Morgunblaðið - 15.06.1979, Side 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JWor0uní>Iaðil>
AliGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JH«r0tinbIa&iÖ
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979
Hviilur 8 á lcid til lands í
gærkvöidi weö hval sem
vciddist um fjögurlcytid í
gær, cn þá höfðu tírcen-
pcaeemenn hindrað veiðar
hátt í sólarhring. Þegar
biaðamenn Mhl. flugu yfir
Ifvai 8 í gærkvöldi sigldu
Grccnpcaccmcnn á hrað-
báti í kjölfar hvalbátsins,
cn Rainbow Warrior hafði
dregizt aftur úr.
Ljósm. Mhl. Emilía
Farmannadeilan:
Ramm-
innyfír-
færdur
í gær
SÁTTAFUNDUR yfir-
manna á farskipum og
viðsemjenda þeirra hófst
klukkan 21 í gærkvöldi.
Þegar Mbl. hafði tal af
Torfa Hjartarsyni sátta-
semjara um klukkan 23.30
var verið að yfirfara
rammann, sem þegar hef-
ur verið samið um. Vildi
Torfi engu spá um það
hvort einhverjar tölur inn
í þennan ramma kæmu
fram í þessari lotu samn-
inganna.
Sáttafundur með undir-
mönnum á farskipum hófst í
gær klukkan 14 og var farið
yfir ýmis atriði, er fulltrúar
útgerðarinnar áttu eftir að
gefa nánari svör um. Eru
það atriði, sem aðilar höfðu
stöðvazt við í yfirferð um
uppkast útgerðanna að
hreyttu kjarasamningskerfi
í fyrradag. Kerfisbreyting-
unni höfnuðu undirmenn í
fyrradag. Þá voru matsvein-
ar einnig á fundi með sátta-
nefnd í gær.
Jón Þorsteinsson, einn
sáttnefndarmanna, sagði í
gær, að aðgerðir sáttanefnd-
ar í deilunni myndu fara
eftir því, hvað aðilar deil-
unnar gerðu sjálfir og vildi
hann engu spá um fram-
vindu mála. Hann kvað allt
geta gerzt í deilunni.
Rússneskt njósnaskip, sömu gerðar og pað sem er undan
Stokksnesi.
Rússneskt njósnaskip
undan Stokksnesi
EITT fullkomnasta njósnaskip var næst landi á miðvikudaginn,
Rússa, Zaporozye, hefur undan- 40 mílur suð-vestur af Stokks-
farna daga verið á sveimi und- nesi.
an Stokksnesi, en þar er varn- í hinu þekkta uppsláttarriti
ariiðið sem kunnugt er með „Jane’s fighting ship“, sem gefið
radarstöð. er út af Herfræðistofnuninni í
London er frá því skýrt að
Bæði varnarliðið og Landhelg- Zaporozye sé eitt 6 slíkra
isgæzlan hafa fylgst með ferðum njósnaskipa, sem Sovétmenn
skipsins, sem er þarna á alþjóð- ráða yfir og eru þessi skip talin
legri siglingaleið. Njósnaskipið fullkomnustu njósnaskip í heimi.
Samkomulag milli Hafskip
og Magnúsar Magnússonar
SAMKOMULAG hefur tekizt milli Hafskips hf. og Magnúsar Magnússonar fyrrverandi stjórnarformanns
félagsins og hefur Hafskip ritað Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf og tilkynnt að sín vegna þurfi ekki að halda
áfram rannsókn á meintu mjsferli Magnúsar hjá Hafskip. Það var Hafskip scm á sínum tíma kærði Magnús
fyrir meint fjármálamisferli. Erla Jónsdóttir deildarstjóri hjá RLR tjáði Mbl. í gær að með hliðsjón af þessu
bréfi væri hún að taka saman greinargerð um stöðu Hafskipsmálsins sem hún myndi senda ríkissaksóknara svo
hann gæti mælt fyrir um framhaldsmeðferð þess, en það væri alfarið í hans valdi að ákveða hvort rannsókninni
yrði hætt eða ekki.
