá segir einnig, að
VSÍ sé reiðubúið að meta aðstæður
og veita undanþágur vegna ófyrir-
séðra knýjandi nauðsynja og ótal-
inna þjóðfélagslegra mikilvægra
starfa.
Sjá fréttatilkynningu VSÍ í heild
á bls. 29.
Geng Biao varaforsætisráðherra Kína er staddur í opinberri heimsókn á Islandi og var mynd þessi
tekin er hann var staddur á Þingvöllum síðdegis í gær. í dag mun hann heimsækja
járnblendiverksmiðjuna og skoða starfsemi Hitaveitu Reykjavíkur. Sjá nánar bls. 5. Ljósm. Ól. K. M.
Snorri Jónsson, varaf orseti ASÍ:
Mikil ogill tíðindi
sjálfsmorð að ræða. Til
11
11
Enn ein ítrekun á að ríkisstjórnin
fyrirfari sér, — segir Ingólfur Ingólfsson
„MÉR finnast þetta mikil og ill tíðindi og komi þetta til framkvæmda,
sem ég vona nú ekki, þá lendir þetta langverst á okkur hér á
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, er
Morgunblaðið spurði hann um viðbrögð vegna hins almenna
verkbanns, scm VSÍ boðaði í gær. Þetta sagði Snorri að væri vegna
þess að Vinnuveitendasambandið væri sterkast í Reykjavík og
nágrenni.
Ef Vinnumálasambandið heldur
hins vegar sinni stefnu, að vera
ekki samstíga VSÍ í aðgerðum,
sagði Snorri að verkbannið kæmi
ekki nema óbeint niður á fólki úti á
landi. Hins vegar sagði hann að
enn ætti hann eftir að sjá
ákvörðun VSÍ og kvað hann ASÍ
eiga eftir að líta á þessa aðgerð og
ræða hana. Snorri kvað ASI hafa
mótað ákveðna stefnu í haust og af
50 þúsund meðlimum þess væri
Ekkert lát á hækkunum í Rotterdam:
Benzín í 280-290
kr. í næstu viku?
Frekari hækkanir nauðsynlegar í byr jun júlí
aðeins eitt lítið félag, sem boðað
hefði verkfall, Mjólkurfræðinga-
félagið. Hins vegar hefðu vinnu-
veitendur knúið undirmenn á far-
skipum út í aðgerðir. Snorri kvað
þessi miklu og illu tíðindi vart
verða til þess að leysa vanda
atvinnuveganna.
Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSÍ
kvað þessa ákvörðun ekki koma á
óvart. Þetta væri undirstrikun
vinnuveitenda á því að þeir verði
leystir frá vandanum að ganga til
samninga. Hins vegar væri ljóst,
að útgerðirnar sjálfar væru til-
búnar að ljúka samningsgerðinni,
enda hefði verið unnið linnulaust
frá morgni fram á nótt undan-
farna daga. „Ætlum við okkur að
semja í þessari deilu," sagði
Ingólfur, „og munum við halda
áfram með það. Þetta er aðeins
enn ein ítrekun VSÍ um það að
ríkisstjórnin fyrirfari sér. Ég er
þeirrar skoðunar, að setji ríkis-
stjórnin lög verði í raun um
sjálfsmorð að ræða. Tilefnið er
sjálfgefið, frumhlaup einstakra
ráðherra um setningu bráða-
birgðalaga gátu ekki annað leitt af
sér, þeir hefðu báðir átt að segja af
sér strax, bæði Magnús og Stein-
grímur, þegar þeir höfðu hlaupið
svo á sig.“
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasambands
íslands kvað það geta orðið
skemmtilega sjón að sjá máttar-
stólpa atvinnulífsins hlaupa á
milli fyrirtækjanna og stöðva
rekstur þeirra sem verkbanns-
verði. Hins vegar kvað hann
vinnuveitendur ekki gera sér grein
fyrir því út í hvaða kviksyndi þeir
væru að hoppa. Ljóst væri að þeir
sæju ekki til lands og að þeir hefðu
ekki kannað hitastig vatnsins, sem
þeir væru að varpa sér í. Því
myndu þeir annað hvort fá tauga-
áfall, þegar þeir kæmu niður í,
vegna þess að vatnið væri of heitt
eða þá allt of kalt. Hins vegar
varpaði Guðmundur fram þeirri
spurningu, hvort hér væri ekki um
eins konar verkfall að ræða, þar
sem krafan væri hærri álagning og
hækkun á vöru og þjónustu.
Krafan væri sett gagnvart ríkis-
valdinu.
OLÍUFÉLÖGIN hafa ritað verðlagsyfirvöldum bréf og óskað eftir
heimild til þess að hækka benzín og gasolíu um miðjan þennan mánuð
þ.e.a.s. í næstu viku. Gera olíufélögin það að tillögu sinni að hver lítri
af benzíni hækki úr 256 í 280—290 krónur og gasolíulítrinn hækki úr
103 í 120—130 krónur. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur
aflað sér munu forráðamenn olfufélaganna hugsa sér hækkunina sem
áfangahækkun og að önnur stórfelld hækkun þurfi að verða í
júlibyrjun þegar nýir og dýrir farmar af benzíni og gasolíu írá
Rússlandi koma f sölu.
Ekkert lát er á hækkunum á
markaðnum í Rotterdam. Sam-
kvæmt síðustu skráningum 30. maí
s.l. var skráð verð á benzíni 410
dollarar hvert tonn, hafði hækkað
um 10 dollara á 5 dögum og skráð
verð á gasolíu var 395 dollarar
hvert tonn, hafði hækkað um 7,5
dollara á 5 dögum. Skráð verð á
svartolíu var óbreytt, 142,50
dollarar hvert tonn.
Farmar af benzíni og gasolíu,
sem keyptir voru á nýja verðinu
eru þegar komnir til landsins og
fara þeir í sölu í byrjun júlí. Þá
þurfa olíuvörur að hækka á nýjan
leik og fer benzínverðið þá líklega í
tæpar 320 krónur lítrinn og
gasolíuverðið fer líklega í 146—147
krónur lítrinn. Er í benzínverðinu
reiknað með hækkun vegagjalds,
til samræmis við byggingavístölu
sem að öllum líkindum verður
reiknað inni verðið við næstu
hækkanir.
í tillögum olíufélaganna er gert
ráð fyrir ákveðinni upphæð til þess
að jafna skuld olíufélaganna við
innkaupajöfnunarreikning
olíuvara. Skuld olíufélaganna er
nú rúmlega 2000 milljónir króna,
sem bankakerfið hefur fjár-
magnað, en olíufélögin greiða vexti
af upphæðinni.
Saltfiskur fyrir
um sex milljarða
kr. til Portúgals
SAMIÐ hefur verið um sölu á 10
þúsund lestum af saltfiski til
Portúgals og má ætla að söluverð-
mætið nemi um 6 milljörðum
króna. Með þessum samningi
hefur allur saltfiskur, sem fram-
leiddur var á vetrarvertfð verið
seldur, samtals um 27 þúsund
tonn. Morgunblaðið bar þessa
frétt undir Friðrik Pálsson fram-
kvæmdastjóra SÍF í gær, en hann
varðist allra frétta og sagði að
fjallað yrði um sölumál og eins
um þau vandamáL sem upp hafa
komið vegna tafa á afskipunum á
aðalfundi SÍF á morgun.