Morgunblaðið - 15.06.1979, Síða 4

Morgunblaðið - 15.06.1979, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Bílaleiga Á.G. Tangarhöfða 8—12 Ár- túnshöfða. Símar 85504 og 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. alglVsin(;asími\n ER: 22480 Kalt vor í Breiðuvík- urhreppi Breiðavfkurhreppur, 10. júnl. TÍÐARFAR. — Voriö hefur veriö mjög kalt hér eins og um allt land. Skömmu fyrir mánaðamótin maí— júní fór að hlýna og hefur ekki komið frostnótt síðan 28. maí. Síðan hefur verið mjög góð grassprettutíð það sem af er júní og hefur gróðri farið mjög ört fram. Bændur eru almennt að sleppa sauðfé um þessar mundir. Sauðburður. — Það má segja að sauöburður hafi gengið sæmilega hér í sveit, en meira hefur borið á kvillum í unglömbum og ám en undanfarin ár, og má að sjálfsögðu kenna það harðindunum að ein- hverju leyti, og mjög löngum inni- stöðutíma sauðfjár. Vanhöld á lömb- um og ám hafa orðið með meira móti. Hey entust hjá bændum, að ör- fáum undanteknum sem fengu hey hjá nágrönnum. Lyfjakostnaður hef- ur verið með meira móti hjá bænd- um í vor. Valdimar Brynjólfsson, dýralæknir í Stykkishólmi, sem þjónar okkur, hefur gætt þess vel að hafa næg lyf og hefur það bjargað miklu. Þá hafa bændur farið til hans með ær, sem ekki hafa getað borið, og hefur Valdimar gert á þeim keisaraskurð, og náð lömbunum þannig. Þessar aðgerðir hefur hann framkvæmt í bílskúr heima hjá sér við miður góðar aðstæður, en von- andi stendur það til bóta. Valdimar er mikill dýralæknir, mjög sam- vískusamur og duglegur í starfi. Aflabrögð. — Afli hefur verið sæmilegur hjá þeim bátum, sem róið hafa, en sumir hættu róðrum þegar sauðburður byrjaði snemma í maí og hafa ekki róið síðan, en væntanlega munu þeir hefja róðra aftur þegar vorannir minnka. FGL Iréttaritari. Prúðuleikararnir verða á skjánum í kvöld að venju og skemmta áhorfendum með glensi og gamanyrðum, eins og þeim einum er lagið. Þeir taka á móti gestum sem fyrr og gestur þeirra í þessum þætti verður leikkonan Marisa Berenson. Sjónvarp kl. 21.05: „Verðstöðvun” Þriðji þáttur sjónvarps- ins um verðlagsmál. verð- ur á dagskrá í kvöld kl. 21.05. í þættinum verður fjallað um hugtakið verðstöðvun, þýðingu þess nú og hvernig þetta hug- tak hefur misst merkingu sína í hugum margra. Rætt verður um fram- kvæmd verðstöðvunar al- mennt og hvernig hún hefur verið framkvæmd hér á landi. Talað verður við Eirík Ásgeirsson for- stjóra Strætisvagna Reykjavíkur í þessu sam- bandi og kannað hvernig fá megi ýmsar hækkanir á verðlagi þrátt fyrir að í gildi sé verðstöðvun í landinu, en sem kunnugt er hafa strætisvagnarnir fengið hækkun á far- gjaldi. Einnig verður spjallað við fólk á förnum vegi um þessi mál og fengnar skýringar þess á hugtakinu verðstöðvun. Umsjónarmaður þátt- Þráinn Eggertsson hagfræðingur arins er Sigrún Stefáns- dóttir fréttamaður en henni til aðstoðar er Hall- dór Reynisson blaðamað- ur. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra Útvarp kl. 20.00: ,Púkk’ Þátturinn Púkk verður á dagskrá útvarpsins í kvöld og hefst hann kl. 20.00. Að sögn Sigrúnar Valbergs- dóttur, annars stjórnenda þáttarins, verður hann settur saman úr blönduðu efni, tónlist og töluðu máli. í þættinum verður kynnt hljómsveitin Freddy and the Fighters, en hún er eins og margar aðrar hljóm- sveitir gaf út plötu á síð- asta ári. Plata þessi verður kynnt útvarpshlustendum, leikin verða af henni lög og reynt verður að gefa sýn- ishorn af því sem hljóm- sveitin er að vinna við um þessar mundir. í þessu sambandi verður rætt við Björn Valdimarsson hjá Fálkanum og reynt að fá hjá honum upplýsingar um söluhæstu og jafnframt sölulægstu plötu ársins. Plata hljómsveitarinnar Freddy