Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979
Minning:
Jóhann Karlsson fyrv.
stórkaupmaður
Fæddur 16. nóvember 1903.
Dáinn 4. júní 1979.
Þegar ég frétti lát Jóhanns
Karlssonar, stórkaupmanns, rifj-
uðust upp fyrir mér kynni mín af
honum frá samstarfsárum okkar
við heildverzlun Jóhanns Karls-
sonar & Co., en þar starfaði ég um
nokkurra ára skeið, undir hans
stjórn.
Kynna minna og samstarfs við
Jóhann heitinn minnist ég ávallt
með ánægju og hjá honum lærði
ég margt til starfa, sem kom mér
til góðra nota síðar, er ég sjálfur
hóf starf í sömu atvinnugrein.
Jóhann Karlsson var hrein-
skiptinn í öllum viðskiptum við
sitt starfsfólk, sagði því hreint út,
ef honum mislíkaði og á sama hátt
lét hann það njóta sannmælis
þegar honum þótti vel gert. Allir
sem kynntust Jóhanni heitnum
fundu að hann var skapheitur
rnaður, þótt hann oftast hefði þar
fulla stjórn, en ef að útaf bar var
hann fyrstur manna til að rétta
fram sáttarhönd, en slíkt skap-
ferli fylgir jafnan dugnaðar og
áhugamönnum. Á þeim árum sem
Jóhann rak verksmiðjuna Magna
hf. hafði hann margt starfsfólk.
Hann gerði sér far um að sýna
starfsfólki sínu velvilja og hvatti
þá einstaklinga, sem hann taldi
efnilega verzlunarmenn, til að
byrja á eigin spýtur. Hafa ýmsir
af fyrrverandi starfsmönnum
Jóhanns reynst vel liðtækir í
verzlunarstétt. Jóhann var þannig
gerður, eins og fyrr er greint, að
hann vildi vera hreinskiptinn í
öllum viðskiptum og vildi gera
rétt og á engan halla og aldrei
kom fram í orðræðu hans baktal á
einn né annan.
Við rekstur og stjórn iðnaðar-
verksmiðjunnar Magna hf. sýndi
Jóhann ýmsa hugkvæmni við
framleiðslu nýrra gerða iðnaðar-
vara, sem ekki höfðu áður verið
framleiddar hér á landi og þar
kom fram dugnaður hans og fram-
sýni.
Hin síðari ár hefur Jóhann
heitinn ekki gengið heill til skóg-
ar, en alla tíð hefur sambandið á
milli okkar haldist. Kom hann oft
í mitt fyrirtæki og spurði þá
gjarnan um það hvernig fyrirtæki
mínu vegnaði. Hann sýndi mér
vinsemd og drenglund frá fyrstu
kynnum.
Um leið og ég þakka Jóhanni
heitnum góð kynni um áratuga
skeið óska ég honum velfarnaðar
yfir móðuna miklu.
Sendi börnum hans, barnabörn-
um og systkinum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bjarni Þ. Halldórsson.
Með trega í hjarta kveðjum við
föður okkar, en með huggun í
huga, þvi loks hefur hann hlotið
langþráða hvíld, eftir hart og
erfitt stríð. Hann æðraðist aldrei
né æpti, þótt kvalinn væri og
vondsleg veraldar lukkan hefði
snúið baki við honum. Megi hinn
óbilandi kjarkur hans og dugnað-
ur til hinstu stundar varða okkur
veginn sem framundan er.
Hann krafðist mikils af öðrum,
en þó af engum meir en sjálfum
sér. Tilfinningar sínar bar hann
ekki á torg.
Ekki var föður okkar ávallt
tamt að fara hina troðnu stigu, og
ekki síst þess vegna mun minning-
in um hann lifa hjá okkur. Látum
okkur áminningu Bjarna Thor-
oddsens, í kvæði um Odd Hjalta-
lín, því brenna í muna:
„En þú, sem undan
ævistraumi
ílýtur sofandi
aÖ feigðarósi,
lastaöu ei laxinn,
sem leitar á móti
straumi sterklega
og stiklar fossa.**
SVAR M/TT
EFTIR BILLY GRAHAM
I>að er mikil spcnna á mér eins og mörgu öðru fólki. Mig
langar til að sigrast á þessu, en hvcrnig á eg að fara að
þvf?
Spenna er ekki alltaf af hinu illa. Eg er alltaf
nokkuð spenntur, áður en eg predika.
