Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979
3
Ljósm. Mbl. Kristján.
Verður byggt
á Miklatúni?
SÚ HUGMYND hefur skotið upp kollinum að á næstu
árum verði byggt á Miklatúni, áður Klambratúni. Eftir
Því sem Morgunblaðið hefur fregnað munu pær
hugmyndir vera uppi hjá Þróunarstofnun borgarinnar
aö leyfa byggingu húsaraöar á túninu meðfram
Rauðarárstíg, frá Flókagötu að Miklubraut. Ek.ci
náðist í Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumann Þróunar-
stofnunar i gærkvöldi til
hana.
Eins og fram hefur komið
vinnur skipulagsnefnd
borgarinnar nú að endur-
skipulagningu nokkurra
svæöa í borginni. Er
ætlunin að þétta byggðina
með byggö íbúöarhúsnæöis
á þessum svæðum og að
nýta þær lagnir og
þjónustumiöstöðvar, sem
fyrir eru á svæöunum, sem
Séð suður eftir Rauöar-
árstíg í átt að Miklu-
braut.
að bera þessa frétt undir
eru fimm talsins. Þau eru
svæði vestan Álfheima,
svæði við Miklubraut við
hestinn, í framhaldi af
Öskjuhlíðarskóla viö
Hafnarfjarðarveg, efst á
Laugaráshæð viö Vestur-
brún og Austurbrún og
austan Borgarspítala.
Auk þessara fimm
svæða, sem eru til með-
ferðar hjá Skipulagsnefnd
munu fleiri svæði vera í
athugun og þar á meðal
svæðiö við Rauöarárstíg.
Hornafjarð-
arbátur tek-
inn í landhelgi
FLUGVÉL Landhelgisgæzlunn-
ar, TF SYN, stóð vélbátinn Garð-
ey SF, 22 tonn, að meintum
ólöglegum veiðum við Ingólfs-
höfða í gærmorgun. Var báturinn
þá 0,3 sjómílur innan við mörkin.
Réttarhöld stóðu yfir á Höfn í
Hornafirði í gærkvöldi.
35 hvalir
á 10 dögum
ALLS höfðu veiðst 35 hvalir síð-
degis í gær er Morgunblaðið hafði
samband við Hvalstöðina í Hval-
firði, 32 langreyðar og 3 búrhvalir.
Veiði hefur verið ágæt, en hval-
bátarnir 4 héldu ekki út fyrr en 10.
júní síðastliðinn. í fyrra byrjuðu
veiðarnar 28. maí og 20. júní hafði
veiðst 71 hvalur, en þoka og
leiðindaveður setti þá strik í
reikninginn.
Einnig
stórkostlegt
úrval af alls konar
sport fatnaöi.
Veriö velkomin.
Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 28155.
Sveit
unglinga
valin
FYRSTA heimsmeistara-
keppni unglingasveita í
skák fer fram í Viborg í
Danmörku í október n.k.
Fjölmargar þjóðir hafa til-
kynnt þátttöku og er ísland
í þeim hópi. Þátttökurétt
hafa piltar sem fæddir eru 1.
febrúar 1963 og síðar.
Islenzka sveitin hefur ver-
ið valin og skipa hana þeir
Jóhann Hjartarson, Jóhann-
es Gísli Jónsson, Elvar
Guðmundsson, Karl Þor-
steins og Björgvin Jónsson.
Björgvin er úr Njarðvíkum
en hinir fjórir piltarnir eru
félagar í Taflfélagi Reykja-
víkur.
Sveitin fer utan á vegum
Skáksambands íslands en
fararstjóri verður Ólafur Ól-
afsson.