Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 137. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þotu rænt í innanlands- flugi í USA Vietnam- ar inn í Thailand? Chicago, 20. júní. AP. Þotu af gerðinni Boeing 727 var rænt í innanlandsflugi í Bandaríkj- unum í dag. Um borð í vélinni voru 137 farþegar og átta manna áhöfn. Farþegum var sleppt fimm klukku- stundum eftir að þotan lenti í Chicago. Flugfreyjum þotunnar var einnig sleppt en nú eru um borð fjórir úr áhöfninni. Flugræninginn segist hafa sprengju en hann er Serbi. Hann krefst þess að landa hans, sem er í fangelsi og afplánar dóm fyrir sprengjutilræði, verði sleppt lausum og að þeim verði flogið til Perú. Þegar Mbl. fór í prentun var enn verið að semja við flugræningjann. Víetnamskt „bátafólk" bíður örlaga sinna. í Malasíu voru sex bátar dregnir á haf út. en á AP-mynd sjást þeir áður en þeir voru teknir 1 tog. 6 bátar með 585 manns voru dregnir á haf út Kuala Lumpur. 20. júní. AP — Rcuter Bangkok. Thailandi. 20. júní. AP. DAGBLAÐ í Bangkok, „Bangkok World". sagði í dag að þrjúr víet- namskar herdeildir undirbyggju nú innrás í Thailand, sennilega ú fimmtudag (í dag). Herdeildirnar myndu ráðast gegn hermönnum Pol Pots, sem hefðu leitað hælis í Thailandi. Sagði blaðið, að ráðist yrði inn í norðurhéruð Thailands. Blaðið sagði, að víetnömsku her- deildirnar væru vopnaðar sovésk- um skriðdrekum og flugskeytum. Undanfarnar vikur hafa víet- namskar herdeildir barist við her- menn Pol Pots á landamærum Thailands og Kampútseu. Hermenn Pol Pots hafa iðulega farið yfir landamærin til skjóls. Thailand lýsti yfir hlutleysi í stríðinu í Kampútseu en bæði hin nýju stjórnvöld í Phnom Penh og Hanoi hafa ásakað Thailendinga um að standa með stjórn Pol Pots. Managua, 20. júní. AP — Reutcr HERMÖNNUM stjórnar Somoza, einræðishcrra í Nicaragua, hcfur orðið lítið ágengt í sókn sinni á hendur skæruliðum Sandinista í Managua, höfuðborg landsins. Her- lið stjórnarinnar er stutt af skrið- drckum og flugvélum. Mótstaða Lundúnum. 20. júnt. AP. Reuter. „VERIÐ eins lengi og ykkur lyst- ir,“ sagði dómarinn í máli fyrrum leiðtoga Frjálslynda flokksins, Jer- emy Thorpe, þegar kviðdómurinn fór til leynilegs hótels til að kveða upp úrskurð sinn. Kviðdómendur höfðu ekki komist að niðurstöðu seint í kvöld. Þeir eru allir í einangrun. Þegar þeir fóru frá dómshúsinu, Old Bailey, hafði safn- ast þar fyrir mannfjöldi. Réttarhöldin yfir Jeremy Thorpe hafa nú staðið yfir í 28 daga. Hann SKIP frá Malasíu drógu sex báta á haf út með 585 víetnamska flótta- menn innanborðs í dag. Þetta var annar hópur flóttamanna, sem skip frá Malasíu drógu á haf út eftir að stjórnin lýsti því yfir að flóttamönnum yrði komið úr landi. Á sunnudag var skip mcð 450 manns innanborðs dregið á haf út. skæruiiða er mjög hörð og sagt að lík liggi víða um borgina. Skæru- liðar sögðust hafa grandað skrið- dreka stjórnarinnar en það hefur ekki fengist staðfest. Sé svo, þá hefur stjórnarherinn aðeins einn skriðdreka í höfuðborginni. Somoza hefur sent úrvalssveitir er sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða Norman Scott, en Scott heldur því fram að þeir hafi átt kynvillusamband upp úr 1960. Jeremy Thorpe fór ekki í vitnastúk- una sjálfur en lögfræðingur hans bar til baka allar ásakanir um að hafa lagt á ráðin um morð Scott, og eins kynvillusamband þeirra. í ræðu sinni, þá gagnrýndi dómarinn, Sir Joseph Cantley, Norman Scott óvægilega og kallaði hann móður- sjúkan og óheiðarlegan. Eins kallaði hann aðalvitni sækjenda, Peter Bessel, svikahrapp. Talsmenn hersins í Malasíu sögðu, að bátarnir sem voru dregnir á haf út, hefðu komið sfðustu tvo dagana og að fólkið hafi ekki verið frá neinum flóttamannabúðum í