Sumir eru rólegir eins og kýr á beit, þegar þeir ættu
að vera órólegir út af ástandinu í kringum þá.
Hin rétta spenna er aðferö náttúrunnar til að láta
okkur vita, að eitthvað sé að eða við eigum að búa
okkur undir það, sem í vændum kann að vera.
Slanga hringar sig og verður spennt, ef hætta er á
ferðum. Broddgöltur ýfist, ef óvinur nálgast. Reynið
að gera yður grein fyrir orsökinni, er þér verðið
spenntur. Þó að ástæöan sé oftast hávaði, hraði og ys
og þys tímanna, getur hún stundum verið tákn þess,
að eitthvað sé að hið innra.
A andlega sviðinu getur þetta háð okkur, vegna
þess að eitthvað hefur farið úrskeiðís í fylgsnum
hjartans. Við erum fædd þannig, að þaö er togazt á
um okkur. Páll talar um, að hann vilji hið góða, en
geri hið illa, sem hann vilji ekki.
Nýja testamentið, segir, að það sé einn af ávöxtum
þess að trúa á Krist, að við losnum við þessa innri
streitu. Jesús sagði við spennta lærisveina sína:
„Minn frið gef eg yður.“
Þegar hann steig upp til himins, arfleiddi hann þá
ekki að veraldlegu konungsríki, eins og þeir höfðu
einu sinni vonað. Hann lét þeim ekki heldur eftir
auðæfi. En hann ánafnaði þeim frið sinn.
Á degi mikillar togstreitu og kvíða þörfnumst við
friðarins, sem hann einn getur veitt.
En stundum stafa innri átök af sálrænum ástæðum.
Þér ættuð að ganga úr skugga um, hvort ekki sé allt
með felldu í því efni.
Faðir okkar trúði á æðra tilveru-
stig og áframhaldandi þroska sál-
arinnar. Því, gjör þú Guð, þá trú
hans nú að veruleika.
Fari faðir okkar heill. Hugaður
var hann til hinstu stundar.
Við færum okkar innilegustu
þakkir starfsfólki Hvítabands og
Heilsuverndarstöðvar, og Karli
Strand, yfirlækni, fyrir ómetan-
lega umönnun. Og síðast en ekki
síst Herði Guðbrandssyni, sem
reyndist honum hinn sanni trúi
vinur í meðlæti jafnt sem mótlæti
alla tíð.
Dætur og sonur.
Jóhann Karlsson, fyrrum stór-
kaupmaður og iðnrekandi, lést á
sjúkradeild Heilsuverndarstöðv-
arinnar þann 4. þ.m., eftir lang-
varandi vist á sjúkrahúsum.
Hann var .fæddur að Draflastöð-
um í Fnjóskadal 16. 11. 1903, og
ólst upp þar í stórum systkina-
hópi. Foreldrar hans voru Karl
Sigurðsson bóndi á Draflastöðum
og kona hans Dómhildur Jóhanns-
dóttir.
Um tvítugt fór Jóhann að heim-
an og starfaði við verslunina París
á Akureyri um tveggja ára skeið.
Hann gekk síðar í Samvinnuskól-
ann, og lauk þar brottfararprófi
árið 1926. Eftir það rak hann
alllengi verslun hér í bæ undir
nafninu Merkisteinn, og muna
margir eldri Reykvíkingar eftir
þeirri verslun við Vesturgötuna.
Árið 1937 stofnsetti hann heild-
sölufyrirtæki sitt, Jóh. Karlsson &
Co., sem var all umsvifamikið
fyrirtæki á sínum tíma. Nokkru
síðar stofnaði hann hlutafélagið
Magna, sem framleiddi ýmiss
konar fatnað, svefnpoka, tjöld og
ýmsar aðrar vörur. Únnu um tíma
að ég hygg allt að 40 manns við
fyrirtæki Jóhanns. Fyrirtækin
bæði rak hann hér í Reykjavík
lengst af en fluttist síðar til
Hveragerðis með fyrirtæki sín.
Þegar heilsan tók að bila fyrir
nokkrum árum fluttist hann aftur
til Reykjavíkur og var eftir það
lengst af á sjúkrahúsum hér.
Þetta er í stuttu máli æfisaga
Jóhanns eða öllu heldur starfs-
saga hans.
