Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
5
■ ■■
Í w
1 J
■
I 11
Hópferð til Noregs á
vegum Sjálfsbjargar
SJÁLFSBJÖRG, landssamband
fatlaðra, efnir til hópferðar í
leiguflugi með Flugleiðum á sum-
arvökuna í Harstad í Norð-
ur-Noregi, dagana 15,—24. júní
n.k.
Fjórðungssamband fatlaðra í
Norður-Noregi skipuleggur dvölina
í Noregi en í undirbúningsnefnd
fyrir ferðina eiga sæti: Theodór A.
Jónsson, Trausti Sigurðsson og
Friðrik Ársæll Magnússon. Farar-
stjórar verða Magnús Ólafsson
sjúkraþjálfari og Guðmundur Guð-
laugsson verkfræðingur.
I Harstad verður gist i mennta-
skólanum. Þar verða haldnar
kvöldvökur með heimafengnu efni
og listamenn sumarvökunnar koma
í heimsókn. Þá eru margs konar
leiktæki á staðnum og hægt er að
fara á hestbak, aka í hestvagni og
radíoamatörar hafa aðgang að
talstöðvum. Einnig er fyrirhugað
að fara í miðnætursólarferð, fjalla-
ferð og ferð til Bjarkeyjar. Þátt-
tökugjald er 102.600 kr.
Með þeirri flugvél sem flytur
Sjálfsbjargarfélagana til
Norður-Noregs kemur 126 manna
hópur frá samtökum fatlaðra í
Norður-Noregi. Sjálfsbjörg, lands-
samband fatlaðra, sér um allan
undirbúning og skipuleggur dvöl
hópsins hér á landi. Hópurinn mun
fara ' í kynnis- og skoðunarferðir
um Suðurland, Reykjanes, Reykja-
vík og nágrenni. Forseti íslands hr.
Kristján Eldjárn mun hafa mót-
töku fyrir hópinn að Bessastöðum.
I undirbúningsnefnd fyrir móttöku
Norðmannanna eiga sæti: Sigurður
Magnússon, Steinunn Finnboga-
dóttir og Vikar Davíðsson.
Andóf’79
afhenti
verkfalls-
sjóði BSRB
peningagjöf
ANDÓF 79 afhenti í gær
verkfallssjóði BSRB rösk-
lega 105 þúsund krónur að
gjöf.
Þórunn Magnúsdóttir
kennari, Guðmundur
Pétursson starfsmaður
Fiskifélagsins og Helga
Gunnarsdóttir félagsráð-
gjafi afhentu þessa upphæð
á þingi BSRB á Hótel Sögu.
Flutti Þórunn stutt ávarp í
tilefni þessa. Upphæðin er
afgangur af merkjasölu og
gjöfum er Andófi bárust í
tilefni af baráttu þess. Var
þá búið að greiða kostnað af
húsnæði, síma, bensíni og
önnur gjöld vegna baráttu
Andófs í atkvæðagreiðslu
um samninga við ríkis-
stjórnina.
Um leið og Andóf afhenti
þessa upphæð báðu forráða-
menn samtakanna um
kveðju til þeirra, sem
styrktu samtökin í barátt-
unni, sem annars hafi verið
unnin í sjálfboðavinnu.
Skólahljómsveit Mosfellssveitar.
abyrgst aö þu
sért vel klæddur
í fötum frá okkur
' j -7 ■ / *
a 17. juni.
abyrgst veöriö
' -4 "7 ■ ' '
a 17. jum
Blómasala til styrktar skóla-
hljómsveit Mosfellssveitar
SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfells- hátíðahöldin 1. maí á Akranesi við stjórar eru nú sem fyrr, bræðurnir
sveitar áformar að halda í hljóm- góðar undirtektir. Hljómsveitar- Birgir og Lárus Sveinssynir.
leikaför til Norðurlanda næsta
vor. í fjáröflunarskyni efnir ný-
stofnað foreldrafélag hljómsveit-
arinnar til blómasölu nú um
helgina í Mosfellssveit.
Mun hljómlistafólkið sjálft
banka upp á að kvöldi föstudágs-
ins 15. júní kl. 20 til 22 með fallega
blómvendi og er það von aðstand-
enda, að það fái góðar móttökur
hjá sveitungum. Síðan að morgni
laugardagsins 16, júní verður selt
á verslunarsvæðinu við Vestur-
landsveg milli Kaupfélagsins og
Kjörvals, og mun lúðrasveitin
leika þar á meðan á blómasölu
stendur ef veður leyfir frá kl. 11 til
12 undir stjórn Lárusar Sveins-
sonar.
Á aðalfundi Kaupfélags Kjalar-
nessþings, er var haldinn 11. þ.m.
var ákveðið að styrkja hljómsveit-
ina með 200 þúsund króna fram-
lagi og er það hér með sérstaklega
þakkað.
Mikið og blómlegt starf hefur
verið hjá hljómsveitinni undan-
farin ár og hefur hún leikið víða
um land og nú síðast á Sjómanna-
daginn fyrir Sandgerðinga og við