Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
29
mennirnir, einir allra þjóöa,
reyndu að bjarga Suður-Víetnam
og máttu gefast upp með smán því
öll heimspressan tók undir Víet-
namsnefndasönginn sem var svo
hávær að í hinni hlutlausu Svíþjóð
gekk utanríkisráðherrann sig upp
að hnjám fyrir Ho-Sjé-Min
frænda, eins og hann var kallaður
þar í landi.
Lífskjör Suður-Víetnama nú eru
þannig að helstu tekjulind stjórn-
valda er að selja þeim sem fyrir
farinu eiga, leyfi til að fara úr
landi. Fólkið fer út á hið ólagandi
haf á hriplekum döllum, sem
hvergi fengju hafferðaskírteini, í
þeirri veiku von að komast í
eitthvað kapítalístísk land eða
drukkna ella. Heyrir nú enginn úr
herbúðum Víetnamanefndanna og
Friðar- og menningarsamtökum
kvenna, örvæntingaróp þessara
veslinga þegar þeir ná hvergi
landi? Hvar eru nú meðaumkunin
og hjartagæskan sem þjáði þetta
fólk á meðan Suður-Víetnamar
stóðu undir vopnum?
Húsmóðir.
• Skyldara
en margir
taka eftir
Þeir Hinrik Frehen, biskup og
Ingvar Agnarsson, leikmaður,
skrifuðu báðir í Morgunblaðið í
dag (13. júní), og er efni greinanna-
skyldara en margir taka eftir
strax. Þó að annar standi á grunni
vísindanna en hinn á grunni trú-
arinnar finnst mér þeir ættu að
geta verið sammála um það, sem
er aðalatriðið hjá báðum, nefni-
lega þetta samband milli lifandi
vera sem annar kallar heilagan
anda, en hinn kennir við fyrir-
burðafræði og þá krafta. — Lítum
bara á sögu Páls Postula. Þegar
skip hans braut í spón við eyjuna
Melítu (Möltu) töldu eyjaskeggjar
það kraftaverk, að þeir skyldu
allir bjargast úr þeim sjávar-
háska. En þegar naðran beit St.
Pál við eldinn, töldu þeir víst að
hann væri illgerðamaður, úr því
að refsinornin sendi honum slíka
sendingu eftir hina dásamlegu
björgun. En nú varð Páli ekki
meint af bitinu, og hverju skyldi
hann hafa þakkað það? Áreiðan-
lega heilögum anda, eftir því sem
finna má í ritum hans. Heilagur
andi hafði sagt honum, að hann
myndi komast til Rómar. Páll var
viss um að hann kæmist þangað,
og þess vegna beit eitrið ekki á
hann.
Það eru meðal annars svona
atvik og svona fyrirbæri, sem eru
viðfangsefni fyrirburðafræðinnar.
Myndu herra Hinrik Frehen,
biskup, og hr. Ingvar Agnarsson
vilja láta í ljós álit sitt á þessum
atriðum? Valnastakkur.
Þessir hringdu . . .
• Þakkir fyrir
sannleikann
Ranki hefur sent Velvakanda
eftirfarandi bréf:
„Það ætti að sjónvarpa mál-
flutningi próf. Sigurður Líndal
síðastliðinn þriðjudag daglega
næstu vikur svo öll þjóðin kynnist
sannleikanum um ástand okkar
litla þjóðfélags. Hafi hann þökk
fyrir sannan málflutning.
Hérna er svo vísukorn, ætlað
öllum „hálaunakröfu-þrýsti-hóp-
um“ (er það nú orð).
„Brotin stoð í stafni og skut,
stýrisárin farin,
krefur þó um heilan hlut,
hálfdrættinga skarinn."
•„Hvað
hugsið þið“?
íslendingar.
Hvað eruð þið ð hugsa? Á að
sigla þjóðarskútunni í strand og
flýja svo í land? Opnið augun og
það vel. Vitið þið ekki hvað við
búum í dásamlegu landi? (Haldið
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
í spönsku deildarkeppninni í fyrra
kom þessi staða upp í skák þeirra
Bents Larsens, sem hafði hvítt og
átti leik, og Arthurs Pomar.