Jóhanni kynntist undirritaður
fyrst sumarið 1926, en það sumar
var hann kaupamaður hjá Birni
Líndal, bónda og alþingismanni að
Svalbarði við Eyjafjörð. Þetta var
stórbú og margt vinnufólk þar á
meðal landsþekktir kraftajötnar,
en enginn var þar sem komst í
hálfkvisti við Jóhann hvað snerti
dugnað og elju. Eftir það sumar
skildu leiðir okkar um hríð, en
lágu saman aftur er hann giftist
systur minni, Unni, árið 1929, og
héldust kynni okkar að sjálfsögðu
eftir það óslitið til dauðadags
hans. Börn þeirra hjóna eru:
Hjördís, Ólöf Dómhildur, Guðrún
og Karl Eggert, sem öll eru búsett
í Reykjavík. Konu sína missti
Jóhann árið 1965. Jóhann Karls-
son var mikill skapmaður og eins
og áður segir dugnaðar- og elju-
maður svo af bar. Hann var
kröfuharður við starfsfólk sitt, en
þó ávallt kröfuharðastur við sjálf-
Minning:
Kristrún Kristjáns-
dóttir Þórisstöðum
í dag er til grafar borin að
Mosfelli í Grímsnesi Kristrún
Kristjánsdóttir húsfreyja að
Þórisstöðum í sömu sveit. Hún
andaðist á Landspítalnum aðfara-
nótt 10. júní eftir stranga sjúk-
dómslegu.
Hún var fædd að Bollastöðum í
Hraungerðishreppi 29. maí 1901,
foreldrar hennar voru Kristján
Þorvaldsson, póstur, og kona hans,
Guðrún Gísladóttir. Börn þeirra
hjóna voru fjórtán og eru nú
aðeins þrjú eftir á lífi.
Þegar hún var tveggja ára var
hún tekin í fóstur að Oddgeirs-
hóla-Austurkoti til Hróbjarts
Jónssonar og Elínar konu hns. Hjá
þeim var hún til 1911 að hún fór
til Ingibjargar fóstursystur sinnar
og eiginmanns hennar, Guðmund-
ar Guðjónssonar, bónda í Reykja-
nesi í Grímsnesi.
Tvítug að aldri giftist Kristrún
Ingvari Þorkelssyni (f. 14.6. 1893)
frá Þórisstöðum og hófu þau
búskap að Minna-Mosfelli. Þar
bjuggu þau til vorsins 1928. Um
sumarið voru þau í kaupavinnu í
sveitinni, næsta vetur í Reykjavík
og 1 ár á Gunnarshólma.
Vorið 1930 komu þau að Mosfelli
til starfa á prestssetrinu. 1935
tóku þau við búinu og bjuggu þar
næstu 10 árin eða þar til þau
keyptu Litlu-Hlíð við Reykjavík. í
Litlu-Hlíð bjuggu þau sveitabúi til
ársins 1955, en það ár festu þau
kaup á föðurleifð Ingvars, Þóris-
stöðunum, og hafa átt þar heima
síðan.
Stórt fjós byggðu þau og lítið
íbúðarhús til bráðabirgða. Seinna
komu þau sér upp rúmgóðu og
vönduðu húsi og bjuggu þar við
reisn síðustu árin. Búskap hættu
þau fyrir fáum árum og seldu þá
bróðursyni Kristrúnar jörðina.
Kynni mín af Kristrúnu hófust
1938, þegar ég réðst starfsstúlka
til prestshjónanna að Mosfelli.
Eg hafði mikið saman við Krist-
rúnu að sælda þessa fjóra vetur,
sem ég dvaldi á prestssetrinu, því
margt var sameiginlegt. Miðstöð
þurfti ég að kynda í eldhúsi
hennar og gegnum eldhúsið
hennar þurfti ég að ganga til að
komast í sameiginlegt búr. Ekki
hef ég, unglingurinn, alltaf verið
tillitssöm, en öllu var tekið með
brosi á vör, því glaðværð ein-
kenndi hana öðru fremur.
Það sem mér er minnisstæðast
frá þessum árum er hjálpsemi
hennar og góðvild, hún skildi bæði
unga og aldna, menn og málleys-
ingja. Ekki var talið eftir sér að
leyfa ungu fólki að taka sporið á
eldhúsgólfinu á kvöldin og hafa
afnot af grammifóninum, sem
stóð innan við dyrnar á litlu
stofunni. í þessum samkvæmum
var Kristrún hrókur alls fagnaðar.