and the Fighters lá nefnilega undir grun um að vera sú sölulægsta. Hins vegar reyndist ekki unnt að fá upplýsingar um þetta, menn voru ófáanlegir að upplýsa það atriði, hvaða plata hefði reynst sú sölu- lægsta. Næst mun reynt að gefa sýnishorn af því hvers kon- ar tónlist unga fólkið hlust- ar á. Síðan verður lesin upp saga sem þættinum barst og ku hún vera hugverk einhvers hlustanda þáttar- ins. Eins og menn rekur ef til vill minni til óska stjórnendur þáttarins eftir því að hlustendur hans sendi efni í þáttinn og kemur þar næstum því allt til greina. Þess má geta að tónlist sú sem leikin er í þættinum er valin af einum hlustandanum og er það eindregin ósk stjórnenda að hlustendur sendi þættinum tillögur sínar og ábending- ar um tónlist og efnisval. Úlvarp Reykjavík FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.,20 Bæn. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tónleikar. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson lýk- ur við að lesa ævintýri sitt „Höllin bak við hamrana“ (5). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn- ir. Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar: Sinfóníuhljómsveitin í Málm- ey leikur þætti úr „Hnotu- brjótnum“ eftir Tsjaíkovský; Janos Fiirst stj. /Daniel Bar- enboim og Nyja fflharmon- íusveitin í Lundúnum leika Píanókonsert í B-dúr nr. 2 op. 19 eftir Beethoven; Otto Klemperer stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIÐDEGIÐ 14.30 Miðdegistónleikar. Fflharmoníusveit Lundúna leikur „Vespurnar“, forleik eftir Vaghan Williams; Sir Adrian Boult stj. / Willi Hartmann syngur þætti úr „Einu sinni var“ eftir Lange-Muller með kór og hljómsveit Konunglegu óper- unnar í Kaupmannahöfn; Johan Hye-Knudsen stjórnar. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jónsdóttir kynnir. 17.20 Litli barnatíminn Sigríður Eyþórsdóttir sér um tímann, sem helgaður verður lýðveldisdeginum 17. iúní. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.40 Barokkvintett Kammer- sveitar Reykjavíkur leikur í útverpssal tvö tónverk eftir Georg Philipp Telemann. a. Kvartett í F-dúr. b. Konsert í a-moll. 20.00 Púkk Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson sjá um unglingaþátt. 20.40 Elska allir kaupakonur. Þáttur um sveitarómantík í umsjón Ernu Indriðadóttur og Valdísar Óskarsdóttur. 21.10 Frá tónleikum Nieder- áchsischer Singkreis í Há- teigskirkju. Stjórnandi: Willi Trader. a. „Hear My Prayer, oh Lord“ og „Lord, How Wilt Thou Be Angry?“, lög eftir Henry Purcell. b. „Jesus, meini Freude", mótetta fyrir fimm-radda kór eftir Johann Sebastian Bach. 21.40 A förnum vegi í Rangár- þingi Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri talar öðru sinni við Guðlaug Bjarnason á Giljum í Hvolhreppi. 22.05 Kvöldsagan: „Gróðaveg- urinn“ eftir Sigurð Róberts- son Gunnar Valdimarsson les (25). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk Létt spjall Jónasar Jónasson- ar og lög á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. ■m FÖSTUDAGUR 15. júní 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Prúðu leikararnir Gestur í þessum þætti er leikkonan Marisa Berenson. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Græddur var geymdur eyrir í landinu er í gildi verð- stöðvun. í þriðja þætti Sjónvarpsins um verðlágsmál verður • fjallað um gildi verðstöðv- unar og framkvæmd henn- ar. Meðal annarra verður rætt við Svavar Gestsson viðskiptaráðherra og Þráin Eggertsson hagfræðing. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 21.20 Rannsóknardómarinn Franskur sakamálamynda- flokkur. Fjórði þáttur. Eldsvoði Þýðandi Ragna Raghars. 22.55 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.