Mala- síu. Innanríkisráðherra Malasíu ræddi í dag við indónesíska em- bættismenn um möguleika á að Indónesía leyfði flóttamönnum að sfnar á hendur skæruliðum í Mana- gua en eftir 20 klukkutíma harða bardaga hafði þeim orðið lítt ágengt. Báðir aðilar leggja mikla áherzlu á að ná eins miklu svæði undir sig og mögulegt er vegna fundar OAS, Samtaka Ameríkuríkja í Washing- ton, þar sem reynt verður að koma á vopnahléi. Skæruliðar réðust inn í Nicaragua frá Costa Rica til Rivas sem er um 40 kílómetra inni í landi. Þar hyggjast þeir setja á fót stjórn. Skæruliðar halda Leon, næst- stærstu borg landsins. Kúbumenn ásökuðu Bandaríkja- menn um að hafa á prjónunum innrás í Nicaragua og hvöttu Mið-Ameríkuríki til að koma í veg fyrir slíkt. „Bandarísk íhlutun í Nicaragua mundi skapa nýtt Viet- nam, í hjarta Mið-Ameríku. Sovét- menn sökuðu einnig Bandaríkja- menn um að styðja Somoza til að tryggja hagsmuni sína. „Þjóðin í Nicaragua á að ráða örlögum sínum sjálf,“ sagði Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins. setjast til bráðabirgða að á eyju. Þar var rætt um að koma upp búðum fyrir á milli 200 til 300 þúsund manns. í Malasíu eru nú um 76 þúsund flóttamenn. Belgískt skip bjargaði í dag 60 flóttamönnum á Kínahafi, þeirra á meðal sex mánaða gömlu barni, en bátur þeirra var að sökkva. Belgíska stjórnin tilkynnti í dag, að hún mundi veita fólkinu hæli í Belgíu. Víetnömsk stjórnvöld stöðvuðu í dag grísk skip í Ho Chi Minh borg. Um borð í því voru flóttamenn. Stjórn Malasíu fagnaði þessum aðgerðum Víetnama, og sagði í tilkynningu, að Malasía vonaðist til að Víetnam tæki nú fyrir hinn mikla straum flóttafólks frá land- inu. Jóhannes Páll 2 páfi hélt ræðu á Péturstorgi í dag, þar sem hann hvatti þjóðir heims til að skjóta skjólhúsi yfir flóttafólk frá Víet- nam. „Það sem gert er í dag er ekki nóg,“ sagði páfi. Japönsk sendinefnd sem hefur ferðast um Malasíu hvatti stjórnvöld í Japan til að veita fólki viðtöku. Lulu sagði af sér Kampala. 20 júní. Rcuter. AP. PRÓFESSOR Yusufu Lule, sem varð forseti Úganda eftir fall Idi Amins, sagði af sér embætti í Úganda í dag, aðeins tveimur mán- uðum eftir að hann komst til valda. Síðustu vikurnar hefur verið hörð valdabarátta meðal valdhafa í land- inu. Við forsetaembættinu tók Godfrey Binaisa, 59 ára gamall lögfræðingur. Sagður reynslumeiri og harðari. Frelsishreyfing Uganda sagði að ákveðið hefði verið að Lulu færi frá vegna þess að hann hefði ekki virt lýðræðisreglur. Systkin giftu sig — sökuð um sifjaspell SYSTKIN, sem alist höfðu upp aðskilin giftu sig og nú segjast þau ekki geta skilið. „Þetta var ást við fyrstu sýn," sagði Victoria, 23 ára gömul. „Það er orðið of seint fyrir okkur að skilja. Við reyndum það en við gátum það ekki," sagði David Goddu. 22 ára gamall. Þau voru ættlcidd sitt í hvora áttina. Hjónakornin voru handtekin í siðustu viku eítir að fósturmóðir Victoriu hafði kært þau íyrir sifjaspcll. Hvorugt þeirra hafði búið með foreldrum sínum. „Eg fann Dave í Holyoke fyrir páska. Þegar við hittumst þá fannst okkur við ekki hittast sem systkin. Hvernig er það hægt eftir að hafa verið aðskilin í 23 ár,“ sagði Victoria. Þau búa nú í bíl Davids, þar sem þau eiga í engan stað að venda. „Ég hef verið ákaflega slæm á taugum síðustu vikuna. Þetta er fylkinu að kenna. Hefðum við ekki verið aðskilin í bernsku þá hefði þetta aldrei gerst. Við vorum ættleidd sitt í hvora áttina. Það var fylkið sem stóð fyrir því og skildi okkur að. Fyrir lögunum erum við ekki systkin," sagði Victoria í viðtali við Law- rence Eagle Tribune í Massachus- etts í Bandaríkjunum. Hermönnum Somozas lítið ágengt í Managua Thorpe bídur úr- skuroar kviddóms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.