Mbl. sneri sér í gærkvöldi til
Ragnars Kjartanssonar fram-
kvæmdastjóra hjá Hafskip hf. og
spurðist fyrir um þetta samkomulag.
Ragnar svaraði:
„Áður en fyrrverandi stjórn Haf-
skips hf. neyddist í desember s.l. til
að kæra Magnús Magnússon til
Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir
fjármálamisferli höfðu verið gerðar
marg ítrekaðar tilraunir til þess að
leita samninga um fjármálalega
þætti málsins en án árangurs. Lög-
fræðingur félagsins í máli þessu og
lögfræðingur Magnúsar hafa hins
vegar nýverið í umboði beggja aðila
gengið frá samningi um fjárhags-
þætti kærunnar. Samningurinn
tryggir fjárhagslega hagsmuni Haf-
skips hf. Að honum er að auki sá
fengur að þau mál fást nú á hreint í
stað þess að bíða formlegrar af-
greiðslu yfirhlaðins rannsóknar- og
dómsmálakerfis, jafnvel í nokkur ár.
Félagið hefur þar af leiðandi ritað
Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf,
skýrt frá þessum samningi og til-
kynnt að sín vegna þurfi ekki að
halda rannsókninni áfram."
Ragnar vildi ekki tjá sig um
einstaka þætti samkomulagsins en
staðfesti aðspurður að Magnús væri
formlega genginn úr félaginu og
hefði afsalað sér öllum hlutabréfum
sínum til þess. Áður hafði komið
fram að Magnús Magnússon væri
skráður fyrir samtals tæplega 60
milljónum af hlutafé Hafskips hf.
Ekki reyndist unnt að hafa tal af
Magnúsi Magnússyni, þar sem hann
dvelst nú erlendis.
Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra:
Verðum að reyna að halda
aftur af GreenDeacemönn-
um á friðsamlegan hátt
„ÉG TEL að við verðum að reyna
að sigla á ntilli skers og báru og
reyna að halda aftur af þessum
Greenpeace-mönnum á friðsam-
legan hátt,“ sagði Steingrímur
Hermannsson dómsmálaráðherra,
er Mbl. spurði hann í gær, hvort
og þá hvaða fyrirmæli hann hefði
gefið landhelgisgæzlunni viðvíkj-
andi truflunaraðgerðum Grecn-
peace-manna á hvalamiðunum.
„Við erum tilbúnir og til staðar,“
sagði Þröstur Sigtryggsson skip-
herra, er Mbl. spurði um aðgerðir
Landhelgisgæzlunnar í gær. „Við
bíðum eftir fyrirmælum
dómsmálaráðuneytisins og á með-
an gerum við ekki annað en að
flytja þau boð, sem okkur berast,
til ráðuneytisins.“
„Þessir Greenpeace-menn voru
yfirheyrðir af útlendingaeftirlit-
inu, er þeir komu hér inn á
dögunum og það var lögð áherzla á
það við þá, að þeir færu að
siglingalögum og reglum," sagði
Steingrímur Hermannsson. „Eftir
þeim fregnum, sem ég hef af
atburðum gærdagsins og í morgun,
þá virðist sem þeir Greenpeace-
menn hafi nú ekki virt allar reglur
til hins ýtrasta.
Ég legg hins vegar áherzlu á að
við verðum að haga okkar gerðum
þannig, að hvorki verði slys né að
þeir fái tækifæri til að gera veður
út af einhverri hörku af okkar
hálfu.
Landhelgisgæzlan er lögregla á
hafinu, en það starf þarf að
vinna af lipurð undir þessum
kringumstæðum."
Sjá: Ef til eru lög í landi þá
gilda þau líka á sjó. Samtal við
Þröst Sigtryggsson skipherra
bls. 17.