Fagra söngrödd hafði Kristrún og
söng í kirkjunni við messur og
hátíðleg tækifæri, einnig við hús-
lestra á vetrarkvöldum.
an sig. Á æviferli sínum komst
hann oftlega í margan vanda af
ýmsum ástæðum, en hann harðn-
aði við hverja raun og lét aldrei
bugast.
Þegar mér verður litið yfir ævi
Jóhanns Karlssonar finnst mér að
hann hafi alls ekki lent á réttri
hillu í lífinu. Jóhann var að
upplagi bóndi, og hefði orðið
mikill búhöldur, hvar sem hann
hefði sest að.
Ég vil þakka Jóhanni að skiln-
aði liðnar stundir, bæði gleði-
stundir svo og þær sem erfiðari
voru, þakka óbilandi tryggð hans,
greiðasemi og velvilja.
Börnum hans og barnabörnum,
svo og öðrum ástvinum hans sendi
ég samúðarkveðjur.
Jóhann verður jarðsettur föstu-
daginn 15. júní og fer athöfnin
fram í Fossvogskapellunni kl. 1.30.
Ægir Ólafsson.
Andlát Jóhanns Karlssonar,
stórkaupmanns kom mér ekki á
óvart.
Hann hafði um langt árabil átt
við vanheilsu að stríða. Kynni mín
af Jóhanni voru mjög náin.
Drengur góður og vinur vina
sinna.
Ég réði mig sem sölumann hjá
Jóhanni, við fyrirtæki hans
Magna h.f. í Hveragerði, og fékk
þar fyrstu reynslu mína í því
starfi. Ég vann óslitið hjá honum í
10 ár.
Jóhann var framúrskarandi
duglegur og atorkusamur for-
stjóri. Við áttum margar ánægju-
stundir. Við tafl og skemmilegar
samræður um heima og geima, því
Jóhann var maður skrafhreifinn,
fjölhæfur og hrókur alls fagnaðar.
Þetta eru aðeins fátækleg orð
sem lýsa því hversu mikla virð-
ingu ég bar fyrir Jóhanni Karls-
syni.
Lifðu heill í öðru lífi, kæri
vinur.
Hörður Guðbrandsson.
Kristrún hafði læknishendur,
sem bæði menn og málleysingjar
nutu góðs af. Ekki er mér kunnugt
um, að hún hafi kynnt sér sjúkra-
þjálfun, en oft var hún fengin til
að fara höndum um gigtveika, sem
fullyrtu seinna að þeir ættu henni
bata sinn að þakka.
Stjórnsöm húsmóðir var hún, og
fallegu blómin hennar og fjöl-
breytt handavinna lýsa ferðuar-
smekk hennar.
Hjónaband þeirra Kristrúnar
og Ingvars var með fágætum. Hún
stóð sem bjarg við hlið hans í
öllum störfum. Börn eignuðust
þau ekki, en eina fósturdóttur áttu
þau, sem hefur verið þeim stoð og
stytta í ellinni og litlu börnin
hennar hafa stráð sólargeislum á
veginn. Eftir að veikindi Kristrún-
ar ágerðust flutti fósturdóttirin til
þeirra með fjölskyldu sína og
hjúkraði Kristrúnu heima eins
lengi og hægt var.
Að lokum þakka ég Kristrúnu
löng og góð kynni. Fyrst á
unglingsárum mínum á Mosfelli,
seinna þegar við vorum nágrannar
í Sogamýrinni og síðast ógleyman-
legar móttökur í fallega húsinu
þeirra á Þórisstöðum.
Þegar ég heimsótti þau síðast að
Þórisstöðum, stuttu fyrir jólin,
var sjúkdómurinn kominn á það
hátt stig að hún mátti ekki mæla,
en húsmóðurstörfum gegndi hún
enn af röskleika, fagnaði gestum
og bar fram góðgerðir. Nú kom
það sér vel að hafa ávaxtað vel
stutta skólagöngu, því nú var
dregið fram blað og penni og
skrifað hratt og skýrt til að rifja
upp endurminningar úr Sogamýr-
inni. Og svo var hlegið — svona
var hún.
Enda þótt síðasta sjúkrahús-
dvölin væri erfið, hafði hún skýra
hugsun fram á síðasta dag og
skrifaði skilmerkilega það sem
hún vildi koma á framfæri. Á
þann hátt gekk hún frá einu og
öðru, sem hún vildi hafa á hreinu,
þegar hún væri öll.
Ég sendi svo Ingvari, Sigurdísi
og fjölskyldu hennar svo og öðrum
ástvinum Kristrúnar mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Imba.