21. Bxh6! - Dc8 (Ef 21. ... Bxe5
þá 22. Bg5 og ef nú 22.... g6 þá 23.
Bf6! Svartur yrði að reyna 22.
... f6; 23. dxe5 — fxg5, 24. Dh7+ —
Kf8 þó að staða hans sé vonlaus)
22. Rd7! — He6, 23. Bxg7! og
svartur gafst upp.
þið að Albert hefði komið aftur ef
hann héldi að Frakklandi væri
betra?)
Við höfum orku, hitaveitu, raf-
magn og við höfum fiskinn, fugl-
ana, lömbin, nautin, mjólkina og
allt sem henni fylgir, besta vatn í
heiminum, nóg landrými, daglegt
brauð og vel gefið fólk, sérstæða
landlegu og við fáum ekki negra
(því við viljum blandast sem
minnst þeir þola fáir veðurfarið
hér).
Því segi ég það, opnið augun.
Karen Magnúsdóttir,
húsmóðir.
't'f V/A) fóáWtf tiOáá
vfewtl/ 00 OEGM
(40 \im DdfAAiTh Oú L
(YlffMlátTSTA iKfPfllAW
úlí ‘bí Á ÖLi0 Í=)MVW/ V/|
iVR Ami ffO AlTA MfMA
v0WK0« WltfAV WPA
V&mi ?R4 'AtMYL
Fullt hus matar
Nautakjöt
Ví skrokkar UNI 1.538 - m/pökkun og útb.
Nautalæri UNI 1.979 - m/pökkun og útb.
Nautaframpartur UNI 1.150.- m/pökkun og útb.
Skráö verö Okkarverð
Nauta T-bonesteik 2.861- 2.490.-
Nauta Roast-beef 4.770- 3.900.-
Nauta Grill-steik 1.731- 1.540.-
Nauta Bógsteik 1.731- 1.540.-
Nauta buffsteik
Innanlæri, heill vöðvi 5.730- 4.300-
Nautafillet — Mörbráö 6.169- 5.304.-
Nautagullasch 4.407- 3.820.-
Nautahakk 1. gæöafl 2.820- 2.280.-
Nautahakk 10 kíló 2.820 - kg. 1.980 - kg
Nautahakk 5 kíló 2.820 - kg. 2.080.- kg
Folaldabuff í heilum vööva 2.900.-
Folaldagullasch 2.790.-
Folaldafillet 2.970.-
Folaldahakk 900.-
Reykt folaldakjöt 1.150.-
Valið saltaö folaldakjöt 990.-
Lambasnitchel 2.970.-
Kálfasnitschel 2.970.-
Svínasnitchel 4.350.-
Ath: Allt lambakjöt á gamla verðinu.
Sýnishorn á verðmismun:
Almennt verö Okkar verö
1/1 skrokkar .... 1.204-kr.kg 917.-
Læri .... 1.509-kr.kg 1.256-
Hryggir .... 1.509-kr.kg 1.256.-
Kótelettur .... 1.673 - kr.kg 1.408.-
Lærissneiöar .... 1.886-kr.kg 1.590.-
Saltkjöt .... 1.386-kr.kg 1.147.-
Framhryggur .... 1.765-kr.kg 1.406.-
Súpukjöt Vz frampart .... 1.068-kr.kg 869.-
Lambahakk 1.784.- kr.kg 1.210.-
Ath. Sértilboö London lamb Skráö verö: Okkar verö:
Nýreykt á mög góöu verði: .... 3.790- 2.790.-
Frönsku kartöflurnar 807 kr.pk.
Tilbúnar beint í ofninn.
Smjör Allt smjör á gamla veröinu.
Mismunur á kg. kr. 440,-
Ennþá kjúklingarnir á 1.490.- kg. 10 stk. í kassa.
Nú er hver síðastur aö fá þessi kostaboö.
Ný svartfuglsegg 250.- kr. stk.
Opið til kl. 7 í kvöld.
Ath:
Síðasti laugardagurinn sem opið er í sumar
er á morgun, opið frá ki. 7—12.
Veriö velkomin.
Fagniö lýöveldisdeginum
jjrlnjr meö góöum mat.
Laugalæk 2 s. 36475 — 35020.